Víðir - 29.06.1946, Blaðsíða 4

Víðir - 29.06.1946, Blaðsíða 4
Misminni BrynjóEfs ráðherra í „Víðis"-grein 4. júní s. 1. færði ég rök fyrir því, 1. a'ð siðastliðin 5 ár hefði verið unnið liér í Eyjum að hafnarframkvæmdum fyrir að meðaltali um 470 þús. kr. ár- lega, 2. að.Fjárlagaframlagið nú, 200 þús. kr. að viðhættu lög- ákveðnu framlagi hafnarsjóðs, ¦y5 á móti % úr ríkissjóði, nægði. til þess að í sumar mætti vinná fyrir hálfa miljóri krona að hafnarbótum hér, 3. að ef bæjarstjórn vildi láta vinna t. d. fyrir helmírigí hærri upphæð eða eina miljón króna í sumar, þá lægi beint við að fá úr hafnarbótasjóði ríkisins 200 þús. kr. að auki, þannig að framlag ríkisins næmi alls 400 þús. kr., en auð- vitað væri það eftir sömu framlagsnlutföllúm sem hafn- arlögin ákvcða. Brynjólfur ráðherra reyndi að véfengja þetta á fundinum og vísaði til þess, að hafnarbóta- sjóður hefði ekki riema 800 þús. kr. upp á að hlaupa. Hann hafði gleymt því, að Alþingi veitti í vor ríkisstjórninni heimild til að taka 2 miljónir króna að láni til að efla sjóðinn, ef með þyrfti til þess að hann gæ'ti fullnægt þörfum hafnanna sem til hans kynnu að leita til að fá aukalegt framlag til hafnarmannvirkja á ,þessu ári, umfram ríkissjóðstil- Jagið sem veitt er í fjárlögum. Af þeSsu lciðir pað, að pað er á valdi ba:jarstjórnar Vest- mannaeyja óg hennar eihriar að láta vinnd hér í surnar við dýpk- un. og aðrar> endurbœiur á höfn- inni fyrir eina miljón krária eða fyrir helmingi meira eu unnið var að meðallali sl. 5 ár. Hér veltur nú aðeins á vilja og framkvæmdadug bæjarstjórn- arinnar og þá ekki sízt þeirra manna innan hennar, sem eru í hafnarnefnd. ,. Ríkisábyrgð er heimilt að veita henni f'yrir öllu því, sem hötnin á að leggja íram að,sín- um hluta. Enginn vafi er á því, að sú heimild verður notuð, ef bæjarstjórnin óskar eftir því. Auk pcss sem hér hefur verið sagtj md á pað benda, að lekj- ur hafnarinnar eru orðnar geysi- tniklar. 1944 voru pœr j68 pús. kr. og 194? voru þar 747 pús. kr. Hlýtur höfnin því að hafa allmikið eigið fé til umráða á þessu ári. Samkvæmt Jögum er skylt að verja þessu fé eingöngu í þarfir hafnarinnar. Tií samanburðar má geta þess, að 1940 hafði höfnin ein- ar 125 þús. kr. í tekjur. Þeir rhenn, sem nú ráða þess- um framkvæmdum í Vestm.eyj- um, geta ekki borið fyrir sig fé- leysi, ef Htið skyldi verða úr framkvæmdum. Þeir eiga eftir að sýna það, hvort þeir geta með miklu eigin fé og meiri fram- lögum frá ríkinu en áður hafa verið í té látin, komið afköstum við halnarbæturnar í hlutfalls- lega betra horl' en áður hefur verið. Ráðherrann blandaði svo inn í þetta mál alveg sérstöku frum- varpi um lánveitingar til hafn- arbóta, 20 miij. kr. við lágum vöxtum, sem ég flutti ásamt Pétri Ottesen á þessu síðasta þingi, og sagði eins og var, að það hefði ekki náð fráin að ganga. Það er rétt, frumvarpið var ekki útrætt, en það haggar ekkert þeim staðreyndum, sem ég hef greint frá hér að framan um hlutverk hafnarbotasjóðs ríkisins og þá möguleika, sem hann skapar til aukinna hafnar- framkvæmda. /. Þ. J. Vatnsleitin fyrirhugaða og sjóveitan Undanfarin ár hefur Alþingi, að minni tilhlutan veitt tals- verðar fjárhæðir til vatnsleitar í Vestmannaeyjum. Neyzluvatnsskorturinn er til stórbaga og auk þess er allt hreinlæti innan húss og utan torveldað af vatnsskortinum. Nú ér sjóveita komin á fyrir nokkrum árum og oft var um það talað, enda vel framkvæm- anlegt að dæla sjó úr Skansgeym- inum í annan mjög stóran geymi er hugsað var að stæði fyrir of- an kaupstaðinn svo hátt, að nægilegur þrýstingur yrði á sjó, er úr honum rynni jafnvel í efstu húsum bæjarins. Nú er hohæsakerfið í bænum komið vel á veg, en til þess að það verði að gagni þarf vatn eða sjó til ræstingar. 