Víðir - 16.01.1943, Blaðsíða 3

Víðir - 16.01.1943, Blaðsíða 3
2 V I Ð. I R Lifnaðarhættir K«mur út vikulega. Ritstjóri: RAGNAR HALLDÓRSSON Simi 133 Pósthólf 33 Eyjaprentsmiöjan Vertíðin og aðkomtimennírnír. Vetrarvertið er nú að hefjast. Afkoma Eyjanna hefir frá fyratu tíð verið háð því hve fengsælir vetrar og vormánuð- irnir hafa verið, og svo er enn. Aflabrögð og veðurfar marka afkomu þesaa bæjar, meir en nokkuð annað. Dýrtíðin veldur því nú að öllum, er sjó stunda er þess. full þörf að bera vel úr bítum, fyir störf sin. Aðkomumenn eru koranir hing- að i stór hópum til gullleitar úr akauti Ægis og vonandi er að einnig þeir fari héðan aftur ríkari en þeir komu. En í fylgd með þessum gest- ura kemur gamla vandamálið, sem ágerst hefir með ári hverju og horfir til stórvandræða, en það er húsnæðisrkorturinn I fyrra var það svo að húsnæðis- lausir aðkomu sjómenn gengu hús úr hú»i árangurslaust og fengu hvergi inni. í vetur mun þetta verða ná- kvæmlega eins og er raunar þegar byrjað kapphlaup hinna húavilltu. Það er nauðaynlegt að bæta úr þessu með byggingu verbúða fyrir aðkomumenn, hið allra fyrsta. Stofnkostnaður myndi að sjálfsögðu verða nokkuð mikill, en ef reiknað væri með verbúð- arrúmi fyrir 100 sjómenn er greiddu 50 kr. á mánuði hver, það yrðu 5000 kr. á mánuði eða 20.000 kr. yfir þá 4 vetrarmán- uði, sem gera má ráð fyrir að hennar yrði brýn not. Sen’ni- lega mætti einnig hafa nokk- uð upp úr húsnæðinu aðra tíma ársins. Fle8tir munu skilja það hver nauðsyn heimilislauaum sjó- mönnum er á því, að geta átt höfði BÍnu að að halla í hlýjum og vi8tlegum herbergjum, er þeir koma hraktir af hafi. Gæti ekki verið vel ti) fund- ið að sjómannafélögin hér stæðu fyrir byggingu slíkra verbúð.x með eða án tilstyrks bæjarfélags ins eða annnara fyrirtækja? Hér er áreiðanlega um mál að ræða, er krefét úrlausnar í nánustu framtið. Niðurlag. Börnum á f}'rsta ári, sem ekki eru því meira úti í sól og sumri, ætti að byrja að gefa lýsi fljótlega jafnvel þótt barnið sé á brjósti og móðirin hafi fullnægj- andi fæði, smástígandi frá 2—3 dropum |upp í (allit að því teskeið á dag ef þolist. þá er og haldið fram að menn þoli betur vökur ef tckið er lýsi og væri það at- hugandi .fyrir sjómennina okkar. Margir, sem iila geta komið í sig lýsi, búa til bræðing og kemur það í sama stað niður. það er og lífsnauðsyn í s'mjörvandræðum. því iniður er beinkröm töluvert al- gengur sjúkdómur hér og kemur oft í ljós þegar barnið er ca. þriggja mán., en þá er sennilega nestið búið, sem það hafði frá inóðurinni af þessum efnum. Tann skemmdir heyra og ajð einhverju Ieyti hér undir. þá er tæplega eðli- legt að menn gangi ár út og ár inn með kvef ef ekki liggur annar al- varlegri brjóstsjúkdómur á bák við en þó kemur þar sjálfsagt fleira til greina (veðrátta, eiturverkaniij. þá vantar bæði B ogC mjög í fæðu Eyjabúa. Um B fjörefnaskort inn (Beriberi) .skrifaði P. V. C Kolka. Sjálfur rannsakaði ég hér 35 einstaklinga 1936 og fann 7 af þeim skorta C fjörefni, þetta var mjög vægt í flestum, eni í einium voru tennur farnar að losna. Or þessari vöntun myndu t. d. ávext- ir bæta mikið, en hafa verið bannvara um langt skeið nema handa refum, á sáina tíma hafa t. d. Svíar scnt heila járnbrautar- farma af ávöxtum til Norður Sví- þjóðar. Hér hcfir því verið erfitt að komast af án meðala, en meira mætti þó rækta hér af grænkáli og skarfakáli en gjört cr, báðar þessar jurtir þrífast hér vel og standa fram á jólaföstu. Magnús Magnússon, Lyngbergi, hefir ný- lega vakið athygli á skarfakáli hér í blaðinu og læt ég inér nægja að vísa til greinar hans. Mér er pg kunnugt um fleiri hér, sem leggja stund á skarfakálsrækfun