Víðir - 11.09.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 11.09.1943, Blaðsíða 1
XIV. Vestmannaeyjum, 11. septcmber 1943. 16. tbl. Framkvæmdir Hafnarsjóðs sumarið 1943 F'rá því í vor hefir viðstöðulítið verið unnið að endurbótum á hafn- argörðunum Hér, sem voru báðir ilh farnir, einkuiu þó eystri garð- urinn. Talsvert var unnið að við gerð á honum í fyrra sumar, en varð þá ekki nema bráðabirgða- viðgerð vegna óhagstæðxa veður- s'kilyrða. En, í sumar reyndist veðr- áttan ríagstæðari til slíkra aðgerða. Brim ekki tafið, svo teljandi sé, mánuðina júní, júlí og ágiist. En í brimi eða stormi, sem stefnir á h'áfnargarðana, er ómögulegt að gcra þcim neitt til góða- Veturinn, sem leið var brifna- samt nijög. Óttuðust sjómcnn þá að garðarnir myndu ekki þola slíka raun, heldur bresta að níeira eða minna leyti. En svo varð ekki, sem bctur fór, því hefði slíkt skeð, gat svo illa farið að innsiglingin torveldaðist og mcira tjón hlylisí af. . þegar eystri hafnargarðuriun var byggður, var hann hroðvirkuislega gcrður og 'ekki settur á réttan stað, segja kunnugustu meun. það sannast á garðinum að það, sem illa er gert, hefnir sín á einhvern hátt síðar. Einmiít vegna þessara fyrstu mistaka hefir viðhald garös- ins orðið Iangtum dýrara eu ella myndi ef hann hefði strax verið eins traustbyggður og uitnt var. Meðan hafnargarðarnir hér ekki bresta, má verjast tiifinnaulegum skemdum innan liaínar, nema í atftakaveðrum sem ekkert stenst. Flotinn hér er orðinn svo stór og dýr, að ekkert niá spara til að verja hann iiinanhafnarslysum. Fíafnar- og bæjarstjórn virðast skilja það og gera sitt bcsta til að endurbæta garðana og lagfæra fyrir skipastólinn innanhafuar, þó að stórfé kosti það. Endurbætur hafnargarðanna að þessu sinni kosta um 80 þús. kr. Var t. d. eyíl í þá mm 100 smál. af semenfi, og unnið jafnt nótt sem dag, þegar nægjanlega lág' sjávað var. Vona menn að nú hafi árangur náðst svo góður, að nú séu þeir traustari en þeir hafa nokkru sinni áður verið. BÁSASKERSBRYGGJAN. þá hefir verið sett stauraröð á kanta Básaskersbryggjunnar, bryggjufald, nefnir vitamálastjóri það. það cr mikið ti! bóta fyrir þá sem kasta fiski upp á bryggjuna, hægara að varna því, að fiskur renni útaf þegar kasir stækka, og fangalínur bátanua særast minna. þcssi aðgerð mun hafa kostað um 20 þús kr. DÝPKUNARSKIPIÐ. það er engin smáræðis fúlga, sem rekstur dýpkunarskipsins hcf- ir kostað síðan í voi\ í vinnu, ol- íur, rör o. fl. hefir hafnarsjóður nú þegar greitt ca. 135 þús. kr. til rcksturs þcss. Aðallega hefir verið unnið að uppmokstri fyrir bryggjustæði. Grafið er i,nn í landið í botni hafnarinnar. Er í ráði að byggja þar staurabryggju, sem li'elst á að komast í notkun á næstu vertíð. Hefir hafnarsjóður fcst kaup á Qfni: í hana og grcitt niok'kurn hluta kaupvcrðsins. Mun uokkuð af timbrinu komið á leið- til lauds- ins, en helst er óttast að flutninga baslið tefji frauikvæmdirnar. Að auka bryggjupláss lítvegsins er mjög aðkaUandi nauðsyn. það finna fiskimennirnir best, Að bíða einn, tvo til þrjá klt. eftir því að get« byrjað að kasta fiskinum upp úr bátunum er harla þreyt- andi bið, Eu þunnig hefir það gengið hinar síðustu vertíðir, þeg- ar tvö — þrjú skip voru lestuö ísfiski sarhtímis, auk annara flutn- ingaskipa, scm bryggjupláss þurftu að nota. þá var lítið pláss eftir lianda fiskibátunum Uin það má kannske deila hvort hepjnlegast va'r að gera bryggju þarna, en Á ,samráði við vitamála- stjóra var þcssi staður valinn, enda tmun