Víðir - 17.01.1946, Blaðsíða 1
XVII.
Vestmannaeyjum 17. jan. 1946
,3. tölublað
Hvað er
framundan!
Bölsýni er ekki líkleg til að
örfa dáðir. Samt er rétt að litast
um og gefa staðreyndum auga.
Viðhorfið er síður en gott. Dýr-
tíðin í landinu er orðin svo
mignuð, að fyrirsiáanlegt er, að
miklir erfiðleikar eru í aðsigi,
þegar nágrannaþjóðir okkar fara
að framleiða og bjóða fram vör-
ur þær, sem við seljum til út-
landa og lifum á.
Um dýrtíðina er engum póli-
tískum flokki hægt að kenna
sérstaklega, heldur öllum flokk-
unum í sameiningu og öllum
almenningi í heild.
Framsóknarflokkurinn telur
sig saklausan í þeim efnum.
Sannleikurinn er samt sá, að
hann er hinuni samsekur og
engu færari að ráða bót á mein-
uuum en hinir.
Nú standa hér fyrir dyrum
innan fárra dagá bæjarstjómar-
kosningar og er allmikill móður
í mönnum að setja út á gerðir og
stefnu núverandi meirihluta i
bæjarstjórn.
Eflaust er eitthvað af því rétt-
mætt. Það er svo hægt að sjá
hlutina eftir á. Hitt er svo ann-
að mál, hvort aðrir flokkar hefðu
gert betur, þó að þeir hefðu
haft meirihluta-aðstöðu í bæjar-
stjórninni. Halda menn í alvöru,
að fjárhagur bæjarins væri betri,
þó að sósíalistar hefðu haft þar
meirihluta? Nei, ónei. Ekkert
bendir til þess. Þeir hafa hvergi
hér á landi, þar sem þeir hafa
náð nokkurri valdaaðstöðu, sýnt
neina sérstaka hæfileika til fjár-
öflunar með athöfnum sínum
og forustu.
Því er haldið fram, að ekkert
"ýtilegt hafi verið gert hér í
basnum undanfarandi ár og á
þessu er hamrað sýknt og heil-
agt.
I Undanfarandi tölublöðum
„Víðis" hefur réttilega verið
sýnt fram á, að þetta eru ósann-
indi og hirði ég því ekki um að
endurtaka neinar upptalningar
á framkvæmdum bæjarins. Efa-
laust væri heppilegt, að meira
hefði verið hægt að gjöra, t. d.
byggja elliheimili, en eitthvað
verður alltaf ógjört á hverjum
tíma.
Þó að eflaust séu mætir menn
í Sósíalistaflokknum, þá er ó-
gerningur að kjósa þá vegna
hins rauða lits þeirra, hins rúss-
neska átrúnaðar og rússneska
undirlægj uháttar.
Við viljum engum erlendum
yfirráðum lúta, hvorki Rússa né
annara.
Það, að sósíalistar (þ.e. komm-
únistar) virðast halda meira upp
á 7. nóvember ár hvert en þjóð-
hátíðardag sinnar eigin þjóðar,
er lítt þolandi. Rússadýrkun ís-
lendinga gæti orðið íslendingum
jafn hættuleg og Kvislingapóli-
tíkin varð Norðmönnum.
Frjálslyndust og heilbrigðust
hefur stefna Sjálfstæðisflokksins
verið undanfarandi bæði í lands-
og bæjarmálum og svo mun
enn reynast. Fullt athafnafrelsi.
Rúm fyrir allar stéttir. Allir
jafn réttháir til frama og at-
hafna. *
Góðir samborgarar. Hugsið
yður vel um," áður en þér kjósið
í bæjarstjórnina og umfram allt
athugið málavexti af sanngirni
og með gætilegri íhugun. Ef þér
gjörið það, munuð þér kjósa
sjálfstæðismenn í bæjarstjórn.
Mun þá sennilega úr rætast bet-
ur en áhorfist.
Kjósum því öll lista sjálfstæð-
ismanna, D-LISTANN.
Ólafur H. Jensson.
TOGARAR OG FRAMTIÐIN
Bæjarstjórn samþykkti um
miðjan desember einróma að
kaupa tvo af þeim togurum, er
ríkisstjórnin hefur fest kaup á
í Bretlandi.
Leitað hafði verið til einstakl-
inga um þátttöku í þessum tog-
arakaupum, án þess að það bæri
nokkurn árangur.
