Víðir - 13.01.1946, Blaðsíða 3

Víðir - 13.01.1946, Blaðsíða 3
V í Ð I R 3 Heilbrigðismál og heilsuvernd Eftir Einar Guttormsson, lækni Víðir hefir beðið mig að rita stuttlega um þessi mál í blaðið, og þótt ég telji mig ekki öllum færari til slíkra hluta, hefi ég látið tilleiðast í þeirri von, að mér tækist að vekja athygli bæj- arbúa á mikilvægi þeirra. Því að varla verður um það deilt, að betra er að fyrirbyggja sjúkdóma heldur en að lækna þá, og satt er það, að betra er heilt en vel gróið; og þótt gott sé að hafa góða lækna, er hitt víst, að svo bezt rækja þeir starfa sinn, að sæmileg starfsskilyrði séu þeim sköpuð. Mundi ekki hitt vænlegra að búa svo í haginn fyrir þá, að þeir geti náð því takmarki, að vernda heilsu fólksins í bænum og lækna þá, sem þess með þurfa eftir beztu getu? Því að hvað sem öðru líður er okkar bezta pign jafnan góð heilsa þrátt fyrir stríðsgróða og því um líkt. Að þessum stutta formála lokn- um sný ég mér að aðalefninu og byrja þá á sjúkrahúsinu. Sjúkirahúsið. Sjúkrahús Vestmannaeyja er, eins og mönnum er kunnugt, af- hent bæjarfélaginu 1927. Það hefur sennilega verið talið gott þá, menn hér -ef til vill ekki góðu vanir. Þó komu brátt fram miklir gallar á því í rekstrinum, stærðin óheppileg, þurfti að kalla einn starfsmann á tvo sjúklinga. Þar er engin dagstofa, ekkert bítibúr, engin matargeymsla var þar, úr því hefur nú lítillega verið bætt. Það versta af öllu var þó, hvað húsið var ,hljóðbært. Annars er óþarfi að vera að telja þetta upp fyrií bæjarbúum, þeim er það mörgum kunnugt sem og hitt, að þrátt fyrir alla sína galla hefur Sjúkrahúsið gegnt köllun sinni furðuvel undanfarin ár og er það ekki lítið að þakka starfsfólkinu, en nú er það orðið of lítið svo að nú er setið um hvert rúm eins og skrattinn um sál^ Þetta mætti virðast undarlegt í fljótu bragði, En það er annað, sem hægt er að segja þeim háu herrum, að náí þeii stjórn bæjarmálanna í sínar hendur, urdir íorustu kom- múnista, mun þ yua sig, að ' ér verður ekki ge.'t næstu 4 ár ý): þá u, .•» Eyjaskeggjar hafa fengið s'.g fu'badda á óstjórn þeirra, en þaö tö dýrkeypt reynzla fyrir Eyjamar. Vestmannaeyingar, kjs ,ið ckki lýðskrumara eina, heldui sar.na framfara- og umbótamenn, sem eru á lista Sjálfstæðismanna. þar sem fólki hefur ekki fjölgað að mun hér í Eyjum síðan 1927. Eg ætla mér ekki hér að fara út í skýringar á þessu fyrirbrigði, heldur aðeins benda á staðreynd- ma, sem er ólýgnust, hvert rúm er skipað, eins og fyr segir, og má búast við enn meiri þörf sjúkrarúma á vertíðinni, bæði fyrir útlenda- og innlenda menn. Hér er því áreiðanlega þörf úr- bóta hið bráðasta. £g læt þetta nægja um sjúkrahúsið og sný mér að berklavarnarstöðinni. Berklavaríiarstöð. Berklavarnir eru nú mjög of- arlega á baugi. Berklavarnarstöð Vestmannaeyja tók til starfa 1938, hefur unnið mikið og gott starf undir forustu héraðslæknis, ÓI. Ól Lárussonar. Til dæmis hef- ur berklasmitun meðal skóla- barna hér lækkað úr 65% í 10% á undanförnum árum. Slíkt verður aldrei metið til fjár. Bein- berklar, þar með taldir berklar í hrygg og mjaðmarliðum, eru að kalla horfnir, en þessir tveir sjúk- dómar gerðu börn og unglinga að örkumlamönnum allt sitt líf. Hvernig haldið þið nú að búið sé að þessari stofnun? Jú, henni er holað niður í kjallarann í sjúkrahúsinu, þar sem fullþröngt var þó %rir, fólk verður að af- klæða sig f baðklefanum (sem líka er salerni) og hjúkrunarkona stöðvarinnar verður að hafa skrifstofu í klefanum þar sem röntgenmyndir eru íramkallaðar og ljós má hclzt aldrei skína inn, enda er þar svo þröngt, að varla er hægt að snúa sér við. Hér þarf því áreiðanlega umbóta við svo að stöðin fái það olnboga- rúm, sem henni ber, vegna þarfr- ar starfsemi smnar. Eins og menn vita er ^töðin rekin af ríkinu, bæjarfélaginú og sjúkrasamlaginu hér. Heilsuverndarstöð fyrir börn. Barnaverndunarstöð var sett hér á laggirnar síðastliðið ár, og hefur sýnt sig að vera nauðsynleg stofnun, eftirlit með ungbörnum frá 3ggja mán. til 3ggja ára er mikið og merkilegt mál og vafa- laust ekki lítill búhnykkur, bæði fyrir Sjúkrasamlagið og Eyjabúa í heild. Stöðin rekur Ijóslækning- ar enda er beinkröm útbreidd hér í börnum á þessum aldri og vafa- laust fleiri hörgulsjúkdómar. — Þessi star ^mi er þegar orðin á hrakhólv , því að mér er sagt, að búv að segja henni upp hú.næ' ví, er hún hefur nú. nér bv.r { í að sama brunni, sjá verður stöðinni