Víðir - 06.04.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 06.04.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum, 6. apríl 1946. ' í, >>;* 8. tölublað Haraldur Viggó Björnsson Minningarorð Með Haraldi Viggó Björns- syni er sannur drengur og heil- steyptur liðinn fram a£ þessum heimi. Skapgerð okkar flestra er ekki fastmótaðri en svo, að hún er sveigjanleg á ýmsa vegu, til ills eða góðs, af utanaðkomandi öflum. Því var ekki þannig farið með Viggó Björnsson. Skapgerð hans var krystölluð, tær og þétt eins og eðalsteinn, en „aldir þarf demant að byggja", og Viggó heitinn var afsþringur ættar, sem í marga liðu hafði þróað skap- festu og drengskap. Faðir hans, Björn Jensson yfirkennari, þótti mjög kröfuharður við sjálfan sig og aðra, svo að ýmsum lærisvein- um hans þótti nóg um, en eng- inn efaðist urh réttlæti hans, og ýmsir þeirra reyndu drenglyndi hans. Afi Viggós var ágætismað- urinn Jens rektor, sonur síra Sig- urðar Jónssonar á Hrafnseyri, en bróðir Jóns forseta. Annar lang- afi Viggós heitins var vísinda- maðurinn og skáldið Björn Gunnlögsson, — „spekingurinn með barnshiartað". Móðir' Viggós var Lovísa, dótt- ir frú Ágústu Svendsen, kaup- konu í Reykjavík, en Svendsens- nafnið var dregið af nafni Sveins lögmanns Sölvasonar, sem var 'angalangafi frú Lovísu. Dætur þeirra Björns yfirkennara voru sex, en Viggó var eini sonurinn, °S mun hafa átt að ganga mennta veginn, sem kallað er, eins 0«' llesUr náfrændur hans í föður- ætt. j?n faðir hans dó frá flest- um börnum sínum í ómegð, er Viggó var nýbyrjaður í latínu- skólanurn, svo að hann varð að hverfa inn á aðra braut og gerð- ist yngsti starfsrnaður íslands- °anka, sem þá var verið að stoi'na. Þar vann hann undir stjorn Schou bankastjóra, sem var mjög strangur og reglusamur húsbóndi. Hneig því allt eðli hans og uppddi að því að gera hann að þeim skyldurækna og reglusama bankamanni, er hann síðar varð. Frá i4 ara aidri og til dauðadags var líf viggós heitins tengt íslandsbanka og arftaka hans, Útvegsbankanum, þó að hann væri um tírna tii framhalds- náms í banka í Kaupmannahöfn. Hann tók sér nærri þau áföll, sem bankinn fékk á kreppuárun- um, þoldi illa alla óorðheldni og gat þá verið harður í horn að um nokkurt skeið i bæjarstjórn og fjárhagsnefnd fyrir allmörg- um árum síðan, þegar bæjarfé- lagið var að ýmsu leyti komið í öngþveiti, en losaði sig við þau störf, þegar er betur horfði og minni vandi var að halda um stýrið. Hann var bæði laus við óheilbrigt sjáífsálit og sjálfsvan- mat, tranaði sér því aldrei fram, en gekk ótrauður að ábyrgðar- störfum, þar sem hann áleit, að sín væri þörf, eins og í Útvegs- Horaldur Viggó Björnsson, bonkastjóri taka, en vildi þó hvers manns vandræði bæta eftir föngum og eftir því sem samrýmzt gat skyld- um hans við stofnunina. Hann varð því eftir því vinsælli og vitr- ari sem lengra leið á ævi hans, og menn lærðu betur að skilja drengskap hans og skyldurækni. Viggó heitinn var að eðlisfari frábitinn því að gefa sig að op- inberum störfum, enda þótt hann fylgdist af áhuga með fleát- um þj'óðmálum og bæjarmálum. Hann komst ekki hjá því að vera bændafélagi Vestmannaeyja. — Hann fór eitt sinn til Spánar og ítaííu á vegum þess til þess að athuga sölumöguleika, enda var hann vel til þeirrar ferðar fall- inn, m. a. fyrir þá sök, að hann var vel að sér í frönsku og ensku. — Konsúlsstörf sín í þjónustu Breta rækti hann af sömu vand- virkni og önnur trúnaðarstörf, jafnvel fárveikur og fáum dög- um fyrir andlát sitt. Hann vann a£ ráikilli alúð og einlægni í þágu Oddfellow-reglunnar og Bœjarfréttir Skipakomur hafa verið miklar undanfarna viku. 3 flutningaskip komu fró Reykjavík með vörur. Erlend skip hafa komið með slas- Q'ba menn og færeyiskar skútur hafa leitað hingað vegna veðurs og til viðgerðar. Úr nokkrum hef- ur einnig verið losaður hér fisk- ur. í tveimur þeirra var illkynjuð inflúensa. Var haldinn um þær lögregluvörður, meðan þær lógu við bryggju. Líknarstofnun. Einar Guttorms- son, læknir, hefur flutt tillögu í bæjarstjórn um að tekið verði í fjórhagsáætlun gegn jafnmiklu framlagi fró ríkinu 100 þús. kr. til byggingar sjúkrahúss, fæðing- ardeildar og sóttvarnahúss. Moður slasast. Það slys vildi til um borð í m/b „Jökli" á föstu- dag, að Magnús Sigurðss., Boða slóð 2, lenti í togvír bátsins, togn- aði og marðisl og missti lítils- háttar framan af hægra fæti. FjárhagsáæHun var til 2. um- ræðu á föstudaginn. Umræður voru mjög harðar og var þeim að lokum frestað um óákveðinn tíma. Nýrí hámarksverð gengur í gildi í Bretiandi eftir 13. april. — Hér fer ó eftir verð nokkurra helztu teg. fyrir og eftir lækk- unina, breytt í ísl. kr. pr. kg., til skilningsauka fyrir almenning: Þorskur, hausaður, áður kr. 1.62, nú kr. 1.33. Ýsa, hausuð, óður kr. 1.76, nú kr. 1.62. Skar- koli, þykkval., óður kr. 2.81, nú kr. 2.45. Markaðurinn í Breriandi. Um síðustu helgi féll hann um allt að því helming fró hómarksverði, en hefur nú hækkað aftur. mótaði manna mest starf henn- ar i Vestmannaeyjum. Hvergi komu mannkostir hans skýrar fram en þar innan luktra dyra, því að hann var ekkl einn af þeim, sem birta innri mann sinn á strætum og gatnamótum. — Hann var sæmdur riddarakrossi Fá'lkaorðunnar og þó seinna en við mátti búast, því að margur Framh. á 2. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.