Víðir - 13.11.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 13.11.1943, Blaðsíða 1
XIV. 20. tbl. Vestmannaeyjuin, 13. nóvember 1943. Starfandi Gangi maður bér vestur Straudveginn og allt á enda hans mætir augunum fyrst, þeg- ar komið er yfir veginn, sem liggur til suðvesturs upp af Básaskersbryggjunni, stein- steyptur vegur ca. 180 mtr. langur, sem nýlokið er við að fullgera. Virðist vegarspotti sá vel gerður og var hin mesta* nauðsyn að steinsteypa hann — eins og reyndar allau Strand- veginn. En það verður ekki alt gert í einu. Einmitt um þennan nýgerða kafla vegarins er mjög raikil bílaumferð með þungavöru, þvi öðrum megin við hann eru mörg fiskhús, en hinum megin dráttarbrnutirnar (slipparnir), og stór smíðahús beggja sltipa- smíðastöðvanna, rétt við vegar- kantinn, i smíðum. Og á milli þeirra er Vélsmiðjan Magni h.f. nýtt stórhýsi, sem reist var s. 1. sumar. það er því auðskilið, að þarna er og verður í framtiðinni mik- jl umferð, ef'aðalatvinnuvegur Eyjabúa verður í því horfi, sem til er ætlast. Það er mörgum brigslað um það, að þeir brúki illa það fé, sem „ástands11 áferðið leggur upp í liendur manna, en það á ekki við hinar starfandi hend- ur útvegsmanna hér og þeirra, sem hjá þeim vinna. í báðum skipasmiðastöðvunum vinna nú tugir manna að viðgerðum og umbyggingu báta; Og í Skipa- smíðastöð Vestmannaeyja er stór bátur í smíðum. Þá var einnig í sumar byrjað að reisa stórt skip, -á okkar mælikvarða, spölkorn inrian við áðurnefndar skipasmíðastöðvar. Eigandi þess er Helgi Benediktsson, kaup- maður. Yfirsmiður við það er Brynjólfur Einarsson. í vélsmiðjunum, Magni h.f., og Vélsmiðju Þorsteins Steins- sonar, vinna um tveir tugir manna að ýmiskonar vélsmíði fl. fyrir útveginn og aðrar við- gerðir fyrir bæjarbúa. Auk þess, sem hér hefir ver- ið talið, eru allmörg íbúðarhús hendur. í smíðum, nýir vegir gerðir og margt fleira er starfað. — Og undirstaðan undir öllum þess- um kostnaðarsömu framkvæmd- um er sjávarútvegurinn. Nýlega benti kunningi ininn mér á það, að Þ. Þ. V. (Þor- steinn Þ. Víglundsson, skólastj. býst ég við) segði í Framsókn- arblaðinu, að Víðir ætti nokkra sök á kúafækkuninni hér. Er ég skyggnist í greinarskömra- ina, sé ég að þar stendur: „Undir yfirritstjórn einsbæj- arfulltrúans þrástaglaðist þetta blað á 8ínum tíma á mjólkur- okrinu.11 — Þarna hlýtur Þ. Þ. V. að eiga við Einar Sigurðsson bæjarfulltrúa. Hann var ritstjóri blaðsins fáa mánuði 1942, en enginn annar bæjarfulltrúi hef- ir haft afskipti af ritstjórn Víð- is. Eg minnist ekki þe3S að ég hafi séð það, en hygg að þar sé rangt með farið. Áður í grein- inni var böfundur búinn að tala um kúapestina og fleira, sem fækkað hefði kúnum, svo það er ekki gott að sjá hve rnargar kýr Víðir á að hafa lagt að velli. r Þá segir Þ. Þ. V., ef ég skil hann rétt, að metin vilji losna við samviskubit af því, „að þurfa að okra á náunganum.u íslenskukennarinn ætti að v.ita, að í íslensku máli er það ekki nefnt okur að selja fyrir sann- virði. Eftir hans eigin orðum hefir því mjólkurverðið verið ofan við það. Þá segir í greininni, að kýr, sem mjólki 13 lítra á dag verði að fá fóður, sem kosti */„ af verði mjólkurinnar miðað við kr. 1,40 pr. lítra. En hversvegna miðar hann við þetta verð þeg- ar liann fær mikið meira? Held- ur hann að fólk viti ekki um verðlagsuppbótina? Það er víst alveg rétt hjá Þ. Þ. V., að hann hafi öðrum betri aðstöðu til að framleiða mjólk, þar sem hann hefir vinnufrí mestan hluta Bumars- ins, eða nær allan, með fullum launum. Hann getur því sjálfur heyjað, eða unnið fyrir heyi handa sínum kúm og lifað vel á launum sínum á meðan. Eg er alveg á sama máli og Þ. Þ. V. að mjólkurframleiðslan þyrfti að aukast aftur. Helst, ef unt væri, að stemma stigu fyr- ir aðalmeininu, kúadauðanum. — En til þess þarf sterkari tök en nöldur um mjólkurverðið. M. J. Bæjarbúar. Á safnaðarfundi sem haldinn var í Landakirkju 26. septem- ber s. 1, voru að sjálfsögðu rædd ýms vandamál kirkju og safn- aðar. Meðal annars upplýstist þar að brýna nauðsyn bæri til að kaupa nýtt hljóðfæri í kirkj- una. En þar sem ekkert fé er fyr- ir hendi til þesss að það geti orðið, en hinsvegar allgott ár- ferði atvinnulega, og því efna- hagur allflestra af þéim ástæð- um mun betri en oftaat áður, áleist gjörlegt að leita til safn- aðarmeðlima um frjálsan fjár- hagslegan stuðning, svo mynd- aður verði sjóður til orgelkaup- anna þegar tímarnir leyfa að það sé framkvæmanlagt. Fundurinn kaus því fimm manna nefnd, til þess að und- irbúa og frámkvæma fjársöfnun þessa. Nefndin hefur ákveðið að leita til ykkar, heiðraðir bæjar- búar, nú í næsta mánuði. Væntir nefndin skilnings og góðs etuðnings ykkar við þetta velferðar- og nauðsynjamál kirkjuunar. Með trausti og fyrirfram þökk. F/ársöfnunarnefndin. Vaxtarrækt. i Svo heitir' lítiUog lagleg bók, sem Víði hefir verið send, eftir Jón Þorsteinsson íþróttakennara. í bók þessari eru holl ráð og bendingar um hreyfingu og «etu barna í heimahúsum og á skóla- bekkjunum. Bókin er prýdd fjölda mynda er sýna hreyfingu barna, til varnar gegn hryggskekkju og fleiri líkamslýtum. Þar má sjá hvernig móðirin á að halda á barni sínu til að varast líkam«- lýti, sem skökk meðferð kann að valda. Þar eru og sýndar í myndum margar líkamsæfingar, sem geta lagað að nokkru eða öllu leyti líkamslýti, sem kom- ið hafa fram. Mæður og aðrir, sem með börn fara, ættu að eignast þessa fallegu bók og kynna sér vel innibald hennar. „Vilmundur Jónsson landlækn- ir og Bjarni Jónsson sérfræðing- ur í bæklunarsjúkdómum, lásu bókina, meðan hún var í prent- un,u segir í formála bókarinn ar. Það eru óefað meðmæli með henni. Barnaskölakennarar ættu að athuga hvort sæti barnanna í skólanum eru i samræmi við kenningar bókarinnar. Frá Utanríkísráðuneýt intí. Eins og frá hefur verið skýrt var hinn 27. ágúst undirritaður hér í Reykjavík verslunar- og viðskiptasamningur milli íslands og Bandaríkjanna. Samkvæmt ákvæðum þeasa samnings skal hann ganga í gildi 30 dögum eftir að staðfestingaríkjölum hefur verið skiptst á í Wash- ington. Samkvæmt tilkynningu sem utanríkisráðuneytinu hefur nú borist var staðfestingarskjöl- um skiptst á í Washington 1 gær og gengui þá samningurinn í gildi hinn 19. nóvemrer 1943. Reykjavík, 21. október 1943.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.