Víðir


Víðir - 29.01.1935, Blaðsíða 3

Víðir - 29.01.1935, Blaðsíða 3
V í B I í honum í>jálfum til ómetanlegrar ánægju. Ég heyrði líka að Ágúst hefði ekki, í umsökn sinni, krafist eins hárra launa eins og hinir, er sóttu. Mór er sagt, að hér hafl aðal- lega ráðið um, að bókavöiður yrði að vera „málamaður", sem kallað er, sem sagt, kunna er- erlend mál. Ég get ekki dæmt um mála- kunnáttu þeirra hinna er söttu, en ég veit að Águst Árnason, les og skilur þung rit á norðurlanda- málum öllum auk ensku. Það er slæmt, þegar störf, yfir- leitt, ekki eru talin þeim mönuum, sem besta þekking hafa tii starfs- ins, ef þess annars er kostur. Ég tel að í þessu tilfelli hafi verið kostur á manni með besta og mesta hæfileika á þvi sviði er um var að ræða, þar sem Ágúst Ámason var, alveg að ólöstuðum, enn á ný, þeim er stasfan hlaut. Ó. B. Nýtt atvinnu- Fyrir þremur árum byrjaði Har- aldur Loft8son beykir á tunnugerð hér. Það er eins og fáir viti það, svo lítið er um það talað hér i bænum. Nýlega kom sá er þetta ritar iun í verkstæði Haraldar Lofts- sonar. Það var hreint ekki syo fátæklegt um að lít.ast. Þar munu vera til smiðaðar ca. 4000 tunnur, sem meiningin er að nota undir hrogn. Éessi iðngrein er sem sagt ný hér í Eyjum. Eftir framleiðslunni að dæma er hér um allstört atvinnufyrir- tæki að ræða, enda mnnu til skamms tima hafa unnið hjá hon- um 7 menn, á þessum vetri. Með þeim vinnukrafti Og t.ækj- um þeim, sem H. L. hefir yfir að ráða, getur hann framleitt 100 tunnur á dag. En væri um nóg húsrúm að ræða segist hann geta smíðað 200 tunnur á dag, með' vélum þeim og öðrum tækjum, sem fyrir hendi eru. Um það verÖur ekki deilt, að þetta fyrirtæki Haraldar, er hið mesta nauðsynja fyrirtæki. Þvi allar þær tunnur, sem notaðar voru hér áður, voru innfluttar. Efnið í tunnurnar er að vísu innflutt, en vinnan við tunnu- gerðina er innlend og verður út- flutningsvara, þegar tunnurnar fara fullar á erletidan markað. Þetto, mun vera fyrsta iðnfyrir- tæki, hér í Eyjum, sem nokkuð kveður að. Má það merkilegt heita hvað lítið er um það talað. Það kernur sjálfsagt að nokkru leyti til af því að n^raldur Lofts- son lætur litið yfir sér. Hann stendur ekki á gatnamótum og hrópar: hér er ég. Hann stendur í smiðju sinr.i og vinnur af kappi. Smiðja hans er búin hinum bestu vélum og yfirleitt öllum þeim tækjum, sem nota þarf við tunnugerðina. Auk tunnanna smiðar H. L- mikið af kössum til ísfisksútflutn- ings, Mun hann nu eiga nokkur þúsund fyrirliggjandi. Vel sé öllum athafnamönnum í hverju plássi og ekki síst braut- ryðjendum. Oánægjan. Allmikil óánægja heyrist nú hér um bæinn út af hinum nýja samningi, sem nýlega var gerður milli sjómannafélagsins Jötunn óg Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja. Finna útgerðarmenn samningn- um það til foráttu að verð fiskjar- ins sé ákveðið svo hátt, að þeir treysti sér ekki t.il að kaupa. Það mun líka svo, að þó að bankinn láni kr. 30,00 út á hvert skp., þá vantar minst kr. 12,00 á hvert skp. til þess að geta staðið í skilum með greiðslu á lokum. Af þessum ástæðum er líklegt að fjöldi útgerðaimanna kaupi ekki hluti sjómanna sinna. Þetta er mjög bagalegt fyrir sjómenn, einkum þó aðkomumenn. Þeir munu flestir ekki betur staddir en svo, að þeir þurfa að fá ver- tiðarvinnu sína borgaða fyr en að ári liðnu, þetta er ofur skiljanlegt, því vitanlega eru margir þeirra annaðhvort fyrirvinna