Víðir - 13.07.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 13.07.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum, ig. júlí 1946 tölúblað JÓHANN Þ. JÓSEFSSON: Sigur Sjálfstæðismanna Vestmannaeyingar yfiiieitt fagna sigri Sjálfstæðismanna í kosningúnum, sem nú síðast fóru fram. Ekki eru það Sjáll- stæðismennirnir einir, sem fagna sigri flokksins, heldur og fjöldi manna úr öðrum fiokkum, sem helzt vilja, að forustan sé í hönd- um Sjálfstæðismanna, þó þeir cinhverra hluta vegna telji sér ekki fært að vera skráðir liokks- menn. Það var og tímahært, að Vest- . mannaeyingar sýnclu hinum rauða ba'jarstjórnarmeirihluta fram á það, að völd hans hér í bænum standa völtuni fótum, og að honum er vísast að gera sér það ljóst, að sá meirihluli, sem völd hans frd'í vel.ur byggð- usl á, er ekki lengur l.iL Hali hann eða aðrir fyllst ofmetnaði fyrir'þá sök, að Sjálfstæðismenn urðu í biíi í minni hluta í bæn- um í vetur, ætti sú tilfinning nú að fara að réna. Langt verður þess ekki að bíða að hvin hverfi með öllu. Hér verður ekki farið út í að rifja upp það, sem þessir menn hafa látið frá sér fara í orði og á borði í garð Sjálfstæðismanna síðan þeir héldu sig hal'a hrund- ið þeim l'rá stóli í vetur. Kkki heldur áróðurinn allan um þing- manninn og getsakirnar í hans garð. Flest var þetta svo fávíslegt og illgjarnt, að það var beinlín- is móðgun við það l'ólk, sem hér hefur valið sér „býggðir og bú" að bera það Iram á opinberum vettvangi. Dómur fólksins er nú genginn og hann er skýr og talar betur sínu máli en margar blaðagrein- ar. Fólkið, sem hér býr, véit það af eigin reynd, að það sem be/.t er í fari hvers Vestmannaeyings, hvort sem hann cr ungur eða gamail, á sér rætur í þeim dyggð- um vorrar fámennu þjóðar, sem sjálfsta'ðisstefnan og þeim, sem trúlega vinna að framgangi hennar, í lífinu, vilja viðhalda og hlynna að í þjóðfélaginu. Kjörorð Sjálfstæðismanna: „Stétt með stétt" er grundvallað á því bezta, sem til er í fari ís- lendinga að fornu og nýju. Allt starf, sem miðar að þjóðfélags- umbótum þárf að hafa þá hug- sjón, sem í þeim orðum felst, að leiðarstjörnu. Stéttabaráttan, sem fótum treður sameiginleg velferðarmál er snerta hag og afkomu allrar alþýðu manna, og jafnvel þau réttindi, sem stjórnarskráin á- skilur hverju landsins barni, cr skilgetið afkvæmi stmiungaald- arinnar og ófyrirleitinni baráttu einstakra manna og allra þeirra tíma, fyrir meira valdi, auði eða metorðum en þeim bar að réttu lagi. Hvet jar af'Ieiðingar yrðu þá fyrir þjóðina er öllum vitanlegt. Flokkadrættirnir, sem höiðu meiðingar og mannfórnir, eyð- ing byggðarinnar og verðmæta fólksins í för með sér, enduðu með afsali landsréttindanna í hendur erlendra þjóðhöfðingja. Afleiðing þess varð svo margra alda þrælkun þjóðarinnar og niðurlæging hennar andleg og líkamleg. Þrotlaus barátta stéttanna og öfgakennd átök um sérréttndi þeirra — oft aðeins ímynduð — stefnir í sama horf. Þetta e'r öllum, sem unna sönnu sjálfstæði allra landsins barna vel Ijóst, og þessvegna hafa Sjálfstæðismenrm öðrum fremur valið sér það hlutskiptið að bera sáttardrð á milli hinna ýmsu ó- líku alia innan þjóðfélagsins og freista þcss að fá þau til að þjóna því hlutverki, sem er ofar og framar átökum hinna ýmsu stétta, friðsömu samstarfi allra landsmanna til sjávar og sveita, hvar í flokki sem þeir eru staddir. Ekkert er betur fallið til þess að grundvalla og viðhalda