það í samræmi við skipulagsuppdrátt hafnarinnar. þeg ar erlend fiskiskip koma hingað til viðgerðar eða kolakaupa — eins og enskir togarar gerðu s. 1. vetur — þá vcrður þarna tilvalið lcgupláss handa þeim. fen annars myndu þeir þrengja að fiskibát- unum. SJÓVEITAN hcfir orðið þungur baggi á hafn- arsjóði á þcssu sumri. þcgar veitan frá sjógeymii-mm var lögð fyrir. nokkrum árum eftir cndilöngum Strandveginum, scm gert var ráð fyrir að dygði í marga áratugi, heí ir nú brostið. Timburrör voru not- uð ígleiðsluna. Sjóniaðkur hefir komist jjin í rörin og gatétið þau á mörgum stöðum. Var því ekki um annað að gera en að höggva og moka ofan af og'frá allri röra- lciðslunni og gera utan um hana járnbenta steinsteypu. Ha.fa marg- ir unnið að því í sumar og er verkinu nú lokið. Mun kostnaður við það ncma mörgum tugum þús- unda fcróna. Framkvæmdir hafnarsjóðs á þessu sumri eru þagar orðnar mikl ar og kosta mikið fé. En allt scm framkvæmt hcfir verið, hefir cuga bið þolað. f^-S Kviksögurnar í bænum. Hér í Vestmannaeyjum cru ný lega afstaðnir stóratburðir. Ban- vænn eiturvökvi ihcfir lagt að velli 9 manns og auk þcss hrjað á ciun eður annan hátt öllu flciri. Hörm- ungar þcssar hafa' mótað hér sér- stakan bæjarbrag utn stund, og kjarninn í viðræðum manna hefir um þær snúist. Eins og að líkuin lætur eru öll þcssi samtöl ckki uPPbyggileg, suin byggð upp á ágiskunum einum og þá uiu of lituð fáfræði eða næstum illgirni. Nú cr það svo hér cins og víða annarsstaðar að fólki verður oft tíðræddast um þá hluti, scm það ber. minnst kennsl á, skilur ekki og hcfir enga aðstöðu til þess að skilja, nema það njóti leiðbeining ar kunnáttumanna. Á sviði læknis- isfræðinnar hafa oft komið fram fjöhnargir "alvitrir læknar" og fólkið, scm básúnað hefir á götu- hornum, cða rabbað hcfir saman yfir kaffibollunum, hefir vitað miklu bctur um alla hluti eu lækn ar, sem innt hafa af hendi skyld'u störf sín með hinni mestu sam viskuscmi, og reynt öll ráð og mcð öl, scm vísindin annars þckkja. Já, fólk gengur svo grátlcga lángt í þessu að það sjúkdómsgreinir aðra út frá eigin krankleik eður veikindum annara, sem það þekk- ir, og þegar blessað fólkið er far- ið aö reika um á þcssari liræði legu villigötu — þá er læknis- fræðin orðin fúskgr.ein og læknar, scm haía rækt 10 til 15 ára sér- nám, orðnir vitgrannir kuklarar í auguir. allra þeirra, sem nafa tólf kóngavit eður meira. En hví cr fólk ginkcyptast tvrir tnestu öfgunum og staðleysunum? Hví lcyfir fólk sér að staðhæfa í votta viðurvist að deyfilyf hafi ckki vcrið til í þyggðarlaginu til þcss að lina þjáningar hinna sjúku. Og svo kcmur nú mótsögnin í slitðursögu þcssari, scm hver mað- ur með mcðaldómgreind eygir strax. Ætii deyfilyf séu ákjósan'- Ieg hjálparmcðöl dauðvona sjúk- lingi, sem Hggur í meðvitundar- lausu móki, mcð lamað hjarta og öiiduuarfæri vegna deyfilyfja- neyslu. Hver hinna alvitru lækna vilai byrla sjúklingi slíkan drukk. Nei sponO í rétta átt hlýtur að vera tneðal eða meðöl, sem fremur hafa hvetjandi cn lctjandi áhrií á starfsemi hjarta og öndunarfæra. Ætli það þætti ckki kasta tólfun- utn hcr í sjómcunskunni, ef ein- Kver gripi til þess örþrifaráðs að ætla að bjarga sökkvandi skipi mcð því að ausa inn í það sjó? Fólk, scm mcð slúðursögur fer, eða lætur þær bergmála í gegn- um sig, ætti að gefa því nokkurn gaum, hve mjög þ^að getur gengið a rétt annara með slíku athæfL og ekki beita aðra lúalegum vopn- Framhald á 3. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.