Víðir


Víðir - 01.12.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 01.12.1934, Blaðsíða 2
Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiftslúiriaftur JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. Eykyndill. Áður smáar varnir vóru, — veðrin risu há, — þegar okkar feður fói’u fram A glettinn sjá. Konu, sem að hírðist heima hjálparsnauð og ung, — minnumst, því ei megum gleyma — mörg varð stundin þung. Lik er hættan enn og áður, eins og vitað er, þó mun liggja ljúfur þráður lengst að hjarta þér, sem að von um bjargir bætir bregðist önnur hjálp. — Sem aö hrygga hugann kæíir, hamist uggvæn gjálp. Það er atarflð slysavarna, starf, sem þyrfti ná alla leið til ungra barna Elli gömlu frá. Þér, sem fóruð fyrst á vaðið, fækkið slysum mest. — Yður heill, sem hafið staðið^ hér að verki best. * Hallfreð ur. Ofanritað kvæði var flutt á hauatsamkomu slysavarnasveit- arinnar „Eykyndill“, þann 28. nóv. — Ferðasaga. Eftir þorst. Jónsson. Framhald. Á kvöldin um kl. 8 var ein kaka og te. Lambakjötið, kökurnar og kartöflurnar var sent daglega fram i sandinn, af næsiu bæjum aðal- lega frá Langholti, þvj þar fram af var strandið. Það má nærri geta hvoit ekki hefur verið kurr í rnönnunum sérstaklega þegar þess er gætt að Engleridingarnir, sem liklega hafa verið um 15 höfðu allsnægtir, og beindist óánægjan sórstaklega gegn 2 gömlum mönn- V 1 Ð I R______________ 111,1 —■———————im———nMninwni»m»mu^r um enskum, sem höfðu á hendi matreiöslustörfin og óg held að þeir hafi át.t mikla sök á hve lítið fæðið var, enda rekur mig ekki minni til, að hafa sóð öllu ófélegri náunga, en þessa tvo, og æfinlega höfðu þeir tilbúna glóandi járn- teina, sem þeir otuðu fram, ef þeir héldu að einhveijír yrðu of nærgöngulir foiða þeirra, og það virtist þeirra mesta ánægja, að storka okkur ettii mætti, því sjald- an sáust þeir nema étandi. Eins og gefur að skilja var þar- na túlkur, því fæstir af okkur skildum nokkuit orð í enskri tungu. Maður þessi hót Magnús, •ættaður, fæddur og uppalinn í Meðallandi, en hafði flust ungur td Ameriku, tekið þar trú Mormóna og hafði verið sendur heim í átt- hagana t.il að hoða sveitungum sínum Mormóna tiú. Hræddur er ég um, að þessi maður hafi ekki reynst löndum sínum, þarna á sandinum, þarfur Ijir í þúfu, því undan hans rifjum býst ég við að hafi verið, að einn dag þá engin matvæli komu ofan úr sveitinni þá fengum við í miðdegisvei ð, saltað nautakjöt, og eina kexköku iiver maður, en kjötið var hrátt Voru þá' gjörðir út menn til yfir- mannanna, til að kvaita yfir þessu, en svörin voru þau, að úr þvi íslendingar ætu hráan fisk, þá væri þeim engin vorkun að éta hrátt kjöt. Einnig var þarna maður Jón að nafni, oem hafði verið með Eng- lendingum. flann og Magnús héldu sig mest. í tjaldi Englendinganna, og býst ég við, að þeir hafi stund- um flutt þeim hin miðui hlýju orð, sem við-af miklu öilæti, lét- um þeim í té. Pað sem íéði mestu um að við héldurn ur þarna við, í rúmar 3 vikur, var vonin að skipið næð- ist. á flot, og í öðru lagi, að á rneðan menn höfðu nokkra aura, gátu menn fengið oftast daglega keypta mjólk og stundum ost, því- ýmsir komu ofan af bæjum, þótt langt væri, og höfðu þessar vöiur til sölu. En fljótt gekk á pening- ana, því margir höfðu farið alls- lausir að heiman, en sjálfsagt, var aö hver miðlaði öðrum eptir getu- Þar að aoki var vinnan loikur einn, vegna þess, hve stutta stund var hægt að vinna á hverri fjöru, þött eifitt væri meðan á stóð, þó var líðan sæmileg fyrstu vikuna. Og það hefir víst áreiðanlega aldr- ei hljómað annar eins söngur, á Meðallandsfjöru, eins og þessar vikur. Ég býst. við að Vestmanna- eyingar hafi verið söngrnenn rétt í meðallagi, en Reykvítfingar það voru nú kallar, sem sögðu sex, sérstaklega var Gisli Guðmunds- son í ísafold óþreyt.andi, og alt.af söngst jóri. Þegar einhverjir voru að barma sér, var altaf Gisli Gúmm, sem sagði: „Við skulum ekki vera að þessu sifri, bara taka lagið". Og eg held að sungið hafi verið mjog vel, enda vel skiljanlegt, ef rótt er, að soltnir menn syngi betur, en saddir. Annar sunnudagurinn, sem við dvöldum á sandinum, er mór sér- staklega minnisstæður. Boðið hafði öllum verið upp að Langholti, að vera við messu. Eftir að t.e-krús- in og kakan liöfðu verið snædd lögðu flestir af stað, en sex ís- lendingar voru eftir og nokkiir