Víðir


Víðir - 07.09.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 07.09.1934, Blaðsíða 3
V I Ð X R mínu áliti hefir öll skilyrði til að geta leyst þetta verk prýði- lega af hendi, en það er JesA. Gíslason kennari. Fáir munu bera innlegra hugarþel til Eyj- anna en hann, og enginn er kunnugri sögu þeirra að fornu og nýju. Hann er ágætlega rit- fær og skemíilega, og svo er hann einn þeirra manna sem hefir lifað og starfað á því mesta framfaratímabili, sem yfir Eyjarnar hefir komið. Alt mælir með því að byrjað verði á þessu verki strax. Marg- ir aldraðir Eyjaskeggjar geta lagt mikið og merkilegt efni til sögu Eyjanna, en enginn veit hve lengi þeirra nýtur við. Vonast ég til að bæjarstjórn Vestmannaeyja taki þetta mál til' athugunar nú þegar, svo ekki glatist sá fróðleikur um Eyjarnar. sem nú er i minni fárra manna, en við þvímábú- ast ef þetta er látið dragastt lengur. 1. sept. 1934. Hj. Eiríksson. Uppblástur. Sú kemur tið að sárin foldar gróa! Hún virðist ætla að rærastseint á fjöllunum hérna í Vestmanna- eyjum, þessi spá skáldsins góða. Við augum Eyjabúa hefir um tugi ára blasað við eitthvert hið mesta svöðusár Eyjar.na, án þess að minsta tilraun hafi verið gjörð til þess að stöðva framgang þess efa græða það. Svöðusár þetta er uppblásturinn austan í Hánni, beint á móti bænum, beint á móti hverjum ferðamanni sem til Eyjanna kemur. Graslendið þar hverfur nú hröðum skrefum og á einum stað er það ekki nema ör- mjó rönd, vestur á bergbrúnina. í stað fagurrar grasbrekku sem þarna hefir verið, og sem þarna gæti verið, blasir nú við augum bæjarbúa og gesta móbleik berg- fláin, nakin gróðurlaus. fannig er verndað hér nátLúruunaði': há fjáll, grasi gróin upp á efetu bergsnös. Fjöllin hér í Vestmannaeyjum eru fá og ekki mikil um sig. Að stöðva uppblástur þeirra er því hið allra auðveldasta verk og mjög kostnaðarlítið. Það er því hin mesta minkun ölium Eyjabúum, og þá ekki hvað síst forráðamönn- um Eyjanna að slík eyðilegging skuli hafa verið og skuli en veia látin afskiftalaus: Á þessu vítaverða kæruleysi gagnvart gróðri Eyianna er hór með vakið sterkasta athygli og um leið skorað á umboðsvaldið, að hlutast til um það, að upp- blástur þessi verði nú þegar söðv- aður og að bergfláin og skriðan þar fyrir neðan verði grædd upp. Að stöðva uppblástur er eins og áður er minst á mjög auðvelt og kostnaðarlítið, uppgræðslan er erf- iðaii og kostar dálitið fé, en hvor- tveggja þetta er vel framkvæm- anlegt. Þótt hór sé aðeins nefndur þessi eini uppblástur í fjallinu hér, þá er um fleiri að ræða. Má nefna rofið upp á milli Kleyfna, en það er orðið til fyrir kæruleysi veiði- manna. Þá má minnast á „Safa- stæðið" í brekkunni austan í Hánni. Einhverjir piltungar ætl- uðu að byggja sér þar sumarbú- stað, en úr byggingunni varð ekki annað en það, að stungnir voru upp nokkrij kekkir, nokkrum moldarrekum ausið yfir næstu grösin — eítir er flag, biksvart moldaiflag. Suðaustan í Heimakletti virðist uppblástur vera að byrja. Hvað mundi hún segja sú kynslóð, sem tekur við Heímakletti berum? Við skulurn vona að það komi aldrei fyrir, enda vœri það óafmáanleg- ur blettur á þeirri kynslóð, sem heíði átt og sem hefði getað spornað yið því. Skal ekki að þessu sinni fjöl- yrða meira um þetta, en ítreka skal enn a ný, þá áskorun til ura- boðsvaldsins, að það hlutist til um það, að framvegis verði upp- blástri Eyjanna sterkur gaumur gefinn og að alt verði gjört til þess að sporna við honum og að græða það sem blæs upp. Þeirri spurningu rná og beina til bæjar, stjörnar, hve lengi hún ætli að halda áfram að róta um graslendi bæjarins, svo sem brekkunni vest- an við Hástein. Um Akureyraibæ er það sagt að hann eigi snoturleik sinn að þakka þeim mönum, sem yfirráð- in hafa haft þar á liðnum árum- Góður vitnisburður sem ætti sem víðast að eiga við. X. Arangur í íþróttum í smbtmdl rið I*jóðhátíðina. Sunnudaginn 5. ágúst. Kúluvarp. 