Víðir


Víðir - 12.01.1935, Blaðsíða 4

Víðir - 12.01.1935, Blaðsíða 4
VIÐIR Fréttir. Mes sað á sunnudaginn ki. 5 Betel. Samkomur á sunnudögum kl. 5 e. h. og á fimtudögum kl. 8 e. h. Ræðumenn : Carl Andersaon frá Svíþjóð, Sigmundur Jakobsson frá Noregi, Eric Ericson og Jónas Jakobsson. Söngur og hljóðfæraslábtur. Rígningar miklar hafa verið á Austurlsndi undanfarið. Snjólaust í bygð og sauðfé gengur víða úti. Prá Vopna- flrði er sagt að fádæma rigningar hafi gengið þar að undanförnu og óvanalega heitt í veðri á þessum tíma árs. Jörð kvað vera alþýð i sveitum og blómknappar hafa sprungið út í görðum. k Vatnsleysuströnd fundust tvær útsprungnar sóleyj- ar { túngarði á aðfangadag jóla. Hlýtt hofir þar verið. Bæjarstjóriiarkosniiigiii á ísafiiði fór þannig þann 5. þ. m., að Alþýðufokkuiinri kom að 5 fullttúum, Sjalfstæðisflokkurinn 4, en Kummúnistar töpuðu. Áður höfðu Kommúnistar 1, en hinir flokkarnir voru jafnir. það er eins og kommarnir hafi skriðið yfir til kratanna. Hjúskapur. Laugardaginn 29. des. s. 1., voru gefin saman í hjónaband í Noregi, lingfrú Ingibjörg Jönsdóttir Sverris- sonar yfiifiskimatsmanns hér, og Erling Skinstad, sonur Hans Skin- stad skógræktarstjóra í Söfteland, í nánd við Bergen. Heimili ungu hjónanna veiður á Fjeldgaard Skames, Odalen, sem er óðals eign Skinstads ættarinnar. Veðrlð hefir verið hryssingslegt síðan á Nýári, langoftast suðvestan og vestan stormur. Nú síðustu daga gengið snjóéljum. Mjög0 sjaldan farið á sjó. Fhkur virðist ekki gengínn enn, enda vertíð heldur eigi byrjuð. þó mun eitthvað af vertíðarmönnum komið hingað. , Eldur. I fyiradag síðdegis varð elds- vart i Góðtemplarahúsinu hér, með þeim hætti. að ljósakróna, sem í loftinu hékk féll niður á góif. Var þá farið að loga yfir loftinu. Hafði kviknað út fiá raf- magni og þráðurinn brunnið í sundur svo ijósakrónan féll niður, nógu snemma til þess að slökkva tókst áður en miklar skemdir utðu. AUGLÝSIÐ I VÍÐI Ný Epli, hef einnig til sölu nokkra kassa af gráfíkjum. Karl Kristmanns. tyxsið Haukaberg fæst leigt. Upplýsingar gefur Ó. Bjarnasen. Ýmsir húsmunfr eru til sölu vegna flutnings, Upplýsingar gefur Ó. Bjarnasen Stúlka óskast í forraiðdagsvist. Slgriður Ingimuudardóttir Stað. Dilkakjöt Gott spaðsaltað dilkakjöt. tólg og rikiingur fæst á Reyni. Ólafur Ólafsson. tann 8. ]> m. tólc ég á móti lífgunartæki, — púlmotor, — er félagar úr „Akóges", gáfu Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja til minningar um Helga sál. Scheving. Tækið er hið prýðilegasta, auðvelt í með* förum og notkun, og þakka ég gefendum fyrir hönd Sjúkra- hússinR. Ve8tm.eyjum 9. jan. 1935 Einar Guttormsson. Fyrir hönd Sjúkrahúas Vestmannaeyja þakka ég Versl. Magnúsar Bergssonar og Kaupfél. Alþýðu fyrir góðgæti sent sjúkl. Vestm.eyjum 7. jan. 1935 Einar Guttormsson. Glftingaralduriiin. það er sagt að á árunum 1926—30 hafi meðalaldur brúð- guma við giftingu verið 30 ár og brúða 26-4 ár hér á landi. Fleírburafæðingar. Sagt «r að árin 1926 — 30 hafi orðið hér á landi 215 tvíburafæð- ingar og 1 þribuiafæðing. Næstu 5 árin á undan voru tvíburafæð- ingarnar 181 og þriburafæðingarn- ar 4. E. s. Esja kom héi á miðvikudagskvöld á leið austur um land í hiingferð. Nokkrir vertiðarmenn komu með henni hingab. GoU hús á góðum stað í bænum, er til sölu. Upplýsingar gefur Páll Bjarnason Skólanum. Er alfluttur í húsiÖ Kirkjuveg 27 (Kolkahús) — N æturbjalla. — Einar Guttormsson læknir. Brauðverðið lækkar frá og med deginum á morgun i 45 aura. — Jón Waag'fjörð, Magnús Bergsson. Uppbod verdur haldid á nokkrum ræktunarlódum nálægt Lyngfelli og á Lyngfelli sjálfu föstudaginn 18. þ. m. kl. 13 þar á stadnum. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjlim 10. janúar 1935 KR. LINNET. Karlmannaskór og allskonar Gummískófatnaður í mestu úrvali hjá Gunnari ólafssyni & Co.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.