Englendingar. Austan' stórviðri var þerman dag, og voru þvi erig- ir ofan af bæjum á ferð. Þegar liðið var fram yfir þann tíma, sem venjulega vai borðað, komu boð til okkar að koma í tjal l Eng- kndinganiHa, að bo ða. Og var því náttiírlega tekið með fögnuði. En þegar þangað kom, rétti ann- ar matsvoinninn mér disk, og á horium stóra afkioppaða hnútu, sama fengu hinir. Englendingarnir voru þarna, í kringum okkur, og skemtu séi hið besta, yfir þessaii fyndni sinni, og hvöt.t.u okkur til að éta. Ég vaið svo reiður, að ég fleygði (tisk og hnútu, í mannfýlu þá,sem mér iétt.i. og rauk ut úr tjaldinu. Ég skammast mín ekkert, að get.a þess, að ég öskraði af vonsku og hungri. Að sultur gæti orið eins riístandi, og okkur sex feyndist þennan sunnudag, óska óg ekkí að reyna aftur. Seint um kvöldið, komu félagar okkar, og voru mjög ánægðir yfir ferðinni. Höfðu íengið nög að borða, svo að þeir gáfu okkur víst fullan helming, af miðdegisverð- inurn, sem nú var framborinn, og var í ríflegra lagi. Öll þessi sæla hwfndi sin þó að nokkru, því að tun nóttina gerði feikilegt óveður, með dynjandi rigningu, svo að eldurinn drapst, en flestir höfðu fengið innantökur, svo að liðanin var í versta lagi, þessa nótt, þó var bót. i máli, að þeir i hiriu tjaldinu, virtust ekki hafa það betra. Líklega hefir fyrsta verkfallið á íslandi, verið framkvæmt þarna á sandinum, þó ekki út af hinum slæma aðbúriaði. Orsökin til þess var sú, er hér greinir: Einn af mönnum þeim, er þarna unnu, hafði þann ósið, sem þá þótti, að nota meira tunguna en höndurn- ar, þann stutta tima, sem unnið var. Éetta þótt.i þeim ensku ekki gott, tóku af honum skófluna og sögðu honum að fara, en þetfa þótti óafsakanlegt að reka mann- inn óþekt.an, og allslausan út á sandinn, svo að allir lögðu riiður vinnu, og var maðurínn þá tekinn aftur, en varð að lofa bót og betrnn. Nú fór að líða að stórstraum og búið var að tœma skipið, og ganga eftir föngum frá lestarop- inu. Vírstrengir höfðu verið lagð- ir út frá skipihu, og náðu þeir urn 400 faðma út, og á endun- um baujur. Þann dug, stm gjöra átti til- raunina, sást ekki nema „Fiski- nesið“, þarna fyrir utan. Báðir togarnir höfðu legið þarna allan tírnann, nema hvað þeir höfðu orðið að fara til Reykjavjkur, til kola- og matfanga. Þennan dag var veður heldur got.f, en mikið brim, og fór vaxandi. Löngu fyr- ir floð, var „Simpson" faiinn að ókyrrast, og var „Fiskinesinu" þá gefið merki, um að toga í streng- mri, en það var víst ekki árenni- legt, þó gerðu þeir tilraun til að komast að baujuni, eri hættu við, enda braut ' víst fyrir ptan þær stundum. Éað var nú alveg eins og „Simpson" væri orðinn þreytt ur að liggja í sandirium, eins og við, þvi á stað fór hann af sjálfs- daðum, en langt komst hann ekki, því stórt ólag keyiði hanri upp í sandinn, skelti honum flötum.' Sið an fóll hann í sjó, og fyltist sam- stundist. Þarna fóru þá á nokkr- um mlnutum, hinar miklu vonir, sem flestir höfðu geit sér, í sam- bandi við þetta strand. Peir, sem næstir Moondah) stóðu, sögðu að hann hefði tárfelt, er hann sá hvernig fór. Pegar næsta da.g, var fengin full vissa um, að skipinu vaið ekki bjargað. Var þá farið að hugsa til heim- ferðai'. Vegna brims, var óhugs- andi að komast sjóleiðis, og voru því fengnir hestar handa öllum hópnum, en „Fiskinesi" gefin skip- un, að fara til Vikur og biða þar. Framhald. Glæpamður eða sjúklingnr Þegar ögeðslegar fréttir berast skyndilega um sveit eða bæ, þá er bins og felmtur grípi hugi heiðarlegra manna. Svo mun líka mörgum hafa farið á fimt.udags- morguninn s. 1., þegar sú fregn flaug um bæinn, að eldur logaði í vélbátnum Gunnari Háinundar- syni, þar sem hann stendur á Diáttaibrautinni. He.fði einhver, eða einhverjir verið að vinna þarna, og óhappa- atvik valdið íkveikiunni, þá væri ekkeit við því að segja, en þegar þetta skeður fyrir venjulegan vinnu- tíma, og enginn átti að vera þar á ferð, þá er það greinilegt að þarna er nm ásetnings-íkveikju að ræða, — glæpamaður eða sjúk- lingur að verki. Hvort sem heldur er, mun eng- inn geta efast um að hór só hætta á ferðurn, sem taka þarf föstum tökum til að verjast. þar sem vitanlegt er, að fyrir nokkrum vikum kviknaði í öðr- um bát á svipaðan hátt, þá mun ekki auðvelt. að geta rétt til hvenær ráðist verði á hinn þriðja.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.