Víðir - 04.04.1946, Page 1

Víðir - 04.04.1946, Page 1
SAMGÖNGUMÁL Nýliðin styrjaldarár liafa fært mikinn anð í þjóðarbúið, að minnsta kosti ef reiknað er eftir íslenzkum mælikvarða fyrir stríð. Sé það aftur reiknað eftir núver- andi ástandi, verður þetta allt minna. Það er þó víst, að allur fjöldinn hefur bætt hag sinn tölu- vert og sumir stórkostlega. Það munu þó einkum vera borgarar Reykjavíkur og nágrennis, sem auðgazt hafa mest á tímabili styrj- aldarinnar. Skilyrðin til athafna og framkvæmda hafa verið betri þar en víða annarsstaðar á land- ínu. Erlent setulið liefur mest ver- ið þar, og margir hagnazt af því. Það, sem þó helzt liefur valdið þessu, er, að Reykjavík hefur ver- ið miðstöð allra siglinga og við- skipta nú undanfarandi. Önnur liéruð landsins hafa orðið útund- an, hvað siglingum og viðskiptum viðvíkur. Þetta kann að liafa verið eðlilegt tímabil stríðsáranna, en getur ekki og á ekki að lialda svo áfram. Þegar við lítum til okkar í Yest- mannaeyjum, vitum við, að sam- gönguerfiðleikar liafa hér verið miklir undanfarandi styrjaldarár. Það má þó teljast góðra gjalda vert, að fiskur sá, sem hér liefur veiðzt, og ekki verið liraðfrystur, hefur komizt nýr á erlendan mark- að. Um önnur siglingaskip en fisk- tökuskipin Iiefur naumast verið að tala þessi árin. Þó verður ekki fram Þjá því gengið, að á millum Reykjavíkur og Yestmannaeyja liafa gengið ýmis smáskip. Skip þessi, sem ag jafnaði hafa engar áætlanir liaft nema þá Laxfoss, Iiafa flutt til okkar vörur þær, sem við höfum þurft. Allt hefur þetta kostað geysimikið fé í flutn- ingsgjöldum fram yfir það, sem við áttum við að venjast. Flutn- ingur fólks til 0g frá meginland- inu liefur gengið vonum framar. Þetta verður þá helzt að þakka ferðum þeim, sem hr. Sigurjón Ingvarsson lrefur haldið uppi á sumrmn við Stokkseyri. Við vitum þó, að það er allt annað að fara lier um borð í strandferðaskipin beina leið til Reykjavíkur, en að velkjast marga tíma á mótorbát og svo með bílum til að komast til Reykjavíkur. Þetta getur geng- ið að sumrinu, þegar gott er. en illfært ef eitthvað er að veðri og að vetrarlagi. Nú er stríðið liðið hjá, sam- göngurnar óðum að færast í sína fyrri farvegi. Eimslcip er að koma á föstum ferðum millum megin- lands Evrópu og Islands. Samein- aða gufuskipafélagið er byrjað að senda skip sitt, „Drottninguna“ í fastar áætlunarferðjr lil Islands. Sennilega byrjar Bergenska gufu- skipafélagið á sínum Islandsferð- uiti' Hvernig er það svo með Vest- mannáeyjar? Hafa skipin komið hér í sína fyri „farvegi“? Ónei! Hérna sigla skipin stolt framhjá. Sennilega hafa þau ennþá ekki mikla „fragt“ liingað. Menn fara ekki að panta vörur með þeim skipum, sem ekki eiga að koma hér. Hitt veit ég, að liingað hafa verið farþegar með skipunum frá útlöndum. Farþegarnir hafa orð- ið að fara með skipinu til Revkja- víkur bíða þar marga daga og koma svo með einhverju smáskip- anna liingað. Með þessu er það upp undir það eins dýrt að bíða í Reykjavík og komast hingað og ferðin frá útlöndum til Islands. Mér finnst það einkennilegt, að Eimskip skuli ekki finna þá sið- ferðilegu kröfu, sem á félaginu hvílir, að koma siglingum lands- manna í viðunanlegt horf eða í sína fyrri farvegi, eftir því sem unnt er. Engin ofraun ætti það að vera að láta skipin koma við hér í Vestmannaeyjum, eins og venja var fyrir stríð. Skip sem hafa fast- ar áætlunarferðir millum megin- lands Evrópu og Reykjavíkur. Eimskip er byggt upp af öllum landslýð, og þá einnig Vestmanna- eyingum- Eimskip hefur á undan- farandi árum notið mikilla styrkja af opinberu fé til starfsemi sinn- ar. Stríðsárin liefur Eimskip fyrir atbeina liins opinbera fengið tæki- færi til að græða milljónir. Hér skal engan dóm á það leggja, livort eða liversu réttmætt þetta hefur verið. Þó finnst mér, að þetta fari nokkuð eftir því, hvern- ig félaginu tekst að gjöra skyldu sína, fá siglingar landsmanna í viðunanlegt horf. Landsmenn munu aldrei geta