Víðir - 31.07.1943, Síða 1

Víðir - 31.07.1943, Síða 1
Fáein orð um þjóðhátíð Vestmannaeyja, Þessi hátíð Vestmannaeyinga var upphatlega til þess stofnuð að Eyjabúar gætu komið sam- an og notið þess unaðar, sem útivist á fögrum stað á sumar- degi getur veitt et veður er ekki til fyrirstöðu. Ilún varð mjög vinsæl meðal almennings og mátti segja hér á árunura, að allir sem vetlingi gátu vald- ið, kepptust við að fara í Herjólfsdal þennan dag, ungir og gamlir. Upphaflega var það svo — og sá aiður hélst nokkuð lengi, þótt nú sé hann niðurlagður — að fólkið fór í skrúðgöngu, eða hópgöngu mætti kanske frekar nefna það, heiman úr bænum og inn í dalinn. Þetta var eins og til að sýna samheldni fólks og það, að þennan dag væru allir Eyjabúar eins og ein fjöl- skylda samankomnir sér og öðr- um til ánægju. — Ljóst var mönnum þeim, er fyrst stóðu að þjóðhátíðarhald- inu það, að veðrið réð mestu um ánægju fólksins, og því var 8á siður lengi uppi að fastsetja ekki daginn með öllu, fyrr en séð var hvort veður væri hag- kvæmt, og þá var flaggað á Skarisinum að morgni þann dag, er hátíðin skyldi verða. Þótti þá nægur tími að flytja föggur sínar svo tímanlega, að lokið yrði um hádegi, en upp úr há- degi 'Jryrjuðu svo hátíðahöldin. Sé hátíðin miðuð við heirna- fólkið, hentisemi þess og ánægju er óþarfi að fyrirfram ákveða dag, sem 'svo verður að nota hvernig svo sem viðrar, öðru- vísi en með þeim fyrirvara að hátíðin verði því aðeins haldin að; veður sé gott. öðru máli er að gegna, ef mest tiilit er tek- ið til aðkomufólks, sem auð- vitað hefur oft nauman tíma og gerir sér ferð til Eyja aðeins vegna skemtunarinnar á þjóð- hátíðinni. Auðvitað á þesskonar fólk að vera velkomið ef það vill á sig leggja þau óþægindi, sem því fylgja, að mannsafnaður flykk- ist á staði þar, sem vitað er uð svo sem ekkert gistihúspláss er til, ef það leggur fram sinn skerf til þess að allt fari vel fram, og skellir ekki eftir á skuldinni á plássið eða Vest- mannaeyinga fyrir það, að það hafi orðið að hrekjast úti í rign- ingu og fá litlar og rándýrar veitingar. En skipulag hátíðarinnar má ekki miða við það, sem þessum gestum lientar best, eða tíma þeirra, heldur við það að hátíð- in 8é höfð á þeim tíma, og til hennar valið það veður, sem gerir Eyjamönnum sjálfum fært að njóta hennar eins og vera ber. Ég geri ráð fyrir að ein- liverjir muni segja, að sökum íþróttanna og undirbúnings þeirra sé óhjákvæmilegt að binda hátíðahöldin við vissan dag, en hér til er því að svara að útisýningar íþrótta njóta sín ekki, nema veður sé gott, en kappleiki tel óg tæpast rétt að hafa á þjóðhátíðinni og yfir höfuð þó að sjálfsagt sé að íþróttirnar sóu iðkaðar þennan dag, þá verði að reyna að haga þeim þannig, hvort heldur er um sýningar, t. d. fimleikásýn- ingar eða kappleiki að ræða, að allt fari fram eftir vandlega hugsaðri áætlun og sérstaklega stundvíslega. Auk þess sem íþróttir geta þreytt áhorfendur ef til þeirra fer óliæfilega lang- ur tími. Ef til vill mætti líka liafa fjölþættara „program11 held- ur en verið hefur. Mér hefur dottið í liug að skrúðganga barna inn í Dal á fögrum sum- ardegi, myndi verða mikið augnayndi. Hér í Reykjavík er skrúðganga barna fyrsta sumar- dag til að fagna sumrinu og er það fögur hugsun er þar liggur á bak við. En það er sjaldnast svo hlýtt. í veðri hér fyrsta