Víðir - 23.12.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 23.12.1943, Blaðsíða 1
XIV. Vestmannaeyjum, 23. desember 1943. 23. tbl. mJUjiinMHi'ui,,,miHiii'fM iiininminimmnnniniiinm '"""......I"""1...... jnnmnnnnnrr Jólahugleiðing aíóraés Wesfmannaeyings, "Og þeir opnuðu fjárhirslur sínar og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrru." I Fá orð munu eins tíð á vörum kristinna manna um þessar muud- ir eins og orðjð "jól." Orðið er gamalt, norrænt, er til orðið löngu áður en kristni b'erst til lands vors, og eftir því, sem málfróðir menn segja, á orðið að þýða gaman cða skemtun. Af þeim fjórum fornnorrænu heiðnu hátíðum, voru jóliii gleði- hátíð þeirra. Hún var haldin ná lægt þeím tíma árs, þegar hinir myrkustu dagar ársins eru að hverfa og hinir bjartari dagar fram undan. f látíðin var því hjá' þeim tímamótahátíð myrkurs og ljóss. það er ef til vill, í sambandi við þetta, aö kristnir menn breyttu ckki nafninu á fæðingarhátí3 frels- arans, þvj að jafnframt þvi, sem þessi hátíð er fyrir oss gleðihátíð, í alveg sérstökum skilningi, þá er hún jafnframt í fyllsta og rétt- asta skiluing ljóssins hátíð, alls niannkyns, j)ar sem svartuætti heið ins myrkurs og villu er kvatt, en íagnað Öpinberun þeirri, sem birt- ist nieð ljósi kristindómsins, sem ljómaði fiá jötunni í Betlehem á hinni fyrstu, helgu jólanótt, tii þess þaðan að -berast út um allan heim og færa öllu mannkyni yl nýs kærleika, jamfara mildi og misk- unn. - "Og þeir opnUðu fjárhirsl sínar og færðu honuin gjafir." Jafnframt því sem jólahátíðin er öllum kristnum mönnum hátíð gleð innar, þá er hún jafnframt hátíð gjafanna. Á jólunum verða allir gjafraildir, og meira én það: allir vilja vanda sem best til jóla þeirra, sem þeir gefa á jólunum. það er eins ogoss finnistengin gjöf of góð þeim, sem vér færum gjáf- ir vorar. Oss er það fyrir mestu, ef sá sem nýtur gjafanna gleðst, gleðst hjartanlega og innilega, það er besta þakklætið, því að þá sér eigi gjöf til gjalda. En skyldi nú þessi almenna gjaf- mildi ekki eiga eð einhverju for- dæmi $ttt í því, þegar vitringarn- ir færðu hinum fátœkasta og snauð asta, þar sem hann lá í jötunni, hinar veglegustu gjafir, meðal ann ars hinn dýrasta málm þeirra tíma: gullið, eftir að hafa sýnt barninu hina dýpstu lotningu. Og hann þáði gjafirnar, og hann endurgalt gjafirnar, því að hann mettaði heim allan með sinni 'blessun, mcð þeim kærleika, mildi og miskunn- semi, sem heimurínn þekkti ekki áður. Og þótt nú á tímum sé um það spurt, hvar sé máttur og líf þessarar kenningar, þar sem ver- öld öll, jafnt ineðal kristinna og heiðinna manna, sé blóði ötuð, þar sem bræður berist á banaspjótum, býli manna ýmist brennd eða rænd og börn og konur kvalin og lim- lest. Svarið er nærtækt og það hlýt ur að vera það, sem hver kristinn maður veit að er: allt þetta, er gagnstætt anda og kenningu krist- indómsins, það er hin háskalegasta misþyrming á hinni helgustu, en um leið einföldustu kenniugu, sem nokkurn tíma hefir verið flutt heiminum. Hversu svo skært, scm ljósið er, þá cr hægt að byrgja það, svo að frá því leggi enga birtu, en Ijósið logar samt og cr tilbúið að lýsa, hveuær, scm hul- unni ei- af því svipt. þannig er því farið með ljós kristindómsius, sem kveikt var á jólunum; það er um