Víðir - 29.06.1946, Blaðsíða 2

Víðir - 29.06.1946, Blaðsíða 2
<* 'V í Ð 1 R kemur út vikulega. Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 11 8c 190. — Pósthólf 3 Prentsmiðjan Eyrún h.f. Áfengismálin Stórstúka íslands hefur sent mér eins og öðrum frambjóðend- um til Alþingis, fyrirspurn um afstöðu mína til áfengismál anna, sem eru að verða enn meira vandamál fyrir þessa þjóð en nokkru sinni l'yrr. Hér í Eyjum er áfengisnautn- in komin á það stig, að til vand- ræða horfir fyrir afkomu sjávar- útvegsins, og í mörgum tilíell- um er heimilisbölið af þessum orsökum óbærilegt. Eg hef að vandlega athuguð- um málavöxtum gefið stórstúk- unni jákvæð svör við spurning- um hennar. Héraðabönnin verða að koma lil framkvæmda þar sem almenn- ings vilji krefst þess.. Sérstaklega verður að stöðva alla áfengissölu í veiðistöðvum á vertíðum. En um leið þarf: að gera allt aðrar ráðstafanir og öflugri en nú. eru til að koma í veg fyrir leynisölu og áfengissmygl. Löggjafinn, yfirvöldin og al- menningur þurfa að liafa um þetta mál fullkomna samvinnu. í heild verður að stefna að því að draga sem unnt er úr aðflutningi áfengis til landsins með breyttri löggjöf. Verði sá tekjumissir ríkis- aðllutningi áfengis til landsins, unninn upp á annan hátt, þá liggur næst að draga eilthvað úr, eða dreifa á lengra tímabil þeim framkvæmdum ríkisins, sem ekki eru bráðnauðsynlegar, en þær eru margar. Baráttan gegn áfengisbölinu er barátta fyrir velferð þjóðar- innar og alveg sérstaklega nú, er á því ríður að valinn maður skipi bvert rúm í margþættri ný- skipan hins unga lýðveldis. væri illa farið, ef óhófleg áfegnis neyzla spillti manndómi, starfs- þreki og framtíð mikils hluta þjóðarinnar. Eyjablaðið og togara- úthlutunin í langri grein um þetta mál í síðasta Eyjablaði sannar Arni Guðmundsson bæjarstjórnarfor- seti það enn, að hann hefur ekki skilið hvað fram fór á fundin- um, sem hann sat með mér og mörgum öðrum, þar sem til um- ræðu var 1. Nauðsynin á því að dreifa togurunum út um land, en ekki að láta þá alla vera gerða út frá Faxaflóa, og 2. Hvaða úrræði væru fyr- ir hendi til að greiða fyrir því, að bæjar- og svcitarfélög utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar gætu eignazt þessi tæki. Ennfremur er það ljóst, að þessum manni, sem er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja núna, og þá líklega líka flokks- bræðrum hans að Brynjólfi ráð- 'herra ógleymdum, er það ekki sérstakt áhugamál, að togararn- ir fáist liingað í plássið, heldur að nota þetta mál í kosninga- áróðri sínum. Nýbyggingarráð hefur gert jiað, sem það liefur getað til að gefa bæjar- og sveitarfélögun- um tækifæri til að fá hlutdeild í togarakaupunum. Þegar loks að úthlutað var 20 af skipunum síðast í Apríl til þeirra, sem voru búnir að bíða mánuðum sarnan eftir úthlutun- inni með liandbært fé fyrir til- skildum liluta skipsverðanna, var ákveðið að bíða enn um liríð með úthlutun 10 togara i því skyni að gefa bccjar- og sveilarfélögupi, sern ekki höfðu sörnu fjárhagsástæður og aðrir, enn lengri frest til að koma sín- um rnálum í Lag. Vestmannaeyjar eru meðal þessara bæjaríélaga. Þrátt fyrir hreystiyrði bæjar- stjórnarforsetáns, Árna Guð- mundssonar, hefur bæjarstjórn- in hér ekki enn sýnt fram á það, að hún liafi handbært það fé, er með þarf til að leysa út þessa tvo togara, sem um er talað. Eg hef það fyrir satt, að á bæjarstjórnarfundi hér þann (i. júní, hafi einn bæjarfulltrúanna, Ársæll Sveinsson, boðizt til þess að útvega peningalán svo að bærinn gæti leyst af hendi liina tilskildu útborgun, en vinstri meirihlutinn í bæjarsljórninni hafi hummað það fram af sér að taka þessu boði. Hversvegna var sú hjálp, er Ársæll bauð fram, ekki þegin? Ef þessu boði hefði verið tekið, hefði aðstaða Árna Guðmunds- sonar til að heimta úthlutun strax verið öllu sterkari en hún er nú. Mátti það kannske ekki vitnast svona rétt fyrir kosning- arnar, að í Ijós kæmi vanmáttur og úrræðaleysi bæjarstjórnar- meirihlutans í þessu nauðsynja- máli? Þótti Árna á Háeyri hentara ~íið hafa mál þetta fyrir áróðurs- mál í kosningunum