Víðir


Víðir - 12.01.1935, Blaðsíða 2

Víðir - 12.01.1935, Blaðsíða 2
▼ I Ð I B Viðir Kemur út einu sinni i viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgteiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. sem eftir var labhaði heim til sin, að visu nokkuð stirður í fyrstu eftir kyrseturnaiy en þó hirtri hress- asti i mali og starfshæfur eftir sem áður. Þess naut og iögreglan brátt í ríkum mæli, því að ekki leið á löngu-þar til að maðurinn gat, farið með henni inn í Botn og sýnt hvar hann fann „ianda- flðskuna“, flöskuna, sein vatð or- sök þess, að hann var settur inn, og mun lögreglan hafa verið lion- um þakklát fyrir þær mikilvægu upplýsingar. Maðutinn hafði tek- ið svo nákvæm mið, að hann þekti og gat sýnt sandkornin, sem flaskan hvildi á þegar hann fann hana, Annars er ekki óhugsanlegt, að þessi hrotan hafi verið einna st.röngust hjá lögregiunni, og rnuriu ýmsir hafa óttast að hún mundi „týna vápnum sínmn“. Bn svo varð þó ekki sem betur fór, enda er svo sagt, að bæjatíógeti hafi sjálfur komið á vettvang þegar mest reið á. Framhald. G. Ó. Vatnssalerni Og holræsagerð. Eitt mesta nauðsynjan\ál bæj- arins til þrifnaðarauka, er að fá sem íyrst útrýmt þeim óþrifa- legu kaggasalernum, sem hér eru svo að segja alstaðar not- uð og hafa verið undanfarið, og fá í þeirra stað sjó til salerna- skolunar og baða í heimahús- um. — Með þeirri holræsagerð, sem hér heflr fleygt frara síðustu árin, er nú þegar allmikill hluti bæjarins holræsalat:ður, og mun þvi þrifaverki haldið áfram rtæstu árin. — Ur þessu hljóta menn smá- saman að skilja og sjá holln- ustuhætti og þægindi vatns- salerna og efast ég ekki urn, að kröfur fari, eins og vera ber, að verða báværar, um að fá sjó í húsin, svo að hægt sé að nota hunn til salernaskoiun ar. Með þessu væri héi unnið ómetanlegt verk til hreinlætis og heilbrigði almennipgi í bæn- um. Vatnssöfuun má víða auka af húsþökum með betri vatnshirðu og vatnsbólum. Áhersla al- mennings hefir, hvað vatusþörf snertir verið miðuð við það allra nauðsynlegasta og minsta vatn Á síðari árum hafa fáir menu leyft sér að nota það, auk neyslu, til vatnssalerna og baða, ýmsir höfðu litla trú á að húsþakið nægði til þessa. Hjá þeim fáu, sem vatnssalerni hafa, hafir þetta blessast vel, vatnið af hú^þakinu reyrist nægilegt, einnig til salerna og baða. Til að hafa til fullnustu hrein- læti við skolun salerna þarf hér sjó. Næsta spotið til veru- legs þrifnaðar, sem um munar í bænum, er að fá aflvél til að þrýsta sjó svo hátt upp, að þaðan sé nægur halli um bæj- inn. Þyrfti sjógeymir að vera fyrir ofan Kirkjugarðinn við Dalaveglnn. Þegar á fyrsta hausti mínu í héraðinu árið 1925, að nýaf- staðinni skólaskoðun, bóf ég máls á því við formann skóla- nefndar, að vatnssalerni og böð þyrftu sem allra fyrst að kom- ast í Barnaskólann. Eftir 7 ái voru holræsi lögð að skólanum, í sumar voru vatnssalerni feng- in og lögð í kaust, og er hægt að taka þau til notkunnar úr þessu. Handlaugar og drykkj- aráhöld eru einnig fullgerð handa börnum, en steypuböðin vanta enn. skólinn hvorki má né getur án þeirra verið til lengdar, úr þessu. Sjúkrahúsift þarfnast einnig sjóveitu til baða og salernis- skolunar. Þangað kostar vatns- sókn árlega um 3 þús. kr. Heilbrigðisnefndin beitir sér fyrir þessu þrifnaðarmáli, óefað fær hún stuðning allra þrifnað- armanna í bæjarstjórn, er þá ekki að efa skjótarm framgang þessa máls. Hæsta srórwpor til þrifnaðar- auka i bænum og bœtts heilsu- fars almennings, er að taka sjó til baða og salernaskolunar, í öll hús, sem honum veiður í komið, til þess að útríma á þann kátt kaggasalernum, þar sem þess er kostur. Holræsuu- urn þarf að lialda ÓBleitilega áfram, og taka síðan sjóinn. Vestmar.naeyjum 9. jan. 1935 ól. Ó. Lávússon. Símstöðvarstjórinn heflr beðið Víði að geta þess, að frá næstu mánaðamótum hætti stöðin að svara spurning- um um klukkuna og öðrum fyr- irspurnum, sem ekki koma af- greiðslunni við, þar eð slíkt tefji óhæfilega mikið fyrir sam- talsafgreiðslunni. Það