Víðir


Víðir - 19.01.1935, Blaðsíða 1

Víðir - 19.01.1935, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestmannacyjum, Í9. janúar 1935 43. tM. SiU af hverju. Bruggið og hannið. VI. Um síðir kom Blöndal, höfð- ingi mikill og kunnáttumaður. Engum þýðir að „veifa geitskinni" yfir höfði sór þegar Blöndal er í nánd, og enginn villir honum sýn. Hann fer jafnt loft sem lög svo að ekkert stendur fyrir honum, og fyrir þá sök eru allir bruggar- ar og allir vínsalar hinir mestu óvinir'hans. En um för hans hingað i þetta sinn er það að segja, að útvarpið tilkynti komu hans og þótti öll- um, er hlut áttu að máli, að hann hefði reynst þeim vonum betur. Og ekki þótti það spilla að Blöndal hvíldist hér um nokk- urra nátta skeið áður en hann tók til staifa. Hann þarf vitan- lega,. hvild engu síður en aðrir, enda mun það hafa veiið fyllilega viðurkent hér. En minna Tarð mönnum happ» að þessari hvíld hans en búist var við og vonað var, en það var af því, að Blöndal sér í gegnum holt og hæðii. Hann fann flösk- urnar, sem einhvéintima höfðu geymt landalögg og gerbi þær vitaniega, eftir því, sem útvarpið sagði, upptækar samkvæmt lögum landsiqs og ötal reglugerðum, svo sem skyldan bauð. Mörgum þótti þetta frækilega gert eins og það lfka var, rétt- álitið. Aliir vita það, eins og áður er sagt, ao Blöndal sér í gegnum holt og hæðir, en ekki er þess getið að hann hafl fundið mikið af verkfærum eða þessum svonefndu suðutækjum og mun því mega báast við að þau hafi ekki verið fyrir heíidi þegar hér var .komið og er það í alla staði liklegast. Vitanlega er það ekki alveg óhugsandi, að einhverjum, hafl hann annars einhvern tíma átt tæki, hafl dottíð í hug að fela þau þegar útvarpið tilkynti komu Blöndals eða þá á meðan hann hvíldist hér. En líklegt er þetta ekki, því að fáir munu leggja það upp, að leika á svo dý'ran : mann. Blöndal þekkir lögin og reglu- gerðirnar engu síður en þeir, sem lögunum stýra og eiga að stýia. Nög er til af lögum og reglugerð- um í landi hér. Sennilegaá engin þjóð meira af skrifuðum lögum og reglgerðum en einmitt hin íalenska þjóð og eru mörg þessara laga sett af litlu viti og fyrirhyggju, en meira vegna flokkshagsmuna þeirra, er á þjóðina herja til þess að ná yflrráðum yflr henni, Með þvílíkum lögum hverfa þau jafnt og þótt hin óskrifuðu lög, er heil- biigð skynsemi hefur skapað og, sem menn hafa með góðum huga fylgt öld eftir öld. Þau Jög er síst af öllu brotin, því aðalmenn- ingur viðurkennir þau rétt. En nú setur alþingi lög pm ailt milli himins og jarðar, svo nálega má enginn lita við eða sníta sér nema eftir lögum frá alþingi og reglugerðum í mörg hundruð greinum. Við vitum það, ,að á fyrri öld- um máttu menn brugga sér ein- hverja hressingu, er notuð var til mannfagnaðar og mun enginn hafa amast við þvi. Ég persónulega harma ekki þó þetta legðist niður. En á hinn böginn sé ég ekki að það hefði verið verra eða skað- legra heldur en að diekka sí og æ danskt brennivín eins og þjóðin hefur gertj margar aldir. Og nær er mér að halda að minna væri um vínnautn hér h-efði sá gamli siður haldist, að hver, sem vildi mœtti á fijálsan hátt búa sér til' einhverja hressingu. . Mönnum hefur hingað til veriS svo gjamt til þess, aÖ álita, að Það væri ekki Ijótara né skað- legra, að búa til einhverja slíka hressingu en t. d. kaffi eða þ.etta svonefnda öátenga ^öl, sem þó stundum mun gert áfengt og þá með leynd. Menu skilja ekki og vilja ekki skilja þessu bönn ofan. Þeir sjá ekki rð það sé ijótt eða glæpsamlegt, að framleiða það, sem þeir sjálfir þuifa. eg geta framleitt. í?6ss vegna eiga menn svo bágt með að viðurkenna brennivínslöggjöfina, er i fl8stum atriðum virðist vera og hafa verið þjóðinni til skaða og skammar. Það heflr undanfarin ár serið sífelt hert á þessari löggjöf og af- leíðingin er sú, að meira og meira er bruggað, meira og meira drukkið. Að vísu heflr ekkj ver- ið ehn í lög leidd