Á Akureyri var hinsvegar
stofnað útgerðarfélag um tog-
arakaupin, þar sem þátttakend-
ur voru einstaklingar og bæjar-
sjóður. Sama fnun vera á Seyðis-
f«Öi- _*S_
VERÐ OG LÝSING
Togarar þeir, sem ríkið hefur
fest kaup á, eru um 30, flestir
með gufuyél.
Þeir áttu upphaflega að kosta
í miljón og 900 þúsund krónur,
en kosta nú 2 miljónir og 600
þusund krónur, eftir að þeir
hafa verið stækkaðir í 175 fet á
lengd í stað 170 fet og vélaafl
aukið í 1300 hö., í stað 900 ha.,
olíukynding í stað kola og íbúð
sjómanna bætt.
KAUPENDUR OG
SKILYRÐI
Frestur til að ákveða sig með
kaup á togurum var útrunninn
15. desember. Hafði þá verið
beðið um. 39 togara og allir bæ-
ir, nema Siglufjörður og Akra-
nes, óskað eftir togurum.
Reykjavík ...... s>o tog.
Hafnarfjörður ___ 6 —
Neskaupstaður .. 3 —
Vestmannaeyjar .. 2 —
ísafjörður ...... 2 —•
Stykkishólmur .... a —
Ólafsfjörður .... 1 _
Eskifjörður ...... 1 _
Akureyri ........ 1 _
Seyðisfjörður ___ 1 —
í Reykjavík eru einstaklingar
eða féiög með 8 skip og í Hafn-
arfirði með 5 skip.
Flestir bæirnir hafa samþykkt
kaupin með því skilyrði, að
frumvarp Nýbyggingarráðs nái
fram að ganga, sem gerir ráð
fyrir s/4 hlutum láns út á ný skip
°S 2l/á% vöxtum. Enginn bæj-
anna hefur handbært fé til að
leggja fram til togarakaupanna
og munu þeir ætla sér að reyna
að fá ábyrgð ríkissjóðs fyrir út-
borguninni. Akureyri hefur þo
sérstöðu.
Togaraútgerðarmenn settu
Framhald á 2. siðu.
Bcejarfréttir
Guðrún Jónsdóttir, Merki-
steini, varð áttræð síðastliðinn
föstudag.
Hún er fædd í Káragerði í
Landeyjum n. janúar 1866.
Hún giftist manni sínum, Sig-
urði ísleifssyni, 23. júní 1895 og
íluttist hingað til Eyja árið 190«.
Þau hjónin eignuðust fimm
börn, Inga, Aslaugu, Rosu,
Knstínu og Jónu, sem lézt
tve8gja ára.
Hún ber ellina vel, er prýði-
lega ern og ferðaðist í sumar til
landsins. >
Guðrún er dugnaðar kona og
einkar vinföst.
Guðrún Sigurðatdáttir, Kirkju-
vegi 84, var jarðsungin u. jan
s.l. Hún var fædd að Kanastöð-
um, Stokkseyri árið 1868 og „xt
hér 30. des. sl.
Garðar Stefánsson frá Fram-
tíð, sem lézt í Borgaraesi jo.
des. s. 1. var jarðsunginn 15. jan.
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Garðar var fæddur hér a$
Kirkjulandi 5. febrúar 1917.
Botninn. Sjór hefur mikið
flætt yfir Botninn í vetur. Ekki
verður enn sagt um, hvort í-
þróttavöllurinn er skemmdur.
Standa þarna uppi lón, og er
mikið af fuglum á þeim og virð-
ast þeir una *sér vel í skjólinu
og hlýjunni, þegar sól sér, þarna
sunnan undir Klifinu.
Róðrar byrjaðir. 4 bátar eru
byrjaðir róðra og margir tilbún-
ir. Afli hefur verið 3-4 tonn í
róðri Ótíð hefur verið mikil.
Súðin kom að austan á mið-
vikudaginn með mikið af sjó-
mönnum. Mikið er ókomið af
sjómönnum. Mikið er ókomið af
sjómönnum og töluvert óráðið
enn á báta.
Mótuneyti verður eins og áð-
ur í Tangasjóbúðinni og Pála-
borg. Hafa húsakynni verið Iðg-
uð nokkuð og gerð vistlegri.
Þjófnaður var framinn hjá Ing-
ólfi Guðmundssyni, úrsmiði,
fyrir stuttu og einhverju stolið
af úrum. Málið er í rannsókn.
Framhald á 4. siðu.