teíur ekki lítið fyrir af- greiðslunrii, þegar eitt og sama númer hringir upp 20 — 30 sinn- um á dag til þess að spyrja hvað klukkan sé, en slikt kvað þráfaldlega ske. Árið sem leið. Þab er sagt að hið nýliðna ár muni vera að ýmsu leyti hið eifiðast.a, sem komið hefir hina síðari áratugi. þó va.r grasvöxt- ur ágætur og aflabrögð i besta lagi viðaöt hvar. Já grasið óx vel og heyið vaið mikið, en á ekki svo litlum hluta landsiris eyðilagðist það sökum óþurka, sérstaklega á noiður og norðausturlandi. F.ins og áður er sagt. aflaðist mikið og flskurinn mun hafa verkast sæmilega og vel yfiileitt. En svo kemur þesai þröskuldur r veginn. Fiskinn viiðist enginn vilja óta, eba að mista kosti ekki þeir, sein mest hafa notað hann eins og t.d. Spánveijinn. Nú á vertíð að byija — það er að segja ef hún byijar — og enn munu vera óseld ca. 30°/0 af framleiðslu fyrra árs vertiðar. Á þesRU geta þeir, sem í sveitunum búa, séð, að ekki er vakurt þó riðið sé við sjávarsíðuna. Og það skyldu menn alvarlega athuga, ef að sá atvinnuvegurinn, sem ber alt að níu tíundu hlutum af þunga ; þjóðaibúsins, yrði að hætt.a, þá myndi .veiða þröngt. fyrir dyrum hjá einhveijum. Athuga meun það eins og skyldi ? Auk þeirra erfiðleika ársins, sem þegar hafa veríð nefndir, má telja jarðskjálftana á Norðuilandi til óhnppa. ársins, því mjög rniklu tjóni ollu þeir. þá má síbast en ekki síst nefna norðan ofviðnð, sem gerði ógur- legt. tjón á eignurn manna, með því að brim geiði svo mikið, að sjór gekk lengra á land upp, en áður hafði þekst og skolaði burt eignum manna í stórum stíl, hús- um, bátu/n og öðru verðmæti. Sjalfsagt er þetta síðastliðna ár eitt hið örðugasta, sem hina síð- ari áratugi heflr komið yfir Norð- urland, þvi þorskafli var þar víða í rírara lagi. Vonandi verður þetta nýbyijaða ár sanngjarnara í viðskiftunum. Togaraverkfall stendur nu yfir i Reykjavík og hefir staðið um nokkurt skeið. Sriýst deilan um það, að Sjó- mannafélag Reykjavíkur heimtar hærra kaup handa þeim mönnnm sem eru á togurum, sem kaupa bátafisk. Auðvitað var Alþýðu- sambandið ekki lengi að hlaupa undir baggann og tilkynna verk- fall á öllum togurum, þar til út- gerðarmeno létu undan. Þeim velgir ekki við því ístru- mögnnum, foringjnni Sjómanna- félagsins og Alþýðusambandsins, þó að þeir eyðúegg; atvinnu nokkur hundruð sjómanna víðs- vegar kringum land, sem togarar höfðu æt.lað ser að kaupa fisk af. Mikið eru þessir menn alþýð- unni góðir! I siðasla tölublaði MViðis“ er grein með yfrrskiiftinni „Óaðgætni — kæruleysi", undirskrifað Hall- dór Halldórsson (Dóri í Björgvin?) Hvað æt.li höf., — hvoit hann í raun og veru heit.ir Halldór eða annað — meini með því að vera á ný að vekja upp þetta leiðinda mál. f*að er eins og honum þykl ekki leiðinlegt að tala um þetta, því það má maðurinn vel vita að gagn gerir það engum, hvorki honum né öðrum. Það er upplýst fyrir rétti að ég gerði alt, sem í mínu valdi stóð til að verjast slysinu, bæði með því að víkja rétt og sigla með hægri ferð. En þegar mjög skamt var á milli bátanna, þá snýr v. b. „Brimill" skyndilega í öfuga stefnu og siglir fyrir stafn á v. b. „Veigu,“ og svo nærii að árekstur varð af. Hver ástæða var til þess að hann gerði þetta, verður aldrei vitað, því miður. Hann sigldi undan vindi, að þvi er sýndist með fullri ferð. Hvoit kvika hefir skelt bátnum, stýri bilað, eða ástæðan verið önn- ur, skal ösagl, látið. Vasri óskandi, að þeir einir skrifi um svona við- kvæmt mál, sem eitthvert skyn bera á það. Annars er giein H. H. ekki svaraverð. Finnbogi Finnbogason. Aths. Það er alveg rétt. hjá háttvirt- um greinarhöfundi, að það er alt, annað en viðkunnanlegt og alveg gagnslaust, að vera enn á ný að tönlast á þessu leiðinlega slysi. Það er heldur ekki einsdæmi þeBsi árekstur, þvi slíkt skeður vikulega, ef ekki daglega, að skip og bátar rekast á, víðsvegar um heimsins höf., þó að þaulæfðir skipstjórar standi við stjómvöl- Ekki svaraverð.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.