Víðir - 17.01.1946, Blaðsíða 2

Víðir - 17.01.1946, Blaðsíða 2
2 VlÐIR ] VÍÐIR ■ kemur út vikulega. • Ritstjóri: j EINAR SIGURÐSSON ; Sími 11 & 190. — Pósthólf 3 ■ Prentsmiðjan Eyrún h.f. Kosningarnar Annan sunnudag takast bæj- arbúar mikinn vanda á hendur. Þeir eiga þá að velja sér forustu- menn til fjögurra ára. Veltur þá á miklu, hversu það val tekst, svo mikið á hver mað- ur í þessum bæ.undir starfi bæj- arstjórnarinnar. Vestmannaeyjar eru langsam- lega stærsta bátaverstöð lands- ins og athafnalíf hefur ávallt verið hér með miklum blóma. Framtakssamt og duglegt fólk hefur byggt þessa eyju: Menn hafa verið hér frjálsir, þrátt fyr- ir .einangrunina, og liðið sæmi- lega vel. Sjálfstæðismenn hafa svo sem kunnugt er farið með stjórn bæjarmálanna hér frá því fyrsta Bærinn hefur vaxið jafnt og þétt, húsum fjölgað, ræktun auk- izt, flotinn stækkað, meðan margir aðrir sambærilegir bæir. þar sem hinir flokkarnir hafa náð meiri hluta, liafa átt við kyrrstöðu að búa. Flokkarnir koma nú eins og vant er, þegar að kosningum líð- ur, o'g lofa kjósendum gulli og grænum skógum, ef þeir vilji fela þeim forustuna. ^ En kosningaloforðin dettur þeim ekki í hug að verði efnd. Vestmannaeyjar eru nú á tímamótum. Bylting er að verða í atvinnuháttum þjóðarinnar pg nú Veltur sérstaklega á, að þið bæjarbúar, veljið til forustu fyr- ir ykkur þá menn, sem láta eitt- hvað að sér kveða, og það eru þeir, sem skipa lista sjálfstæðis- manna líklegastir til. . En þeir eru líka menn, sem geta mætt örðugleikum og tekið þá á hlutunum með þeirri festu og þrautseigju, sem nauðsynleg er í sli'kum tilfellum. Það er nú einu sinni svo, að starf bæjarstjc>rnarxnnar jer eft- ir mönnunum, sein skipa hana. Markmið Sjálfstæðisflokksins við þessar kosningar er að bæta við sig iylgi frá síðustu kosning- um og koma að 6. manni list- ans; Óskari Gíslasym, skipstjóra, frá Skálholti og fella með því ur ba- jjx rs tj c nn F ramsóknarmann- inn eða annan mann kommún- istanna.. TOGARAR OG FRAMTIÐIN RABB Framhald af 1. síðu. hinsvegar það skilyrði, að % hlutar yrðu lánaðir í skipunum og að vextir yrðu ekki hærri en 3%. Að skipin mætti afskrifa um 20% á ári eða allt að 60% á þremur árum eða niður í um 1 miljón króna skipið. Ennfrem- ur, að þeim væru tryggð sterlings pund til kaupa á skipunum á ekki hærra en núverandi gengi. ÓBEINN ÁVINNINGUR ÞÓ ENGINN GRÓÐI Rétt er að það komi hér fram, að þó að þessi togarakaup haíi verið samþykkt einróma, þá er það ekki hjá öllum í blindvi trú á, að þetta muni verða neitt beint gróðafyrirtæki' fyrir bæjar- sjóð, jafnvel þvert á móti. En það er mjög þýðingarnik- ið að geta fengið þessi storvirku atvinnutæki í plássið, sem skila í aflaverðmæti rúmlega skips- verðinu árlega og skapa þannig mikinn, óbeinan hagnað, þó að vafasamt sé um hreinar tekjur. FYRRI REYNSLA Upp úr síðasta stríði voru keyptir um 23 nýir togarar, al- veg eins og nú, fullkomnustu og beztu skip, sem þá var völ á, byggð af sömu skipasmíðastöðv- um og nú og kostuðu þá 19000 —25000 sterlingspund og ein- stöku allt upp í 30000 sterlings- pund. Þegar samningarnir voru gerðir, var sterlingspundlð 16 krónur eða 300—450 þúsund kr. skipið. Með núverandi gengi 500—750 þúsund krónur. Flestir eigendurnir gátu greitt togarana út í hönd, því að þeir höfðu ýmist selt Frökkum skip sín í stríðinu eða grætt mikið á siglingum ófriðarárin. Þeir áttu því flestir skipin skuldlaus. Nokkur félög tóku þó lán og urðu að greiða sterlingspundið að lokum með 33 krónum. Skipin komu á „toppinum“ um 1920. Vestmannaeyingar voru einir af þeim, sem ætluðu að grípa hinn léttfengna gróða, sem ver- ið hafði stríðsárin, með því að fá sér einn togara, „Draupni". Fyrir Draupni seig á ógæfu- hliðina, eins og hjá öllum eig- Vestmannaevingar! Komið skipstjóranum í bæjarstjórn, harin er prýðilega fallinn til fyr- ir dugnað sinn og kunnáttu að taka forustuna í útgerðarmálum bæjarins. Fylkið ykkur um D-LISTANN endum þessara skipa. Allir urðu þeir gjaldþrota eða sama sem, nema Kveldúlfur, Alliance, Geir Thorsteinsson, Baldur og Hrönn, sem fæstir áttu þó nærri fyrir skuldum, samkvæmt skýrslu 1938 um hag 20 útgerðarfélaga með 32 togara. 