Víðir - 20.04.1946, Blaðsíða 4

Víðir - 20.04.1946, Blaðsíða 4
RABB ViZiw Framboð til alþingis Mokafli hefur verið í Jx»rska- net undanfarið. Hinsvegar lítill í botnvörpu. Dragnótabátar hafa veitt vel, upp í 2.500 kg. af skar- kola í róðri. Þeir hafa rétt aðeins orðið varir við þykkvalúru. Nú er ekki lengur hægt að birta afla bátanna hér, því að flestir hafa orðið að salta töluvert. Upp á síðkastið hefur afli ver- ið rýr í norðanverðum Faxaflóa og hefur það bitnað á Reykja- víkur-, Akraness- og Hafnarfjarð arbátum. Hinsvegar hefur afli hjá Sandgerðisbátum verið agæt- ur og hafa þeir sótt 3 tíma út. M/b Faxi fékk t. d. nýlega á línu 40 smál. í tveimur róðrum. Landssamband íslenzkra út- vegsmanna hefur fest kaup á 5.000 smál. af salti frá Portúgal, sem kemur með e/s „Sinnet“ í byrjun maí. að hefur ennfremur samið um kaup á 4.000 smál. í viðbót. I’essi kaup fóru fram fyr- ir milligöngu ríkisstjórnarinnar og Thor Thors, sendiherra. ísfiskflutningaskip eru nú eng in í Faxaflóa, en jrar sem afli er nú miklu tregari, anna frysti- húsin að mestu að vinna hann, Svo sem kunnugt er, eiga í sumar að fara fram kosningar til Alþingis til fjögurra ára. I ýmsum kjördæmum er nú farið að athuga um framboð og þegar búið að ákveða J>au í nokkrum kjördæmum. Enn sem komið er, hefur ekk- ert heyrzt hér um framboð og er Sjálfstæðisflokkurinn ekki far- inn að halda neina fundi um Jjau mál. Sjálfstæðisflokkurinn hér mun að sjálfsögðu taka afstöðu til framboðs hér á næstunni, og er þá eðlilegt, að prófkosning fari fram milli hugsanlegra fram- bjóðenda flokksins, sem er hin en nokkuð er saltað. Alls hefur verið saltað á öllu landinu 3.000 smál. Ríkisstjórnin ráðgerir nú að leigja 20—30 ísfiskflutningaskip, og mun vera í þann veginn að leggja frumvarp fyrir alþingi um heimild fyrir því. 'ýðræðislegasta aðferð um val frambjóðenda, og Sjálfstæðis- flokkurinn viðhefur nú í Reykja vík. Einar Sigurðsson mun gefa kost á sér til framboðs til al- þingiskosninga, ef það er vilji meirihluta kjósenda Sjálfstæðis- flokksins. Talið er fullvíst, að Jóhann Þ. Jósefsson muni gefa kost á sér eins og áður. Hjólparheilan. Bæjarútgerðin hefur neitað að taka fisk í e/s „Sverri". Þetta er bjargróðið þeg- ar útgerðarm. og sjóm. vanhag- aði hvað mest um skip. Og bæj- arbúar sem héldu að þeir yrðu útsvarsfríir fyrir útgerðina. Helzt er nú í bígerð að gefa sig upp á ríkið og biðja það að yfirtaka leiguskipin. Lítið var en lokið er. Fjórhagsáætlunin. Gárungarn- ir segja að fjárhagsáætlunin biði meðan verið s'é að fiska upp í útsvörin að minhsta kosti. JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON: Mið húsaránið Á síðustu áratugum 18. aldar bjó á Vilborgarstöðum í Vest- mannaevjum bóndi, sem hét IJjarni Björnsson. Kona hans hét Ingibjörg Hreiðarsdóttir, og var hún frá Kirkjubæ þar í Eyjun- um. Gengu þau í hjónaband 7. október 1787, og var Bjarni þá 25 ára að aldri, en Ingibjörg 27 ára gömul. Ekki er kunnugt um ætterni þeirra. Um sömu mundir bjó að tómt- húsinu á Löndum Bjarni Sig- valdason og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Höfðu þaú flúið undan Skaftáreldum út í Vest- mannaeyjar úr Álftaveri. Einn- ig höfðu unt sama leyti Jn jár aðrar fjölskyldur leitað þangað undan Skaftáreldum. Árið 1785 fór Sigurður Sívertssen, sem þá var sýslumaður í Vestmannaeyj- um, Jjcss á ieit við rentukamm- erið, að Jjessum fjölskyldum yrði veittur fjárstyrkur úr ríkissjóði til þess að koma sér aftur fyrir á jörðum sínum eystra, sökum Jjess að þær hefðu tapað ölium eigum sínum í eldunum. — Var því þá heitið, að þær skyldu fá 10 ríkisdala styrk, ef þær flyttu aftur á jarðir sínar, en annars ekkert. Ekki þáði Bjarni Sig- valdason þennan styrk, og bjó hann ennþá að Löndum árið 1791. Þá var vinnumaður hjá honum að nafni ísleifur Rafn- kelsson. Bjarni Björnsson bjó þá ennþá á Vilborgarstöðum, og hafði hann vinnumann, sern hét Eyjólfur Eyjólfsson. — Allt voru Jjetta svaðamenni. Um þessar mundir var versta hallærisástand í Vestmannaeyj- um. Hafði verið aflaleysi til sjáv- arins árum saman. Miðhús voru Jrá í eyði, en nytj- uð af Hans Klog kaupmanni. Fil- ippus