Víðir - 30.10.1943, Blaðsíða 2

Víðir - 30.10.1943, Blaðsíða 2
VilÐ.I R kemur ut vikulega. Ritstjóri: MAGNÚS JÖNSSON Sími 155 Póathólf 15 Kyjap.rentsmiöjai) Umbotaþörí. Það er aldagömul saga á okk- ar landi að jagast hefir verið um matinn: of lítínn skamt misjafnan, misgóðan o. s. frv. En nú mu það garala heimilis- jag horfið fyrir löngu. Enn er þó jagast um matinn. En nú er það ekki innan heim- ila, heldur milli heimila og hér- ¦ aða. Einna mest ber þar á mjólkinni. í sjálfri höfuðborginni er mjög kvartað um mjólkurskort, og ¦ Mjólkursamsölunni eignuð sök á því. Mjólkin er þar ekki skömmtuð, en seld í allmörgum búðum við mikla þröng aðsækj- andi kaupenda. Þeir, sem rösk- lega stjaka frá sér, eru sagðir fá nægiiegt, en hornrekurnar verði útundan að miklu leyti. Svo er mjólkin talin ekki góð, kölluð samsull o. s. frv. Kveður svo ramt að þessu, að nú er mjólkurmál Reykvíkinga orðið að þungyrtu heimilisnöldri í sölum Alþingis. Hér í Vestmannaeyium er ekki injólkurBamsala og mjólk- in þvi loanað við samsullsheit- ið, þó óefað sé hún misjöfn að gæðum. Hver mjólkurframleið- andi ræður sjáifur hverjum hann selur. Þó að ýmsir kvarti um óheppilega skipting mjólkur- innar þegar lítið er um hana, þá verður enginn um það sak- aður, En sé það satt, að barna- heimili hafi á tímabiium orðið að sætta sig við 1 pela af mjólk á nef meðan barnlaus heimili hafi fengið ailt að líter á mann, þá er það mjög ó- heppileg skipting, því aíit af öllum geta börnin verið mjólk- urlítil eða mjólkurlaus, án þess að bíða heilsutjón af. Það ættu því að vera vin- samleg tilmæti ráðandi manna bæjarins, til mjólkurframleið- enda, að þeir athugi heimilisá- stæður viðskiptavina sinna, þeg ar þau tímabil koma, sem mjólk urframleiðaian minkar, svo börn in verði ekki mjólkurlaus. Leynimel 13. Glettur í þremar þátttim eftír Þrídrang. Frtim; sýníng i Samkomahúsína þríðjadagínn 22.10. s.í. Leikrit þetta ei gamanleikur; nánar: skopstæling aamtíðarinn- ar, þ. e. „farsi," en þeim er ætlað það blutverk að sýna veilur í þjóðfélagslífi hvers tíma, og draga fram hlægileg- ar hliðar þess. Efni þessa „farsa" er í stuttu máli það, að gera grín að hin- um frægu eða öllu heldur 111- ræmdu húsaleigulögum, aem við nú eigum við að búa, því lög þessi eru með þeim ósköpum gerð, að þau eru sífelt að breyt- ast, stundum daglega. Hmaveg ar eru lögin auðvitað ekki ná- lægt því eins öfgakend og „farsinn" vill vera láta, t. d. þekkist það eigi í löggjöf vorri, að mönum sé eigi gefinn kost- ur á að verja sig, en þannig ganga höfundar Leynimel 13 frá húsaleigulögum leiksins, ýkja þau semsé mjög og gera hlægileg, svo sem tilgangur „farsans" er. Þá finst mér eiunig, að unt hefði verið að flikka nokkuð upp á leikinn og fjörga með því að bæta ínn í hann léttum og liprum gamanvísum. Aðalhetja 1. þáttar er K. K. Madsen, klæðskerameistari, leik- inn af Sigurði Scheving. Hann býr þarna á Leynime) 13, með sinni ektavíf Dóru Madsen, leik in af Sigriði Þoígilsdóttur. . Madsen er tilgerðar- og tepru- legur klæðskeri, gjörsamlega taugabilaður af völdum tengda- móður sinnar Jakobínu Tryggva- dótur, (Nikólína Jónsdóttir), og vill hann hafa hvern hlut á sínum stað, þar á meðal tengda- móður sina. Hann er éinmitt nýbúinn að koma henni af stað þegar ósköpin dynja yfir hann, eins og þjófur úr heiðskýru lofti, eina og einhver sagði. Húsaleigunefndin dembdi inn á hann Sveini Jóni Jónssyni skósmið, (Valdemar Ástgeirsson), og sambýliskonu hans Guðríði, (Kristín Þórðardóttir), og ellefu börnum þeirra. Auk annara koma fram tilfinningavæmt skáld, danskur grósseri, Magga miðill, Márus heildsali o. fl. Eftir mikið fyllir'i, njósnir tengdamútter, sprengingu, happ drættisvinning og ýmsar hrell- ingar Midsens, íellur alit í Ijúfa löð og hver fær sinn skamt. Ég fæ ekki tetur séð en að Sigurður Scheving skili vel af sér hlutverki sílu sem Madse". Sýnir Sigurður vel hið tauga- bilaða