Víðir - 15.06.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 15.06.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum 15. júní 194(3 13. tölublað Sextugsaf mæli Jóhann Þ. Jósefsson alþingis- maður verður sextugur 17. júní þ. árs. Hann er fyrir löngu lands- kunnur maður, því gáfur hans, atorka og framtakssemi hafa gert hann að málsvara þeirra þróun- ar- og menningarmála, sem ver- ið hafa á dagskrá, bæði hér í héraði og á þessu landi, í aldar- fjórðung. Jóhann fór snemma að gefa sig að sveitastjórnamál- um og stjórnmálum hér. Hann lmgsaði og grundaði allt vel, var skoðanafastur og varði sínar skoðanir með festu. Hann stofn- aði hér verzlunarfélag með lands- kunnum manni, Gunnári Olafs- syni, sem hingað fluttist úr Vík í Mýrdal og um það leyti var þingmaður Vestur-Skaftfellinga, og hefur sá verzlunarfélagsskap- ur brifizt og notið trausts og á- lits bæði hérlendis og erlendis jafnan síðan. Mikið mætti segja um þennan merkismann, en í stuttri blaða- grein ver'ður fátt eitt sagt. Segja má, að Jóhann hafi verið málsvari, hvatamaður og lrum- kvöðull svo að segja hvers ein- asta þróunar- og menningarmáls Eyjabúa síðan. liann komst á þing fyrir tæpum aldarfjórðungi, því að hann hefur óslitð verið þingmaður Eyjanna síðan hann var fyrst kosinn og notið þar óskoraðs trausts fbuanná. Þátttöku Jóhanns í þróunar- málum. Eyjaima, hal'narmálum, landhelgis- og björgunarmálúm;, vitamáhim, lifrarsamlagi o. fl. þekkja Eyjabúar og aðrir lands- menn. Dugur sá og hyggindi, er Jóríann einkenna, hafa orðið til þess, að ráðamenn þjóðarinnar hafa trúað honum f'yrir mestu vandamálum alþjóðar fyrr og síðar. Á kreppuárunum var hann sendur erlendis, einkum til Mið-Evrópulanda, Þýzka- lands og víðar til að semja um afurðasölu, sem þá var mikl- um erfiðleikum og vaíidkvæð- um bundinn, eins og nú, því verzlunin er raunverulega hvergi frjáls. Sýndi hann þá jafnan festu og hagsýni og náði jafnan betri árangri en við mátti, bú- ast eftir aðstæðum. Traust það, sem Jóhann vann sér á þessum árum, mun eflaust hafa orðið til þess, að lionum hefur nú verið falin formennska í nýsköpun at- vinnuveganna, sem nú er efst á baugi með þjóðinnij en hann reynist ekki frekar þar en ann- arsstaðar neinn veifiskati. Jóhann er sjálfmenntaður og fjölhæfur maður. Ha'nn er góður málamaður, talar vel frönsku, þýzku og ensku, auk Norðurlandamála. Þau lærði hann í tímakennslu hingað og þangað samfara erfiði og striti dagsins, því þá voru ekki skólar liér í Eyjum né skólaskylda fram undir tvítugt, eins og nú fer að verða. Þá máttu menn vera ólærðir. Nú er mönnunum skipað að vera iærðir. Sá, sem þetta ritar, hefur kynnzt Jóhanni sem góðum dreng, vinföstum og trygglynd- um. Hann er gáfaður og bráð- skemmtilegur í tali og viðmóti og kann ótal skrítlur og smásög- ur, sem oft er unun að heyra hann segja frá. Jóhann er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Svanhvíti Ólafsdótt- ur, missti hann eftir mjög stutta sambúð, ágæta myndarkonu. Kvæntist aftur núlifandi konu sinni, frú Magneu Þórðardótt- ur, einnig ágætri myndarkonu, og á með henni þrjú mannvæn- leg börn, 2 dætur og 1 son. Unni átti liann áður en hann giftist, hún var falleg og gáfuð stúlka, dó um tvítugt og syrgðu hana allir, er hanaþekktu. Óskum vér afmælisbarninu til hamingju með daginn og gæfu Qg blessunar í framtíðinni ásamt