Víðir - 20.04.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 20.04.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum, 20. apríl 194G 9. tölublað EINAR SIGURÐSSON: FRAM- TÍÐAR HÖFN Lokun hafnarinnar að austan og opn- un Jnnsiglingarinn- ar gegnum Eiðið. Síðastliðinn vetur skrifaði ég grein í Sjómannabliðið Víking, „Örugg höfn", þar sem ég lagði til, að höfninni yrði lokað að austan, garðúr. gerður frá Eið- inu út í Eiðisdranga og Eiðið, senv er sandrif, opnað, svo að sigla mætti inn í höfnina fyrir innan Drangana, þár sem er 18 feta dýpi um fjöru, eða eins og stærstu togarar rista. Áður hafði ég flutt tillögu í bæjarstjórn um að rannsakaðir yvðu möguleikar á slíkri hafnar- gerð. Síðan hafa verkfræðingar, skip- stjórar og nlargir málsmétandi menn hér og annars staðar rætt þetta mál við mig og verið hug- myndinni fylgjandi, og einn stjómmálaflokkurinn tók þetta Upp í stefnuskrá sína fyrir kosn- ingarnar í vetur. En hér við situr. Og nú hefur verið lagt til, að fé þvf, sem hafn- arsjóður hefur árlega yfir að ráða tll verklegra framkvæmda, um hálf miljón króna, verði varið á svipaðan hátt og áður til dýpk- unar hafnarinnar.' Vegna þeirra, sem ekki hafa !esið umrædda grein, verður ek-ki komizt hjá, að geta hér nokk uð þeirra hugmynda, sem settar hafa verið fram í sambandi við ynrhugaga innsiglingu gegnum kioið. uin á--milli hinna þriggja Eiðxsdranga eru 8fl m Hafið til Fyrirhuguð innsigling gegnum Eiðið. (Teikn.: Engilb. Gíslason) lands á mitt Eiðið er um 180 m. Þetta eru samtals 265 m., sem yrði þá full lengd fyrirhugaðs skjóigarðs fyrir vestan- og suð- vestanbriminu. — Þetta er ekki ýkjalangt, þegar það er athugað, að hafnargarðarnir hér eru sam- tals 400 m. langir. Hafnargarð- arnir í Hafnarfirði og á Akra- nesi eru áætlaðir heldur lengri en þessi Eiðisgarður yrði. Þar sem ihnsiglingin yrði þrengst yrði hún um 50 m., og er það nógu rúmt, ef gott svig- rúm yfði fyrir innan. Á þessari innsiglingu íyrir innan Drang- ana er smáskér skamrat frá vest- asta dranganum. Þetta sker yrði að sprengja, og er það ekki erf- itt frá tæknilegu sjónarmiði. Dýpið í innsiglingarmynninu fyrir innan Drangana er um 27 fet, og við skerin upp við land andspænis dröngunum er dýpið 20 fet, hvorttveggja urjo stór- straumsfjöru. Dýpið fer svo smá- minnkandi til lands. Næst landi yrði því að dýpka nokkuð um leið pg grafið >TÖi gegnum Eið- ið, svo að alls staðar yrði 18 feta dýpi um fjöru. Útsynnings- og vestanbrimið er stórkostlegt á Eiðinu, en þó hefur því ekki tekizt að vinna á því né Dröngunúm, svo að þótt Eiðið hefði verið það utar sem nemur vegalengdinni út að Dröngum, stæði hvorttveggja þar jafnt enn, og hel'ði þá sennilega fyrir. löngu verið búið að grafa í gegnum Eiðið fyrir austan Drangana. Hér skal svo nokkuð rætt um, hversu gerlegt það væri að byggja varnargarð á áðurnefndu dýpi, 24 fetum yzt, 18 fetum miðja vegu, og 12 fet, þegar i/% er til lands. — í Hafnarfirði eru garðarnir byggðir á 24 feta dýpi, á Akranesi 30 feta dýpi, óg Kefla- víkur-garðurinn er á 33 feta dýpi — og á öllum þessum stöðum eru garðarnir á nokkuð jöfnu dýpi. Það kemur auðvitað til kasta verkfræðinganna að leggja til, hvernig garður þessi yrði byggð- ur, og er það, sem hér og áður hefur verið sagt um þessar fram- kvæmdir, fyrst og fremst sagt til þess, að skapa almennan áhuga fyrir málinu. Tíðast mun stein- steypukerum sökkt þar sem um verulegt dýpi er að ræða. Þessi aðferð er kostnaðarsöm, og er atj hugandi, hvort ekki mætti gera þennan garð úr grjóti eingöngu og ramma að innanverðu með járni, eins og er utan um Bása- skersbryggjuna. Væri það senni- lega ódýrasta aðferðin og um leið traust. Garðurinn þyrfti þá að vera eins hár.og Eiðið eða hærri, svo að öruggt væri, að sjórinn næði ekki til að vaða yfir hann, og er þá ekkert aðalatriði, að hann sé úr steinsteypu. Stórgrýti og sand mundi bera upp að honum að utan, eins og að Eiðinu og gera hann mjög traustan. Eins og áður er sagt, er Eiðið allt úr sandi, með blágrýtishnull- ungum efst. Væri fyrirhugaður garður gerður úr grjóti úr Klifinu eða Klettinum, ætti að vera auðvelt að gera garð þennan á einu sumri. Garður þessi gæti svo staðið yfir vetur- inn, áður en opnað yrði að aust- an, og reyndi þá á; hversu hann dygði. Á milli Dranganna yrði hins- vegar sennilega ekki komizt hjá að nota steypt ker. Að hér hefur verið lagt til að nota Drangana sem haus á þenn- an fyrirhugaða garð, er einung- is vegna þess styrkleika, sem þeir mundu A'eita fyrirhuguðum garði gegn briminu og eins vegna þess að í austanátt er. mest skjól fyrir j. hafnarmynnið þarna austast. Ef hinsvegar væri hægt að gera | garð það traustan, að hann gæti J staðið sjálfstætt, án þess að styðj- ast við Drangana, sem ég tel vafasamt, mætti hugsa sér, að hann yrði látinn stefna úr urð- inni norðaustan undir Klifinu. Einnig þyrfti að rannsaka, hvort það hefði ekki einhvérja þýð- ingu, að ryðja grjóti niðuv í sundið, sem er milli Arnar og lands. Þá yrði að grafa upp mest- Framh. á 2. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.