Víðir


Víðir - 22.09.1934, Side 1

Víðir - 22.09.1934, Side 1
VI. árg. 27. tbl, Vcstinannaeyjum, 22. scptember 1984 t Helgi S. Scheving Stud. jur. Fæddur 8. mars 19l4. — Dáinn 8. sept. 1934. Nokkur minningarorð. — — margoft tvítugur moira hefur lifað svefnugum. segg, er sjötugur lijarði. (Jónas Hallgrímsson). Helgi skl. Scheving vav fæddur hór í Vestin.eyjum, sonur Sigfúsar Scheving bæjarfulltrúa í Heiðar- hvammi og konu hans, Sesselju Sigurðardóttur. Hann kom í Unglingaskóla Vest- mannaeyja 1927 og útskiifaðist þaðan 1929. Vorið '1930 lauk hann gagnfræðapiöfi við Mennta- skólann i Reykjavík og stúdents- prófi 1933. Sama haust innritaðist hann í lagadeiid Háskólans og lauk heimspekíprófi síðastiiðið vor. Víð öll þessi próf náði hann 1. einkunn. Helgi var góður námsmaður, vel gefinn og ötulli við nám sitt en almennt gerist. Hann átti sterk- an vilja og fastmótaða skapgerð og honum var það vel ljóst, að námib er enginn laikur, enda lagði hann oft mjög að sér við iestur. Fjatri fór þó þvi, að hann úlilokaði sig frá félagslífi í skóla eða stein- gerðist yfir bókum sínum. Svo mátti segja, að han væri lífið og sálin í öllu félagslífi í Menntaskól- anum, var hann um skeið for- maður skólafélagsins, átti sæti í rítstjórn skólablaðsins og gegndi oít öðrum. trúnaðarstörfum fyrir nemendur. Þetta sýnir, að Helgi nauf trausts og virðingar þeirra, sem hann umgekkst. Loks var hann kjörinn forseti „Sambands bindindisfélaga í skólum íslands". Starfaði hann í því af frábærum dugnaði og fórnfýsi. Það var sannfæring hans, að áfengisbölið væri eitt mesta böl mannanna og hann einbeitti starfskröftum sínum gegn útbreiðslu þess meðal íslenzkra menntamanna. Um þessi mál flutti hann mörg erindi í útvarpið, auk þess sem hann heimsótti allflesta alþýðu og menntaskóla landsins og flutti fi æðileg erindi um áfengis- málin. Fað var stæista hugsjön Helga heitins Scheving, að fá útrýmt áfengisbölinu með þjóð vorri. Áfengismálið er að vísu hitamál, en þó held ég, að allir hljóti að bera virðingu fyrir manni eins og Helga Schving, jafnvel þó þeir væru honum ekki sammála. Mér finnst alltaf hvíla einhver helgi, einhver guðlegur ljómi yfir þeim manni, sem á örugga samfæiingu, hefur bjargfasta trú á gildi hennar og fórnar tíma sínum og laöftum fyiir sigri hennar — slikur rnaður var Helgi Scheving. — Auk »allra starfa sinna lagði Helgi mikla stund á lestur. Hugur hans hneigðist mjög að bókmennt- um og sögu. Hann var vandlátur í vali bóka og eyddi ekki miklum tima í bækur, sem hann taldi sig ekki hafa gagn af að lesa. Fylgdist hann því vel með í bókmenntum, íslenzkum og erlendum. Helgi var maður gagnvýninn og hafði yndi af aðræðaum t,. d. nýja bók o. sl. við vini sína. — í alhi fyamkomu sinni var Helgi sál. Scheving hinn menntaði mað- ur. Hanu var prúður og kuit.eis og vingjarnlegur við alla, glaður og félagslyndur. Enda var hann hvers manns hugljúfi og hrókur ails fagnaðar. Helgi var mannvinur mikill og álti djúpa samúð með öllum þeim, sem á einhvern hátt uiðu útundan í lífinu. Og yfirleitt má segja um alla viðleitni hans og hugsjónir, að þær hafi miðað að því fyrst og fremst að gera mannlífið sælla, betra og fegurra, Sannarlega lagði hann sinn skerf ti) þess að svo gæti orðið, eftir þvi sem hans ungu kraftar hrukku til. Sem sonur var Helgi Scheving fyrirmynd og hafði fullan hug á því að verða stoð og stytta for- eldra sinn, þegar ástæður leytðu. Vegna alls