Víðir


Víðir - 10.11.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 10.11.1934, Blaðsíða 2
VIBIR 7H Kemur úfc einu sinni í viku. Rifcsfcjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. þar sem skaðarnir á hafnar- gerðinni urðu af óviðráðanleg- um orsökum, vii ég geta þesa að aá meirihluti bæjarstjórnar, sem blaðið telur mig hafa for- ystu fyrir, var ekki í stjórn hafnar- eða bæjarmála á þess- um árum. Vestmannaeyjar öðluðst bæj- arréttindi árið 1918 og verður bæjarstjórnin eða forysta „i- haldsins" þar varla sökuð um stórbrim og skaða af veðrum fyrri en þá eftir þann tima. 1924 varð um það samkomu- lag við ríkisstjóruina að bærinn tæki 8érstaklega að sér 300 þús. af Monbergsskuldunum sern á voru fallnar, en ríkið sæi fyrir greiðsluin í bili af eftir- stöðvunum, og hefir bærinn staðið í skilum með afðorganir og rentur af þeirri upphæð síð- an. Það er því rangt að saka bæjarfélagið um nokkur van- skil. Hafi mi8tök orðið á hvað snertir áætlanir og framkvæmd- ir við byggingu hafnargarðanna i Vestmannaeyjum þá ber ríkið engu síður ábyrgð á þeim en hlutaðeigandi bæjarfélag, því yfirstjórn þessara framkvæmda var ávalt í höndum trúnaðar- manna ríkisstjórnarinnar. Mótorkaupln til rafvcitunnar. Það heör eitthvað skolast í höfðinu á fréttamanni blaðsins með lánið til kaupa á hinum nýja mótor í rafstöð Vestmanua- eyja. Lánið var ekki 60 þús. og ekki heldur tekið hjá bönkun- ura eins og blaðið hefir eftir honum, heldur var upphæð láns- ins 35 þús. og það var tekið hjá lífsábyrgðarfélagi einu, sem starfar hér á landi. Þetta ætti maður sem í bæj- arstjórn situr að vita, en þegar nákvæmnin er ekki meiri en svona i hinum stærri atriðum þá er ekki von að hún sé góð í þeim smærri. KHiipgrcið>hir til vcrkamanna. Bl ðið segir að verkamenn eigi l sífeldum brösum og að brorinn h ifi aengið svo langt í þvi að a íkjast um að gmða kaup, að veikamenn hafi hót- að, að gera verkfall í bæjar- vinnunni. Þetta er ófögur lýsing, og til að fá réttar upplýsingar snéri ég mér til bæjarstjórans, hr. Jóhanns Gunnars Ólafssonar, og bað um skýrílu hans. I gær fékk ég simleiðis frá honum þær skýringar er hér fara á eftir: * „Dráttur greiðslu kaups atvinnubótavinnu (hefir) nokkur (orðið), vegna (hve) lengi (hefir) dregist (hjá) ríki8sjóði (að) greiða sinn hluta. Það tók 10 daga að fá fyrstu 1500 krónurnar. Ókomið enn það, sem beð- ið var um (í) símskeyti 26 októbar. (Hef) aðeins fengið 1500 af lofuðum 10000, þó verkið verið unnið aíðan 6. október. Staðlaust (að) verkamenn hafi hótað að leggja niður vinnu*. Hér sjá menn hvað satt er í staðhæfingum Alþýðublaðsins. Hart er það að blað atvinnu- málaráðherra skuli nota vand- ræði, sem stafa af getuleysi rík- issjóðs, til að leggja fram sinn hluta til atvinnubótavinnunnar til þess að brigsla þessu bæjar- félagi um svik við verka- menn. „Jómfrú“-ræða þingmanns sósíalista, Pals Þorbjarnarsonar, á Alþingi snérist um þetta á dögunum, og rak ég þá ósann- indin ofan í hann, eu þó hefir þótt sjálfsagt að endurtaka þau í Alþýðublaðinu. Höggið sem reitt varaðVest- mannaeyjabæ lendir nú á vin- um og flokksbræðrum þing- mannsins. Mér hefði vitanlega ekki dottið i hug að gera greiðslu- tregðu ríkissjóðs til atvinnu- bótavinnunnar að blaðamáli ef ekki hefði komið þessi ósvífna árás í Alþýðublaðinu. Rúmið leyfir eigi ,að eltast við fieira i skrifum blaðsins í þetta sinn. Þó vil ég geta þess í sambandi við umtal blaðsins um „grænu seðlana®, að Vest- mannaeyjabær gefur enga hand- hafaseðla út, er gengið geta manna milli. — Hitt hefir bærinn orðið að gera .og gerir enn, að gefa á- vísanir ákveðnum mönnum á úttekt í ákveðnum verslunum, þar sem bærinn annaðhvort hefir átt inni eða verið samið um að úttekt fengist þó engin inneign væri fyrir. Ef slíkt er árásarefni á krepputímum, þá er vandlifað fyrir forráðamenn bæjarfélaga. Læt ég fivo úttalað að sinni um þessa níðgrein í Alþýðu- blaðinu sem mun vera fyrsta „uppbótin" sem bæjarfélagið uppsker af þingsiörfum upp- bótarþingmann8ins sem sósia- listar í Vestmannaeyjum sendu á þing. — 2. nóv. 1934. Jóliann I\ Jósefsion. Vinnubrogð meirihlntans í Haustið 1933 skipaði þáverandi