hag- sæld, heilbrigði og andlegum þroska þjóðarinnar en slíkt frið- samiegt samstarf landsmanna allra. „Starfið er margt" kvað góð- skáldið Hannes Hafstein, en hinu gleymdi hann eigi heldur að „eitt er bræðrabandið". — Síðan hann leið, er skilgrein- ing starfanna og strit stéttabar- áttunnar orðið ólíkt umfangs- meira en það var á hans dögum. En stöðugur stendur enn í dag og mun standa löngu eftir vorn dag, og þeirra dag, sem á eftir oss/ eiga að byggja þetta land, sannleikurinn, sem hann boðaði í því spámannlega og stórbrotna kvæði, sem hér er í huga haft. — Æska landsins hefur nú sem fyrr unnið ötult að sigri Sjálf- stæðisflokksins, henni verður það með hverju ári ljósara, að björtustu vonir heilbrigðrar æsku eru nátengdar þeim hug- sjónum og lífsskoðunum, sem sjálfstæðismenn meta mest og í mestu samræmi eru við sögu ís- lenzku þjóðarinnar og lífsbar- áttu hennar a umliðnum öld- um. Sjálfstæðismenn sækja ekki stefnumál sín til annaira þjóða. Þótt ekki fari hjá því, að áhrif utan lands frá hljóti ávallt að gera vart við sig í þjóðiífi voru, verður samt sem áður hollast að stjórnmálastefnan sé byggð á þjóðiegum grundvelli. Sjálfstæðismenn keppa djarf- lega að því marki að sameina krafta þjóðarinnar, þeir hafa starfað og mtimt starfa framveg- is að því þjóðþriiaverki. Innan allra flokka eru til menn, sem skilja það, hversu sundrungin er hættuleg og einingin nauðs.yn- leg voru litla þjóðfélagi. Þegar á reynir styðja þessir menn Sjálf- stæðisflokkinn og veita honum brautargengi í kosningum, jafn- vel þótt þeir séu ekki taldir flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Ýmstim þótti mega bregða til beggja vona í vor, hvort Sjálf- stæðisílokkurinn í Vestmanna- eyjum myndi halda velli í Al- þingiskosningunum. Andstæðingar hans höfðu haft langan tíma til áróðurs á flokk- Bœjarfréttir Sjö/ug varð s. I. fimmtudag frú Sesselja Scheving í Heiðar- hvammi. Nieöwaal hollenzkt skip lest- aði hér í miðri vikunni 2300 ks. af hraðfrystum fiski. Síldveiðin gengur enn nokkuð misjafnlega og eru fréttir óljós- ar, en veiðisvæðið mun nú vera á milli Raufarhafnar ogv Langa- ness. Talið er, að um þriðjung- ur veiðiskipa hafi enn enga síld fengið. Mogcns, danskt skip lestaði hér í gær rúmar 800 tunnur af hrognum til útflutnings. Húsbyggingar í svokölluðu Hósteinshverfi eru stöðugt að aukast. Þar eru nú í smíðum 7 einlyft hús öll í sama stíl og er líklegt, að innan skamms rísi þarna upp heilt hverfi einbýlis- húsa. Menningarstarf. Fyrir nokkru fór hópur skóta undir Löngu og hreinsaði þar til á baðstaðnum, svo þar er nú hreinlegt í sand- inum og gott að vera, ef veður leyfir. Þá hafa skátar nýlega hlaðið upp Hvíldarvörðuna og fyrir tveimur órum hlóðu þeir einnig að nýju upp vörðuna á Blótindi. Starf skóranna er til mikillar fyrirmyndar æskumönnum og ættu foreldrar að hvetja börn sín til þess að ganga í þennan heil- brigða félagsskap. Grjótmulningsvcl. Nýlega var samþykkt í bæjarstjórn tillaga fró Birni Guðmundssyni, þess efnis, að bærinn keypti grjót- mulningsvél. Er vonandi að hrað- að verði útvegun vélarinnar, því þetta er hið mesta þarfa fyrir- tæki og myndi létta mjög fyrir öflun góðs byggingarefnis • í framtíðinni. inn og það var' af þeim lalið víst, að nú væri hægurinn nær að taka kjördæmið úr höndum Sjálfstæðismanna. Þetta fór á aunan vcg, sem betur fór. Framhald á 4. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.