og prúða snyrtimenni, er loks hristir af sér heilsuleyai og nöldursama tengdamóður með herlegu fylliríi m. m. Sigríður Þorgilsdóttir hefir lítið hlutverk sem Dóra, en fer snotuilega með það, en eins og allir vita hefir fiúin farið hér með stærri hlutverk og staðið sig með hinni mestu prýði. — Tengdamóðirin er þannig i hönd um frú Nikólínu, að maður fer ósjálfrátt að svipast um eftir móðurlausum sjens. Þykir mér þá ekki þurfa frekar vitnanna við um frammi8töðu frúarinnar. Glas læknir, tryggðatröllið, stoð og stytta Madsens í þreng- ingum hans, er leikinn af Guð- mundi Jónssyni. Tekst honum að sýna hinn rólega en þó nokk- uð óákveðna heimilislækni, hins- vegar hefði hann mátt fara greinilegar með latíhuklausurn- ar. Sveirjn Jón Jónsson og fylgi- konan Guðríður eru í traust- um höndum Valdemars Ástgeirs- sonar og frú Kriatínar Þórðar- dóttur. Sveinn Jón er hetja 2 og 3.ja þáttar. Þe'tta er sam viskulaus eða lítill raftur, hræsnari og bragðarefur, ,en um leið „hústyran" enn versti. Kann Váldemar að láta' alla þessa eiginleika sjást endur- speglaða 1 meðfæddri gletni sinni og kátínu. Frú Kristin sýnir vel hina kúguðu og þol- inmóðu fylgikonu, er leitar sér huggunar í trúarglundri hersins, hallelúja. Díaa þerna hjá Madsen er í anotrum höndum Rukelar Sig- urðardóttur. Sýnir ungfrúin vel geðþrif á leiksviðiuu, *n þó má hún tala akýrar. Svo er ætíð gaman að sjá laglegar stúlkur á leik8viði, er einnig á við um Ósk, er Steina M. Finnsdóttir leikur. En hún á litið meira að gera en að láta horfa á- sig. Magnhildur miðill er leikin af frú Jónheiði Scheving. Þetta er töluvert hlutverk, og frúnni tekst að sýna látbragð hina »for- skrúfaða" miðils. Hekkenfeldt er í höndum Stefáns Árnasonar, og er hlut- verkið þannig af bendi leyst að maður telur sjálfum sér ósjálf- rátt trú um, að hér sé Duni á ferð. —- Márus er leikinn af Á>na Arnasyni; lítið hlutverk og illt. Sífelt er yerið að kasta rnann- inum út, en Ósk bætirhonum þetta upp. Þorgríraur, [skáidið ^síblanka og þunna er i^höndum Ólafs Granz. Finst mér spursmál hvort rétt hafi verið, að láta þetta hlutverk lenda í höndum goodtemplara, en þó sýnir Granz manni hið þunna skáld. Þá koma og við sögu Stefán Jónsson lögregluþjónn er Jón Scheving leikur og loks fjögur börn: Bobbi, Gonni, Síggi og Tobba: Guðmar, Högni, Garðar og Steinunn. Um þessi hlutveirk er yfirleitt ekki annað að segja, en það að þau eru nokkurskon- ar ísláttur í leiknum, svona rétt til uppfyllingar, og s^o auðvit- að til að auka á vandræði Mad- sens og reiði Hekkenfeldts. Leikstjórn hafði á bendi Sig- urður Scheving, er einnig lék K. K. Madsen, og verður ekki betur séð en að honum hafi farist leik8tjórnin vel úr hendi. Þá ber og að geta þess, að Haraldur Á. Sigurðason var hpr um tíma í haust og leiðbeindi við æfingar, og eiga því þeir báðir, hann og Scheving, heið- urinn af því hversu vel tókst. Að lokum vil ég bæta því við, að Leikfélag Vestmanna eyja á þakkir skilið fyrir starf sitt, bæði með sýningu þesaa leiks og annara. er það hefir fært hér á svið, og ættu inenn að meta starf þess að verðleik- um og hafa í huga, hve geysi- mikil vinna og erfiði liggur að baki sýningarkvöldunum. í ráði mun vera að Leikfélagið aýni í vetur „Á útleið," og ættu mena ekki að láta undir höfuð leggj- ast, ao sjá það í höndum Leik- félagsins. F. G. J. Sjúkraflfitningtír. Amerisk flugvél kom hingað i vikunni sem leið og tók hór fárveikan sjúkling, frú Laufey Sigurðardóttur, og ílutti til Reykjavíkur. Frúin var alla eigi ferðafær á annan hátt. Og mikið dáiit aonur bennar, Sveinn ÁrsælBson að farartækinu og ferðinni, >ern tók 35 mínútur frá því flugvél- in tók »ig upp hér og þar til hún var lent á flugvellinum við Reykjavík. Syeinn útvegaði flugvéljna og er yfirvöldum setuliðsins mjög þakklátur fyrir þannan góða greiða. -o— 0TBREIÐIÐ Vtm AUGLÝSIÐ 1 VtÐI

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.