rikisstjórn miiliþingariefnd í sjáv- arúfcvegsmálum. í nefndina voru skipaðir: Jóhann Þ. Jósefsson al- þmgism., Jón A. Jónsson alþ.m. og Kiistján Jónsson tulltrúi Fiski- félagsins. Siðan á s.l. vori hefir Sigurður Kristjánsson alþm. átfc sæti í nefndinni í stað J. A. J. Hefir nefndin nú samið fjógur frumvörp, sem sfcefna að því að losa sjávarútveginn ur öngþveifci því, sem hann nú er sfcaddur i og styðja hann. Frumvörpin eru þessi : Frv. um skuldaskilasjóð útgerð armanna. Frv. um Fiskveiðasjóð Islands. Frv. um vátryggingar opinna vélbáta. Frv. um rekstrarlán útvegsins. Milliþinganefndin hefir skilað frv. þessum til atvinnumálaráðherra, og sum þeirra hefir hann haft til athugunar á fjórðu viku. Nú loks hefir hann mæist til þess, að sjáv- arútvegsnefndin í N. d. flytji frv. um vátryggingu opinna vélbáta. Að hans áliti liggur hinum ekki inikið á. Tveir ur milliþinganefudinni eiga sæti í sjávaiútvegsnefnd N.d., þeir Jóhann þ. Jósefsson og Sigutður Kristjánsson. Þegar þeim vaið það fullljóst, að atvinnumálaráðherra viidi ekki sinna málum þessum, fóru þeir fram á það við sarnverkamenn sína 1 sjávarútvegsnefnd að nefnd- in flytti frumvöipin. En þeir (samverkamennirnii), Finnur JónBson, Bergur Jónsson og Páll Þorbjörnsson tóku því fjarri og feldu tillöguna. Sjávarútvegsnefnd flytur því að- eins frv. um vátryggingar opinna vélbáta, en Jóh. Þ. Jósefsson og Sigurður Kristjánseon flytja hin frumvörpin og nokkrir aðrir sjálf- sfæðismenn með þeim. Pað má því alveg búast við því, að rauðliðar felli frumvörp þessi, og eyðileggj með því starf milliþinganefndarinnar. Það er nokkub harðleikið, að þeir, sem kosnir eru í sjávarút- vegsnefnd sem fulltrúar útvegsins, skuli ekki blygðast. sín fyrir það, að fylgja þeim mönnum að mál- um, sem alt vilja sjávarútveginum til óþurftar vinna. Mikið dæmalaust lýajr þetla vel smámensku þeirra Finns Jónsson- ar og Páls t’orbjörnssonar, sem báðir eiu búsettir í kaupstöðum, sem sama og ekkert hafa við að styðjast annað en sjávarútgerð. Slíkir fulltrúar eru, ekki ein- ungis sér, heldur kjósendum sín- um til skammar. — Þeir eru eins og fleiri rauðflekkar, vandræða- rnenn á Alþingi. Alþingi. Frumvörp þau, sem milliþinga- nefndin hefir samið, og hér áð framan er getið, eru stórmerk, og líkleg til þess að verða sjávarút- veginum til viðreisnar, ef þau ná fram að ganga — sem, því mið- ur, litlár líkur eru til. En ilt er til þess að vita, að hvorki at- vinnumálaráðherra né meiri hluti sjávarútvegsnefndar í N.d., skuli fast tii að koma þeim á fram- færi. — En svona eru vinnubrögð meirihluta þingsins, að velferða- málunum. Rannsókn ii F.vrir skömmu síðan flutti Al- þýðublaðið, með venjulegum gleið- gosahætti, mjög þunga ásökun á íslenska iðnrekendur, sem fást við matvælagerð. Blaðið hlýt.ur að hafa visku sína um þetta mál, annaðhvort frá þeim, sem rannsóknina hafði með höndum eða landlækni, sem skýrsluna hafði fengið. Skýrsluna er naumast hægt að skiija öðruvísi en að í sumum hinna frammleiddu matvæla, sé mönnum blátt áfram birlað eitur. Samt sem áður ætlaði landlæknir að þegja um það þangað ti) um eða eftir áramófc, er hann gæfl heilbrigðisskýrslu. Hefir hann eft- ir þessu að dæma, álitið það einu gilda hvort fólkið æti eiturefnin deginum lengur eða skemur. Síðan skýrsla rannsóknarmanns- ins. J. E. Vestdal, varð að blaða- máli, og hann sjálfur gefið skýr- ingar, hafa hin umtöluðu eitur- efni ærið mikið dofnað, enda hef- ir kennarinn í lífeðlisfræði við háskólann upplýst það, að „eitur- efni* J. E. V. séu óskaðleg mann- legum líkama. Þetta hefir landiæknir vafalaust vitað, en þagað yfir til þess að auka óánægju fólksins gegn þeim, sem framleiða matvæli hér á landi. — — Það er því ekki annað sjá- anlegt en að upphrópun Alþýðu- blafsins, með aðstoð landlæknis, sé pólitísk ofsókn á hendur þeim, sem framleiða íslensk matvæli. Annað mál er það, að það er alveg sjálfsagt, að hafa eftirlit með framleiðslunni, enda heflr nú fólag iðnrekenda skorað á þjng og stjórn, að láta fram fara rann- sókn á innlendum og erlendum matvælum. Enufremur að sett verði lög og reglur um framleiðslu

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.