með góð um árangri t. d. Jón Sverrissou það er borðað hrátt, brytjað út í skyr ieða í jiujólk og geymist auk þess inok’kúð í vatni eða súru skyri en líklega yrði að neyta einhverra sniðugra bragða til að kioma því í suma krakka. Fiskurinn okkar er ágætur orku- gjafi, en iuniheldur lítið af vernd- andi efnum, oftast er soðinu af honutn fleygt og með því mestu af verðmætustu efnunum (óorgan- isku efnunum), sein líkaminn má síst án vera og aíltof fáir borða roðið. það er nauðsynlegt að nota soðið meira í súpur en gjört er t. d. grænkálssúpur, eða steikja fiskinn þá tapast minna af cfn- unurn, fer í sósuna og roðið cr stcikt með. Á vertíðinni er að vísu mikil bót að hrógnum og lifur, enda ættu menn að nota sér það út í æsar. Hrogn, lifur, tcartöflur; mjólk og t. d. skarfakál liygg ég að myndi skmeina í efnni máltíð öll helstu verndandi efni, og vera út frá því sjónarmiði, heimsins holl asti og fullkomnasti málsverður. Á hinn bóginn geta menn sjálfii sagt sér, hve einhliða vöðvarnir eru einir út af fyrir sig, enda drepast villidýrin af slíkri einhliða fæðu. Ljónin og tigrisdýrin sækj- ast eftir blóðinu, innyflunum, lifr- inni o. s. frv. þau éta lítið af vöðvunum, hvað mundi þá, ef bú- ið væri að sjóða þá í of miklu af vatni og hella burtu rúmlega einum þriðja hluta af verðmætustu efnunum (óorganisku efnunum) í soðinu. Rannsóknir, sem sanna þetta hcfir Baldur Jolmsen, hér- aðslæknir á fsafirði framkvæmt í ýmsum sjávarþorpum á Vestfjörð- um með svokölluðum barnaskóla- rannsókuum. þar mun að líkind- um sumsstaðar haga svipað til um matarræði fólks qg í þessu plássi. H'ann komst að þeirri niður stöðu, að þar byggi fólk við skoit á þýðingarmiklum stenefnum (óorg aniskum) efnum, svo sem calc- ium og phosphor. Ennfrcmur seg- ir hann: “Mjólkurosturinn, engu síður magúr getur mikjð bætt upp mjólkurskortinn. Ein eða tvær ostsneiðar á brauðjð á dag myndu gjöra mikið gagn.“ þetta væri gott að notfæra sér, við crum hér dag lega að gliina við sjúkdóma vegna skorts á þessuni steinefnum. Tann- skemmdirnar tala sínu máli, bæði í börnum og fullorðnum, ekki síst í barnshafandi konum, enda liafa margar konur sagt mér, að liver krakki hafi kostað sig eina tönn. Af hverju? Af því að fæði konunn- ar er ófullnægjandi, krakkinn verð- ur að rífa efnið í sínar tenuur úr tönnum tnóðurinnar. það myndi vera talinn heimskur maður, sein ætlaði að byggja sér hús, en léti svo lítið sement í það, að það hryndi á hæla honum. Nú munu margir spyrja: Á hverju byggir maðurinn þessa skoðun sína, að Eyjabúa vanti mjög tilfinnanlega verndandi efni í fæðu sína? Ég hefi fyrst og fremst þá sönnun, að ég og sam- starfsmenn mínir erum stöðugt dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár cftir ár, að berjast við sjúkdóma, sein stafa af skorti þess ara verndandi efna, og gjörum það með því að gefa meðöl, sem sann- að er, að aðeins verka ef um við eigandi sjúkdóm er að ræða, svo að rcynslan verður hér ólýgnust. Fyrir réttum hundrað árum saindi síra Jón Austmann prestur hér á Ofanleiti skýrslu um barnadauða af völdum ginklofa hér í Eyjum, þá lifðu eittungis 86 börn af 330 lifandi fæddum (á 26 árum), eða rúmlega einn fjórði þeirra. Lækna- vísindin hafa að kalla unnið bug á þessum morðingja. Á líkan hátt munu verða straum- hvörf um sjúkdóma og dauðsföll af völdum þekkingarskorts í Imann eldisfræðí, þegar þessi fræðigrein sem nú er ung og á byrjunar- skeiði a. m. k. hér á landi, hefir náð fullkomnun sinni, enda mun þá og verða minni þörf fyrir lækn- ana, en líklega verðum við þá flest komin undir græna torfu. Einar Guttormsson. Dægurmál. Framhald af 1. síðu. út í aðkomuskipin, mundi senni- lega hafa