öllu hans skyiduliði. Ól. Ó. Lárusson. Vestmannaeyingur skrifar U m Vestmannaeying Sjálfstæðismenri í Vestmanna- eyjum hafa enn borið gæfu til að sameina sig um framboð hins ötula þingmanns síns og þjóð- málaskörungs, Jóhanns Þ. ]ó- seissonar, við í hönd farandi al- þingiskosningar. Jóhann hefur nú átt sæti á Alþingi um margra'ára skeið. Hann hefur l'rá því að hann fyrst kom á þing verið í fremstu röð framfara- og vormanna Is- lands. Það hefur verið sómi Vest- mannaeyja að eiga á þingi mann jaf'n gjörkurinugan sjávarútvegs- máliím og einarðan flytjanda umbóta á því sviði, og Jóhann er. Það mun mála sannast, að fá- ir eða engir hafi lagt jafn drjúg- an skerf til hagsmunamála sjáv- arútvegsmanna og Jóhann og fyrst og fremst fyrir kjördæmi sitt, mesta útgerðarpláss lands- ins, en jainframt til framdrátt- ar sjávarútvegi allra lands- manna. Þó starf Jóhanns á þingi hafi að mestu verið helgað sjávarút- veginum, þá hefur hann Jjó um leið verið flytjandi eða stuðn- ingsmaður . fjölmargra góðra mála, er til framfara Iiorfðu á s\iði menningar og mannúðar, svo sem í berklavarnarmálun- um og sundíþróttarmálum, en hann barðist iyrir því á sínum tíma, að sundskylda yrði lög- leidd fyrir allt landið. Fyrir kjördæmi sitt hefur Jó- hann verið hinn ötulasti þing- maður. Það er af mörgu að taka um þátttöku lians í framfara- og hagsmunamálum Eyjaskeggja, en það er mönnum kunnugt og Jdví ójjarft að rekja Jiað hér; þó skal þess getið, að Jóhann hef- ur gengið mjög ötullega fram í að tryggja björgunarskip við Eyjar á liverri vertíð nv'i um margra ára skeið. Einnig Jaefur hann látið mjög til sín taka um liafnarmát Vestmannaeyinga og Bæjarfréttir Dánarfregn. Kristinn Jónsson, verzlunarmaður, lézt í sjúkra- húsi í Reykjavík fyrir skömmu síðan. Hann starfaði mörg ár hér ó Tanganum hjá Gunnari Ólafs- syni & Co. og vann hvers manns hylli fyrir prúðmennsku og drengilega framkomu. Hann • var kvæntur Ágústu Arnbjörnsdóttur er lifir mann sinn og eignuðust þau 3 mann- vænlega syni. Um síSusíu helgi kom 90 manna hópur úr Heimdalli í heimsókn hingað til Eyja og voru þar á meðal ógætur karlakvart- ett, gitarflokkur og hljómsveit, er skemmti fólki ó. sameiginlegri kvöldskemmtun, er Heimdallur og Félag ungra sjólfstæðis- manna hér héldu í Samkomu- húsinu. Fór skemmtunin hið bezta fram og varð þátttakend- um til mikillar ánægju. samgöngumáiin, nú síðast við að koma á fiugsamgöngum við Eyj- ar. Síðast en ekki sízt skal Jjcss get- ið, að Jóharm hefur verið í broddi fylkingar nýsköpunar- manna á íslandi. Honum hefur skilizt af langri reynslu og við- kynningu við hina þröttmiklu sjómenn og lramkvæmdamenn í Eyjum, að afköst handarinnar, einnar naegja ekki til að skapa mönnum viðunandi lífsafkomu hér á landi. Hann hefur því verið fyigis- maður þess, að xélamenningin yrði tekin í þjÖnustu handarinn- ar og hefur nú séð að sá draum- ur m;etti rætast, að afköst hand- arinnar yrðu margfölduð, já tí- földuð eða jafnvel tvítugfölduð með nýtízku vinnuvélum, verk- smiðjum, er breyttu afurðum í margfalt verð, og stærri skipum. Það cr því eigi að undra |x>tt Alþingi hafi falið þingmanni \7estmannaeyinga, sem er vaxinn upp úr jarðvegi hinna þfótt rniklu atorkumanna Eyjanna, forustuna í stærsta máli þjóðar- innar fyrr og síðar — nýsköpun- Framhald á 4. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.