Víðir


Víðir - 15.09.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 15.09.1934, Blaðsíða 3
V 1 Ð I 3t yngsta ríkisstjórn í heirni heldur og sú mannkosta og hæfileika- minsta. Er Ásgeir Ásgeirsson sannat- lega meðaumkunavveiður að veia íaðir þessara þvíbura, enda vill hann nu ekki við afkvæmin kann- ast, er hann sá hversu óiánleg og ótutleg þau voiu. „Stormur". Mjólknrsda og framleiðsla. Þetta þýðingarmikla mál hefir enn i dag ekki náð til athugunar þeirra manna, sem íbúar þessa bæjar hafa valið sér til foiustu. Mjólkin er seld hér á miðalda- vísu, hver einstakur framleiðandi flytur mjólkina i flöskum og öðr- um ílátum, án þess að nokkuð eftirlit sé haft um hreinlæti. Þá skortir mjög á eftirlit með heil- brigði kúa. En það sem mestu varðar er, að fátækara fólkið er svo að segja mjólkurlaust — og það að óþörfu. Ef skipulag væri á mjólkursölunni — það vill segja hámarksverð á mjólk — mundi þetta gera framleiðendum mögu- legra um búrekstur sinn. Að vísu lægra verð, jöfn og trygg sala — annars er það kunnugt, að á þessum tímum árs gengur mjólkin ekki út. — Því nauðsyn- legt að koma rajölkursölunni í létt horf og setia verðið þannig að allir geti notið hennar og um leið vissari sala fyrir framleiðend- ur. — í öllum stærri bæjum landsins er nú komið á mjólkúrsölusam- lögum og hieinsunaistöð fyrir mjólkina. — Pamtímis sem unnið er úr þeirri mjólk, sem ekki selst, skyr og ostar. Þessar búafurðir eru nú allar aðkeyptar. Mundi bæjarstjórninni ekki þókn- ast að athuga þelta nú á þessurn mjólkurfrumvarpstímum. P. 0. ílt athæfi. Eins og kunnugt er, stendur björgunarbáturinn í skýli á Eiðinu. í skýlinu er einnig geymt alt smávegis, sem bátnum tilheyrir og nota þarf ef til björgunar til- rauna kemur. Skýiið er ekki bein- línis læst, heldur lokað á þann hátt, að sem fljótlegast sé að opna ef skyndilega þarf að grípa til bátsins. Petta hafa óvandaðir menn not- að séi á hinn vesælasta og heimsku- legasta hátt. Þar var t. d. brúsi með lýsi í, sem nota átti ef að í brim þyrfti að leggja. Svo mikill ræfill hafði verib þarna á ferð, að ekki hafði hann haft mánndóm í sór til að stela biúsanum, heldur bioLið hann. Hver tilgangminn hefir verið með því, er alveg óskiljan legt, því varla er hugsanlegt að sá óþokki sé til, er sporna vilji við því að hægt sé að framkvæma björgun. Fötu, sem í bátnurn var, hafði veriö stolið. Björgunarbeltin hafa verið tekin, sennilega af þeim, sem hafa viljað skolpa af sér skitinn 1 sjónum, en ekki þorað það beltislausir. Beltunum jsiðan fleygt utan við skýlið, en ekki látin inn. Eitthvað fleira liafði veiið skemt. Pó að þetta, sem hér er sagt sé alveg satt, þá er ekki annað hægt að segja en að það sé ótrú- legt mjög. Já ótrúlegt er það að til séu svo illahugsandi mann- kindur, að geta ekki séð í fiiði jafn nauðsynleg og þýðingarmikil tæki, sem hér um ræðir. Ef einhver gæti upplýst hver eða hverjir skemdunum valda, þá væri vel gert að láta foimaim bátsins fá þær upplýsingar sem fyrst. — Það er varla vafi á því, að þung refsing liggur við svona athæfi. Kvöldskóli iiuöanuiL Eins og auglýst var í síðasta tbi. Viðis hefst skólinn 1. okt. Vegna ýmissa fyrirspurna um íyriikomulag skólans þykir mér rétt að birta þetta til skýiingar: Skólagjöld verða mjög lág. Fyrst og fremst veiður ein deild með nemendum, sem stund- að hafa nám 2—3 vetur eftir barnaskóla. Er þar einkar heppi- legt að fá sór framhaldskenslu í einstökum greinum t. d. fyrir þá, sem lokið hafa prófi við gagn- fræðaskólann hór, eða hafa notið einhvers állka náms. Auk þess verða 1—2 deildir fyrir þá sem skemmra eru komn- ir. Verður reynt að taka í skól- ann það sem húsium leyfir, en einkum verður þó lögð áhersla á, að setja ekki saman í bekki ann- að en þaÖ, sem samrýmst getur við námið. því eins og öilum er ijóst, er það eitt höfuðskilyrði fyr- ir góðum árangri við nám, að þekking og hæfileikar þeirra, sem saman eiga að starfa, sé á svip- uðu stigi. Það er því miður of al- gengt í skólum, að slengja verð- ur saman f hóp hinum sundur- leitustu kröftum, og er þar með eyðilagt, að unt sé að ná æski- legum árangii. Fram hjá þessum skerjum vilj- um vér, sem stöndum að Kvöld- skólanum hór, reyna að stýra og xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. Brunatryggingar, Sjóvátryggingar. Iðgjöld hvergi lægri. Umboðsm. Gunnar Ólafsson & Co. X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Ellistyrkur. Umsóknir um styrk úr Ellistyrktarsjódi, vid næstu úthlutun, sendist bæjarstjóra fyrir lok þessa mánadar. Eydublöd undir umsóknirnar fást hér á skrif- stofunni. — Bæjarstjóraskrifstofan 14. sept. 1934. Frá Sjóveitunni. Þeir, sem ekki enn hafa greitt innlagninga- kostnad vid sjóveituleidslur í fiskhús, eru bedn- ir ad gera þad nú á þessu haustí. einmitt í því sambandi væri sér- staklega æskilegt, að væntanlegir nemendur gæfu sigfram sem allra fyrst. Æskilegt væri líka, að þeir sem koma til mín í þeim erindum, hefðu með sér prófskýrteini þau, sem þeir kunna að hafa, hvort sem er úr barnaskóia, gagnfræða- skóla, eða öðrum skólum. Ég vil vekja athygli alls almenn- ings á því, að slikir skölar sem þessi þykja alstaðar einkar heppi- legir fyrir þá, sem slunda einhverja atvinnu að deginum, en eiu svo miklum manndómi gæddir að vilja nota, að minnsta kosti nokkuð af frítímum sínum til náms og eflingar andlegum og likamleg- um þróska. En þar af leiðir, að oft verður í slíkum skólum uppkomið fólk, t. d. i framhaldsdeild, fólk sem skilur, að við erum aldrei of gömul til þess að læra, því hvenær sem við hættum að rifja upp og reyna að bæta við fer okkur aftur. Þess hefir áður verið réttilega minnst,, að íþróttalif þessa bœjar er ungu kynslóðinni til hins mesta sóma. Gætið að ykkkur, piltar og stúlkur, að almenn þekking, leikni i kvenlegum listum og menningar- bragur allur verði ekki tiltölulega lakari í samanburði við önnur héruð þessa lands. Ve. 14 sept. 1934 Halldór Guðjónsson. AUGLÝSIÐ I VÍÐI

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.