1 Júlíús Snorrason Týr 10,55,5 stk. 2. Jón Ólafsson Þór 9,64,5 stk. 3. Hafsteinn Snorrason Þór 9, 51,5 stk. Kriuglukast. 1. Julius SnoiTason Týr 36,085. stk. í aukakasti 38.11. stk. 2. Sveinn Ársællsson Fór 30, 805 stk. 3. Skaiphéðinn Vilmundsson Týr, 30,485 stk. Spjótkast. 1. Sveinn Áisælsson Pór 41,49 stk. 2. Hafsteinn Snorrason t’ór 41 49, stk. 3. Þórarinn Guðmundsson Týr 39,05 stk. Langstökk. 1 Daníel Loftsson Týr 6,11 metr. 2. Sig. Sigurðsson Fór 5,97V2 metr. 3. Jón Ólafsson Þór 5.92 metr. 10000 stk. hlaup. 1. Karl Sigurhansson Týr 36, 49, min. 2. Vigfús Ólafsson Týr 38,85 min. 3. Jón Óiafsson Fór 39 mín. Laugardaginn 11. ágúst. 50 stk. Kappsund. 1. Vigfús Jónsson Týr 33,9 sek. 2. Karl Björnsson Þór 38,2 sek. 3. GíbIí Friðbjörnsson Týr 42 sek. 5000 stk. klaup. 1. Karl Sigurhannsson Týr 17, 09 mín. 2. Vigfús Ólafsson Týr 18,15. 5 mín. 3. Jón Ólafsson Þór 19,22 mín. 100 stk. hlaup. 1. Daníel Loftssou Týr ll,3sek. 2 .Þórarinn Guðmundsson Týr 11,6 sek. 3. Ölafur Sigurðsson Pór 12 sek. Stangarstökk. 1. Ásmundur Steinsson Þór 3,04 metr. 2. Jón Ólafsson þór 2,74 metr. 3. H. Linnet í’ór 2,64 metr. \ Kuattspyrna II. fl. Týr 2. mörk Þór 0. Sunnudaginn 12. ágúst. Þristökk 1. Daníel Loftsson Týr 12,98 metr. 2. Sig Sigurðason Þór 11,93 metr. 3. fórarinn Guðm. Týr 11,70 metr. Hástökk 1. Sig. Sigurðsson Þór 1,56,5 2. Jón Ólafsson Pór 1,53 metr. 3. Einar Jóelsson Týr 1,44 metr. 800 stk. hlaup. 1. Bórariun Guðmundsson Týr 2,24,3 mín. 2. Vigfús Olafsson Týr 2,25,3 mín. 3. Jón Olafsson Þór 2,26,2 mín. Haudbolti kvenna. Týr 3 mörk Þór 2. Knattspyrna 1. fl. Jafntefli 1 gegn 1. Miðvikudaginn 15. ágúst. 200 stiku lilaup. 1. Danírl Luftsson Týr 25,2 sek 2. Þórarinn Guðmundsson Týr 26,4 sek. 3. Sigurður Sigurðsson Þór 27, 1 sek. Þór hefir 36 stig Týr 48. Sundlaugin. Þorsteinn Sigurðsson Faxast. 8: Ágúst Matthíasson Hást.v. 24 Salome Gísiad. Faxast. 10 Sig. Sigurðsson Boðaslóð 2 Ofanrituð áskorun hefir legið nokkurn tíma, í von um að við kynni að bætast, en þar sem svo lítur út að áskoranir séu hættar, þykir ekki rétt að draga lengur að birta þessa. fegar maður athugar gjafalist- ann, verður fljótt séð, að flestir hafa gefið kr. 2,00, enda byijuðu áskóranirnar á þeirri upphæð en ekki færri en 50 hafa látið 5 kr. og meira. Sumir. eins og t. d. Kvenfélagið Líkn, slysavarnardeild- in Eykyndill og Magnús Guð- mundsson á Vesturhúsum, hafa gefið mjög rausnarlega. Þykir rétt að birta nöfn þeirra þeim til heið- urs, og nöfn allra þeirra, sem gefið hafa kr. 5 eða meira. Við athugun sér maður enn fremur, að ekki finnast þar nöfn sumra hinna efnuðustu borgara bæjarins, var þó skorað á þá, eíns og aðra að gefa að minkta kosti tvær krónur, en „túkalinn" hefir líklega verið í lokuðum kassan- anum og lykillinn týndur. Nú er Sundlaugin þegar full- gerð, aðeins ógengið frá vélun- um, sem munu væntanlegar bráð- um. Væntanlega hafa hinir góðu menn, hver um sig, fundið lykil- inn sinn, um það leyti sem laug- in er fullgerð, og þeir geta skropp- ið í hana og buslað í volgum sjónum. Skrá yfir þá, sem gefið hafa til Sund- laugarinn 5 krónur eða meira. Kvenfélagið Líkn kr. 500,00. Kvennadeild slysavarnafél Eykynd- ill kr. 100. Magnús Guðmunds- son Vesturhúsum kr. 100. Magn- ús Sveinsson gjaldkerki kr. £0. Jóhann í5. Jösefsson alþm. kr. 17. Aase Sigfússon apotekari kr. 15. Jóhannes Sigfusson apótekari kr. 15. Olafur O. Lárusson héraðs- læknir kr. 10, Páll Bjarnason skólastjóri kr. 10. Óskar Sigur- hansson vélsmiður kr. 10. Jónas Jónsson kaupfélagsstjóri kr. 10. Jón Ólafsson Kirkjuveg 14 kr. 10.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.