fallizt á eða látið það viðgangast, að Eimskip starfi sem hagsmunafyrirtæki Reykjavíkur á kostnað annarra byggðarlaga. Ef Vestmannaeyjar eiga að geta þrifizt og vaxið sem undanfarandi, þarf samgöngukerfið að komast í gott lag. Hér þurfa öll millilanda- skip, sem sigla í fastar ferðir við meginland Evrópu og Suður-ís- land, að koma hér við á upp- og útleið. Þetta var nauðsynlegt fyrir stríð, og þetta er engu síður nauð- synlegt nú. Um þetta nauðsynja- mál þurfa allir Veslmannaevingar að sameinast og gjöra ákveðna kröfu. Hér er að jafnaöi stöðugt unnið að hafnabótum, og Vest- mannaeyingar munu gjöra allt sem unnt er til að höfnin verði þannig, að milliferðaskipin geti lagzl liér inn að bryggju- Þetta er eitt af mestu framtíðarmálum Eyj- anna. En þangað til þetta er orð- ið, verður að hafa gamla lagið, að ' afgreiða skipin á ytri höfn. Það er líka annað mál, sem mig langar til að minnast lítilsháttar á, flugvallarbygginguna hér. Um þetta mál hefur mér þótt gæta meira ákafa en fvrirhyggju. Ég vil ekki með þessu kasta neinni rýrð á þá menn, sem beitt liafa sér fyrir máli þessu. Það er vel skiljanlegt að áliugasamir rnenn liafi sem fyrst viljað bæta iir samgönguerfiðleikum þeim, sem liér hafa verið. Ríkisstjórnin lief- ur nú tekið mál þetta í sínar hend- ur, þ. e. a. s. flugvallagjörðir fyrir allt landið- Eins og kunnugt er, er hér hafin flugvallargjörð. Mig brestur sennilega þekkingu til að ræða hina faglegu hlið málsius, en eftir því sem mér skilst, og hér verður gengið út frá, er hér um flugvöll að ræða, sem ætlaður er minniháttar flugvélum. Flugvélar, sem eingöngu eru ætlaðar til inn- anlandsferða, muudu geta notað flugvöl þennan. Það gæti nú svo sem orðið okkur bæði til þæg- inda og skemmtunar að geta svifið í loftinu til Reykjavíkur og ann- arra staða á landinu. Eins gæti það viljað til, að vinir og kunnT ingjar okkar ættu þá þægilegra með að heimsækja okkur. Þá gæti það líka verið, að fólk kæmi hing- að frekar en áður, til að skoða hinar fögru og einkennilegu Vest- mannaeyjar. Við skulum þó var- ast að láta þetta villa okkur sýn eða lialda, að við liöfum komið samgöngukerfi okkar í gott lag. þó að við fáum þennan flugvöll. Flug- völlurinn verður aðeins aukaatr- iði í samgöngukerfi Vestmanna- eyja; það er að segja, flugvöllur eins og hér er stofnað til, og frá liagsmunalegu sjónarmiði hefur flugvöllur þessi mjög litla þýðingu fyrir Eyjarnar. Við þurfum jafnt skipin og samgöngurnar á sjó, þótt flugferðir liefjist. Flugvöllurinn má aldrei verða neinn „plástur“ frá ríkisstjórnarinnar liálfu á sam- göngur við Eyjarnar. Ríkisstjórn- in má ekki geta sagt: „Sjá, nú er- uð þið komnir í flugsamgöngur við meginlandið, nú getið þið ver- ið ánægðir“- Ég segi ekki, að nokk- ur ríkisstjórn gjöri þetta, en vil aðeins með þessu undirstrika, að sá flugvöllur, sem nú er verið að byggja hér, getur á engan hátt komið í stað miliferðaskipanna. Ég vil hæta við, komið í stað flugvall- ar, sem notliæfur væri fyrir stórar millilandaflugvélar. Flugvallar, sem 35 til 50 smál. fragtflugvélar gætu notað. Ég álít, að öll flug- vallagjörð hér eigi að miðast við þetta. Nú brestur mig þekkingu til að dæma um, hvort svo er, að })essi flugvöllur sé undirbúningur undir stærri, og allt sé miðað við það. Ef svo er, erum við á réttri leið. Sé það ekki, finnst mér, að við ekki geta fórnað bezta flug- vallarsvæði Eyjanna undir þenn- an flugvöll. Það er mikið talað um „nýsköp- unina“. Tugum milljóna verður sjálfsagt varið nú á næstunni til nýsköpunar atvinnuveganna. Hver er svo þessi ,,nýsköpun“? Mér virðist það ljósast þannig: Það eru keyptir og byggðir 35, 50 og 80 smál. mótorbátar. Það eru keypt ir og byggðir eittlivað stærri tog- arar en við nú eigum. Fleiri lirað- frystiliús á að byggja og margar niðursuðuverksmiðjur. Sjálfsagt er margt ennþá ótalið, en þetta virð- ist nú það helzta. Nýsköpun get- FRAMH. Á 2. SÍÐU

x

Víðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.