Víðir - 09.01.1946, Síða 2

Víðir - 09.01.1946, Síða 2
2 V í Ð I R Hm frainboðslistana VÍÐIR kemur út vikulega. Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 11 & 190. — Pósthólf 3 ísafoldarprentsmiðja h.f. Úrslitm Þegar „Víðir“ kom út síðast, stóð prófkosning yfir meðal Sjálfstæðismanna hér um val bæjarfulltrúaefna á lista flokks- ins við í hönd farandi bæ.iar- stj órnarkosningar. Kjósendur áttu að velja 6 full- trúaefni og fengu þessir flest atkvæði 1 þeirri röð sem þau eru talin: * Einar Sigurðsson, Ársæll Sveinsson, Björn Guðmundsson, Guðlaugur Gíslason, Herjólfur Guðjónsson, Kristjana Óladóttir. Röðin á efstu mönnum á list- anum átti því að verða þessi. En þegar hér var komið, ósk- aði Guðlaugur Gíslason ein- dregið eftir, að Einar Guttoi-ms- son, læknir, tæki sæti sitt á list- anum, en Einar var með at- kvæðamagn næst á eftir fröken Kristjönu. Guðlaugur hefur setið 8 ár í bæjarstjórn og átti rétt á að draga sig í hlé, ef hann óskaði þess. Fröken Kristjana Óladóttir skoraðist eindregið undan að vera svo ofarlega á listanum, að hún kæmi til greina sem bæ.jar- fulltrúi, eða fyrsti varafulltrúi, og óskaði eftir, að Óskar Gísla- son, skipstjóri, skipti við sig um sæti á listanum. ★ Fulltrúaráðið, sem er skipað 35 mönnum kosnum í Sjálf- stæðisfélaginu, óskaði að siálf- sögðu mjög eindregið eftir, að þau fröken Kristjana og Guð- laugur yrðu fulltrúaefni flokks- ins eins og úrslit prófkosmng- anna sýndu. Þegar það bar engan árang- ur, skoraði fulltrúaráðið á Ein- ar Guttormsson, lækni, og Ósk- ar Gíslason, skipstjóra, að taka þessi sæti á framboðslista flokksins, sem þeir og geiðu. Vonar flokksstjórnin, að kjós- endur fröken Kristjönu og Guð- laugs fallist á þessa eindregnu ósk þeirra og að þau hafi bent á góða fulltrúa í sinn stað. Nú fer senn að líða að nýj- um bæjarstjórnarkosningura.— Flokkarnir hafa lagt fram lista sína og þar með sýnt hverj- ir þeir óska eftir að fari með umboð flokkanna næstu 4 ár. Ýmsum þykir listi kommún- ista óheppil'ega til þess fallinn að ganga í augun á verkamönn- um og þá ekki síður hitt, að sjómannastéttinni er ekki gert hærra undir höfði en það, að í þriðja sæti listans, sem er al- gjörlega vonlaust, er hafður sá maður, sem að einhverju leyti væri kannski hægt að kalla full- trúa sjómanna. Efsta sætið skipar maður, sem um árabil hefur verið fóstraður undir handarjáðri „Landsbankaklík- unnar“, eins og Áki atvinnu- málaráðherra nefnir stofnun þessa, auk þess er maðurinn nær óþekktur hér og málefnum Eyjabúa mjög lítið kunnugur. Annar maður listans er Árni kennari, sem eins og allir vita er ekki líklegur til stórra átaka og vegna kynningar bæjarbúa af honum, þarf það ekki frek- ari útskýringar. Þriðji maður kemur svo sem áður er sagt, ekki til, greina og hlífir það honum við frekari umsögn. Mannval þetta sýnir, að ann- aðhvort skipa hinir hyggnari og betur gefnu verkamenn, sjó- menn og launþegar, ekki Kom- múnistaflokkinn, eða þá hitt, að ekkert tillit er til þeirra tekið og þannig mun það vera, að „innsti hringur“ fámennrar Moskvaklíku ber vilja og óskir alþýðunnar ofurliði. Þessvegna er nú rílcjandi megn óánægja innan Kommúnistaflokksins hér og bætist þar við, loddara- leikur línumanna í utanríkis- málum, sem allt í senn er hlægi- legur, bjánalegur og óþjóðlegur i hæsta máta. Verkamenn, sjómenn og laun- þegar bera að sjálfsögðu hag sinn fyrir brjósti og krefjast þess, að tillit sé tekið til sann- gjarnra krafa þeirra, en sem be.tur fer er aðeins lítill hluti þeirra fylgjandi þjónkunmni við Stalin, og vegna aukins skilnings fer þeim óðum fækk- andi. Aftur á móti eykst nú mjög fylgi Sjálfstæðisflokksms sökum þess, að hann hefur bor- ið gæfu til þess að fylgja þróun tímans hvað snertir frjálsLndi í skoðunum og vegna þess að hann er hinn eini flokkur allra stétta, þar sem öllum er leyft að segja meiningu sína afdrátt- arlaust, og þar sem skoðanir einstaklingsins eru virtar. Listi Sj