Víðir - 27.09.1946, Blaðsíða 2

Víðir - 27.09.1946, Blaðsíða 2
á V í Ð I R J" I ■ ■ kemur út vikulega. ■ Ritstjóri: : EINAR SIGURÐSSON : ■ ■ Sími 11 8c 190. — Pósthólf 3 : ■ ■ ■ Prentsmiðjan Eyrún h.f. ■ Flugsamgöngur l>að má segja, að núna þessa síðustu daga sé það eiginlega í lyrsta sinn, sem almenningur liér í F.yjurn kemst í kynni við það, sem heitir flugsamgöngur. Farþegaflug er hafið, og all- margir, sem komast iiafa þurft til meginlandsins, ltafa getað notfíert sér það að ferðast flug- leiðis. I’eir, sem þannig hafa ferðazt ljúka allir upp einum munni um það, að á þann veg hljóti mest öll ferðalög héðan að verða í Iramtíðinni, þar eð flugvélar sem samgöngutæki beri svo af því, sem við höfum haft af að segja undanfarin ár, hvort heldur það var nú mótor- bátur eða stærra skip. Að þessu athuguðu er það sýnilegt, að allt stefnir að því, að vegir lofts- ins verði okkar vegir í framtíð- inni. Nú er það svo, að Lil þess að þetta sé mögulegt, þarf góðan flugvélakost. Og þar sem nokk- ur óvissa ríkir um það, hvað verði endanlegt um þessi mál, er vel þess vert að staldra við og athuga, hvers vér eigum að vænta um að vel verði séð fyr- ir okkur um flugsamgöngur, eft- ir nú að frumskilyrðið — flug- völlurinn — er uppfyllt. Eins og nú standa sakir, mun annað flugfélagið hér á landi, Loftleiðir h. f., hafa uppi við einhver áform um það að halda uppi flugsamgöngum hingað. Hinsvegar mun ekkert ákveðið liggja fyrir frá félagsins hálfu um það, hvernig jiessu verður háttað í framtíðinni. En eitt er víst, að kröfur um fullkomnar samgöngur í lofti verðum við, ef annað verður ekki tckið fyrir, að bera fram við aðilja utan bæjar, sem hafa ef til vili rík- ari skyldum að gegna við aðra aðilja en okkur. Kemur Jiar margt til greina í þeim efnum, svo sem hlutafjárítök annarra byggðarlaga í flugfélögunum o. II. Nú er jiað ekki svo, að ég vilji að óreyndu draga í efa, að þau flugfélög, sem koma til með að halda uppi flugferðum hing- að, vanræki skvldur sínar, en hitt er ég viss um, að þau myndu aldrei gera það á borð við okk- ur sjálf. Já, við okkur sjálf hér Sala og söluhorfur freðfiskjar bar sem sala freðfiskjar á er- lendan markað hefur og mun hafa mjög mikil áhrif á afkomu manna í þessu byggðarlagi, og reyndar allra íslendinga, jrykir rétt að birta hér útdrátt úr grein um sölu og söluhorfur freðfiskj- ar, sem Einar Sigurðsson, for- maður í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, skrifar í blað, sem Sölumiðstöðin gefur út. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta útflutningsfirma lands- ins og innan |ress sambands eru 90% af öllum hraðfrystihúsum á landinu. Hefur Sölumiðstöðin, sem hér á eftir verður skamm- stöfuð S. FI., ýmsar ráðagerðir á prjónunum og er langt komið með að framkvæma sumar, svo sem byggingu glæsilegs kæli- skips, sem verið er að byggja í Svíþjóð, og væntanlega verður tilbúið um næstkomandi ára- mót. Utdráttur úr grcin Finars ler hér á eftir: „Salan á framleiðslu frvsti- húsanna 1946 hefur teki/.t von- um framar, Jiegar tekið er tillii til [)ess að ryðja varð leiðir ;i nýja markaði. En eins og öllum er kunnugt, kevpti matvælaráðu- neytið bre/ka svo að segja alla (95—100%) framleiðslu frysti- húsanna undanfarin 5 ófriðarár. Um áramótin tilkynnti mat- vælaráðuneytið, að jiað vildi ekkert kaupa af frosnum fiski 194(1. Þegar komið var fraiíi að miðju