þessa er það sárt að sja á bak Helga sái. Scheving og er þung sorg kveðin að foreldvum hans og systur, ættingjum öllum og vinurn. En allt þetta, sem gerir sorgina sárasta er um leið til þess að draga úr henni. Vissan um það, að har.n var sannur maður, sem lifði með sóma, maður, sem skilur eftir jafn bjarta og fagia minningu, er oss öllum meiri huggun en oi ð fá lýst. En vér trúum því, að vér munum aftur fá að sjá hann og njóta samveru hans um aldur. Þú tókst þér eitt sinn f munn andlátsorð Goethes: „Meira ljós“. Ég er þess fullviss, að hið skamma líf þitt gerði líf vina þinna bjart- ara — samvman við þig færði oss meira ijós. — Endunninningin um þig er hrein og fögur og á haria fellur aldrei skuggi. Pú varst heiil, tryggur og hjáipsamur — þú varst góður félagi og vinur. Blessuð sé minning þín, Á. G. Eelgi Scheving Kæri vinur, örstutt er síðan ég átti tal við þig, hvorugan okkar grunaði, að það yrði í síðasta sinni. Auðvitað barst talið að kom- andi árum, þú varst fullur áhuga, og talaðir með innri bannfæringu um framtíð þína, sem þú sást i ijösi dugnaðár þíns, biasa við þér. — Nú ertu hoifinn. — Mig lang- ar til að kveðja þig örfáum orð- urn — og tek því til máis. í*að er alkunna, að aldraðir óttast alment dauðann meir en ungir. Því hvað liggur fjær æskunni en dauð- inn, og hvað nær ellinni. Eins er það og, að fáir vita sinn vitjun- artíma og flest allir œskumenn skoða daginn í dag aðeins sem áfanga, og gera ákveðið ráð fyrir að á morgun sé aftur dagur, sem upprenni - yfir þá, og færi þeim eitthvað nýtt og oftast betra en dagurinn í gær. Og hversu góður hugsanamiðiil sem mál voit er, er örðugt að lýsa þeim áhrifum, sem dánar- fregn ungs vinar — vinar, Bem allir luku upp einnm munni um, að ætti sér fagra framtíð, hefir. Einkum er orðið dauður í sam- bandi við alheilbrigðan, ungan, lifsglaðan mann, fljótt á litið eins og hver önnur fjarstæða. — En eins og okkert er nýtt undir sól- inni, eins virðist þeim mætti, er skóp hana ekkert ómögulegt. Ein er huggun til í sambandi við danða heiibrigðs ungs vinar: sú að oika líður aldrei undir lok, og sá kraftur, sem með manninum bjó lífs, hlýtur og að njóta sín einhverstaðar, þá hann er liðinn. Maðurínn er undraverðasta dýr jarðarinnar, hvað heilann og starf- semi hans snertir. Líkamsafrek mannsins samanborið við álíba stór dýr, er ekki svo, að orð sé á hafandi. — En heflinn — þetta dásamlega áhald, kraftur þess: hugsunin, hefir hafið manninn upp í æðsta sess meðal dýranna, hví skyldi þá þessi kraftur líða undir Jok ? Trúi því hver sem t.rúa vill. Kæri vinur, þú varst — eða öllu heldu ert — gæddur frábær- um hugsunarhæfileikum, málið, hugsanamiðilinn, hafðir þú í rík- um mæli á valdi þínu. Alt frá því að þú varst kornungur, var þér unun að þvi að láta hugann starfa og tunguna túlka hugsun þína, þú varst í stuttu máli sagt, flug-mælskur. ÍJann hæfileika þinn notaðir þú til að hrinda fram áhugamáli þínu : bindlndismálinu. í Menta- skólanum varst þú aðalkrafturinn í bindindisfélagsskapnum ogforseti Bindindisstarfsemi skóla á íslandi. Þú andaðist, nokkru áðui en þú ætiaðir þér að hefja aðra ferð þína umhverfis landið fyrir Bindindissambandið. . En eins og tunga þín var auð- sveipinn þjönn hugsunar þinnar; svo lék ritmálið í hendi þér. Margar smásögur samdir þú, og verðlaun hlaustu fyrir bestu rit- gjörð meðal nýbakaðra stúdeuta

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.