Víðir - 16.10.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 16.10.1943, Blaðsíða 1
XIV. Vestmannaeyjum, 16. október 1943. 18. tbl. Síldveðin sumarið 1943. Sjaldan eða kannske aldrei, hafa síldveiðimenn átt við jafn erfiða veðráttu að stríða um veiðitímann eins og nú í sum- ar. En á miðunum var svo mik- ið af Bíld, að þrátt fyrir ótíð- ina varð veiðin yfirleitt góð, óvenju mikil samanborið við veiðidagafjölda í sæmulegu veðri. En gott veiðiveður var víst öllu sjaldgæfara en nú starfandi veiðimenn áður munn Á þesBu sumri var m. s. Eld- borg frá Borgarnesi aflahæst með 30353 mál. Er það meiri afli en nokkurt skip hefir áður fengið á einni sumarvertíð hér við land. Skipstjóri á Eldborg er Olafur Magnússon frá Reykja- vík. Hefir hann stjórnað Eld- borginni síðan hun kom hér til lands og hefir reynst giftusam- ur jafnt til útsiglinga og afla- fanga. Margir fleiri hafa að þessu sinni fengið ágætan afla, en líklega er síldveiðin nú mis- jafnari en hún hefir nokkru Binni áður verið. Á yeðráttan sennilega sök á því. k þessu Bumri voru að veið- um norðanlands 121 skip og bátar og höfðu aflað, laust eft- ir. miðjan september, samtals um l1/* 'milj. mála í bræðslu og rúmlega 40 þús. tunnur í salt. Sennilega er ekki þarna með- talin síld, sem fryst var til beitu nyrðra, en það hlýtur að vera allmikið. . Weiðitími skipanna er óefað alimÍBJafn. Héðan urðu tvö síð- búinn mjög, þ. e. Álsey og Muggur. Veiði Vestmannaey- inganna varð aem hér segir: Tunnur Mi.1 í i fsalt bræðslu Álsey 14614 Ársæll 5532 Baldur 586 10148 Friðrik Jónsson 87 10478 Garðar 10690 Gótta 383 3655 Gullveig 375 4392 Helgi 10146 Hilmir 60 5375 Jökull 14549 94 13. 227 6929 " 266 6913 260 3168 56 10631 1345 6825 1262 5513 521 11428 141 9771 660 13775 542 8320 Leo Meta Muggur Sjöstjarnan Skaftfellingur Þorgeir Goði 2 um nót. Erl. 1. og Erl. II. Gullt. og Ófeigur Kári og Sjöfn Nanna og Týr —o— Hverhig veiðimagnið hefir skiptst á milli verksmiðjanna er mér ekki kunnugt þegar þetta er ritað, en vafalauBt bafa ríkisverk8miðjurnar kom- ist nokkuð upp yfir það lág- mark, sem síldarverðið átti að miða*t við eftir tillögu atvinnu- málaráðhera. Sá ágreinÍDgur ætti því nú að geta fallið í Ijúfa löð. linningargjof Eins og Vestmannaeyingum er kunnugt andaðist Bergur MagnÚBSon, sonur Magnúsar Bergssonar, bakarameistara, í fyrra sumar. Var hann nýlega fermdur þegar hann lagðist banaleguna. Bergur sál. var sérstaklega vel gefinn efnispiltur og sárt saknað af föður sínum og syst- kinum. ' , Með láti Berga Magnússonar miasti skátafélagið „Faxiu einn af 8inum efnilegustu félögum. Nú hefir faðir Berga heitins sent akátafélagÍDu „Faxa" kr. 1000,00 — eitt Þúsund — krón- ur, Bem verja skal til sjóðs- stofnunar er beri heitið Minningar8jóður Bergs Magnússonar. „Tilgangur sjóðsins," segir gefandínn í bréfi til „Faxa," „er að hjálpa og atyrkja fátæka og bæklaða skáta hér í Vest- mannaeýjum." Smekkleg minningarspjöld hafa verið gerð í þessu skyni og eru til sölu í verslun Georga