1942 var samþykkt í bæjarstjórn tillaga ,um að láta gera kostnaðaráætlun um byggingu fullnægjandi sjó- geymis það ofarlega í bænum, að sjó, -sem í hann yrði dælt úr sjó- veitunni ma-tti leiða um bæinn til notkunar í böð og salerni. Það væri mikið hagræði að því, að í framkvæmd komist þessi hugmynd og enda nauðsyn- legt margra hluta vegna, en fyrst og fremst af hreinlætis- ástæðum. Auk þess væri mjög heilsusamlegt að geta haft sjó- böð í heimahúsum. Nú stendur að vísu til að rannsakað verði til fullnustu með jarðborunum hvort unnt er að ná í neyzluvátn úr jörðu. Þegar fréttist um hinn góða árangur af jarðborunum í vet- ur bæði á Reykjanesskaga og annarsstaðar, taldi ég sjálfsagt að reyna að tryggja það, að reynt yrði að fá vatn á þann hátt einn- ig hér. Bjóst ég við, að svo færi sem raun hefur á orðið, að eftir- spurn eftir borunum yrði mikil og áleit hyggilegast að tryggja Eyjunum aðgang að þessum tækjum sem f'yrst. Eg ráðfærði mig við ýmsa menn, sem talið er að bezt vit hafi á þessum hlutum, og sendi svo bæjarstjórninni hér í miðj- um febrúar s. 1. svohljóðandi símskeytí: „Teldi æskilegl fá heimild bcejarstjórnarinnar til að hejja samninga við hlutaðeigandi yjir- völd um að Idlnar yerði fara fram boranir i vor eftir valni i Vestmannaeyfum með jarðbor- um samskonar og undanfarið hafa verið noiaðar rneð góðum árangri annarsslaðar. Þeir sern hér eru kunnugastir pessum mál uui telja mjög rniklar likur fyr- ir pví að nœgilegl neyzluvatn megi finna i Vestmamiaeyfum á pennan hátt. Umbeðin heirnild er aðallega til pess að tryggja Eyjunurn pessar framkvœmdir sem fyrst, en að sfálfsögðu yrðu endanlegir samningar háðir sam- pykki bæjarsljórnar". 'Bæjarstjórri varð vel við þessu máli og svaraði fljótlega. Á l'jár- hagsáætlun var svo gert ráö fyrir upphæð til að standast þennan byrjunarkostnað. Vitaskuld verð ur ríkissjóður að greiða fyrir framgangi þessa máls þegar til kemur. Hingað komu á dögunum 4 menn frá Reykjavík til að at- huga staðhætti, þeir Steindór Sigurðssoat mag. og dr. Trausti Einarsson frá Rannsóknarráði ríkisins og verkfr. Gunnar Böðv- arsson og Agnar Guðmundsson frá Rafmagnseftirliti ríkisins, en sú stofnun hefur yíirumsjón með borunum. Hraðfrysfihúsmálin Framhald af 1. síðu. þannig fram komið í bæjar- stjórninni, að tillaga um, að bær- inn reisti hraðfrystihús er borin fram af bæjarfulltrúa, sem sjálf- ur er hraðfrystihússeigandi, eins og svar við umsókn h.f. Sæfells um lóð á landi hafnarinnar und- ir fyrirhugaða hraðfrystihús- byggingu handa h.f. Sæfelli. Ba;jarstjórnin mun hafa sam- þykkt þá að fara sjálf út í hrað- frystihúsbyggingu í stað þess að leyfa h.f. Sæfelli landið, sem ósk- að var eftir. Líklega hefur hún síðar fall- izt á einhver ja lóð handa Sæf'ells- félaginu, en heldur samt enn fram sinni tyrirætlan. Mér er sagt, að á fundi bæjar- stjórnar 6. júní hafi komið fram tillaga um, að gerð yrði kosnað- aráætlun fyrir væntanlegt hrað- frystiluis bæjarins, en vinstri meirihlutinn hafi felit tiílögu um að gerð yrði kostnaðaráætl- un um byggingu væntanlegs hraðfrystihúss bæjarins. Þessi vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar eru vægast sagt einkennileg. Málið er að því er virðist upphaflega fram borið til að drepa framtak hlutaféfags- ins Sæfell — kæfa það í fæðing- unnii með neitun hentugrar lóð- ar —. Frárrihaldið virðist ætla að vera í samræmi við upphafið. Útgerðarmenn og sjómenn, sem ættu að vera hluttakendur á sama hátt og í Lif'rarsamlaginu, eru sniðgengnir, og þegar kem- ur fram tillaga í bæjarstjórn, að gerð sé kostnaðaráætlun yfir fyr- irtækið, þá fellir meiri hlutinn hana. Þetta eru heldur óefnileg vinnubrögð í svona stórmáli. /• Þ- h Þeir gerðu sér góðar vonir um árangur, en með vissu verður ekkert sagt fyrr en reynslan er fengin. Þessa tilraun verður að gera til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort hægt er að ná neyzluvatni úr jörð hér á þenn- an hátt. Fyrir fáum dögum fregnaði ég um það hjá Rafmagnseftirlitinu, hvenær búast mætti við, að bor- anir yrðu hafnar hér í sumar, og fékk ég það svar, að það yrði síð- ast í jújí eða snemma í ágúst- mánuði, en þá er þess vænzt, að nægir varahlutir til boranna verði komnir, sem eru í pöntuf frá Svíþjóð. Þess má því vænta, að í þessti máli verði stigið merkilegt spof á þessu sumri. Jóh. Þ. Jósefsson. Setjsð X Jóhciin Þ. Jósefsson

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.