Eyjólfsson, fyrrum hrepp- stjóri og skólameistari í Vest- mannaeyjum, hafði fengið leyfi kaupmanns til Jjess að dvel ja þar, og var hann einn á bænuin. Að vísu bjuggu tveir tómthúsmenn þar í útihýsi. Filippus var kom- inn yfir sjötugt, hrumt gamal- menni. Nóttina milli 9. og 10. febrú- ar árið 1790 var stórveðurs storm ur af austri, með regni og sjó- drifi. — Undir miðnætti réðust tveir menn inn á Filippus, Jjar sem hann Iá allsnakinn í rúmi sínu í fasta svefni. Voru Jiað þeir Eyjólfur Eyjólfsson, vinnumaður Bjarna Björnssonar á Vilborgar- stöðum og ísleifur Rafnkelsson, vinnumaður Bjarna á Löndum. Greip ísjeifur Filippus og hélt honum í heljartökum meðan Eyjólfur barði hann með páli hvert höggið eftir annað. Særðu þeir Filippus allmikið á höfði. Hurfu þeir síðan frá, en komu innan stundar aftur. Barði nú Eyjólfur Filippus enn mörg högg í höfuðið með pálinum, þangað til hann féll í ómegin. Lá hann lengi meðvitúndarlaus. Þegar Filippus raknaði aftur við voru mennirnir farnir, og pen- ingakistill hans horfinn. í hon- um hafði hann geymt um ell- efu ríkisdali, að því er liann sagði. Af pálshöggunum hafði Filippus fengið marga og mikla áverka, og voru átta sár á höfði. Daginn eftir kærði Filippus fyrir sýslumanni árásina og þjófn aðinn. — Jón Eiríksson, bróðir Jóns konferensráðs, liins mæta manns, var Jjá sýslumaður í Vestmannaeyjum. Bjó hann í Stakkagerði. Jón var meinhægðar maður og ekki talinn gáfumaður sem bróðir hans. Hann byrjaði ekki próf í máli þessu fyrr en 10. marz. Segir hann í bréfi, sem hann skrifaði stiftamtmanni 15. apríl, að Filippus liggi Jjá enn fyrir dauðanum í sárum sínum. Jón sýslumaður skipaði Brynj- ólf Brynjólfsson sækjanda í mál- um FilippUsar. Mæltist Jjað illa fyrir, því misjafnt orð fór af Eyja-Brynka eða Smjör-Brynka, eins og hann var kallaður, sök- um þess að hann stóð um langt skeið fyrir smjörkaupum eyjar- skeggja frá meginlandi. — Fékk sýslumaður ávítur fyrir þessa Bœjarfréttir Messað í Landakirkju páska- dag kl. 2, annan páskadag kl. 5. Samkomur í Betel páskadag og annan í páskum kl. 4VS>. Páskafrí. Kennsla byrjar aftur í skólunum eftir páskafríið á mið- vikudaginn. E/s „Jökull", nýtt leiguskip hjá ísfisksamlaginu, er nú full- fermdur, mest flatfiskur. Undirstöðurnar undir nýju vél- arnar í rafstöðinni voru steyptar á mánudaginn var. Vélunum var lofað frá Bretlandi í apríl, en það er viðbúið, að þeim seinki eins og öllum afgreiðslum nú. Nú er verið að leggja síðustu hönd á húsið að innan af mönnum þeim, sem tóku að sér byggingu þess. Eftir er þó að múrhúða stöðina að utan með kvartsi og hrafn- tfnnu. Flugvellinum miðar hægt á- fram. Verkfærin eru stöðugt að bila, því að þarna, eins og víðast * annars staðar á Heimaey, er mikið grjót og fastar klappir. — Það má mikið vera, ef hann verð- ur fulltilbúinn fyrr en í haust. „Laxfoss" kemur á fimmtu- daginn. skipun, bæði af þessum ástæð- um, og eins sökum þess að ekki var talið grunlaust, að hann hefði verið í vitorði um árásina á Filippus. Ekki voru það Jjó annað en hviksögur. Jón sýslumaður hóf nú rann- sókn málsins. Tók hann ísleif Rafnkelsson fyrir rétt, enda hafði Filippus borið kennsl á hann um nóttina. Játaði ísleif- ur Jjegar, og sagði frá því, að hann hefði haldið Filippusi meðan Eyjólfur barði hann með pálinnm. Eyjólfur þrætti í fyrstu, en játaði síðan, að hann hefði franiið illvirkið, og þeir félag- ar samkvæmt fyrirmælum hús- bænda sinna og að þeirra hvöt- um. Létu þeir Bjarna Sigvalda- son vita, Jjegar Jjeir höfðu slegið Filipjjus í rot. Kom hann þá niður að Miðhúsum, og tók pen- ingaskrín hans og lykla, og hafði með sér heim til sín að Löndum. Var Jjá Bjarni Björnsson sóttur ujjjj að Vilborgarstöðum, og skijjtu þeir nafnarnir með sér Jjýfinu, en létu eitthvað lítils- háttar renna til „vinnumanna“ sinna. Bjarni Sigvaldason játaði þátt sinn í ódæðinu. Fyrr um veturinn játaði hann einnig, að hafa stolið frá F’ilippusi kistli einum, sem virtur var á fjrjár spesíur. Bjarni Björnsson neitaði allri þátttöku og meðvitund um ill- virkið, og sagði hina ljúga á sig. (Meira í næsta blaði).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.