Víðir - 23.03.1946, Síða 1

Víðir - 23.03.1946, Síða 1
XVII. Haraldur Viggó Björnsson í dag er borinn til moldar maður, sem átt hefur meiri þátt í þróun atvinnulífs þessa byggð- arlags en nokkur annar maður, með því að veita forstöðu um aldarfjórðung einu lánsstofnun- inni hér. Þessi starfstími Viggós Björns- sonar, bankastjóra, hefur verið mesta framfaraskeið í sögu Eyj- anna. Vélbátaflotinn hefur auk- izt og bátarnir stækkað og eru Vestmannaeyjar nú langsamlega stærsta bátaverstöð landsins. Á sama tíma hefur aívinnuþróun- in í landi verið engu rninni og fullkomlega sambærileg, — ef ekki fremií, — við það, sem gerzt hefur í öðrum byggðarlögum. Hvað fjármál snertir, hefur þetta tímabil jafnframt verið hið mesta uinbrotatímabil, þar sem uppgangs- og krepputímar fiafa skipzt á. Hefur vissulega þurft mikla framsýni og viljafestu til að stýra lánsstofnun, sem var jafn nátengd hinum áhættusama sjávarútvegi, klakklaust gegnum það umrót, en það mun Viggó Björnssyrii hafa vel tekizt. Viggó Björnsson var afkasta- mikill, riákvæmur og reglusam- ur í starfi sínu og tnjög traust- ur maður. Trútnennska og skyldurækni einkenndu Iíf hans og mátti hann hvergi vamm sitt vita. Hann starfaði hér að félags- málum og mörgum framfara og mannúðarmálum fyrir utan bankastjórastarf sittt. Viggó Björnsson var prýðilega gáfaður og vel merintaður, list- rænn, svipmikill og fríður sýnum og glæsimenni í allri framkomu svo að af bar og hlutu allir að bera virðingu fyrir hon- utn hvar sem hann fór. Þeir sem kynntust Viggó Björnssyni sakna þar mæts manns. Hann var fáskiptinn en vinfastur. Viggó Björnsson var kvæntur Ranitveigu Vilhjálmsdóttur, á- gætri konti. Vesttnannaeyjum 23. marz 194G 6. tölublað. Árásin á Isfisksamlagið „Eyjablaðið“ skrifar gleið- gosalega grein um fiskflutning- ana og segir þar orðrétt: „Við sjómenn og útgerðar- menn hér þurfum ekki að fara út fyrir Eyjuna til að draga neinn til ábyrgðar fyrir skipa- leysið hér. Það er eingöngu stjórn ísfisksamlagsins óg hana eigum við að draga til reiknings- skapar fyrir gjörðir sínar“. Einn dagur líður frá því þetta umrædda Eyjablað kemur út og þar til aðalfundur ísfisksamlags- ins er haldinn. Og nú skyldi maður halda, að farið yrði í eld- húsið hjá stjórninni fyrir aðg'erð- arleysi hennar í flutningamál- um. En viti menn, ekki einn ein- asti samlagsnraður af á annað hundrað manns, er sátu fund- inn, biakaði með einu orði við stjórninni, hvað þá að nokkur minntist á að „draga stjórnina til ábyrgðar", eins og Eyjablaðið orðar það, ekki einu sinni grein- arhöfundur, sem mættur var á fundinum. Stjórnin hefur því ekki verið eins bersyndug og greiriarhöfundur vill vera láta. Stjórnin var svo að mestu endurkosin einróma, nema sem leiddi af því, að fjölgað var í henni um 2 menn. Isfisksamlagið leigði í fyrra 7 „færeyinga", 1 erlent skip og 14 í 2 Eyjaskipum. Auk þess leigði það Korab og kom at- vinnumálaráðherra, ilokksbróð- ir þeirra konunúnista í veg fyrir það, að útgerðarmenn og sjó- menn gætu hagnýtt sér þar hag- kvæman leigumála, en hálfa leiguna urðu þeir að láta af hendi, 73 þús, kr., fyrir þennan „greiða“ atvirinumálaráðherr- ans, en höfðu þó í afgang álíka upphæð í ágóða. I ár leigir ísfisksamlagið 3 skip. Hann var aðeins 56 ára gam- all, er hann lézt að heimili sínu 14. þ. m. Hans verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Annars er greinin fólsleg 