Víðir - 14.08.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 14.08.1943, Blaðsíða 1
XIV. Vestmannaeyjum, 14. ágúst 1943. 14. tbl. loðhahðin. Sumarhátíð þessi, sem frá því hún fyrst var stofnuð hefir verið nefnd Þjóðhátíð Vest- mannaeyja, er að mörgu leyti merkileg. Þá mæta flestir, sem annam eru heilir á húfi, inn í Herjólfsdal, að minsta kosti skreppa í Dalinn, sem flestir munu telja hinnn ákjó3anleg- asta útiskemtistað, sem völ er á hér og þó víðar sé leitað. Að þessu sinni munu hafa verið í Herjólfsdal um eða yfir hálft þriðja þúsund manns, og tjöld munu hafa verið þar ekki færri en þrjú hundruð all akipulega sett með ' nokkuð mörgum beinum götum, sem hver hafði aitt nafn. Það er amekksatriði og mikils virði að vel og skipulega sé tjaldað. En þá er það veðrið, sem getur gert óþægilegt strik í reikning- inn, ef það breytist' skyndilega og óvænt eins og stundum skeð- ur, og hvass getur hann orðið í Herjósfsdal. NúnabyrjaðiÞjóð- hátíðin að aflíðandi hádegi föstudaginn 6. ágúst. Var þá Ijómandi gott veður og hélst það alt til kvölds. En um eða upp úr miðnætti hveati snögg- lega af austri eða noröaustri; svo að sum tjöldin jafnvel keyrðust niður og menn áttu fult í fangi með að bjarga þeim. Af þessum ástæðum varð lítið úr næturdansi í Dalnum, sem annara hafði verið ákveð- inn. Varðeldasýning skátanna hófat nokkru fyrir miðnætti og var skemtileg. Sá liður Þjóðhá- tíðarinnar, sem skátar stjórna mætti síst af öllu missa sig. Það er eins og skátum sé í blóð boiið að gera vel það sem þeir taka að sér að gera. Þeirra félagsakhpur virðist heilbrigður hér eins og annarsstaðar. — Þegar kom fram á laugar- daginn fór veðrið að skána, en ekkert var um dýrðir í Daln- um þann dag. En knattspyrnu- keppni háðu á íþróttavellinum II. fl. K. R. og K. V. og gerðu jafntefli 2 mörk gegn 2. Síðan kom sunnudagurinn með björtu. veðri og blíðu. Pólk hópaðist í Herjólfsdal og fóru þá fram þau skemmtiatriði, sem laugardeginum voru ætluð. Og þá fór aftur fram keppni milli K. R. og K. V. og aftur varð jafntefli, 1 mark gegn 1. Þarf þvi hvorugur flokkurinn annan að öfunda. Fer vel á því, þeg- ar um heimhoð er að ræða. K. R., kom hingað í boði K. V., og varð ekki betur séð en að allir væru ánægðir, eða báðir flokkar. ¦, A föstudaginn fór fram kepni í hundrað metra hlaupi og stang- arstökki. Hundrað metra hlaup- ið vann Gunnar Stefánsson á 12 sek. í stangarstökki setti Ólafur Erlendsson nýtt met, stökk hann 3.50 mtr. Eldra met- ið átti hann sjálfur 3,48 mtr. Stangarstökksmetið hafa Vest- mannaeyingar lengi átt og ekki er ólíklegt að Ólafur Erlends- son haldi því nokkuð lengi enn. — íþróttafélögin hér, Þór og Týr skiptast á um að undir- búa Þjóðhátíðina og stjórna henni. Það er mikið verk að undir- búa þjóðhátíðina og stjórna henni. Það er mikið verk að undir- búa alt svo vel eé gert, eink- um þegar þesss er gætt, að hlutaðeigendur eru öðrum störf- um háðir á sama tíma. Að þessu sinni var það hlutur Týs að sjá um allt. Það er vandi að gera svo öllum líki vel. En ó- efað gera bæði félögin eins og þau best geta, þó að þakkirn- ar