Víðir - 23.03.1946, Blaðsíða 4

Víðir - 23.03.1946, Blaðsíða 4
2). marz. 6. tölublað. RABB Sjávarhitinn. í febrúar og marz er sjórinn venjulega kald- astur, Ví °—2° við Norður- og Vesturlandið, en hinsvegar á- vallt yfir 4° C við suðurströnd- ina. Svo sem kunnugt er, hefur sjávarhítinn mikil áhrif á fisk- göngurnar. Þegar sjórinn kóln- ar fyrir Norður- og Austurlandi, hverfur þar svo að segja allur fiskur, bæði af þeim sökum og svo, að hann leitar á gotstöðv- arnar hér við suðurströndina. Það er eins og vanti hér kald- ari veðráttu til þess að fiskur- inn gefi sig til. Norðanátt og kuldakafla gerði hér nú í febrú- ar og fiskaðist þá ágætlega. Árið í g 11 komst hafísinn alla leið vestur fyrir Ingólfshöfða. Þá gekk óvenju mikill fiskur hér. Sama er að segja um frostavet- urinn 1918. Þá var mjög mikil fiskigengd. Áta og sild hefur mikil á- hrif á fiskgöngurnar. í allan vet- ur og raunar sumar líka hefur verið hér óvenju mikið af síld. Sjómenn telja líka, að mikið hafi verið af fiski hér í vetur, þó að frekar lítið hafi aflazt á línu. Loðnu hefur aðeins orðið vart. A nnars er eins og vindáttirnar hafi líka áhrif á veiðina. Það er alkunna, að aldrei fiskast i vest- anátt og líklega er svo allt í kringum larid. Síld veiðist líka minna í þeirri átt. Sunnanáttin er einnig frekar slæm fiskátt. Hinsvegar aflast venjulega vel hér í norðan- og austanátt. ísfiskur. í ár (til 20. marz) eru útfluttar 3534 smálestir af ís- fiski. Á sama tíma í fyrra 4504 smálestir og er því afli nú um 14 minni. Allur þessi mismunur er í þessum mánuði. Lýsið mun allt vera selt eða 500—700 smálestir fyrir sama verð og síðastliðið ár. Lifrar- magnið í ár er (21. marz) 462 smálestir, á sama tírna í fyrra 513 smálestir. Frosinn fiskur. Til Ameríku hefur selzt um 10% af ársfram- leiðslu frystihúsanna, og til Frakklands um 20% og Tékko- slóvakíu 2% eða um i/3 af árs- framleiðslunni. Verðið er hlut- fallslega hærra en í fyrra, enda var það mjög lágt þá, eða eftir að hætt var að láta þunnildin fylgja flökunum. Sildarmföl. Talið er, að hol- lenzka stjórnin hafi boðizt til að kaupa 20.000 smálestir að síld- armjöli eða svipað og framleitt var af Síldarverksmiðjum ríkis- ins 1944 fyrir um 22% hærra verð en verið hefur. Norðmenn Menning — Hvað skyldi nú vera til skemmtunar í Samkomuhúsinu í kvöld, spyrjum við oft hver annan. Svarið er oftast nafn einhverr- ar nýrrar kvikmyndar, og er þá keyptur miði, oft án þess að hafa hugmynd um, hvernig myndin er. Nú er það því miður þannig, að meira en helmingur þeirra kvikmynda, sem framleiddar eru, eru frá menningarlegu sjónar- miði annaðhvort einskis virði eða beinlínis skaðlegar. Samt sem áður eru oftast allir bekkir fullskipaðir, næiTÍ því án tillits til þess, hve léleg myndin er. Nokkrum sinnum á ári kem- ur svo fyrir, að í stað kvikmynda er eitthvað annað og nýstárlegi'a til skemmtunar. í þessum bæ er það nefnilega þannig, að til eru félög, sem hafa á stefnuskrá sinni að skemmta Eyjabúum, ekki oft í viku, nei, aðeins tvisvar sinnum á ári hvert félag. Hér er starfandi leikfélag, lúðrasveit, og tveir kórar, og þar með eru þau víst upptalin. í haust leið, hafði leikfélagið æft smáleikrit, „Sundgarpinn“. Á frumsýningunni, sem hafði verið auglýst á götum og í út- varpi, voru álíka margir áhorf- endur og á framúrskarandi lé- legri kvikmynd. Leikrit þetta var að vísu ekki íburðarmikið eða stórkostlegt, en það var smellið og hlægilegt og sæmilega leikið, og sennilega auðveldara að skilja en bíómyndirnar, sem talað ^r í á framandi tungu. Á næstu sýningu var ennþá færra, og á þriðju sýningunni er hér var fyrir skömmu (vesalings mennirnir héldu, að um ein- hvern leiðan misskilning væri að ræða og auglýstu í þriðja sinn), þá voru áhorfendur þó Iang- fæstir. AIls munu 480 gestir hafa.sólt sýningarnar, en sæmilega bio- mynd sækja um 1000 gestir. Svipaða sögu, ef cil vill ekki eins sorglega, er að segja uiis samsöngva