en að þyggja aðstoð Ársæls til þess að konia strax þessu hagsmunamáli bæjarins í trygga höfn? Árni fullyrðir í grein sinni, að „vilji sé fyrir hendi í Ný- byggingarráði að Vestmannaey- ingum verði úthíutað tveim togurum“. Hvaðan kemur hon- um þessi fregn? Hafa þeir Ein- ar Olgeirsson, Óskar Jónsson og Sigurður Þórðarson, sem með mér sitja í Nýbyggingarráði, gef- ið honum umboð til þess að lýsa yfir þessu fyrir þeirra hönd? Mér er ekki kunnugt um þenn- an „vilja“ hjá þessum þrem mönnum er Árni þykist vita um. Eg hef sjálfur lýst yfir því, bæði hér og í Reykjavík, að ég sé því fylgjandi, að Vestmanna- eyjar fái tvo togara, F.g get því miður ekkert full- yrt um vilja annarra ráðsmanna í þessu efni. Það var Jiess vegna að ég sagði á fundinum, að Eyj- arnar myndu fá kost á að eign- ast Jiessa tvo togara, ef ég mætti ráða. Þar sem enn hefur engin atkvæðagreiðsla farið fram í Ný- byggingarráði um staðsetningu skipanna gat ég ekki fullyrt þetta á annan hátt en ég gerði. Ef yjirlýsing Arna uni það, að vilji sé fyrir þvi innan ráðsins, að Iveir Logararnir lendi lil Vestmannaeyja á að skiljast svo, að hann viti urn vilja þeirra þriggja manna inrian ráðsins, er ég nefncli hér að frarnan, eða nœgilega margra þeirra tiL að rnyncla rneirihlula fyrir slíkri afgreiðslu á 'tógurunurn, livað Vestmannueyjar áhrœrir, þá skora ég á litinn að leggja þeg- ar i stað jrarn sönnunargögn fyrir því. Þá væri málið afgert hvað Vestmannaeyjar áhrærir. Öllum þeim, er heyrðu til mín á stjórnmálafundinum er ljóst, hverju ég muni framfylgja, og skijitir Jrar engu hvort sjál.f út- hlutunin fer fram fyrir eða' eft- ir kosningarnar. Eg hef aldrei œtlað mér að hafa þessa togara fyrir kosninga- béitu og lœt kommúnista ekki skiþa mér neitt fyrir vcrkurn i jjví efni. Hitt er annað mál, á meðan ég hef aðstöðu til Jress, innan þings eða utan að veita ósk- nm almennings í Eyjunr braut- argengi í góðum málurn, tel ég mér skylt að liggja ekki á liði mínu. Hið sama gildir líka að því, er snertir fyrirgieiðslu áhugamála einstakra manna í þessu byggðar- Iagi. Ætla ég að Jreir kunni hér að finnast, er við þetta kannast af eigin reynd. Árni Guðmunds- son verður að láta sér skiljast Jrað, að við sem erum í Nýbygg- ingarráði erum okkur Jress 1 u 11 meðvitaiidi, að Jrað er þjóðar- naúðsyn, að atvinnuskilyrðin ut- an Reykjavíkur séu bætt svo, að fólkið uni betur hag sínum víða um land en það gerir nú. Þetta sama gildir og um þau þægindi, sem heimilin og sérstaklega hús- mæðurnar Jrurfa á að halda. Einn liður í þeirri framkvæmd að bæta atvinnuskilyrðin er sá, að töluverður hluti hinna nýju tog- ara verði staðsettur utan Faxa- flóaliafnanna. Um hitt geta svo verið skipt- ar skoðanir á livaða staði tog- ararnir eiga að fara. Enn er það svo, að þeir 10 togarar, sem til umráða eru uppfylla ekki allar þær óskir, sem fram hafa kom- ið úr plássum utan Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar, en ég held, að sumir þessara staða rnuni ekki leggja á )>að eins mikla á- herzlu eftir kosningarnár eins og jieir látast gera nú fyrir kosn- ingar, að fá togara. Ef: nú ætti að liefja úthlutun- ina, gæti svo farið, að sökum til- lits til þessara staða Jiættust ein- hverjir skyldir til að draga fram jieirra hlut, ef til \ i 11 á kostnað Vestmannaeyja. En hvað Eyjarnar áhrærir, jiá tel ég að eins mikla áherzlu jmrfi á Jiað að leggja eftir kosn- ingar eins og nú, að Jrær fái sín- ar óskir uppíylltar. Aðalatriðið verður Jiví aldrei Jrað, hvort úthlutað verður síð- ustu dagana í júní eða fýrri part júlímánaðar, heldur -hitt, aö bæjarstjórnin og aðrir vinni að Jiessu stórmáli með þeirri for- sjá og lestu sem Jiað á skilið án tillits til Jiess, hvort kosning- ar eru í aðsigi eða ekki, og svo hitt, að svo sé að Jiessu máli staðið liæði áður en togararnir fást og eins eftir að þeir væru komnir í hendur Eyjamanna, að fyrirtækið lánist og verði td blessunar fyrir Jrá, er Eyjarnai' byggja og þarmeð alla þjóðina. Jóhann Þ. Jósefsson■ Jóliann Þ. Jósefsson Kjósið JÓHANN Þ. JÓSEFSSON

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.