Víðir - 13.09.1946, Blaðsíða 4

Víðir - 13.09.1946, Blaðsíða 4
Bœjarfréttir Bamaskóiinn var settur 1. september. Um 400 börn munu verða í skólanum ! vetur, en það er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. 13 kenn- arar starfa nú við skólann. — Flugferðir. Farþegaflug er nú hafið héðan. Nú fyrst í stað er notazt við litlar flugvélar, sem aðeins taka tvo farþega. Á þriðjudaginn kom flugvél, sem fór tvær ferðir til lands. Fyrri ferðin var farin að Hellu á Rangárvöllum, þá voru farþegar Þorvaldur Guðjónsson og frú. Síðari ferðin var farin til Reykja- víkur og voru farþegar með þeirri ferð Sigurður Gunnsteins- son og Pétur Jóhannsson. Á miðvikudaginn kom vélin aftur og tók þá til Reykjavíkur Magn- ús Magnússon og frú með barn. í gær fóru með flugvélinni Ólafur Á. Kristjánsson og .frú, Halldór Guðjónsson, Guðjón Jóns son, Hlíðardal, Minna Breiðfjörð, Ranný Árnadóttir, Jón Eiríksson og frú með barn, Sighvatur Bjarnason og frú með barn. Netagerð Vestmannaeyja. Eitt af mörgum byggingarleyfum, er afgreidd voru á síðasta bæjar- stjórnarfundi var leyfi til handa Netagerðinni til þess að byggja tveggja hæða verksmiðjuhús. Hús þetta á að standa skammt frá Vörubílastöðinni, milli vænt- anlegs Græðisvegar og Heiðar- vegar og verður að stærð 15x25 metrar. Byrjað er þegar á verk- inu. Vigfús Ólafsson, kennari, var á seinasta bæjarstjórnarfundi kosinn af hálfu Alþýðuflokksins í skólanefnd barnaskólans í stað Sigurþórs Halldórssonar, sem fluttur er úr bænum . Heyverð. Samkvæmt tillögu Dalabúsnefndar samþykkti bæj- arstjórn á seinasta fundi að kaupa hey af heyframleiðend- um hér á kr. 75,00 hestinn við hlöðudyr. Tveir af fulltrúum sjálfstæðismanna greiddu ekki atkvæði. Námskcið. Um miðjan þenn- an mánuð verður haldið hér námskeið fyrir bifreiðastjóra þá, er öðlast vilja réttindi til að aka bifreiðum til mannflutninga — ,,meira próf". Þátttaka í námskeiðinu er góð eða um 25 manns. Már Frí- mannsson, bifreiðaeftirlitsmað- ur, í Valhöll, er aða.lhvatamað- uririn að því, að námskeið þetta verður haldið og ér hjá honum að fá allar upplýsingar varðandi námskeiðið. Byggingarleyfi. Á fundi bæj- arstjórnar þ. 6. þ. m. voru af- greidd um 20 byggingarleyfi. Mun á seinni árum sjaldan hafa verið meira um1 byggingar en nú. Unnið er nú að því að mála Samkomuhúsið. Þá er einnig verið að endurbæta hitalögnina í _,stóra salnum". Búizt er við, að þessum viðgerðum verði ekki lokið fyrr en seint í september. Leikfél. Vesfrnannaeyja hélt nýlega aðalfund sinn. í stjórn voru kosin að þessu sinni: Stef- án Árnason, formaður og með- stjórnendur: frú Nikolína Jóns- dóttir og Björn Sigurðsson. Mjög illa hefur gcngió að af- skipa hraðfrysta fiskinum héðan. Alls liggja í húsunum hér um 105 þús. kassar, en aðeins 20 þús. kassar eru farnir. I vikunni sem leið kom hingað 6300 smál. skip, sem átti að taka um 45 ... , VinsamSegast skilið tómum fföskum gegei borgun Heildverzlun GÍSLI GÍSLASON þús. kassa, en ctf afskipun gat þó ekki orðið, sökum þess að frystivélar skipsins voru ekki í lagi. Varð skipið að fara til Reykjavíkur til viðgerðar. Ekkert ákveðið liggur nú fyrir um hve- nær fiskurinn fer. * Afli hefur verið heldur tregur það sem af er þessari viku, þó hafa bátar, sem eru í „túrum" aflað vel, eða allt að 100 kassa af góðum kola, eftir tveggja sól- arhringa , túr". Reknetaveiði: M. b. „Sidon" er farin á reknetaveiðar í Faxaflóa, og m. b. „Gullveig" er að búast á sömu veiðar. Þá er og búizt við að 2—3 bátar til viðbótar fari innan tíðar af stað á reknet. Hjónaefni: Nýlega hafa opin- . berað trúlofun sína ungfrú Sig- rún Bjarnadóttir, Ljósvallagötu 32, Reykjavík og Einar Halldórs- son, Skólaveg 25, hér í bæ. Síldvciðin Oll skip héðan, sem stunduðu síldveiði fyrir Norður- landi í sumar, eru nú komin heim. Hæsti aflahlutur mun hafa verið á e. s. „Sæfelli" og nam hann um kr. 6700,00. Bæjrtrkeppni: Bæjarkeppni fer fram milli Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar sunnudaginn og mánudaginn 15. og 16. þ. m. Héðan fara 12 þátttakendur þ. á. m. Sigurður Finnsson, Gunnar Stefánsson hinn nýi tugþrautar- meistari, Guðjón Magnússon og fleiri góðkunnir íþróttamenn héð- an. Þetta er í 4. sinn sem keppni slík sem þessi fer fram milli of- angreindra bæja, og hafa Vest- mannaeyingar unnið í öll þau þrjú skipti, sem keppnin hefur verið háð. Isfélag Vesfmannaeyja mun á næstunni hefja mjög stórfelldar byggingarframkvæmdir. Er fyr- irhugað með framkvæmdum þessum að gera það mögulegt að auka að mun afköst í hrpð- frystingu fiskjar. Þá eru og fleiri breytingar á rekstri félagsins fyr- irhugaðar í sambandi við stækk- un þessa. Gróðrastöðin • „Sunna" heitir nýtt gróðurhús_ sem Árni J. Johnsen hefur sett á stofn upp í Suðurgarði. Er gróðurhús þetta hið myndarlegasta í alla staði. Er ræktað þarna bæði matjurtir og skrautblóm. Þetta er hið þarf- asta fyrirtæki og úrbót frá því sem var að allt, sem þarna er ræktað, þurfi að sækja til Reykja víkur. Á fundi vcganefndar þann 6. þ. m. var ákveðið, að í haust skyldi unnið að því að leggja gangstéttir og ganga frá rennu- 1 steinum í Skólaveginn, báðu megin vegarins upp að Hásteins- vegi. Á sama, fundi var einnig ákveðið að láta ganga frá Vest- mannabrautinni á sama hátt, frá Vöruhúsi vestur að Lögbergi. Málaravinnustofan Strcsndveg 47. Allar venjulegar málningarvörur fyrirliggjandi. Sel einnig lagaða málningu. GUÐJÓN S. SCHEVING Auglýsing Skuldabréf bæjarsjóðs til tog- arakaupa fást í Útvegsbankanum á kr. 500 og kr. 5000 með 5% vöxtum, til greiðslu á næstu tveimur árúm. Styðjið að því að Vestnjannaeyja- bær eignist tvo togara, með því að kaupa bréfin. BÆJARSTJÓRI

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.