Víðir


Víðir - 04.10.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 04.10.1934, Blaðsíða 3
ar að neinu leyti, ekki glæða á- huga fyrir ræktun, og illa sam- boðið menningu tuttugustu ald- arinnar. Oft heyrist talað um fegurð Vestmannaeyja, en bak við fegurð- ina leynast ósiðir, skrilsbiagur og ógöfugur hugsunaiháttur. Því all- ir vita, að „það eru mennirnir, sem skapa plissin, en plássin ekki mennina". Getur vel vtrið að rólegast sé að ganga afskiptalaus, óg tala ekki opinberlega um þenn- an og þvílíkan aumingjaskap, með öðrum orðum „fljóta sofandi að feigðarósi". En hvort ökomni tíminn metur það sem eintóma kurteisi, er fullkomið vafamál, auð- vitað eru hér ekki allir sekir margfalt fleiri þeir saklausu, er gjalda hinna seku og bera skömmina með þeim. — Þ. Hvað sýnist ykkur? Á öðrum stað hér í blaðinu er smágrein, eftir Pál Oddgeirsson kaupm., með fyrirsögninni „Bann“. Pannig er máli farið, að nokkrir bændur hafa kant það, að P. 0. hefir girt land sitt þannig, að girðingin nær út fyrir gamla götutroðninga, sem áður fyr voru lítið eitt notaðir, en nú næstum aldrei, og kemur því girðingin engum að baga. En hvað Bem því líður, þá er síður en svo að P. 0. hafl girt utanvið það mark, er honum var heimilt, þvert á móti hefir hann lAtið af landi því, sem honum hafði verið úlhlutað, pláss undir breiðan veg, sem að vísu er érin ólagður, en verður sjálfsagt lagður áður en langt um liður. Þessi kæia bændanna er því óskiljanleg í fylsta máta, ekki síst þegar þess er gœtt, að flestir kær- enda gera lítið og sumir ekkert að því að rækta jörðina, en P. 0. sýnir í því frabæran dugnað. Að athuguðu máli virðist það sanni nær að jarðabændur þakki P. 0. ræktunaráhugann, heldur en að þéir sparki í verk hans, þvíað tíl skámms tfma höíðu jarðabænd- ur ráÖ á allri Eyjunni til ræktun- ar, en þá gekk verkið litið frám á leið, samanborið við það er síðan hefir orðið. Eða hvað sýnist ykkur, gömlu, góðu bændur fyrir ofan hraun ? Sund. Ungu stúlkur, hafið þið lesið um hana Klöru Klængsdót.tur. Hún er aðeins 14 ára að aldri. Hefir lært sund við sundskólann á Ála- fossi. Nýlega kepti hún á innan- félagsmóti Ármanns í Reykjavík, YIÐI8 ^ýkomnar vörur: Samkvæmiskjólaefni. Dömu-Vetrarkápur. Blússuefni, úrval. Kjólatau. Lasting, margir litir. Gardínutau stórt úrval frá 0.85 metr. Eldhúsgardínur. Pilsis- efni (við erl. búning) fleirri teg. Léreft margar teg. frá 0,85 metr., þó góð vara. Astrakan fl. litir. Hör- lóreft — Dúnheltléreft fl. litir. Silkiléreft. Handklæði Millifóðursstrigi. — Náttkjólar. Undirfatasett. Kven- bolir fl, teg. Dömu-undirbuxur, baðmull og silki frá 1,75. Sérstakir Undirkjólar frá 2,85. Handsk- ar stórt úrval. Dömutöskur og buddur. Shiffon Velvet: Samkvæmiskjólaefnið, sem nú er mest notað. Flauel, Flonel, hvít 4 teg., misiit fl. teg. Undirlakaléreft. Káputau. Barnafataefui (til nær- fata óþekt vara hér). Greiðslusloppaefni 6. tegundir Smá-B irnakjólar stórt úrval verð frá 2,75. Svuntur á börn. Skólasvuntur. Kvennsvuntur í úrvali. Sloppar. Karlmannanærfatnaður. Drengjanærföt. — Sokkar kvenna, baðmull, ull, ísgarn og silki allír nýtísku litir. Magabelti. Lifstykki. Gummíborðdúk- ar óséð nýung. — Upphlutskyrtaefni. (blúndustuff) Blúndur alsk. Beltisspennur og Hn^ppar. Flibbar. Treflar. Barnasokkar. Alskonar snyrtivörur, sem seljast sem annað við lægsta verði, tekið upp næstu daga. Regnkápur fallegt úrval