Víðir - 02.02.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 02.02.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum 2. febr. 1946. 4. tölublað. /¦ ¦ Ungur og efnilegur piltur skrifar um íþróttamál í Braut- ina. Tilgangur greinar þessarar 11 þó sá, að ráðast hvatvíslega á íyrrverandi bæjarstjcin fyrir hvernig hún hetiic i-úíð að 1- þróttahrey f ingu nn i. Greinin er annar.s öll il'kvitrn- isleg í garð meúihhir.;i fvrrver- andi bæjarstjórnar og hHtur flokkslegt ofstæki að hafa kynt undir henni. íþróttamenn hafa ávallt talið sér hentast að halda íþróttahreyf ingunni fyrir utan hina póli- tísku togstreitu. 1 hvaða bæ hefur slík grein birzt hér á landi og hefur þó fram að því síðasta óvíða verið að mæta meiri skilningi á starf- semi íþróttamanna hjá forráða- mönnum bæjanna en hér, þó að vissulega hefði bæjarsjóður mátt styrkja íþróttahreyfinguna meira. Vestmannaeyjar voru einhver fyrsti bær, sem byggði upphitaða sundlaug. Hér var byggður á sínum tíma við barnaskólann einn bezti leikfimisalur á land- inu. Bæjarsjóður lauk við bygg- ingu íþróttavallarins í Botnin- um, sem kostaði mikið fé á þeirra tíma mælikvarða, eftir að iþróttamenn höfðu riðið mynd- arlega á vaðið með sjálfboða- vinnu og fjársöfnun og skapað með því almennan áhuga fyrir málinu. Bæjarstjórnin hefur ennfrem- ur veitt 50 þús. krónur til bygg- ingar íþróttahúss. Eðlilegt væri, að íþróttamenn hefðust handa með byggingu í- þróttahi'iss og tækju virkan þátt í því sjálfir, þó að ekki væri nema til að byrja með, meðan verið væri að hrinda bygging- unni af stað. Bæri það ekki síður vott um manndóm en að ráðast á bæjarstjórnina með brigzlyrð- um. Vestmannaeyjabær hefur síð- astliðið kjörtímabil — 4 ár — varið til íþróttamála 170 þús- tmd krónum. Af g bæjarfulltrúum voru 4, auk bæjarstjóra, menn, sem stóðu á sínum tíma mjög fram- arlega í iþróttahreyfingunni og höfðu allir árum saman að ein- hverju leyti forustu hennar, svo að nærri má geta, að íþrótta- mönnum hefði ekki verið tor- sótt leið til nokkurra fram- kvæmda eins og bæjarstjórnin var skipuð. Það má skjóta því hér inn f, að Eyjablaðið kallar sundlaug- ina gryfjuna á Miðhúsatúni. Svona geta fleiri en ungi pilt- urinn umsnúizt vegna hins póli- tíska ofstækis. Sundlaugin hefur verið og verður ein þarfasta framkvæmd hér og er bæjarstjórninni auð- vitað ekki um að kenna þá stóðv un, sem varð á lauginni vegna bilunar á katli hennar, sem erf- itt var að bæta úr vegna ófrið- arins. t Hitaveitan, sem lögð var frá rafstöðinni, á eftir að skapa miklu meira rekstraröryggi fyr- ir sundlaugina og spara bæjar- sjóði stórfé með því að losa hann við eldsneytiskaup. Sundlaugin var nokkuð reynd í haust með hitaveitunni og komst hún upp í 21° G. Að vísu er þetta ekki hár hiti og mætti helzt ekki vera Framhald á 4. síðu. RAGNAR HALLDÓRSSON: Það sem koma skal Sósíalistar og Alþýðuflokkur unnu mikinn sigur hér í Vest- mannaeyjum s. 1. sunnudag. Það var alþýðan, sem reis upp eftir áratuga . „kúgun og harðrétti", varpaði af sér hlekkjum íhalds- ins, náði völdum, og á næstu 4 árum verður skapað hér ríki sósíalismans, þar sem alþýðan ræður og unnið verður mark- visst að framkvæmd