Víðir - 09.03.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 09.03.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum, 9. marz 1946 5. tölublað Magnús Jónsson Fæddur 1. sept. 1875 að Geldingaá í Leirársveit. Dáinn í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1946. Þann í.september 1945 birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ól- af Hvanndal, rituð í tilefni aí Jrví, að þann dag varð Magnús Jónsson sjötugur. í grein þessari er lítils háttar getið um foreldra afmælisbarns- ins og uppvöxt í Borgatfirðin- um, og verður hér látið nægja að vísa til þess. Eins og títt var um flesta sveitapilta á þeim árum, hefur Magnús farið til sjóróðra skömmu eftir ferminguna, og í margar vertíðir róið á Vatns- leysuströndinni, eins og fleiri Borgfirðingar gerðu um þær mundir. — Vatnsleysustrandar- menn voru allt hamundir síð- ustu aldamót hinir mestu sæ- garpar, og man ég vel eftir sjó- sókn þeirra úti í Garðsjó, þegar ég á vertíðunum 1879 til 1881 réri í Garðinum. Hefur mér og þótt bæði fróð- legt og skemmtilegt að lesa það, sem Kristleifur fræðimaður og óðalsbóndi ;í Stórakroppi hefur skrifað um sjósókn á Ströndinni mn og eltir 1880. Svo hefur Magnús, eftir því sem Hvanndal segir, átt um skeið heima á Ströndinni, því að barnakennari var hann þar við skólann í Landakoti veturinn 1901 til 1902, og organleikari við Kálfatjarnarkirkju á sama tíma. En vorið 1902 flutti hann tii Seyðisfjarðar og gerðist þar brátt með afbrigðum aflasæll og dug- legur formaður. En þar var eng- in sjósókn á vetrarvertíðum eða alli í líkingu við aflann á Suð- urlaúdi, og var Magnús þá kenn- ari við barnaskólann á Seyðis- firð’i fjóra fyrstu veturna sem hann átti þar heima. Sköinmu eftir kotnuna til Seyð isfjarðar staðfesti Magnús ráð sitt og kvongaðist ungri og efnilegri stúlku, Hildi Ólafsdóttur Pét- urssonar, og segir Hvanndal, að Pétur, löðurfaðir hennar, hafi verið bróðir Eiríks á Karlsskála, hins ríka, er þekktur var um land allt, að því er nrig minnir, fyrir dugnað og auðsöfnun, og einnig fyrir það, hve margar dætur hann átti, er flestar voru annálaðar fyrir fegurð. — Ein þeirra giftist Paturson kongs- Magnús Jónsson bónda á Kirkjubæ í Færeyjum, alkunnum manni á Norðurlönd- utn. — Auðséð et það, þegar litið er yfir ævistarf þessa fjölhæfa og gáfaða manns, að hann hefur helzt kosið að gera sjósóknina að aðal ævistarfi. — Maður sér, að honttm hefur verið innanhandar að gerast kennari við barnaskóla og njóta við það erfiðislítillar og áhættulausrar ævi. Hann gat jafn framt því verið organleikari við kirkju í nánd við skólann. Og fleira lék í höndum honutn. — Hann var, eftir því sem Hvantt- dal segir, smiður á tré og járn. Ennfremur sýndi það sig, þegar ltahn jafnframt sjósókninni tók að sér ritstjórn á blaðinu „Vtð- ir“, eins og nánar verður getið stðar i grein þessari. I byrjun vetrarvertíðar 1909 eða 1910 kom Magnús hingað og gerðist vélstjóri hjá Birni Einnbogasyni, miklum afla- manni, sem var með mb. „Nep- túnus“. Hjá honum var hann í 2 eða 3 vertíðir, en 1912 gerðist hann for maður á mb. ,,Ásdísi“, eign verzl unarinnar Edirtborg, sem Cop- land & Berrie átti, og sem Gísli ]. Johnsen konsúll veitti for- stöðu. Með „Ásdísi“ var Magnús í 4 vertíðir, 1912 til 1915, og þótti hann bæði í sjósókn og aflasæld halda til jafns við þá mestu hér, og vel þaö. Ekki man ég þó eítir að hafa séð Magnús á þessutn árum, og er það nú reyndar heldur ótrú- legt. Hann lagði aflann upp á Edinborgarbryggjuna, en þang- að átti ég ekki erindi, því að bátar þeir, setn ég átti í, lögðu aflann upp á Tangabryggjuna, sem lá miklu innar í höfninni. En um götur bæjarins ætla ég að Magnús hafi lítt eða ekki gcngið í nánd við Tangann, þó að landlegur væru, eða í sölu- búðir, ;í meðan hann var hér einn síns liðs og átti ekki í út- gerð. Hitt er annað mál, að ég heyrði Magnús oft nefndan sem sjósóknara og framúrskarandi aflamann, og njóta slíkir tnenn jafnan álits samborgaranna, eins og jieir líka eiga skilið. Haustið 1915 flutti Magnús Jónsson hingað alkominn með konu og börn. og fengu jjau leigt húsnæði í nýlega byggðu húsi, er nefnt var „Túnsberg", en sem nú er nr. 22 við Vesturveg hér í bænum. Satna haustið, eða í vertíðar- byrjun tgití, keypti Magnús á- samt öðrum nýjan mótorbát, er hann nefndi „Gullfoss". En þeg- ar frant í sótti, þótti sá bátur of lítill, einkunt á netavertíðinni, og var þá annar stærri keyptur í staðinn, er þeir nefndu „Pipp“. En það fór ekki ósvipað með þennan bát og hinn, hann var seldur, og keypti Magnús jjá enn nýjan bát með öðrum mönnum, er ekki höfðu áður verið með honum. Þessi nýi mótorbátur var nefndur „Herjólfur“, og var Framhald á 2. síðu. Bcejarfréttir Messað í Landakirkju ó sunnu- daginn kl. 2 e. h. Samkoma í Betel ó sunnudag- inn kl.‘4V2 e. h. Samkomo í K.F.U.M og K. kl. QV2 ó sunnudagskvöld. Afli 7. marz: „Jökull" 100 þús. kr. „Týr" 90 þús. kr. „Erl- ingur II" 82 þús. kr. „Dvergur" 82 þús. kr. „Óðinn" 73 jjús. kr. „Gissur hvíti" 73 þús. krónur. „Nanna" 72 þús. kr. „ísleifur" 71 þús. kr. „Hafalda" 69 þús kr. „Emma" 68 þús. „Ver" 80 þús. Skipstjóropróf. Fyrsta skip- stjóraprófinu, sem fram hefur far ið í nýja stýrimannaskólanum í Reykjavik, er nýlega lokið. — Prófi luku um 20 sjómenn, og voru 4 þeirra héðan úr Eyjum: Póll Jónasson, Þingholti, Jóhann Pólsson, Heimagötu 20, Sigurjón Hansson, Eyjarhólum og Guðni Jóhannsson, Hósteinsvegi 28. Kvöldskemmtun halda Sjólf- stæðisfélögin í kvöld með fjöl- breyttri dagskró, kaffidrykkju og dansi. Verkakoup hækkaði hér jafn- hliða og í Reykjavík um síðustu mónaðamót um 8% hjó lægst- launaða verkafólki, og er nú verkamannakaup: Dagvinna kr. 7.55, eftirvinna kr. 11.33, næt- urvinna kr. 15.11. Verkakvenna- kaup: Dagvinna kr. 5.39, eftir- vinna kr. 8.08. næturvinna kr. 10.77. Sóknarpresturinn, séra Halldór Kolbeins, hefur skrifstofu í Bjarma, og er til viðtals kl. 6 ó þriðjudögum, og öðrum tímum eftir samkomulagi. Skipsstrand. Á sunnudaginn var strandaði brezki togarinn „Star of the East" fró Aberdeen, 218 smól., ó blindskeri suður í Klauf. Tilraunir til að nó togar- onum af skerinu mistókust, og sökk hann snemma daginn eftir. Togarinn var að varpa akkerum, þegar hann strandaði, og ætlaði oð liggja þarna af sér veður. — Varðbóturinn Óðinn kom hingað með óhöfnina, 13 menn. Voru þeir hér í 3 daga. Fóru 3 þeirra út með e/s Sverri og 10 með m/s- Helga.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.