kostað allt að því helm- iingi íneira en litla fleytan. En sá mismuniur væri fyrir löngu kom- inn aftur ppp í (Jiendurnar á hafn- arnefndinni, í hreinum hagnaði af því að láta eigin bát flytja hafnsögumanninn til og frá um höfnina. Ég hefi áður bent á það, að hafnarncfndinni og bæjarstjórniiini mundi með öllu ókunnugt um það flest, er höfnina varðar. Ekki er þetta trúlegt fljótt á litið cn gæt- um nú að: Eftir að kosið var í þæjarstjórn- ina í janúar 1938 og allt íram yfir bæjarstjórnarkosningarnar í jpjni- ar 1942 var alls ekkert hugsað um að láta lagfæra Básaskersbryggj- una, norður og austur kant hénn- ar, þannig að fiskibátarnir gætu mcð góðu mójti kastað þar aflan- um á land. Enginn af þeitn mönn- um er þarna áttu að ráða virtust taka cftir þessu ófremdarástandi og þó um jietta væri kvartað, þá var það að engu haft. Bæjarstjórn- in og sumir hafnarnefndarmennirn ir lögðu ekki að jafnaði leið sína niður á bryggjuna og vissu yýni- lega ekki hvernig þarna, var uin- horfs í þessum efnum. þó munu sumir þcirrá hafa gengið þarna næstum daglega án þess að þeir virtust taka. eftir jiví hvernig á stóð. Sérstaklega er einn aí þess- um mönnum miunisstæður fyrir Framiiald á 3. síðu. V I Ð I R 3 Ég þakka ykkur af öllu hjarta, vinir mínir, fyrir hið j | virðulega Bamsseti, gjafir, heillaóBkir, Bkeyti og hlýju hand. j | tökin. Allfc þetta v»r bto elskulegt og hlýlegt, að ég mun j jj því aldrei gleyma, og óska ykkur árs og friðar. j Ólöf Lárusdóttír, Kírkjabólí BæjarfréUir. Landakirkja. MeB8» i morguu kl. 2 e. h. —o— Betel Kristileg samkoma kl. 4.30 e. h. á morgun. —o— Leiðréttfng, Listi yfir smásöluverð frá Dómenfnd í verðlagsmálum, sem birti8t í 1. tölublaði Víðis þ. á. var útgefinn einungisl fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð og gildir því ekki hér, hvað snert- ir kol, fisk og fleiri tegundir vara, er listinn greinir. Þetta leiðrétti8t hér með samkvæmt ósk Dómnefndar- innar. —o— Kvenfélagíð „Líkn“ hafði gamalmennaskemmtun i Samkomuhúsinu s. 1. þriðju- dag. Veitingar voru rausnarlega fram bornar og skemmtiatriði fjölþætt. Sóra Sigurjón Þ. Árna- son flutti erindi, en kirkjukór- inn söng sálma. Karlakór Vest- mannaeyja söng nokkur löjj, skólatelpur aungu við jólatré, skátar dönsuðu vikivaka, gítar- flokkur kvenna spilaði og söng. Leikþáttur var sýndur og loks dansaðir gömlu danaarnir fram eftir nóttu. Skemmtunin fór hið beata fram. —o— Aðalfundur. Skátafélagið „Faxiu hélt aðal- fund sinn s. i, sunnudag. Séra Jes A. GÍBlason var endurkjörinn félagaforingi, en deildarforingi, í atað Friðriks Haraldssonar, var kjörinn Arn- björn Kristinsson. Sveitarforingjar voru kjörin þau: Jón Runólf8Bon foringi 1. sveit- ar. Theodór Georgsson foringi 2. sveitar. Lilja Guðmundadóttir íoringi 3. sveitar. Gjaldkeri var kjörinn Berent Sveinsaon, en ritavi Marinó Guðmundsson. —o— Björgunarfélag Vc. hefir beðið blaðið að geta þeas að |þeir, sem kynnu að þurfa á upplýsingum að halda, vegna björgunarstarfsemi, eiga að 8nú» sér til framkvæmdar- Btjóra félagsins hr. Ársæls Sveinaaonar. Nánar í auglýsingu í næsta blaði. Nýárskveðja Framsóknar tií útvcgs- manna og sjómanna Sigurður Kristjánsson flytur nú á Alþingi frumvarp, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, um stórkostlega eflingu Fiskveiða- sjóðs, m. a. hærri lán, lægri vexti og hagkvæmari kjör, en nú eru. í frumvarpinu er nýmæli um það, að bátar, sem byggðir eru nú í dýrtíðinni njóti styrks úr Fiskveiðasjóði og á þann hátt létti undir með þeim mönnum, er hafa þá framsýni og þann dug til að bera, að ráðast i byggingu nýrr» skipa þö óhag- stæðir tímar séu. Það nýmæli er ainnig í frum- varpinu að lána megi fé til 