dauðarefsing við bruggi eða bruggsölu, en ekki er ólíklegt, að næsta sporið stefhi einmitt í þá átt. Hvort það reynist betur heldur en Stóridóm- ur veit maður ekki. Annais þarf engin lög til að ákveða það, að bruggun og brugg- sala, eins og það nú er rekið, er hið mesta þjóðarböl. En það virð- ist aldrei, úr þessu, verða hægt að útrýma því með lögum hversu ströng og fávísleg, sem þau eru. Það munar svö litlu þótt einn og einn falli, því að aðrir koma f staðinn með auknu afli. Ef menn nú vissu það, að þeir mættu óátaldir búa til einhveija hressingu eftir þeini kunnáttu i þessum efnum, sem þeir hafa, því að nií kunna víst flestir að brugga. Þá er ekkert líkara en að hinir eiginlegu bruggarar og bruggsalar hirfu með öllu, vegna þess að þeir gætu ekkert selt. Margir heiðarlegir menn veigra sér við að brugga sjálflr, ekki vegna þess að þeim þyki það ljótt, heldur vegna þess, að þeir hlífast í lengstu lög við það að brjóta iög landsina þó að þeir í huga sínum fyiirlíti þau, þegar þau stnða á móti heilbrigfiii skinsemi. En það get- ur komið fyrir að þessir sömn menn freistist einhverntíma til þess að kaupa þetta þegar það, mér iiggur við að segja, er all- staðar á boðstólum. Ég ætla að það sé með þetta eins og sve margt annað, að þeg- ar það er frjálst og þegar meDU vita það, að þeir geta á leyfilegan hátt veitt sér þetta sjálfir, að þá hverfi smásaman hugnunin og fyrirhyggjan fyrir þessu. Og ekki er að efa það, að þeir, sem nú brugga, með það beinlínis fyrir augum að afla sér fjár, mundu al- gerlega hverfa undireins og hags- vonin er útilokuð. En með því væri mikið unnið, miklu meira en margur geiir sér greinfyrirnú sem stendur. Um og eftir síðustu aldamót var svo 'komið víða um landið, mest fyrir tilstilli bindindismanna og annara mannvina, að þab þótti ljótt og ósamboðið sæmilegum mönnum að neyta víns til nokk- urra muna. En undireins og far- ið var að banna vínnautn með lögum, þá var eins og einhver æsing hlypi í fólkið, þá kom það brátt í Jjós, að mönnum þótti siálfsagt, að lítilsvirða þvíllk lög. Það var víða nokkuð, áður en vínbannið komst á til fulls, búið að útrýma frjálsri sölu á vínum, og þótti mörgum, sem með því mundi girt verða fyrir alla vín- nautn í þeím sveitum. En því miður reyndist það svo þegar á fyrstu árum, að vín var einmitt haft raiklu meira um hönd á þessum svæðum eftír að búið var að „hreinsa" þau heldur en áður. Þetta er staðreynd, sem hægt er að sanna, enda mun það mörgum kunnugt. Þab er Ijótt en því miður satt. Ég nr viss um, eða öllu heldur, ég hefi þá skoðun, að vindrykkja mundi stórum minka 6g þab böl, sem hún heflr í för með sér, ef það væri láfið afskiftalaust þótt menn byggju sór til eitthvað til „privat" notkunar. En það mundi eigi að siður í alla staði íétt, að banna stranglega alla sdlu á því- líkri framieiðslu og ætla eg að þetta hvortveggja geti samrýmst heilbrígðri hugsun almennings. Eg ætla og að margir menn verði mér sammála um það, að það ástand. sem nú ríkir í þessum efnum sé hið mesta þjóðarböl, er menn verði að leitast við að út- rýma hið allra bráðasta. Pangahúsin eiu þegar orðin of íá og of lítjl, mest vegna ,brota á brennivinslöggjöfinni eða hvað nú á að kalla það. Bruggarar og bruggsalar fylla þessar byggingar öðium fremur og alltaf aukast vandræðin með húsrúm handa þessum mönnum og þeim, sem framleiðsluna drekka. Astandið er ískyggilegt í þessu eins pg fleiru, og alveg er óvíst hver bati verður að afnámi þess- ara svonefndu bannlaga, Reynsl- an segir vitanlega til um það. En bruggíð helst því miður og brugg- unin, því að ekki mun veita erfitt að keppa við einokunina fremur vsnju. Allt þessháttar þrífst vit- anlega og dafnar í skjóli einokun- arinnar og sú spilling heldur vit- anlega áfram fyrst um sinn. „Mikið er lifað sira Halliór minn", sagði Sigurður á Skúm- stöðum við sira Halldór á

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.