Víðir


Víðir - 22.09.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 22.09.1934, Blaðsíða 2
v r ð i a við Reykjavikursköla vorið 1933. Sú íitpjörð var um fiskiveiðar í Vestmannaeyjum um og eftir alda- mötin 1900. Þar ei þér rótt lýst, af því að áhugamál þín voru áhugamál þjóð- arinnar, og henni ætlaðir þú að helga krafta þína, vinna fyrir hana, henni t.il gæfu og gengis. Pví skyldu menn ekki bera vinarhug t.ii þjóðar sinnar, hún er manni næst, og sjaldan er hún svo önug, að ekki renni manni blóðið til skyldunnar. En fyrir öll þessi áform þín var tekið, hinn fruntalegi dauði tók fram fyiir henduvnar á þér. — En ég efast ekki um, að enda þótt andlát, þitt og útför hafi orð- ið bæði íyr og með öðrum hætti, en þú bjóst við, muni kraftur huga þíns, skjótt átt sig, og njóti hans nú við — einhverstaðai'. Vertu sæll! Friðjijó/ur G. Johnsen. firáðabirgðarlög um heimild fyrir ríkisstjórnina til íhlut- unar um sölu og átflutning á saltfiski. Óánægja ekki svo lítil er nú meðal útvegsmanna og sjómanna, út af hinum háa skatti, sem nú á þessu ári hefir verið lagður á sjávarútveginn, með því að skyida menn til að borga kr. 5,00 af hverju skp. af verkuðum fiski, og af óverkuðum fiski kr. 20,00 af hverri smálest. f*að er síst íurða þó að menn séu óánægðir með þessi lög. Skatturinn, sem á þenrian hátt er lagður á sjávarútveginn, er svo geysi hár, svo miskunarlaus að undrun sætir. Með svipuðu fiskiríi og verið hefir hór hin síðari árin mundi skattur þessi nema 1500 — 2000 krónum að meðaltali á hvetja bátsutgerð. Þetta verkar þannig, að sá, sem aflar fyrir kostnaði óskattlagður, lendir í tapi sem skattinum nemur, og hinn, sem átr gæti afgangs alt að tvö þús- und krónum, á ekkert eítir þegar búið er að taka af honum þenn- an ósanngjarna skatt. í þessum Bráðabirgðalögum seg- ir, meðal annars: „Tekjum þess sjóðs, sem þann- ig kann að myndast skal varið, eftir því sem með þarf, til þess að efla, tryggja og auka fiski- markað til verðjöfnunar, og til annara nauðsynja í þágu salt- fiskverslunar landsmanna á þann hátt, ei ríkisstjórnin ákveður". Það hlýtur að eiga að gera ósköp mikíð í einni svipan, svo fljóft á sjóðurinn [að verða stór. í meðal aflaári koma í liann hátt á aðra miljón króna. Þó að við nú gerum ráð fyrir, að sendir verði til markaðsleita út um heiminn 10 riddarar, vel búnir að vopnum og klæðum, og ef við hugsum okkur að láta þá bjargast, svona í kreppunni, við hæstu bankastjóralaun, eða kom- ast af með 20 þús. króriur á ári, hver, þá myndu þeir verða að minsta kosti 8 ár að eyða því fé, setn í sjöðinn kemur á einu ári. fað er ekki annað hægt að segja en að geyst sé af stað far- ið. Og það er von að menn haldi að þeir, sem þessu ráða, hafi það t á bak við eyrað, að nota sjóðinn til einhvers annars. Því þó að þeir segi að endurgreitt. muni veiða það, sem eigi þurfi að nota. þá er ekki tiema eðlilegt að mónn séu vantrúaðir á framkvæmd þeirrar greinar Bráðabirgðalaganna, haldi að þessi sjóður fari sömu leiðina og aðrir sjöðir, sem ríkisstjórnin hefir náð til. Það er sem sé trú manna, að enginn þeirra sé nú óétinn. Einmitt það, að upphæðin er svona geysi há, vekur grun manna. Ætti aðeins að nota sjóðinn t.il mark&ðsleitar, þá er ekki annað sýnilegt en að 50 aurar hefði orð- ið nægilegt til að byrja með, að ekki sé talað um kr. 1,00 af skp. Það er alkunna að sjávarútveg- urinn hefir haldið ríkisbúskapnum uppi nú í kreppunni og þett.a eru þakkirnar. Það er líka vitanlegt að svo hefir hann verið þraut- píndur, að þeir útvegsmenn, sem fyrir 5—6 árum voru sæmilega efnaðir, eiga nú ekki neitt, eða minna en ekki neitt, samt þókn- ast stjórninni að skella á hann skatt.i, sem nemur alt að tveim miljónum króna. Bað er svo að sjá, að þeir, sem þessu ráða, viti ekki hvað þeir gera, eða mönn- um sýnist svo, og óánægja út af því er mjög almenn og þung, þó að lítið sé um það talað nema að huiðabaki. En það er svo sem ekki óvana- legt, að íslendinguiinn beri haim sinn í hljóði. í þessu tilfelli er sjálfsagt gagnslítið að haga sér öðruvísi, þegar ekki er hægt að benda á ráð, sem breytir til bóta. En ef nógu margir láta til slna heyra, þá getur það orðið til þess, að þeir háu herrar hiki við að hækka þennan skatt enn meira, sem þeir eru alls ekki óvísir t.il að gera, því .sjálfsagt eru nógu 0TBREIÐIÐ VIÐI margir bitlingasnáparnir, sem gjarn an vilja fá atvinnu við að gæta sjóðsins og eyða honum. — Og því stærri sem sjóðurinn er, þess fleiri geta fengið fylli sína, á kostnað sjávarútvegsins, — út- vegsmanna og sjómanna. Hannyrðavörur nýkomnar. Ódýr áteiknun. Kristrún Jónsdóttir Fífilgötu 5. Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. Hraust og góð stiilka óskast í vist í Skólanum, strax eða 1. okt. Páll Bjarnason. Fáein orð um veiðiferðir mínar, cfíir Jón Ingimundsson. Fyrsta skipið, sem ég var for- nraður á, hét Enok. Þegar ég byrjaði formensku var ég rúmlega tvítugur. Að ég byrj- aði formensku svona ungur og fyr en ég hafði ætlað mér, kom til af því, að formaðui sá, sem ráðinn hafði V6iið fyrir skipið, Þorsteinn Þorvaldsson að nafni, frá Hiútafelli undir Eyjafjöllum, veiktist og kom ekki út, til Eyja. Hásetar allir komu og stóðu uppi ráðalausir, því enginn þeirra treysti sér, eða var treyst til að taka að sér stjórnina. Var þá komið til min og ég beðinn að taka að mér formensk- una. Ég kvað tormerki á því, þar sein ég var ungur, óreyndur og auk þtss ráðinn háseti hjá öðr- um. Þeir voru að suða við mig þangað ti) ég lét tilleiðast, með því móti að formaður minn gæfi mig eftir og þeir létu mann í minn stað. Foimaöur minn gaf mig loks eftir rneð því skilvrði að þeir sköffuðu matm í minn stað, helst ekki lakari en ég væri. Peim • tókst það og tók ég við stjórn skipsins, Byijuðu þá þegar hákarlaveiði- ferðir mínar. Varð sú raunin á að hákaila- veiði hepnaðist mér að jafnaði betur en þorskveiði, sainanborið við aðra. Oftast mun ég hafa v^erið með þeim aflasælli við hákarlaveiði. Voru þær ferðir oft kaldar í skammdeginu, en vel má geta þess að ég fékk aldrei verulega vont í þeim ferðum, var heppinn, er svo var kallað. Aðbúnaður 1 þeim sjóferðum var mjög lélegur, eins og gera má ráð fyrir, á opnu skjpi. Ekkert skýli var um að rœða, og því ómögulegt að sofa þó að lengi væri setið, því það var hin mesta hætta fyrir heilsuna, enda reyndu það fáir. Þaó þarf svo sem ekki að geta þess að oft var kalt, og ekki fyiir heilsuveila að þola setuna’ Venjulega bjuggu rnenn sig út til þriggja dægra, eða tveggja sól- arhringa. Nestið var aðallega rúg- brauð og skonrok og ketbita höfðu þeir sem ket áttu til. Harðfiskur eða riklingur var oftast með í ferðinni. Kaffi var hitað, en sfund- um gekk hitunin ekki vel, því ekkert var skýlið. Vel má geta þess að þá sættu menn sig við það mataræði og þann aðbúnað, sem nú þætti eng- um manní bjóðandi og fæstir mundu gera sér að góðu. Éað er líka eins og vanþakklæti og vand- fýsni h&fi aukist með batnandi tækjum og bættum aðbúnaði. Misjafnlega gekk veiðin eins og nærri má gefa, en stundum var afli góður. Mesti afli, sem ég fékk i einum túr var nokkuð yfir 30 tunnur lifrar. Veiðið á hverri tunnu lifrar var lengi 25 krónur. Á þessu má sjá að komið gat það fyrir að maður fengi sæmi- leg daglaun, en þegar afli var lít- ill 5—10 tunnur lifrar, eða minna, sem oft bar við, þá var hluturinn ekki stór, þegar skift var í yfir 20 staði, sem oft&st var, og i raun og veru altaf, þegar allir voru með, sem ráðnir voru á skipið, því á hveijum áttæring var skips- höfnin venjulega 18—20 menn. Veiöarfæri: sóknir, skutla og hnífa, lagði skipseigandi til og tók 4 hluti fyrir þau og skipif. Eftir þvi man ég, að eitt sinn kom ég heim á gamlaárskvöld, hafði fengið 31 hákarl og úr þeim 12 tunnur lifrar. Hvesti þá á norðan, svo að við gátum ekki losað og varð lifrin að liggja í skipinu, þangað ‘ til eftir nýár, vegna st.orms Á nýáismorgun fór- um við út í skipið til að ausa það, því mikill sjór hafði gengið i það um nóttina. Annars var það ekki siður í þann tið að nota helgidaga til aflafanga.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.