ári, veitti stjórnin }>ó bre/kum fisksölufirmum inn- flutningsleyfi fyrir 3000 tonn- um af liski til Bretlands. Samn- ingar tókust þó ekki, vegna þess, að verðið hefur verið lægra en S. H. hefur talið sig geta selt lyrir. Það. er rétt að geta jiess, að Uretar munu s. 1. vetur hafa viljað kaupa verulegt magn (20 í Eyjum, |>að er nefnilega ef til vill sú lausnin, sem keppa ber að. Er það ekkí einmitt mark- miðið, að við eignumst sjálf flug- vél eða flugvélar, sem hefðu að- setursstað hér í Eyjum? Er hægt að búast við Jrví, að málinu verði borgið, fyrr en við erum orðnir sjálfutn okkur nógir? Fvrir mörgum árum vtir stofn- að hér Flugfélag Vestmanna- ey.ja. Urn starfsemi þessa félags hefur aldrei neitt heyrzt. Sýncl- ist nú ekki úr vegi, að félag Jretta yrði endurrreist með jiað mark- mið, að láta fara fram athugun á því, hvort. ekki væri tiltreki- legt, að Vestmannaeyingar eign- uðust sína eigin flugvél, og ef svo reyndist, að Jiað hefði þá alla íorustu um Iramgang málsins’. j)ús. smálestir) af fiski, en fyrir miklu lægra verð en tiltcik þóttu að selja fvrir. Það verður ekki farið út í j)að hér að gela skýrslu um, hvaða fiskmagn hefur farið til hinna einstöku landa, enda var jrað gert á hinum nýlega afstaðna aðalfundi og verður væntanlega gert unt áramótin. Fiskur S. H. helur meira og minna larið til flestra landa Evrópu, svo sem Rússlands, F’rakklands, Tékkó- slóvakíu, Svtjíjóðar, Ítalíu, Hol- lands, belgtu og Sviss. Hann hefur verið á boðstólum í flest- um ríkjum Bandaríkjanna, alla leið vestur að Kyrrahali, í Porto Rico og Kúba. Sýnishorn hala verið send víðsvegar um heim og S. FI. vinnur nú að því að koma á fót. söluskípulagi í sem flestum löndum. íslendingar, sem eru fulltrúar eða u'mboðs- menn S. I I., \inna nú að þessum málum í Amsterdam, Genova, Kau|)mannahöln, Nevv York og Buenos Aires, en víða starfa erlendis að lisksölunni eingöngu erlendir menn. Um |)cssi ágúst-september mánaðantót eru nú óseldar um 2500 smálestir al liski í 7 lbs. og um 500 smálestir í Ameríkuum- búðum. Þetta eru samtals um 10% af ársframleiðslunni. Gera má ráð lyrir 1000 smálesta Iryst- ingu til áramóta. Enn á ný er rétt að hvetja húsin til að framleiða fisk í öskj- um, sem auðvelt er að selja og frystihúsin geta losnað við jaln- óðúm til Reykjavíkur sér að kostnaðarlausu í strandferða- ski])in eða önnur kæliskip. Á dagskrtí hjá S. H. eru ýnts- ar fyriræjdanir varðandi fram- tíðina og sittnar allstórfenglegar, svo sem um uppbyggingu mark- aða og breytingar á framleiðsht- háttum lil J)css að laga sig eftir kröfum neytendanna, sem ekki verður komizt hjá, ef S. H. á að halda velli í samkeppni við aðr- ar Iram 1 eiðs! uj)jóðir. TILKYNNING Þeir viðskiptamenn vorir, sem skulda oss, eru vin- samlega óminntir um að greiða skuldir sínar fyrir I. október n. k. Eftir þann tíma geta þeir, sem þó skulda oss, ekki búizt við að fó afgreidda vinnu hjó oss. Vélsmiðjan Magni h. f. TILKYNNING PRENTSMIÐJAN EYRÚN H.F. hefur ó fundi hinn 3. desember 1945, samþykkt að auka hlutafé sitt. Samkvæmt því auglýsist hér með, að hiutabréf i Prentsmiðjunni Eyrún h.f. eru til sölu nú þegar, með þeim skyldum og réttindum, er lög félagsins ókveða. í stjórn Prentsmiðjunnar Eyrúnar h. f. GÍSLI GÍSLASON, SIGURÐUR GUTTORMSSON, EINAR GUTTQRMSSON, SVEINN GUÐMUNDSSON, BJÖRN GUÐMUNDSSON.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.