Gí8l»8onar. Minita gjald fyrir hvert spjald er kr. 5,00. Það fé, sem þannig safnaet renni i sjóðinn. Þeir, sem minnast vilja lát- inna vina, hugsa væntanlega til Minningarsjóðs Bergs Magn- ússonar. Vandamál. Eitt af vandamálum okkar bæjarfélags, «em mjög aðkall- andi er að reynt sé að greiða úr hið allra bráðasta, er sumar- hagar handa kúnum. Að reka kýr til beitar hér á óræktað land er fremur til að viðra þær en seðja. Margir einstaklingaí, sem engin jarðarafnot hafa, eiga kú eða kýr og túnblett, sem þeir hafa ræktað til vetr- arfóðurs handa þeim, eru alveg jí'vandræðum með sumarhaga. Að undanförnu hefir bæjar- stjómin haft mál þetta til með- ferðar í samráði við ræktunar- nefnd, og á fuudi bæjarstjórnar 8, þ. m. var samþykut tillaga um að fara þess á leit við Al- þingi, að það veiti Ve«tmanna- eyjakaupstað heimild til að taka eignarnámi láglendið vestan Torfmýrarvegar, þar með tal- inn Herjólfsdalur. Meining bæjarstjórnar er, að land þetta verði lagfært, eftir því sem haganlegast ^þykir, til kúabeit- ar á 8umrum. Það er í sjálfu sér cðlilegt og nauðsynlegt að bærinn hafi til urnráða landspildu nokkra, sem ráðstafa má til almenningsþarfa, en hvort þetta er heppilegasti staðurinn má sjálfsagt um deila, einkum vegna þess að þarna eru nokkrir túnblettir, er hlutað- eigendur hafa eignast leigurétt á og vilja sjálfsagt ógjarnan mi8sa, þó að fullt matsveið komi fyrir. Aftur á móti er Herjólfsdal- ur einkum œtlaður til beitar riokkrum hestum. En hestum mætti óefað fækka hér að nokkr- um mun. Að hér sé þörf fyrir 40 hesta eða fleiri er ekki auð- velt að trúa, þegar aðeins sjald- an sést vagn með hesti fyrir. Um reiðskjóta getur naumast verið að ræða þar sem með stórtíðindum má telja ef maður sést á hestbaki. Helmingur áð- urnefndrar hestatölu myndi nægja til sláttuvéla og aksturs. Hér er yfirleitt alt flutt á bil- um, fi8kur frá sjó og að sjó og hey og garðávextir heim. Að fækka hestum í þá tölu, sem nauðsynleg er til túna- sláttar og aksturs, sem bíla er ekki hægt að nota til, það myndi létta á hagbeitinni og vera spor í áttina til að bssta kúahaga. Vafalaust mun einhverjum þykja nærri rétti sínum gengið, ef umrætt landsvæði verður tekiö eignarnámi, og ættu þeir að ganga fyrir öðrum, ef kost- ur er á ræktunarlandi annars- staðar. En eitthvað verður að gera til að stemma stigu fyrir fækkun kúa, sem nú á sér stað, og er skortur á sumarhaga ekki hvað sist orsök þessa. Kýr gera ekki fult gagn að sumarlagi nema þær hafi ræktað land til beitar, eða þá fóðraðar á heyi og mat alla sumarmánuðina. En það verður félitlum of kostn- aðarsamt. Mjólkina þarf að auka með einhveijum ráðum, því mjólk- ur8kortur hefir að undanfömu gert allmjög vart við sig. Ef einstaklingar ekki duga til þess, þá verður bærinn að taka til sinna ráða. — En, meðal annai'8, það er alktórt landsæði austan við Helgafell óræktað. Mætti ekki gera þar gróðursæl tún, sem einhverjum gæti að gagni orð- ið?

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.