stuiid huiið, en það mun aftur skína hcimiiium til blessunar. því er haldið fram af mörgum, og það eílaust með rcttu, að íslend ingar séu nú ríkari en nokkurn tíma fyrr. Ánægjulegt er að vita þetta á þessum tímum, þegar allir eru glaðir -og gjafmildir. Kristni vinur, þegar þú því sest við jóla- borð þitt ásamt glaðri fjölskyldu þinui, og þú sérð þar ef til vill meira framborið en þú og þínir þurfa, þá minnist þeirra orða frels- arans að fátæka hafið þér ávallt hjá yður. Leitaðu því næst með sjálfum þér, hvort þú finnur ekkj einhvert gamahnenni margsþurf andi, sem farið hefir á mis við nú- tímaauðæfin miklu eða einhverja ekkju, sem skiptir jólabrauðinu þannig, að öll börnin umhverfis hana fái jafnt — en, ef ?it vill, ekki nóg; og cf þú í allsnægtum þínum vcrður svo heppinn að finna við slíka athugun, einhvern þahn, sem þanníg hefir farið á mis við liin tímanlegu gæði jólanna, þá skunda beint frá borði þínu til þess að seðja og gleðja þá, sem ekkert eiga ijema fátæktina. öerir þú þetta, þá margfaldast jólagleði þín, og ljósið sem kveikt Var fyr- ir allan heim á hinni fyrstu jólahá tíð, skín þá þér og þínum marg- falt bjartara, en þig gat nokkurn tíma grunað. En hvernig getum vcr minst jólahátíðarínnar án þe.;s að hugsa um Eyjuna, móður vora, sem frá fyrstu tímum hefir opnað oss fjár- hirslur sínar til þess að fæða okk- ur og klæða af auði þeim, scin gjaf arinn a'-lra góðra hluta hefir með mildri föðurhendi að henni rétt, til þess að gleðja og seðja oss, hin mörgu börnin hennar? Eflaust get um vér öll tekið undir þau orð trú- mannsins mikla, sem hann ávarp aði Eyjuna nokkru áður en hann lct lifið hér fyrir trú sína: "Eg fel nú bæði eyna og land, í drottins náðar hendur, þeim kann engirin að gera grand sem vernd guðs ýfir stendur." Skoöum þá Eyjuna kæru sem vegh.'gt altari, þar sem vér á þcii- ari hátið berum Lain guiiið dýr- asta, sem vér eiguni, hjörtu vor gagntekin a.f kærleika, mildi 'og miskunn. Oleðileg jól. Happdrætti. Formaður Minningarsjóðs drukn aðra manna og hrapaðra, Páll Odd geirsson, hefir tjáð blaðinu, að riu í dag verði hafin ný fjáröflunar- leið til cflingar sjóðsins svo að brátt verði byrjað að reisa miiinis- merkið, kapelluna, scm fyrirhug- uð er. Með leyfi stj nnarráðsins vcrður cfnt til happdrættis, og byrjar sala happdrættismiða í .dajg í flestum cða öllum verslunum bæjarins. Hiver míði kostar kr. 2,50. það er meira • en líklegt að allir sjómenn kaupi miða, já, ekki að eins einn heldur' fleiri. T. d. eru 10 kr. ekki stór upphæð nú, en fyrir þær fást 4 miðar. Tvö málverk, sem draga á uni, verða til sýnis í gluggum Neyt endafélagsins. þau eru eftir ágæta listamenn, Kjarval og Engilbert Gíslason. þau eru hvort um sig þúsunda króna virði. Sjómcnn! Kaupið miða og stuðl ið þannig að því, að fé saínist nægilegt tii að reisa og fullgera minnismerki til hciðurs stirfs- bræðrum ykkar, sem fallið liafa fyrir aldur fram í átökum við mis- lyndan ægi. Ekki þarf að efa að útvegsinenn. brcgðist vel við. — Og líklegt má tclja, að allir Vcst- mannaeyingar vilji nokkuð til leggja svo að framkvæmd Verksins sem hafin mun á næsta ári, gangi fljótt og vel. Ákveðið er að dregið verði 11. maí n. k. Hiver verður sá heppni. Reynið gæfuna.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.