Víðir - 09.03.1946, Blaðsíða 3

Víðir - 09.03.1946, Blaðsíða 3
VÍÐIR w; p 3 Magnús Jónsson Framhald aí 2. síðu. hann kom á kvöldin af sjónum. Eitthvert sinn spurði ég Magn- ús að því, hvar hann heiði not- ið kennslu, eða tiísagnar í því, sem hann kunni, hvort hann hefði verið í skóla, og þá, ef svo var, í hvaða skóla hann hefði verið. Ég fékk heldur óákveðin svör við þessu, hann eyddi um- tali um það, sagði eitthvað á þá leið, að hann kynni svo lítið, það hefði verið auðlært þetta litla, sem hann kynni. En Ólaf- ur Hvanndal segir í grein sinni, að hann muni hafa keypt sér — „nokkra tímakennslu". Sennilega hefur sú tímakennsla ekki verið langvinn, og mundi hún þá helzt iiafa átt sér stað á fyrstu árum hans við sjóróðra á Vatnsleysuströndinni? Ég grófst ekki eftir þessu nán- ar, og manni þessum var allt annað betur lagið en að segja tíðindi af sjálfum sér. Ég sá ekki betur en að það væri alltaf jafn hljótt um Magn- ús, hvar sem hann var og á hverju sem gekk. \ hvínandi roki og ölduróti hafsins, var stillingin og hugarrósemin alveg eins og á þurru landi, sögðu þeir, sem með honum voru úti á hafinu; °g finnst hinum, sem ósterkari eru á því sviði, að slíkum manni sé ekki fisjað saman. Snemma á árinu 1944 kenndi Magnús þess sjúkdóms, er aldrei síðar slejipti tökum á honurn, og sem að lokurn svifti hann lífinu. Sjúkdómur þessi fór ekki hratt af stað, og um tíma liéldu vinir Magnúsar, að hann mundi sigr- ast á honum. En raunin varð önnur þcgar fram í sótti, og fer Jrað stundum svo, að „lengi getur illt versnað". hegar svo Magnús átti sjötugs- afmælið, eins og fyrr er sagt — þann t. september 1945, þá var hann fyrir nokkru lagstur í spít- alann hér, til þess að láta þar fyrirberast, Jjar til yfir lyki. En þótt hann ekki hefði mátt til þess að vera þann dag á fót- um fremur en aðra daga, þá tók hann þar á móti fjölda gesta, vina og vandamanna, er hann iét veita allan beina, eftir Jrví, sem við mátti koma á þessum stað, og honum var sæmd í að veita. — Allt þvílíkt önnuðust dætur hans, er vitanlega vildu allt fyr- ir hann gera, bæði þá og endra- nær, eins og líka synir hans og allt tengdafólk, því að öli virt- ust börnin og tengdafólkið sam- taka í Jjví að létta hinum sjúka manni Hfsstundirnar. — hó mun það einna mest, að minnsta kosti xðustu mánuðina, hafa komið í dut frú Sigurbjargar, dóttur tans, konu Axels Halldórssonar, ið vitja föðurins daglega, því að hinar dætur hans, Rebekka og 'iú Unnur, hafa lengstum ekki verið hér frá því snemma á síð- tstliðnu sumri. Magnús var kátur Jterman dag, vona eins og hann var daglega, meðan heilsan var góð, og tók ','laðlega á móti heillaóskaskeyt- um víðs vegar að, og vinagjöf- ím, góðum bókum og þvílíku. Og stofan, sem iiann lá í, var oft full af fólki, vinum hans og vandamönnum. Þannig var hann einnig í hvert sinn, sem til hans var komið allt fram að andlát- inu. Skapið virtist alltaf vera hið sama. Við og við tók hann til skáld- gáfunnar og orti Ijóð, er frú Sig- urbjörg, dóttir hans, skrifaði eft- ir Jjví, sem hann las fyrir. Þannig vai' andlega orkan óbil- uð fram að andlátinu. Mér hefur stundum dottið í hug, í daglegri kynningu við Magnús. að eitthvað svijjað mætti um hann segja, andaðan, og Haraldur konungur harðráði sagði um Halldór Snorrason goða, þá er hann var farinn frá hirðinni. Hann sagði, að Halldór „hefði verit með honum allra manna svá, at sízt brygði við váveifliga hluti, hvárt, sem at höndum bar mannháska eðr fágnaðartíðindi, Jjá var hann hvárki at glaðari né óglaðari, eigi neytti hann matar eðr drakk eðr sva£ meira eðr minna enn vandi hans var til, hvárt sem mætti blíðu eðr stríðu“. Slíkt |jrek er fáum gefið, en það er gæfa mikil Jreim, er það hlotnast. Þeir þola betur skruggu gang mannlífsins. Magnús Jónsson var jarðsett- ur í dag að viðstöddu fjölmenni. Vestmannaeyjum, 15. febr. '46 Gunnar Ólafsson. Fundizt hefur ARMBANDSUR Vitjist til Jóhannesar J. Alberts Nýkomnar VEKJARAKLUKKUR Verzl. Björn Guðmundsson Bárugötu 11 | 1 : Til sölu Radíógrammófónn T RYGGVI Bárugötu 11. Legsteinar Útvega legsteina frá Danmröku. Myndalisti til sýnis. KARL KRISTMANNS Umboðs & heildsala. Sími 71 og 75. ÚTSVÖR Lögtök fyrir ógreiddum útsvörum hefj- ast næstu daga. Þeir, sem skulda, eru því áminntir um að greiða þau nú þegar. Vestmannaeyjum, 28. febrúar 1946 Bæjargjaldkerinn. * Bústjórastaðan i « við kúabú bæjarins í Dölum, er laus til j umsóknar. — Umsóknarfrestur er til 1. • apríl n. k. : Allar nánari upplýsingar gefnar á skrif- j stofu minni. * m Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, j 26. febrúar 1946 Ólafur Á. Kristjánsson j * ............................. ; GANGSET JARAR I n m ■ 2 gangsetjarar, notaðir, til sölu. j Fyrir jafnstraum. - 220 wolt. j KARL KRISTMANNS Sími 71 og 75. \ Almennings þvoflahús Þeir, sem gerast viljo félagar i rekstri þvottahúss, sem rekið verður á samvinnugrundvelli, snúi sér til Þorsteins Þ. Víglundssonar í Sparisjóði Vestmanna- eyjo# sem tekur á móti félags-áskriftum og stofn- framlagi. I undirbúningsnefnd: Helgi Benediktsson. Sigurjón Sigurbjörnsson. Þor- steinn Þ. Víglundsson.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.