hinna félaganna, sem nefnd voru. kváðu þó hafa selt fyrir 38% hærra verð en hér hefur verið. Saltsild. UNRRA-hjálparstofn- unin hefur óskað eftir að fá 300 þúsund tunnur af síld næsta sumar. Óvíst er með tunnur, þó mun hafa fengizt loforð fyrir 200 þúsund tunnum frá Noregi. ómenning En hafið þið athugáð hVað liggur á bak við einn konsert af erfiði og starfi til undirbiinings e.innar söngskemmtunái? Æliitgar eru venjulega tvisvai í viku, og æft mest allt árið Ef meðlimir t. d. Rarlakors Vest- niannaeyja fengju 'greítt tíma- kaup fyrir fyrirhöfn sína (söng- æfingar), með venjuíegu tíma- kaupi, ef gcjrt er ráð fyrir, að kói- inn haldi samsöng einu sinnl á ári, þá myndi skemmtunin „standa kórnum í“ um citt bundrað þúsund krónum. , : Vitaskuld er þetta dæmi að- eins tekið til gamans. Kórfélóg- unum kemur ekki til hugár, hvorki tímakaup eða tilsvarandi tekjur af samsöng. En vitið þið hvers þeir krefjast, — nei ekki krefjast, þeir segja það ekki einu sinni upphátt, en þá dreymir um, og þeir vonast til, að bæjarbúar láti nú svo lítið að reyna að sýna þá viðurkenningu á menningar- legu starfi þeirra að hlusta á þá, að allir þeir, serri éinhvers meta söng komi og hlusti. Ef þessi draumur rættist og ekki kæmú færri áheyrendur en á góða kvikmynd, þá gæti jafn- vel svo farið, að félögin fengju efni á að útvega sér viðunandi húsnæði, í stað þess að æfa í siná- herbergjum og skúmaskotum. Það myndi .verða lyftistöng þess- um félögum, en sinnuleysi fólks- ins getur orðið til þess að félögin leggist niður. C. ■ Árósin á ísfisksamlagið Frariihald af 2/ síðri.;. in leigir ekki fjórða. skipið, þó að hún hafi áður fengið sam- þykkt fyrir því. Á þessari stundu getur énginn sagt um, hvernig ísfiskflutning- ar takast, en útlitið er ljótt. MikTð ‘ á‘f: ‘skiþ'aflotanúm'vaf leyst úr herþjónustir og þau og skip annarra þjóða sóttu fisk á ósærð mið vegna nærri sex ára styrjaldar á höfunum og þrátt fyrir það, að brezkir sjóm., og þá ekki síður íslendingar, héfðu fulla þörf fyrir óbreytt verðlag á fiski í Bretlandi eru líkurnar, því miður, nokkrar fyrir að svo verði ekki, þó að vonandi rætist bet- ur úr en á horfist. ísfisksamlagið og bæjarstjórn, fyrst hún vildi taka á' sig þá áhættu, virðast hafa farið ekki óskynsamlega í leigu á skipum, Skipin, sem héðan hafa siglt og fíest eru á Ieigu eða í eigu Eyja- manna, hafa fengið fljóta af- greiðslu ýfirleitt og er hverjum manrii ljós þýðing þess, þegar . það er haft í huga, að kostnaður hvers skips er 2—3 þús. kr. á dag og verður bið eftir fiski auðvit- að til að lækka fiskverðið eða al- komumöguleikana. Enginn virðist mega heyra nefnt að salta fisk, en það er þó ekki .ýþagstæðara eii það, að þeir; ' sém háfa aðgerðarmenn hvort ,sem er og þurfa ekki að kaupa auka vinnu, og svo er uiri margan, fá sénnilega 80—90 aura fyrir kg. frítt miðað við hausaðan og slægðan fisk, sem þeir fá annars fyrir 65 aura í skip. Ríkisstj. hefur lofað að kaupa 5000 sinál. af saltf., og seldar eru til Grikklands 3000 smál., á sem svarar þetta verð, svo að alls er hér um að ræða 8000 smá- lestir á þetta verð eða sem svar- ar til þess magns, sem útflutt er af. ísfiski hér árlega. Og þegar ríkissjóður er einu sinni farinn inn á.þá braut að kaupa fisk fyrir ákveðið verð af útgerðar- og .sjómönnurn, sem hvorugir mega við því að fiskverðið lækki, þá er viðbúið að Irarin verði að halda því á- fram. Það væri nær fyyir þá, sent fara nú með meirihluta-stjórn í bæjarmálúm að Icitast víð að sameina sjómenn ög útgerðar- me.nn um kröfur um að halda , uppi fiskverðinu með aðgerðum þess opinbera, heldur en áð leit- ast við að skapa tortryggni og sundrung rnilli þessara stétta með rógi og illkvittni og órök- studdum sleggjudómum. Það yrði áreiðanlega affarsælla fyrir bæjarfélagið. EMAILERUÐ ELDAVÉL til sölu. Uppl. í síma 142. Sjómann vanfrar á m. b. /fMETA/# Pefrer Andersen

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.