séu misjafnjega frambornar. En satt að segja eiga þeir, sem ulan við félögin standa, að vera þeim þakklát fyrir góða við- leitni. — En veðrið ræður enginn við, og á því veltur svo mikið að vel fari. Skýrsla Sjóroanna; og gestaheímííís Sígltifjarðar 1943. Ekki verður um það deilt, að stofnun Sjómanna- og gesta heimili Siglufjarðar var hið mesta nauðsvnjaverk. Og þeim, sem 8tóðu að stofnun þess og stjórnað hafa því eina vel og skýrslan bendir til, verður aldrei fullþakkab. í skýrslunni segir að heimil- ið hafi starfað frá 1. júlí til 23. september, að þeim dögum með- töldum, frá kl. 9 árdegis til kl. 22.30 að kveldi. Þar segir með- al annars:] „Á lesstofu lágu frammi flest blöð og tímarit landsins til af- nota fyrir gestina. Pappír og ritföng gátu menn fengið eftir þörfum og þurftu ekki að greiða fyrir það frekar en þeir óskuðu. Bækur úr bókasafni heimilis- ins gátu menn einnig fengið lánaðar. í veitingasal yoru veit- ingar framreiddar alla daga. Þá var annast um sendingu bréfa, peninga og símskeyta fyrir þá, er þess óskuðu. Margs- konar leiðbeiningar voru veitt- ar þeim, er ókunnigir voru í bænum, og reynt að greiða fyr- ir þeim eins og tök voru á. Útvarp var jafnan í gangi á útvarpstíma og orgel og píanó voru í veitingasal, og var gest- um frjálst að leika á þau, er þeir óskuðu. Föt og munir voru geymdir fyrir allmarga sjómenn á síld- arskipum og einnig var haft sérstakt herbergi, þar sem menn gátu hatt fataskipti og snyrt sig." Hvílíkur munur að koma inn í svona heimili, eða lita inn í Framhald á 3. síðu. verður 19. þ. m Sigurður Isleifsson í Merkisteini, hér. Þessi aldraði borgari bæjar ins hefir nú mist sjónina, en er að öðru leyti allhress. Hann sagði fyrir fáum dögum, að eim myndi hann standa við smíða- borðið eða rennibekkinn, ef sjónin hefði ekki bilað. Sigurður ísleifsson fiutti hing- að fyrir 40 árum ásamt konu sinni Guðrúuu Jónsdóttur, sem enn er á lífi og nokkuð yngri en hanu. Þau eiga þrjár dætur og einn son, sem öll eru hin mannvænlegustu. Meðan þau hjónin bjuggu í sveitinni (Landeyjum) smíðaði Sigurður tré og járn eftir þörf- um heirailisiiis og meira en það, eius og margir sjálfUBrðir aveitabændur hafa geit og gera enn. Framan af veru sinni hér ítundaði Sigurður sjómensku og hverskonar vinnu, eftir ástæð- um, en síðar varð trésníði að- alstarf hans. Stundaði haun húsasmíði og bátasmiði auk þess sem hann smíðaði heima hjá sér ýmsa smærri muni/þar' á meðal rokka, því hann var rennismiður góður. Gott var að leita til Sigurð- ar í Merkisteini ef fiskibátur þurfti aðgerðar við, því hann var hjálpaaraur og vandvirkur og fékst ekki ura þótt dagur væri að kveldi koniinn, þegar verkið skyldi unnið. Siíkir menn eru þjóðinni þarfir. Megi ævikvöld Sigurðar og konu hans verða hlýjasl- þeim sem M. J. Dánardægur. Þann 3. þ. m. andaðist að heimili sínu Hjalia, hér, Sveinn P. Scheving, fyrverandi lög- regluþjónn, 81 ára að aldri. Sveinn P. Scheving hafði um tugi ára gegnt ýmsum trúnað- arstörfum hér, vandaður mað- ur og vel látinn af öllum.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.