stórkostlegr- ar nýsköpunaráætlunar, en aðal innihaldið er þetta: I. SJÁVARÚTVEGSMÁL ' Kaupa skal nú þegar 2 togara, er bærinn reki fyrir sinn reikn íng. Auk þess kaupir bærinn 2 vélskip, samtals 300 smálestir. Þá mun bærinn byggja tvær stórar fiskiðnaðarstöðvar og inn- an skamms verður höfnin stór- bætt til hagsbóta fyrir skip af öllum stxrðum. II. LANDBÚNAÐARMÁL. Bærinn mun tryggja íbúun- um næga mjólk, eða í versta til- felli taka upp mjólkur skömmt- un. Bærinn mun koma upp stóru hænsnabúi og ' næg egg verða nú ávallt á boðstólum. Bærinn mun sjá um að ræktað verði nóg af rófum og kartöfl- um handa öllum Eyjabúum. III. HEILBRIGÐISMÁL. , Bærinn byggir sjúkrahús 'af fullkomnustu gerð, hvað snertir hús, lækninga- og rannsóknar-* tæki. Þar verður fæðingadeild. berk!avarna-, ljóslækninga- og heilsuverndarstöðvar, sóttvam ardeild og geðveikrahæli. IV. ÁFENGISMÁL. Bæjarstjórnin mun reyna að útrýma áfengisbölinu; V. MENNINGARMÁL Bærinn byggir gagnfræða skóla, húsmæðraskóla, sjómanna- skóla, elliheimili, dagheimili fyrir börn og margt fleira. Þá verða vatnsboranir iiafnar hér 1 stórum stíl, byggður nýr sjó- geymir, götur allar steyptar og malbikaðar, lokaðar öskutunnut settar við hvert einasta hús, ruslkörfur settar við göturnar og hreinlætis í bænum vægðar- laust. krafizt. Bærinn mun ijá um fullkomið eftirlit með fram- leiðslu og afhendingu allra mat- væla. Komið verður hér upp flug- vélabækistöð fyrir áhrif bæjar- stjórnarmeirihlutans og flugvél- um gert kleyft að lenda.hér bæði á sjó og landi, m. a. mcð því, að dæla lýsi í sjóinn, þegar verst eru veður. FJÁRAFLALEIÐIR. Bærinn mun starfrækja alla Framhald d 3. síðu. Bœ)arfréttir Úrslit bajjarstjórnarkosning- anna 27. jan. 1946: Sjálfstæðisflokkurinn 726 at- kvæði og 4 menn kjörna. Alþýðuflokkurinn 375 atkv. og 2 menn kjörna. Framsóknarflokkurinn 157 at- kvæði og engan mann kjörinn. Sósíalistallokkurinn 572 átl v. og 3 menn kjörna. Þessir menn skipa því hiha nýkjörnu bæjarstjórn: Einar Sigurðsson (Sj.). Ársæll Sveinsson (Sj.). Björn Guðmundsson (Sj.). Einar Guttornisson (Sj.). Páll Þorbjörnsson (Aþ.). I Þorvaldur Sæmund.sso'n (Aþ). Eyjólhir Eyjóllsson (Sós.). : Árni Guðmundsson (S<>s.). « Sigurður Steiánsson (Sós.). Flugvé.l Ilaug hcr )lir síðast- liðinn þiiðjudag og \aij)aði nið- ur pósti. N'ú þarl vonandi ekki að bíða neina til vorsins nu'ð að lií reglu- legan póst með tlugvéluin. Timbur kom mcð Skaftfell- ingi síðast í Bothbryggjuna, er nú verið að ljúka við hana. Flestir bálar eru nú að byrja róðra og verður i'ugerð í vetur svipuð og undanlarið. Dýplarmœlar hata nú verið settir í flesta togbáta og er það til mikils hægðarauka við sigl- ingu og fiskveiðar. Fiskibátar, sem hala lengið dýptarmæla, eru: Vonin, Kari, Baldur, Erlingur II., Hratnkell goði, Leó, Sjöstjarnan, Jíikull ög Muggur. „Imxjoss" hefur fengið mjög vont í ferðunum eltir áramótin. Með skipinu hcfur komið hing- að mikið af vennönnum. Dráltarvél Búnaðarlél. Vest- mannaeyja hefur verið notuð all- mikið í haust og vctur, þrátt fyr- ir óhagstæða tíð. Brotið hefur verið óræktað land og gömul tún til að gera þau véltæk. Framhald á 4. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.