hjá fátæk- um foreldrum, eða heimilisfeður sjálfir, Sjálfsagt eiga margir útgerðar- menn mjög erfitt með að hirða fisk sjómanna sinna, sem þeim er þó ætlað að gera samkv. samn- ingnum. Þeir sjómenn, sem ekki geta selt. fisk sinn til útgetðarmanna, hafa engin not af hinu háa verði, og þoir munu margir, eða jafnvel flestir, sem verða að hirða hann eða fá útgerðarmenn til þess. Hváða gagn hafa svo sjómenn Þeir af hinu háa verði ? Þetta virðist samninganefnd Jötuns ekki hafa athugað nægi- lega. Þó að sllkt komi fyrir — sem lítil von er um — að einhver vekist upp til að kaupa blautan fisk, þá lcaupir sá hinn sami ekki fyiir það vurð, sem útgerðar- mönnurn er ætlað að borga sjó- mönnum, því hann mundi fá nógan flsk hjá útgerðarmönnum fyrir minna verð. Það færi betur að samnings- Vinnuföt og vettlingar ásarnt mörgu fleira nýkomið í Yefnaðarvörudeildina. Sjóföt og Gummiskófatnaður allskonar á Tanganum, ásamt mörgu fleira. r Gunnar Olafsson & Co. verð fisksins reyndist eigi of hátt, en til þess aÖ svo megi verða, þaif fiskur að hækka til muna í verði frá því sem nú er, en til þess munu litlar likur. Vonandi gera allir sitt hesta til þess að vel rætist úr öllu, og reyni að draga úr óánægjunni. Ofsavedur og tjón. Óguilegt ofviðri gekk hér yfir Suður- og Vesturland aðfaranótt miðvikudagsins s. 1. Auk togarans, sem vitað er um að fórst í veðrinu, mölbrotnaði vél- báturinn Viðir á Akranesi, smíð- aður í Danmörku árið 1930. Mun hafa verið lúrnar 21 smá- lestir að stærð. í Saiidgerði rak á land m. b. Brúarfoss og brot.naði mikið. Hér i Vestm.eyjum varð ekki tjón svo teljandi sé, þó mun hafa fokið þak af beituskúr. Brim var hér ógurlega mikið. T. d. tók það togavann Black Prince, sem strandaði norðan á Eiðinu hér um árið, og hefir legið þar í fjörunni síðan og kast- aði honum upp á Eiðið. Er það þó' bratt upp i móti og stórgrýtt. Skipið er stórt og með vélinni í. Á þessu má sjá hve afskaplegt brimið hefir verið. í veðri þessu hefir vel getað orðið meira tjón á sjó en enn er vitað um. íkveikjur. Margt hefir verið sagt um til- raunir. sem virðist hafa verið gerð- ar til þess að kveikja i vélbátum hér. Eftir því, sem nýjustu fregn- ir frá Austurlandi segja, þá er víðar pottur brotinn. Þann 23. þ. m. kviknaði í vél- bátnum „Akkiles" á Norðfirði, þar sem hann stóð á þurri landi. Brann báturinn til kaldra kola, því veður var vont og engin leið til að bjarga. Báturinn var óvátrygður, er því ekki hægt að gruna eigand- ann um Ikveikjuna. Skyldi ekki geta verið eitthvað líkt með íkveikjurnar hér, sem sé það, að óvandaðir strákar sóu að verki? Togari ferst. í ofviðrinu á þriðjudaginn var heyrðist neyðarskeyti frá enska togaranum „Jeria“, sem þá var staddur nokkrar sjómílur út af Látrabjargi. Hafði skipið fengið brotsjói mikla sem meðal annars tók reykháfinn af því, svo vélin stöðvaðist. Rak skipið síðan stjórnlaust undan stórsjó og roki, í stefnu á Látrar- bjarg. Þetta var það síðasta sem heyrðist frá skipjnu ásamt því að sendistöð skipsins og ijóstæki öll væru þegar eyðilögð. Þrír enskir togarar, sem lágu á Patreksfirði fóru á vettvang til þess að reyna björgun. Hafa þeir víst átt fullt í fangi með að verja sjálfa sig, enda urðu þeir ekki skipsins varir. Er talið víst að „Jeria" hafi farist næstu nött með allri áhöfn, við Látrabjarg eða nærri þvi. A TT fi T. Ý SI f VfílT

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.