álfstæðisflokksins hér í Eyjum sýnir að þetta er rétt. Fólkið valdi sjálft þennan lista og hann er skipaður mætum mönnum og kjósendum til sóma.. Ágætur verkamaður er þar í öruggu sæti og fyrirmyndar sjómaður í vonarsæti, ef allir Sjálfstæðismenn hér gera skyldu sína. Um lista Framsóknarmanna og Alþýðuflokks er óþarfi að fjölyrða, allir hér vita, að báð- um hefur þeim hnignað og þó einkum Framsókn, sem naum- ast er orðið annað en örfá óskiljanleg persónuatkvæði ut- an um Svein Guðmundsson.. Framsókn greip því hið eina hálmstrá, sem fyrir hendi var, að stilla Sveini upp, með því skilyrði, að Helgi Ben. kæmi hvergi nærri. Kjósandi. Bæjarfréttir: Framh. af 1. síðu. Björn Fanö, verkfræðingur hefur ' umsjón með flugvallar- gerðinni fyrir Höjgaard & Schuls. Hann vann einnig að mælingu flugvallarsvæðisins í sumar. Ymsa byrjunarörðugleika hefur verið við að stríða við vallargerðina,‘það sem af er. Fiskverðið. Tilkynnt hefur ver- ið af ríkisstjórninni að fiskverð í vetur verði kr. 0.50 per kg. af fiski slægðum með haus og kr. 0.65 per kg. af slægðum haus- uðum fiski. Þetta er svipað verð og útgerðar og sjómenn fengu síðastl. vetur með uppbótunum. Ekía á sjómönnum. Á fundi út- vegsbænda félagsins síðastl laugardag kom í ljós að aðeins væri fullráðið í vetur á 12—15 vélbáta. Samþykkt var að afla skýrslna um hve mikið væri af sjómönnum í bátaflotanum, og skora á bæjarstjórn að draga úr verklegum framkvæmdum með- an vertíðin stæði yfir. Frystihúsin. Frystihúsin greiða í vetur sama verð íyrir fisk til frystingar og flutningaskipin. Ríkisstjórnin mun greiða þessa verðhækkun á fiskinum til frysti- húsanna, 5 aura per kg., ef fisk- urinn selst ekki á hærra verði en í fyrra. Allt er enn í sömu óvissunni með sölu afurða frystihúsanna. Laxfoss. Með Laxfoss komu frá Reykjavík í vikunni fyrir jól um 100 manns, einkum skóla' fólk. Búist var að sjálfsögðu við að skipið héldi áætlunarferðum sínum, éinu smni í viku, eins og undanfarið og aúðvelt yrði að komast til baka. En skipið hefur nú ekki komið tvær áætlunar- ferðir og hafa af því hlotist mik- il vandræði. Skipaútgerð ríkisins mun hafa samið um þessar ferðir við eig- endur Laxfoss, og er hart að ekki skuli vera betur við þá samnmga staðið en raun ber vitni. Laxfoss hefur þó góðar tekjur af þessum Eyjaferðum eða 10— 15 þúsund í hverri ferð. Endurbygging skipsins var líka studd ríflega af almanna fé. Heyrlutningar. M.s. Fell kom síðastl. laugardagskvöld með 340 hesta af heyi frá Akufeyri. Alls hafa nú verið fluttir 830 hestburðir af heyi að norðan handa Dalabúinu. Keyptir voru hér í Eyjum 680 hestar og heyjað af búinu sjálfu 1 70 hest' ar svo alls hafa verið fengnir 1680 hestar af heyi handa bú- inu. Þar eru nú 48 kýr í fjósí og koma um 230 lítrar af mjólk daglega í bæinn. . Hjúsk.apur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband af séra Halldóri Kolbeins: Jósep Mark- ússon og Guðrún Þorgeirsdóttir, Vestra Stakkagerði. Magnús Jcnsson og Sólrún Eiríksdóttir, Heimagötu 33. Ásmundur Steins- son og Þórdís Halldórsdóttir, íngólfshvoli. Sigurður Jóelsson og Aðalheiður Ármannsdóttir. Sveinn Magnússon og Sigríður Steinsdóttir, Múla. Árni Pálsson og Guðmunda Jóhannsdóttir. Sigurður Jónsson og Kristborg Jónsdóttir, Faxastíg 4. Bjarn' héðinn Elíasson og Ingibjörg Johnsen, Höfða. D-iistinn er lisii Sjálfstæðisflokksins 1. Einar Sigurðsson, forstjón 2. Arsæll Sveinsson, útgm. 3. Björn Guðmundsson, kpm- 4. Einar Guttor.msson, læknir 5. Herjólfur Guðjónsson, vstj- 6. Óskar Gíslason, skipstjóri 7. Tómas M. Guðjónsson, kpr*1- 8. Guðjón S. Scheving, mála-r‘ 9. Kristjana Óladóttir, bæjarI' 10. Þorsteinn Sigurðsson, sú1- 11. Jónas Jónsson, forstjón 12. Jón Ólafsson, verzlunarm- 13. Guðm. Vigfússon, útgm- 14. Þorsteinn Jónsson, form- 15. Oddur Þorsteinsson, kaupm- 16. Magnús Bergsson, bakan- 17. Steinn lngvarsson, framf- 18. Sigfús V. Scheving, útg*0.

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.