Víðir - 28.08.1943, Qupperneq 1

Víðir - 28.08.1943, Qupperneq 1
XIV. 15. tbl. Vestmannaeyjum, 28. ágúst 1943. Tréspíritus (methanol) -eytrun. Hér er um akaðvænt eitur að ræöa, sem orsakað hefur dauðs- föl’, stundum í stórum stíl víða erlendis, og hér á Suður-lahdi i seinni tíð nokkur, þó fyrst kasti tólfunum hörmungaatburð- urinn hér í Eyjum dagana 9.—11. ágúst s. 1. Tréspiritus er unnin ur tré eða tréefni. Er hann meðal annars notaður til að meinga með spiritus, gera hann eitrað- an og óhæfan til drykkjar. Hann er talsvert notaður til hernaðar- þarfa og því er hann víða á sjóreki um höfin. Brensluspiritus, þ. e. venju- legur spiritus, er gerður stund- um óhæfur til drykkjar með tréspiritus, og því skyldi eng- inn leggja hann sér til munns. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi Hann ber því að forðast til drykkjar. Tréspiritus er ódýr, var áð- ur oft notaður í blekkíngar- Bkyni i stað vínanda, settur saman við snapsblöndur, hár- vötn o. fl. Bayrum, sem dauðs- föll hafa nokkur hlotist af hér á landi, er meingað tréspiritus. Einnig urðu sumir blindir af tréspiritus, sem í því var. Tré- spiritus er litlaus og tær, ósköp meinleysislegur á að líta, eld- fimur og logar ef á er kveikt. Hópum saman hafa menn áður veikst og dáið af tréspiritus- eitrun og greinir frá slíkum hópeitrunum í Rússlandi, Ung- verjalandi og Ameríku. Hér í álfu varð hörmungar- atburður til þess að opna augu fjöldans fyrir þessu háskalega eitri. Á jóladag 1911 veiktist hópur manna á hæli nokkru i BerHn, þar sera húsnæðislauiu fólki var komið fyrir. Höfðu menn ætlað að gera sér glaðan dag. Upplýstist að hór var um tróspirituseitrun að ræða og veiktust 173 menn og dóu þar af tæpur helmingur. í öllum löndum álfu vorrar hefur fólk verið varað við þessu skaðlega eitri, en van- hyggindin orðið vitinu stundum meiri, eins og hér og , menn glæpst til að drekka þessa ó- lyfjan, og líftjón hlotist af, ef drápsskamtar hefir verið neytt, því ekkert móteitur er til, sem bjargað geti gegn honum. Talið er að drápsskamtur liggi milli 50—100 grm., en af 7—8 grm. getur stundum hlot- ist augnblinda, sem ekki er hægt við að bjarga vegna skemda á sjóntauginni. Eiturfræðingar telja 100 grm. af tréspiritus banvænan skamt fullorðnum, þó komið geti fyrir að minni skamtur valdi fjörtjóni og lítið eitt hærri skamtur þol- ist. Stærð eiturskamtarins ræð- ur úrslitum. Tréspirituseitrunin er svo lífshættulegt, sem raun ber vitDÍ um, vegna þess, að hún lamar hjartastarfsemi og öndunarfæri Þó eitrunin sé væg í byrjun^ að því er virðist, getur sjúk- dómur snögglega orðið banvænn með því að eitrunin ræðst í einni svipan á ofangreind líf- færi, og veldur fjörtjóni skyndi- lega. Eitrið skilst seint úr líkam- anum. Venjulegur spiiritus brennist þar og skilst út úr líkamanum á 1 degi eða svo, en eftir 5—6 daga hafa tré- spiritusleifar fundist hjá dýrum t. d. hundum, eftir í líkaman- um og eru það klofningseitur svo sem maurasýra, sem er háskalegt taugaeitur og veldur skemdum í taugavef-. Hér í okkar byggðarlagi hafa vanhyggindi og vanþroski vald- ið miklu böli. Hví í ósköpun- um leggja fullorðnir menn sér ólyfjan þessa til raunns? Menn halda að hór 8é um venjuleg'an 