væntanlegt næstu daga á- samt — enn meira úrvali af vefnaðarvöru. Páll OddgeirssoD. og setti þar nýtt met í 50 metra sundi. Gamla metið var 43 seb. en nú synti hún 50 metrana á 40,8 sek. Petta ei' frábærilega vel gert af svona ungri stulku. Pegar sundlaugin okkar er kom- in í notkun, þá ættuð þið að æfa ykkur af kappi, og reyna að ná Klöru, ef þess er kostur, og helst að komast frani úr henni. En það er líklega á fæstra færi, því Kiara er að sjá viljasterk og dug- log er hún vafalaust. Molar. Hver var ástæðan? Uppþot nokkurt varð nýlega í Kaupfélagi Alþýðu hér. Sagt er að formaður stjórnar- innar, Porst. Þ. Víglundsson skóla- stjóri, hafi með ýmsum ráðum, þar á meðal sumum miður heið- arlegum, reynt að bola kaupfél- agsstjóranum, Páli Þorbjörnssyni, frá kaupfelagsstjórastöðunni. En þegar hluthafar kaupfélags- ins urðu þess varir, boðuðu þeir til fundar og ráku stjórnina frá, að undanteknum einum, Guðlaugi Gislasyni úrsmið. Eftir þessu hefir ástæða f. Þ. V. til þess að stjaka P. Þ. frá, verið einhver önnur en nauðsyn vegna félagsins, að áliti eigenda. Blckkiug. Sagt er að verið sé að reyna að telja mönnum hér tiú um það, að kjötsölunefndin vinni kaup- laust. í fjái lagafi um varpi stjórnariniiar er þó gert ráð fyrir kr. 20.000.00 kostnaði við kjöt og mjólkursölu. Nei nefndunum dettur ekki i hug að vinna kauplaust. Fatíek- lingarnir við sjóinn þykja vist ekki of góðir til að borga þeim. Höfundur sögunnar um lystar- leysi nefndanua, er sagður jafnað- armaÖur. Sumum fátækum veika- mönnum Þykir gott að smakka kjöt. Hvers vegna mega þeir ekki vita hvað veldur því, að nú er þeim það svodýit? Er það satt? Þa.ð er haft eftir Alþýðublaðinu að nú sé Haraldur Guðmundsson ráðherra orðinn svo mikill ákafa- mabur til vinnu, að hann neyti hvorki svefns né matar. Líklega sefur hann þó eins og lítinn fugls- blund um miðnóttina og nartar í mat svona einusinni á dag. Ann- ars er það ótrúlegt hvað áhuga- söm karimenni geta þolað. Hvað segja þeir nú, sem áðúr hafa haldið því fram, að hann væri bæði hvíldrækinn og mat- gefinn ? — Bann. Hérmeð er öll umferð yfir girð- ingar og land mitt Breiðabakka við Klauf stranglega bönnuð. Enda er slíkur yfiigangur óþaifur, þar sem 10—12 mtr. breitt vegstæði ligg- ur meðfram túninu upp á Höfða- veg, sem ég hefi látið af landinu undir þenna koitlagða ræktunar- veg. Undanfarið hofi ég liðið nokkrar skemdir á girðingum og gróður í landinu, vegna hinnar ó- leyfilegu umferðar. Hér eftir neyðist ég til að kæra þá, sem brjóta bann þet.ta. Páll Oddgeirsson. Frélfir. Iniíbrot. Aðfaranött þriðjudagsins s. 1. hafðí verið brotist inn í sumar- bústað Páls Oddgeirssonar kaup- manns, hér. Eftir að snúið hafði verið handfangið af hmðailæsing- unni, var hættvið að fara þá leiðina, heldur ráðist á glugga- rúðurnar og þær brotnar, ogfarið inn um gluggann. Af því hjónin voru flutt heim til bæjarins, var litið þar inni annað en nokkuð af húsáhöldum, allmargav veggmyndir og ýmislegt smávegis, sem geymast átti þar til næsta sumais. Ekki var þar stolið öðru en einhvei ju af myndunum, en alt brotið og bramlað, eins og vitlaus maður, eða menn hefðu verið þar að verki. Væntanlega verður uppvísthver eða hveijir fiamið hafa slíkan óþokkaskap. Betol. Samkomur á sunnudögum k].-5 e. h. og á fimtudögum kl. 8 e. h. Skólarnir Barnaskólinn, gagnfiæðaskólinn

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.