'árás á formarin ísfisksamlagsins, Ei- rík Ásbjörnsson, sem borið hef- ur hagsmuni samlagsins eina fyr- ir brjósti. ísfisksamlagið hefur selt fisk fyrir 10—15 nriljónir króna ár- lega undanfarin stríðsár og aldrei tapað einum eyri, og rná þó geta nærri, að misjafn sauður hefur verið í mörgu fé, þar sem tugir erlendra og innlendra viðskipta- manna hafa átt'hér í hlut. Sam- laginu hefur oft tekizt að fá liærra en skráð verð fyrir fisk- inn og hrognin, og hærra en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu. Það er mikill vandi að stjórna mörgum tugum skipa svo að vel fari, en það eitt sjónarmið hefur alltaf ríkt, að tryggja svo sem frekast hefur verið kostur báta- flotann með fisktökuskip og hef- ur þetta oft rnætt harðri ádeilu hjá eigendum flutningaskipanna, en þó segir Eyjablaðið: „fisk- braskararnir hafa þar svo mikil ítök, að fyrir þá verða þau (sam- tök útvegsmanna) að vinna“. Og svo leggur Eyjablaðið stjórn samlagsins þessi orð í munn: „Skítt með bátaútveginn“. ' Seint og snemma er Eiríkur á bryggjunni sívakandi yfir að allt fari vél úr hendi, og þó segir Eyjablaðið: „En ef hann (þ. e. Eiríkur) er hiris vegar að vinna markVisst að því að koma fisk- sölumálunum hér í öngþveiti, virðist honum ætla að takast það starf vel“. Er þetta drengskapur eða ó- ménnska hjá greinarhöfundi Eyjablaðsins? Það dettur engum í hug að neita því, að það liafi verið á- góö'i af því að flytja út fisk flest stríðsárin á hagkvæmum skipurn. Fiskimálancfnd gat þó tapað' miljónum króna, af því hún hafði óheppileg skip. Sumir út- gerðarmenn, sem eins hefur ver- ið ástatt með, hafa líka tapað. ísfisksamlagið heldur iðulega Framhald á 2. síðu. Bœjarfréttir Messað ó morgun í Landa- kirkju kl. 5. Samkoma í Betel ó morgun kl. 4,30. Samkoma í K. F. U. M. & K. ó morgun kl. 8,30. Afli 20. marz 1946 (í þús. kr.) Jökull 129, Týr 1 15„ Erlingur II. 110, Dvergur 104, Ver 101, Nanna 96, Gissur 93, Emma 88, Glaður 87, ísleifur 87, Óðinn 85, Frigg 79, Sigurfari 79, Maggý 79, Hafaldan 76. — Sumir bát- anna hafa einhvern saltfisk að auki. Hinrik Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri, fór með Laxfossi næst síðast áleiðis norður í land. Hann hefur nú sem kunnugt er .látið af bæjarstjórastörfum, eftir að hafa gegnt því starfi í 8 ár. Hinrik var maður vinsæll í starfi sínu, enda er hann Ijúf- menni í allri framkomu og dreng- ur hinn bezti. Óákveðið mun hvað hann tek- ur sér nú fyrir hendur. Gestir í bænum Ólöf Björns- dóttir, kona Péturs Halldórsson- ar fyrrv. borgarstjóra, Helgi Guð- mundsson, bankastjóri. Jón Hall- dórsson, söngstjóri, kom hingað snögga ferð og fór aftur með Laxfossi. Aðalfundur ísfisksamlagsins var haldinn s. I. mánudag. Sam- lagið tók árið 1945 á móti 17Zi milj. kg. af fiski fyrir rúmar 1 1 milj. króna. í stjórn voru kosnir; Fyrir út- gerðarmenn: Eiríkur Ásbjörns- son, Jónas Jónsson, Kjartan Guðmundsson, Sighvatur Bjarna- ■ son, Fyrir skipstjóra: Jóh. Páls- son. Fyrir vélstjóra: Sig. Ólafs- son. Fyrir háseta: Sig. Stefáns- son. Netto-hagnaður samlagsins var 76 þús. kr. Það gaf í Ekkna- sjóð Vestmannaeyja 10 þús. kr. Togarar eru nú mikið komnir hér á miðin og kváðu Bretar alltaf vera að búa fleiri og fleiri skip á veiðar. Hér eru líka komn- ir þýzkir togarar og hafa nokkr- ir þeirra ásamt pólskum haft samband hér við land. E. S.

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.