8piritus að ræða. En því láta menn ekki rannsaka þetta, bvo þeir geti vitað rétt? Hveravegna drekka eumir hér brensluspritt? Því biðja menn lækna um það eitur til drykkjar? Sjómenn eiga ekki að hirða sjóreka nema tilkynna fundinn lögreglunni, þegar í land kem- ur. Vegna þeirrar yfirsjónai hefir Blysið hér orðið. Guðs mildi má það teljast að ekki skyldi henda hér álíka slys eða meira og jólanóttina 1911, sem getið var um hér að framan. Má heita bending og slembilukka að bvo varð ekki. Reynslan er dýr, en hún er sannieikur. Læri Vestmanna- eyingar og allur landslýður hér af að forðast öll drápseitur. Af nafninu skulið þér þekkja þau, og forðast þau, eins og brent barn forðast eldinn. Ég vona að aldrei renni upp önnur eins plága og þessi yfir Vestmannaeyjar. Verst eru Rjálfskaparvítin, en þau ber að varast. Annað er ekki þar til bjargar. Það er eina móteitrið, sem öruggt er og treysta má gegn svona hörmungarslysum. Vestmannaeyjar, 22. ágúst 1943 01. 0. Lárusson. Skýrsla um kyndaraverkfaliið frá stjórn og framkvæmdastjóra Síídarverk- smiðja ríkísíns. Þar eð ýmsar kynjasögur ganga manna á meðal um verk- fall það, er kyndarar gerðu hjá ríkÍBverksmiðjunum þ. 4. ágúst s. 1., telur stjórn ríkisverksmiðj- annna rétt að skýra frá máli þessu opinberlega. Verkalýðsfélagið Þróttur hef- ur með samningi dags. 7. sept. f. á. samið við ríkisverksmiðj- urnar um kaup og kjör kyndara, eins og annara verkamanna, er vinna hjá þeim. Segir í samn- ingnum, að öll eftirvinna skuli greidd með 50% viðauka, en helgidagavinna með 100% við' auka, og er þar ekkert undan- skilið. Ennfremur, að verksmiðj urnar tryggi faBtráðnum mönn- um minst tveggja mánaða vinnu. Eigi er nánar tiltekið í samn- ingnum, hvort þessi viðauki skuli fundinn á þann hátt, að bæta honutn ofan á tímakaup eða umreikna mánaðarkaupið f tímakaup, og greiða hann af því. Þeir, sem hafa hærra mánað- arkaup en venjulegt tímakaup er á mánuði, hafa hag af hinni síðarnefndu aðferð, en þeir, sem hafa lægra mánaðarkaup, hag af hinni fyrri. Frá því rekstur hófst í 8umar, hefur forstjóri ríkiaverksmiðjanna fylgt hinni fyrrnefndu reglu, svo sem áður hefur tíðkast, en greiddi auk þess þróarmönnum og kynd- ururn 10% álag ofan á það eftirvinnu- og helgidagakaup, sem venjulegum verkamönnum er greitt. Var þó ekki tekið neitt fram um þetta í samningn- um, svo sem áður segir. Þar eð þeir menn eru miklu fleiri hjá verksmiðjunum, sem hafa hagn- að af þessari aðferð, er aug- ljóst, að framkvæmdarstjórinn hefur ekki fylgt henni í ábata- skyni fyrir verksmiðjurnar eða til þess að hafa fé af verka- mönnum, hinsvegar var þetta óhagkvæmara fyrir kyndarana, og mun það hafa valdið óánægju þeirra. Verksmiðjustjórninni var þó alls ekki kunuugt um þessa ó- ánægju, fyrr en 27. júlí, að Þóroddur Guðmundsson skrifar bréf f h. verkamannafélagsins Þróttar, þarsem hann heldur því fram, að láðst hafi að semja um eftirvinnu og helgidagskaup þróarmanna og kyndara, þrátt fyrir þau ákvæði samningsins, að öll eftirvinna skuli greidd með 50°/0 viðauka, og helgidaga- vinna með 100% viðauka. Fór Þ. G. fram á í bréfi þessu, að þróarmönnum yrði greitt sama

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.