15 fyrirtæki skulduðu umfrám eignir 2 milj. 560 þús. kr., en 4 áttu umfram skuldir 589 þús. kr. NAUÐSYN Á FULL- KOMINNI HÖFN En eitt er nauðsynlegt til þess að bærinn sem heild geti haft óbeinlínis hag af togaraútgerð, þó að bæjarsjóður tapi á rekstri hennar, og það er, að hægt sé að gera skipin út héðan. En til þess að Eyjarnar geti orðið framtíðar verstöð fyrir stórútgerð þarf strax að snúa sér af alefli að byggingú hafnar hér, sem er fullkomin og varanleg. Höfn, sem er hægt að afgreiða í togara, ekki einungis þá, sem gerðir eru út héðan, heldur hvaðan sem er, útlenda sem inn- lenda. Enginn staður liggur jafnvel við afgreiðslu fiskiskipa á vetrarvertíð sem Vestmanna- eyjar. VESTMANNAEYJAR Á TÍMAMÓTUM Hætt er við, að vélbátaútveg- ur hér dragist saman vegna kaupa Nýbyggingarráðs á fiski- bátum, sem eru stærri og full- komnari en bátar hér ahuennt og hafa verið keyptir í aðrar ver- stöðvar og ber strax mikið á, að erfitt sé að fá sjómenn á Eyja- fiotann — hvað mun seinna. 35—50 smálesta ganggóðir vélbátar verða þó lengi góðir vertíðarbátar hér og ódýrir í rekstri og lengi hægt að fá sjo- menn á slíka báta, ef aðbúð verður bætt fyrir þá í landi. Stærri bátar eru hér sárafáir, en auðvitað góð skip til útgerð- ar hvar sem er og heppilegir fyrir síldveiðar og tog eða drag- nót og til að sigla með afla sinn sjálfir. Samhentir menn munu þó lengi geta bjargað sér hér vel á 20—30 smálesta vélbátum. Eigi Vestmannaeyjar ekki að dragast aftur úr sem verstöð, verður að reyna að fylgjast með í kapphlaupinu, og þá eru tog- ararnir þau skip, sem hægt er að afla á ódýrast fisk. Getur það þá orðið Eyjunum til góðs að hafa ekki keypt dýru vélbátana, en snúið sér í þess stað með krafti að togaraútgerð, þegar verðið fer eitthvað að falla á skipunum. Vestinannaeyingar voru með ívÍ' / Trawl-veiðimenn spá góðum afla í vetur, því að mikið æti sé í sjónum. j Línu-sjómenn hef ég heyrt spá góðum afla,. en samt ekki eins miklum og í fyrravetur. “ 1 vor spáðu margir sjómenn síldarleýsi í sumar leið og gekk það eftir, svo sem kunnugt er. Spádómur þessi var byggður á þeTm munnmælum, að síldveiði bregðsist 10. hvert ár, eða þau ár, sem enda á 5. Við Faxaflóa spá menn nú fiskileysi í vetur og er það byggt á þvi, að haustið 1935 háfi geng- ið óvenjumikil síld í flóanum, en aflatregða hafi orðið vertíð- ina 1936. Eðlisávísun og draumar gefa mönnum oft hugboð um, hvern ig af.last muni. Annars er það svo, að afli er oft mikið undir veðráttunni kominn. í kuldatíð bregst sjald- an fiskur. Nú hefur tíð verið óvenju mild, svo að túnblettir heima við hús eru víða hvanngrænir enn. „En einhverntíma breytir hann“, segja sjómennirnir og vel geta orðið kuldar í vetur, þrátt fyrir veðurblíðuna núna. Húsvitjanir kommúnista Kommúnistar hata uixdan- farna daga gengið hús úr húsi, þar sem þeir hafa haldið, að þeir ættu helzt athvarf og rcynt að pína út úr fólki loforð um að kjósa sig. Bæjarbúum þykir þetta ráp kommúnista hvimleitt og reyna að snúa sendimenn þeirra af sér, eftir því sem bezt gengur. Hætt er við, að slík kommaat- kvæði komi ekki óll til skila á kjördegi. þeim fyrsi u, sem fengu sér litla vélbáta, fyrir um einum manns- aldri — 40 árum —. Þróunin helur verið ör síðan og hafa bát- arnir haldið áfram að stækka jafnt og þétt. Ef rauða hersingin nær ekki tókum á bænum til að draga úr sjálfsbjargarviðleitni manna, munu útgerðarmenn og sjo- menn levsa á næstu árum eitt rnesta þrekvirki í útgerðarsögu Eyjanna, með því að breyta enn einu sinni flota sínum í full- komnari og stærri skip.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.