Víðir - 31.07.1943, Blaðsíða 2

Víðir - 31.07.1943, Blaðsíða 2
J / VitÐJR Athyglisvert samtah I 2nzit* i ■ ■ ■ Kemur út vikulega. j ■ I a ■ Ritstjóri: MAG-NÚS JÓNSSON a ■ ■ Sími 155 Pósthólf 15 ; ■ ■ ■ ■ a ■ Eyjaprentsmi'öjan \ ■ a ■ Sjálfstæðis- málið. « Mikið hefir vcrið skrifað í blöð in og talað á mannfundum um sjálfstæðismálið, undanfarna mán- uði, þ. e. skilnaðinn við Diani og sjálfstæði íslendinga. þar sein þingmenn allra flokka hafa á Alþingi samþykkt einróma, að sambandinu verði slitið á næsta ári, þá er undarlegt að Alþýðu- flokkurinn, eða forystumenn hans, vilja nú ólmir draga það á langinn. Islendingseðlið í þeim hlýtur að ganga með meinlegan kvilla. Reynslan hefir sýnt að þegar í harðbakkann slær getur sambandið við Dani ekki orðið okkur að liði, sbr. árin 1914—18 þegar ófriðurinn mikli geysaði. þá voru Danir hvorki ófriðaraðilar eða hernum- in þjóð. þó hættu skip þeirra að sigla hingað vegna ófriðarhættu, og við urðum, með okkar fáu skip- um að bjarga okkur sjáifir, sækja nauðsynjarnar vestan um haf til ó- friðaraðila. Allir sjá að' í hinum ægilega ó- friði, sem nú fer um heiminn, verð ur sambandið okkur að engu liði. þó að Danir séu menntuð þjóð og vel fnönnuð, þá eru þeir mátt- vana gegn ofureflinu og illa beygð ir af harðsvírugu herveldi eins og nú standa sakir. Er því stuðn- ingur af sambandi við þá alveg úti- lokaður. Síðan sambandslögin frá 1918 urðu til hefir danska stjórnin víst búist við, að íslendingar myndu vilja ráða ráðum sínum- sjálfir að öllu leyti. þeir ganga því ekki að því grublandi, ,að sambandinu verði formlega slitið á næsta ári. þrátt fyrir það hefir ekki borið á neinum kala til okkar frá þeirra hálfu, lufldur hefir vinfengi þjóð- anna og viðskipti farið batnandi. það er því næsta óeðlilegt, að minnsti þingflokkurinn skuli. nú vera mcð þetta hjákátlega röfl, þvert ofan í gerðar samþykktir. Nær væri þeim herrum að vinna að því, að sjálfstæðinu verði sem best borgið, fjárhagslega og menn- ingarlega, þegar það er fengið. Framhald af 1. síðu. an að sýna okkur og sjá aðra á götum bæjarins síðari hluta dags- ins. En hvort ég og aðrir hafa beinlínis gott af því, er annað mál. Á laugardagskvöldi nýlega heyrði ég jafnaldra minn segja, að nú væri hann byrjaður á síð- asta tíkallinum af vikukaupinu sínu og bætti við dapur í bragði, að sú regla, að hætta vinnu um hádegi á laugardögum skapaði tilvalið tækifæri að eyða því, sem afgangs yrði hina daga vikunuar. þetta sjá nú fleiri en hann einn, þó að fáir tali hátt um það.“ — “Hefirðu ekki tekið eftir því,“ segir Árni, “að í blöðum Kommúnisa og Alþýðufl. eigna for sprakkar beggja flokkanna sér heið urinn af því, að hafa stytt vinnu- tíma verkamanna niður í 8 stundir á dag, og jafnvel rífast um þann heiður. Með því ætla þeir að vinna hylli verkafólks, eignast atkvæði þess, þegar tækifæri gefst, og gera sjálíum sér þannig brautina greið ari til hærri valda.“ — “Ég hefi haldið,“ segir Bjarni “að þú værir þeirra maður. En nú heyrist mér vera annað hljóð í strokknum.“ — “það getur vel verið að ég hafi einhverntíma fylgt Alþýðu- flokknum að málum, meðan forust an var ekki eins áberandi sjálfselsk en stefnu kommanna hefi ég alltaf fyrirlitið. Hún er útlent illgresi, sem ekki getur vaxið í íslenskri mold án þess að skemma þann heil brigða gróður, sem þjóðin lifir á. þegar þessir iðjuleysispostular eigna sér þann “heiður“, að stytt- ur var vinnudagurinn úr 10 st. í 8 ,st., þá hljóta þeir líka að eiga skömmina af því að ræna frá mér og öðrum, sem ánægjtu hafa af vinnunni, tveim til þrem þúsund um króna á ári, meðan núverandi kauptaxti og vinnuþörf varir. Hver einasti heilbrigður maðúr er ó þvingaður af að Vinna í 10 stund ir á dag. Og á 14 tímum sólar- hringsins má ýmislegt gera sér til gamans og gagns annað en sofa. Að hugsa sér, tvö — þrjú þúsund kr., það er meira en meðal árskaup verkamanns fyrir stríð.