fyrir hentugu og varanlegu húsnæði. Sóttvarnarhus. Það er kunnara en á þurfi að minna, hver þorf er hér í Eyjum á góðum sóttvörnum, vegna að- stpðu allrar og samgangna við útlönd. Hingað gætu borizt hinir hættulegustu sjúkdómar, auk þess oft þörf að einangra hér farsóttarsjúkíinga, en hvert á að flýja nema í hið yfirfulla sjúkra- hús bæjarins? Þar varð ef til vill að taka 4 ra manna stofu fyrir einn^ sjúkling svo vikum skipti, og þó var ekki hægt að vera ör- uggur um, að sýkin breiddist ekki út, því að sjúkrahúsið er alls ekki byggt sem sóttvarnar- eða far- sótfarhús. Enda hefur landlæknir séð hvar skórinn kreppir í þessu efni og ritar hann um þörf á sótt- varnarhúsi hér í tímaritinu Heil- brigt líf, IV. árg. 3.—4. tölubl., og telur þar, að vel komi til mála, að ríkið styrki sérstaklega rekstur farsóttardeildar við sjúkrahúsið hér. Bráðarbirgðarhæli fyrir geðbilað fólk. Hér eru hin. mestu vandræði með þetta aumingja fólk, sem hefur orðið fyrir þeirri ógæfu að missa vitið, erfiðleikar hafa verið ótrúlega miklir á því að koma þessum vesalings sjúklingum á geðveikrahæli, og jafnvel þótt svo væri ekki, eru samgöngur hér svo stopular og ótryggar, að nauðsyn beri til að sjá þessu fólki fyrir hentugum samastað^ t. d. vel einangruðum herbergjum í sam- bandi við sjúkrahúsið hér eða í nýju húsi, t. d. nýju sjúkrahúsi. Hér er oft um mannslíf eða jafn- vel líf fleiri manna að tefla, ef um sjúklmga er áð ræða, sem eru hættulegir sjálfum sér og um- hverfi sínu. Auk þessa eru heim- ilin oft í hættu, og ei.ns og áður segir, er sjúkrahúsið mjög hljóð- bært og auðvitað ekki byggt sem geðveikrahæli. I Fæðingardeild. Fullkomin þörf er hér fyrir sér- stakt pláss fyrir fæðandi konur. Árið 1944 ólu 25 konur börn sín í sjúkrahúsi Vestmannaeyja, eða um það bil þeirra kvenna, sem fæða börn hér á ári, en mjög óheppilegt verður að telj- ast að hafa slíka sjúklinga innan um aðra, með allskonar sjúkdóm- um. Þær eiga að vera útaf fyrir sig. Gamalmennahæli. Vafalaust eru fáir í þessum bæ, scm ekki rennur til rifja, að ekki skuli enn hafa tekizt, að koma hér upp einhverju hæli fyrir gamia fólkið. Ellin er áreiðanlega nógu köid, þótt ekki bætist það ofan á, að vera athvarfslaus, eða að finna, að menn séu til byrði vandalausum eða vandamönnum sínurn. Auk þess þarf gamalt fólk oft að vera útaf fyrir sig og ráða sjálft yfir sínu. Um þetta er oft örðugt um vik á heimilum og hjálp af skornum skammti, helzt húsmóðirin með börnin. Að sjálf- sögðu er gamalt fólk tekið í sjúkrahús bæjarins, ef það þjáist af einhverjum sjúkdómum, en oft eiga heimilin erfitt með að taka við þeim aftur, er þeim er batnað, svo er og hitt, að ekki eru öll gamalmenni það miklir sjúkling- ar, að þörf sé á sjúkrahúsvist fyr- ir þau, enda sá staður óhentugur fyrir þau (stórar stofur, hávaði o. fl.). Það er því nauðsyn að hafizt verði handa um að útbúa hæli þessu fólki hér í Eyjum, eins og gjört hefur verið víða annars- staðar. Það þarf ekki að vera stórt fyrst í stað, en stækkunar- möguleikar verða að vera fyrir hendi. Það þarf að vera dálítið út af fyrir sig og ekki háreist og gott pláss fyrir vinnustofur handa gamla fólkinu. ★ Þetta er nú orðið æði langt mál, þótt aðems sé drepið á hið helzta, en í upphafi var orðið, og þótt ýmsum kunni að finnast loftkastalakennt, þá vona ég að þessar greinar mínar veki bæjar- búa til umhugsunar og betri skiln- ings á málinu, og þá er tilgangi mínum náð. Markmiðið er því þetta: Að fá húsameistara ríkis- ins til þess að koma hingað, svo að hann geti athugað allar að- stæður. Hvort byggja á viðbót við núverandi sjúkrahús og yrói þá ákveðið, hvaða sjúklinga eða hverja af framangreindum stofn- unum þætti hagkvæmast að hafa þar og síðan byggt yfir hitt í samræmi við það, eða hvort byggja á nýtt sjúkrahús með sem flestar af framannefndum stofn- unum undir sama þaki, en það voru sjúkrahús, berklavarnarstöð, hcilsuverndarstöð. sóttvarnahús, athvarf fyrir geðveikt fólk og fæðingardeild (í smáum stíl). — Loks elliheimili út af fyrir sig. Mér er kunnugt um, að búið er að biðja húsameistara ríkisins að gjöra uppdrátt að nýju sjúkra- húsi hér og að Alþingi hefur samþjrkkt um kr. tvö hundruð þúsund, sem fara á til sjúkrahúss- byggingar hér, svo að skriður virðist vera kominn á málið, það er bara um að gera, að róa og róa duglega á meðan Iagið er. Vestmannaeyjum, 6. jan. 1946.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.