Víðir - 04.05.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 04.05.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum 4. maí 1946 10. tölublað EINAR SIGURÐSSON: Aldahvörf 1 Eyjum GoH land. í Vestmannaeyjum hefur lengst af þótt gott til fanga og afkoma manna þar verið sæmi- leg. Veiðiskapur hefur hvergi á landinu verið eins fjölbreyttur og hér. Lína, net, botnvarpa, dragnót og jafnvel' handfæri, hafa verið notuð jöinum hönd- um. Hér er stærstá bátaverstöð landsins, þar sem hér eru nú 72 vélbátar, virtir á 11 milj. króna og 5 skip í siglingum að yerð- mæti um 4 milj. króna. Húseignir hér eru virtar á 40 milj. króna. Eignir bæjar- og hafnarsjóðs eru taldar um 5 milj. króna virði. Alls eru því þessar 'eignir metnar eftir núverandi verðlagi á 60 milj. króna. Tímamót. Vélbátarnir hafa smátt og smátt verið að stækka úr 8 smál. bátum, sem komu hér upp úr aldamótunum, og upp í 50—60 smál.,-,sem er seinasta bátastærð- in hér. Stórir togarar hafa aldrei verið gerðir hér út og hafa hal'n- arskilyrðin hindrað það. Hjá íslen/.ku atvinnulífi eru nú harðar fæðingarhríðir hinna nýju atvinnuhátta, sem nú eru að skapast með þjóðinni. I vantraustsumræðunum boð- a^i atvinnumálaráðherra, að mikill hluti gamla vélbátaflot- ans ætti með nýsköpuninni að iiverfa úr sögunni. Einn bátur hefur verið pant- aður hingað af á annað hundrað vélbátum (140 með dönsku bát- unum), sem komnir eru til lands- ins eða eru væntanlegir, svo að augljóst er, að þessi umskipti koma hart niður á Vestmanna- eyjum. Það er heldur ekki ó- sennilegt, að 20—30 vélbátum, sem gerðir eru út á þessari ver- tið, verði ekki róið hér að vetri. En óneitanlega er það nokkuð hart fyrir þá útgerðarmenn, sem fyrir því verða að missa þanhig eigur sínar. Þeir höfðu gert sér vonir um, að vélbátar þeirra væru einhver eign og endur- bættu þá kannske fyrir sinn síð- asta eyri, þegar þeir tóku að rétta úr kútnum við hin óvæntu umskipti stríðsáranna. Fyrir bæjarfélagið myndi líka muna um minna en þriðjung báta- flotans, ef ekkert kemur í stað- inn. Það ætti að gefa þeim út- gerðarmönnum sem það vildu kost á því að láta gömlu bátana sína ganga að einhverju leyti upp í bátana, sem verið er að smíða innanlands og lítil eftirspurn er eftir, eins og gert var í Dan- rhörku, þegar slík umskipti áttu sér stað þar. Bátarnir geta líka hentað í öðrum verstöðvum og ef til vill gæti ríkið losnað við þá til Færeyja. „Mjólkurkýrin" Erfið náttúruskilyrði og ein- angrun valda því, að bæjarbúar haia ávallt orðið að leggja hart að 'sér í lífsbaráttunni og svo hitt, að Eyjarnar hafa alltaf ver-, ið sú ,,mjólkurkýrin", sem tutl- uð hefur verið einna bezt af kaþólskri kirkju og dönsku kóngsvaldi og umboðsmönnum þess, selstöðukaupmönnuntim, sem það leigði verzlunarstaðinn í Vestmannaeyjum fyrir 400 rík- isdali árlega eða meira en alla hina 20 verzhmarslaðina á land- inu samtals, en hver þeirra var leigður á 16 dali, og nú loks seinni árin af ríkissjóði og Reykjavík. Ríkissjóður er hér landsdrott- inn og mun það vera nærri eins- dæmi um kaupstað hér á landi, að hvorki bærinn né bæjarbúar eigi þar nokkurn landsskika. I>að mun einhverju sinni hafa verið borið fram frumvarp um, að ríkissjóður seldi kaupstaðnum Eyjarnar. Þá urðu nokkrir bændur til að mótmæla því af ór.ta við það, að jarðaraígjöld kynnu að hækka. Það var þó auðvelt að setja það skilyrði, að jarðarafgjöldin hækkuðu ekki í þeirra tíð. En þetta var nóg til þess, að hætt