“ “þú heldur þá að við liöfum ekki eins gott af fríinu eins o_g þeir segja blessaðir. Mér hefir stundum dottið í hug að þeir væru eitthvað að hugsa um sjálfa sig. Og ég hygg líka, og heyrist stund- um, að margir séu þér sammála.“ “þú ert svo ungur enn, Bjarni minn, að það er ekki víst að þú hafir athugað það, að það er meira sem tapast heldur en krónurnar, sem við töpum við stytting vinnu- tímans. Töpuð vinna eða óunnið verk, sem hægt var að framkvæma er tapað verðmæti, sem aldrei kem ur aftur. það er því Iandið og þjóðSjn í heild — afkomendur okk- ar, sem mestu tapa. það getur vel verið að verksmiðjuframleiðsla geti vel þrifist með þessu háttalagr, því þar er verðlaginu hagað eftir kostnaðinum. Stytting vinnudags- ins á því nokkurn þátt í aukn- ing dýrtíðarinnar.“ Við verðum samferða aftur og tölum meira um þetta. Einræðisherra ítala segir af sér, það þykir stórtíðindum sæta, og vekur mikla athygli um allan heim, að Mussolini hefir látið af stjórnar- störfum. Hafði stórráð fasista fellt tillögur hans um hernaðinn. Af því varð honúm svo bumbult, að lrann sagði af sér. Roosevelt forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu, sem hann hélt ný- Iega„ að fasisminn á ítalíu væri hruninn til grunna. Svipuð voru ummæli forsætisráðherra Breta. Talið er líklegt að þetta valdi þáttaskiptum í ófriðnum. —o— Sókn Bandamanna á Sikiley. Um miðja þessa viku höfðu þjóð verjar og ítalir aðeins einn tíunda hluta Sikileyjar á valdi sínu. Dreg- ur sennilega að leikslokum þar. F0R K. V. A ISLANDS- MÓTIÐ. það var lagt af stað laugardagsmorgun- inn, 12. júní, til Stokkseyrar. Við vorum 17 í förjnni. Ki R. tók á móti okkur og hafði þegar séð fyrir öllu, eins og við var að búast af þeim ágætu mönnum. Var dvalið í Austurbæjarskólanum, en borðað í mötuneyti háskótans. Á hvítasunnudag var frí og Höfðum við það náðugt, nema livað sumir höfðu nokk- ur óþægindi af því, hve þeir höfðu tekið ríf- lega til matar síns. Eitt vandatnál kom þó fyrir um kvöldið, þvi að við sváfumj í tveiim ur stofum og vjldu vissir menn vera þar sem “fjörið“ yrði. Voru sto myndaðar deildir, “róleg“ og “óróleg.“ Varð niðurröðun þessari ekki breytt síðar, en þegar Doddi kom eftir að hafa slegið trumbu fyrir Keflvíkinga, var hann settur í sína deild. (af skiljanleguin ástæðum verður ekki sagt, hvor deildin það var.) Síðan gerðist fátt alla vikunat, nema hvað menn sváfu, borðuðu — og töpuðu. Á laugardagsmorguninii, 19. júní, var lagt af stað ásamt Akureyringum austur að Gull- fossi og Geysj í boði bæjarstjórnar Rvíkur. Fulltrúi borgarstjóra tog farafstjóri var Ragnar Lárusson. Einnig kbm forseti í. S. I. og E. Ö. P. með. Veðrið var ágætt, glamþandi sólskin og norðanvindur. Var ferðin austur hin ánægjuiegasta við söng og hlátur, bæði háan og hljóðlausan. Á Kambabrún var staðnæmst til að sýna Akureyringum land kappanna og tekinn “þjóðsöngur“ eV., sem mikið er sunginrt í ferðum íþróttamanna og “ístendingum“ þykir mjög fallegur. Síðan var haldið að Gullfossi, staðnæmst þar nokkra stund, en síðan haldið áfram upp að Geysi. Var strax farið að moka í hann sápu. Var beðið leftir gosinu og öll ráð jafnt bænir sem formælinigar notaðar til að koma honum til. En allt kom fyrir ekki, við urðum ásamt r.ýbökuðum stúdentum, sem þarna voru stadd ir að hverfa frá. Var borðaður hádegisverður hjá Sigurði Greipssyni. Eftir að staðið var upp frá bórðum var farið í yeipdrátt. Unnum við þar okkar eina sigur í ferðinni með því að draga sveit Akureyringa tvisvar og Reykvfkínga þrisvj- ar. Sögðu stúdentarnir að við hefðum dregið þá eins og færafisk. En þegar þessar íþróttir voru að enda, heyrðust dunur og dynkir og vatnið byrjaði að vella úr skál Geysis. Allir tóku til fótanna og hljóp hver sem hann gat. Gosið var prýðilegt, 50 m. hátt, og létu

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.