sumardag að skrúðganga barn- anna njóti sín. Allt öðru máli væri að gegna með skrúðgðngu. barnanna á fögrum stað um mið8umarleytið í góðu veðri. Hugsum okkur slíka skrúðgöngu Eyjabarnanna inni í Herjólfsdal í „8Ólskini og sunnanvindi.11 I henni gætu tekið þátt börn frá 3ja ára aldri eða kannske yngri og allt til 10—12 ára. Þeirn væri raðað eftir aldri eða stærð svona nokkurn veginn, þau hefðu íslenska fána í höndunum og Lúðrasveitin gengi í farar- broddi og léki íslensk lög. Væri vel til fallið að barnaskólastjóri og kennarai sæju um þennan lið hátíðahaldanna. Skrúðgöngu- brautin gæti verið,hringbrautin í Dalnum og ef til vill ennþá stærra svæði. — Geri ég ráð fyrir ef vel væri að slíkri skrúð- göngu staðið myndi hún verða eitt það atriði i skemtunum dagsins, þegar fram líða stund ir, er fólk vill síst af öllu missa. Skátar hafa myndarlegan fé- lagsskap í Eyjum og gætu þeir nokkuð látið til sín taka. T. d. varðeldai skáta með tilheyraudi söng og hljóðfæraslætti væri tilvallð til að skemta almenningi það er ekki oft í frásögur fær andi þó að verkamenn tali um vinnu og vinnutíma hvor við ann- an, en þó er það stundum. Eftirfarandi athuganir verkamanns eru vel þess virði að þeim sé gaum, ur gefinn. það var á sólríkum Sumardegi, að tveir verkamenn gengu heim til sín frá vinnustað. Vinnudagurinn á enda liðinn, þó að sól vær enn uiilli nóns og miðaftans. Annar maðurinn var roskinn og reyndur, þéttur á velli og, að því er virtist þéttur í iund. Við getum kallað hann Árna. Hinn var ungur maður og lítt reyndur, en ekki ó- gjörfilegur. íiann má heita Bjarni. “Hvað ætlar þú að gcra það sem cftir er dagsins, Bjarna tet ur?“ segir Árni. ef vel væri tilhagað og «kát- unum ætlað afmarkað svæði fyrir leiki sína og söng og fólk hefði aðstöðu til að heyra og 8já, án þesB að trufla skátana eða vera of nálægt eldum þeirra. Mér hefur virst söngur og hljóðfævasláttur (lúðraspil) vera af skornum skamti á þjóðhátíð- um síðari tíina, a. m. k. í fyrra og er það bagalegt. Sterkur kór- söngur og hornaleikur skemtir vel og á vel við á útisamkom- um. Á þjóðhátíðinni þyrfti að hafa sérstaklega mikið af hljóð- færasiætti og söng þjóðlegrar tegundar, en ekki jassmusik nema á danspalli. Þjóðhátíðin er og á að verða í fyrsta lagi skemmtun fyrir Vestmannaeyinga. Ekki rekin sem gróðrarfyrirtæki og ekki miðuð við þann hóp höfuðstað- arbúa, sem þyrpÍEt í allar áttir á allar skemtisamkomur við sjó og í sveit. Ég hefi skrifað þessar athuga- semdir niður þeim til velvilj- aðrar athugunar, sem með þesii mál fara heima í Eyjum. Jóhann Þ. Jósefsson. Athyglisvert samtal. “það cr svo sein hægt að eyða tveimur klt. fram að mat. En eftir matinn kemur bíó og þegar það er búið verður. kannske ball. það er nóg að gera,“ segir Bjarni og brosti við. “En hvernig eyðir þú deginum?“ — “Ég hefi ekki skip til þess að e)'ða 16 klt. sólarhrings ins við svefn og leiki, um hábjarg- ræðistímann, þcgar vel borguð vinna mænir eftir mér. Or því ég fæ ekki að innvinna mér peninga hjá Öðrum, þá reyni ég að létta undir með konunni, því hún sér aldrei út úr því, scm liún liefir á sinni könnu, og liefir enn ekki verið bannað að vinna.“ — • “það er cins og þú sért lítið hrif inn af stytting vinnudagsins, þó að mér og öðrum þyki nógu gam- Framhald á 2. síðu.

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.