var við flutning trumvarpsms. Altar loðarleigur hefðu þó munað bæjarsjóð tals- Verðu. Leigutekjur ríkissjóðs i'ara vaxandi með ári hverju. Bæjar- sjóður leggur dýrar götur um land hans og harðdrægir uni- boðsmenn hafa hækkað hér lóð- arleigur. Ófriðarárin hefur orðið að flytja allar nauðsynjar bæjarins, nema kol og sement, til Reykja- víkur og síðan hingað, margar hverjar með ærnum umhleðslu- kostnaði og stundum líka flutn- ingskostnaði. í Reykjavík er svo haldið uppi miklu af gerviiðn- aði, sem er miklu dýrari en var- an erlendis frá, og hefur þetta í einstaka tilfellum gengið svo langt, að umbúðirnar utan um vöruna hafa kostað jafnmikið og varan í umbúðum erlendis frá. Auðvitað verður svo að greiða að auki flutningskostnað þessara vara, því að hér er ekkert selt fyrir sama verð og í Reykjavík nema brennivínið. Eyjabúar verða þannig að greiða fram yfir Reykvíkinga og nærsveitamenn mikið fé og kemur þetta hart riiður á almenningi hér í stör- hækkuðu vöruverði, þó að hann verði ekki beinlínis var við það, því að þessi verðhækkun er inn- heimt af' verzlununum. Öllum atvinnurekstri er hér líka íþyngt með þessu. Á Jjennan hátt sogar Reykjavík til sín verulegan hluta af framleiðslunni úti á landsbyggðinni og fólkið um leið. En það er eins og að koma við opna kviku, ef minnzt er á það opinberlega, að fólkið þar eigi • jafnréttiskíöfu við þann þriðjung þjóðarinnar, sem lifir í Reykjavík. ' Meira. Öflun heyja. Bæjarstjórn hef- ur kosið Magnús Bergsson, Þor- björn Guðjónsson og Elías Sig- fússon til þess að gera tillögur um leigu á ræktunarlöndum eða heykaup fyrir Dalabúið. Londokiikja. Vegna viðgerðar á kirkjunni falla guðsþjónustur niður um óókveðinn tímo. Bæjarfréttir 1. maí héldu verklýðsfélögin hér hátíðlegan með hópgöngu um bæinn og kvikmyndasýningu og kvöldskemmtun í samkomu- húsunum. Sextugur. Sigfús Scheving varð sextugur 2. maí. Hann lauk prófi fró Stýrimannaskóla íslands 1907 og var hér skipstjóri í fjölda mörg ór og kenndi jafn- framt skipstjóraefnum hér. Hann rak einnig útgerð órum saman, en er nú forstjóri 01 í- samlagsins. Hann hefur gegnt hér mörgum trúnaðarstörfum og sat um 20 ór í bæjarstjórn og hefur verið í stjórn margra fé- lagssamtaka útgerðarmanna. Sigfús hefur alið hér allan sinn aldur og er einn af merkari borgurum þessa bæjar. Hann hefur hvarvetna notið mikils trausts, er réttsýnn maður og hleypidómalaus. Hann er giftur Sesselju Sig- urðardóttur, hinni beztu konu. Þau eignuðust tvö börn, Helga, hinn mesta efnismann, sem drukknaði hér 1934 eftir að hafa nýlokið stúdentsprófi, og Guð- rúnu Sigríði, sem er gift Karli Ó. Björnssyni, bakarameistara. Bæjargjaidkeri. Hrólfur Ing- ólfsson, frá Seyðisfirði hefur ver- ið ráðinn bæjargjaldkeri og jafn- framt skrifstofustjóri á bæjar- skrifstofunum.- Hafnorgjaldkeri. Jakob Ó. Ól- afsson hefur sagt lausu hafnar- gjaldkerastarfinu og mun í róði, að við því taki Ágúst Bjarnason, sem gegnt hefur bæjargjaldkera- srarfinu. Ársæll Grímsson hefur sagt lausu bústjórastarfinu í Dölum, sem hann hefur gegnt með skyldurækni og prýði, fró því bú- ið tók til starfa, og sigrazt ó mörgum byrjunarörðugleikum. Hann er nú á förum héðan á- samt fjölskyldu sinni og sakna þar margir ágætis fólks. Nýr búsrjóri. Guðjón Jónsson, fró Gunnlögsstöðum ! Borgar- firði hefur verið róðinn bústjóri í Dölum. Hann er giftur Helgu Árnadóttur fró Burstafelli hér i Eyjum.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.