8kipa8míð*stöðv» o. fl. Þessu máli vildi Gísli Guð mundssou vísa frá með dagskrá, en hann er í Sjávarútvegsnefud fyrir hönd FramsóknarflokksinB. Dagakráin var borin upp i n. d. Alþingis í gær, en kolféll og greiddi enginn atkvæði mcð henni, nema Framsóknarmenn, en það gerðu þeir líka allir með tölu. Framaóknarmenn hafa með þessu sýnt enn einu sinni óvild sína í garð sjómanna og út- vegsmanna. Dægurmál. Framhald af 2. síðu. það hve snúðugt hann gekk um bryggjuna og valdsmannslega, enda sögðu þeir, sem þarna unnu daglega, að bryggjan skylfi eins og hrísla við livert hans fótmái. “það þiarf að laga bryggjuna“. sögðu brýggjukarláirnir stundum. “Já hann Ársæli lætur undir eins gera bryggjuna eins qg hún á.iað vcra“ ságði hinn valdsmannlégi hafnarnefndarmaður um leið og hann tók á rás upp bryggjuna, cr að sjálfsögðu skalí eins óg endra nær, við hvert hans fólinál, Ekkcrt varð úr því að bryggjæ. yrði löguð. það beið í 4 ár, eða þar til Einar Sigurðsson var kos- inn í bxjarstjórnina. Hann lét strax laga þetta að miklum mún, þó hann væri oklki í hafnarnéfnd- inni, og eftir því, sem sagt var í óþökk liafnarncfndarinnar, svona til að byrja incð. I mörg undanfarin ár og allt til ársioka 1940 hefir verið unníð hér að hafnardýpkun og hefir það þeg ar á heildina er litið, borið góðan árangur. Hitt er annað mál að ým- islegt hefir farið ver úr hendi en æskilegt var og eru það að vísu ekki einsdæmi og þá ekki til- tökumál. það er aðaflega sanclprinn, sein rej-nst hefir erfiður og ónotalegur við stjórnarvöldin. Mundi því mega segja að þar hefði oft ekki niátt á milli sjá, hvorum aðilan- um vegnaði betur, hafnarnefndipni eða sandinuiu. Fyrsta suniarið eftir að dýpkun- arskipið kom 'var sandinum dælt út fyrir Hörgaeyrargarðinn og sögðu þeir þá, er þessú réðu, að hanu myndi halda áfram beint “útí hafsauga.“ En það brást. Sjór inn tók sandinn rétt eins og hon- um var hægast og renndi honum inn í höfnina, þangað sem hann hafði áður verið. Aftur gekk það betur þegar Básaskersbryggjan var byggð; hún tófc við mifclu af sandi og höfnin dýpkaði að saina skapi. Næst var mjög iniklu af sandi dælt undir Pallana og allt virtist í þessum efnum leika í lyndi. En jieir, sem þarna réðu gættu þess ekki að láta byggja garð tii varnar þess að sandurinn kæmist aftur niður í höfnina, og fyrir þá sök hvarf hann allur pfan í höfnina aftur á tiltölulega skömmuin tíma. þeir, sem áttu krær á Pöllunuin tóku sig saman, mest fyrir fqrgöngu Jóns Einarssonar á Höfðabrekfcu, og buðust til þess að leggja fram vinnu til þess að hlaða fyrir áand- inn og til þess að hægt væri að fylla uppiundir Pöllununi en hafnar sjóður legði fram semejit og ann- að er ífieð þyrfti. Boð þetta var gert á árinu 1938 eða 1939, en þvf var ekki sinnt. Næst var tekið upp á því að sel- flytja sandinn úr hafnarmynninu, dæla honuin nyrst á höfnina, und- ir Löngunefið og svö þaðan aftur norður fyrir Eiði. Nokkuð ávannst með þessu. En á árinu 1940 varð allmikið af sandinum eftir undir Löngunefinu og þaðan dreifðist hann svo um höfnina aft- ur svo að á norðanverðri höfn- inni stóðu bátarnir uni fjöru þar, sem þeir höfðu áður flotið, og við það stendur enn. Gúmmíst&kk&r ameríkanskir. Sjóatakkar enskir. Kápur avartar og gular Sjóhattar, Sjóstigvél. Gunnar Ölafsson & Co. Vil kaupa nýtt eða notað ORGEL. Þorgíls Þorgilsson BrekaBtig 3 Nýtt skyr fæst í ÍSHÚSINU VinnuvetHingar eínníg mcð skínn- íófa, ágæí tegund Handklædi ll, n: n'.'l-''1.,, ''I! 'I:I".1'h■'11,1'I I Sitróiur í ÍSHÚSINU Flugeldar Gunnar Ólafsson & Co. Kassar efnisgóðir og i uppkveikju, seldir vægu vcrði. APÓTEKIÐ AUGLÝSIÐ í VÍÐI

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.