Víðir - 09.11.1946, Side 1

Víðir - 09.11.1946, Side 1
XVII. Vestmanaeyjum 9. nóv. 1946 21. tölublað Frú Guðlaug Vigfúsdóttir Hún andaðist 9. október síð- astliðinn að heimili sínu Borg- arhóli, eftir stutta legu, og var jarðsungin þ. 26. sama mán. Guðlaug var fædd 3. maí 1874 að Valdakoti í Flóa og þá sem næst 7214 árs þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjón- in Vigfús Jónsson og Gunn- hildur Jónsdóttir. Ekki eru mér kunnar ættir þeirra, en það liefur mér verið sagt, að Vigfús hafi verið ættaður af Skeiðunum, en konan hans af Kjalarnesi. Þau hjón eignuðust 8 börn, er flest eða öll komust^á þroska aldur, og .voru þau fátæk eins og ffest önnur hjón á þeim tímum, sem bjuggu á litlum jörðum og höfðu mörg börn á framfæri. Þegar Guðlaug var 14 ára gömul fór hún í vist á Eyrar- bakka og var þar til 20 ára aldurs, en þá fluttist hún austur í Mýrdal. Ekki veit ég hvernig á því stóð að hún fluttist svo langa leið, því að fólksflutning- ar voru ótíðari þá en nú. Nókkrum árum síðar, eða ná- lægt aldamótunum, giftist liún Lofti Þorsteinssyni Einarssonar bónda í Suður-Hvammi í Mýr- dal og munu ungu hjónin hafa verið þar fyrst um sinn án þess að hafa jörð til ábúðar. En ekki leið þó á löngu áður þau byggðu sér lítið hús í Vík- urkauptúni og settust þar að. Loftur var listgefinn að eðlis- fari, en lítt til búskapar hneigð- ur eða búsumsýslu. Hann lærði því myndasmíði, er honum fór vel úr hendi og gerðist auk þess málari góður. Þeim hjónunum farnaðist vel og voru samtaka um allt. Hús- .'reyjan fór einstaklega vel með þau efni, sem heimilinu bárust og var auk þess iðjusöm. Þau hjónin eignuðust 3 sonu: Gunnlaug, er um skeið v r kaupmaður í Vestmanna- e íum, en er nú heildsali í Reykjavík. Þorstein bílstjóra í Vestmannaeyjum og Daníel, sem nú er dáinn fyrir nokkrum árum. Eftir 16 ára sambúð missti Guðlaug mann sinn og var elsti sonurinn þá 14 ára en sá yngsti 2 ára. Efnin voru eðlilega lítil, en ekkjan hélt samt sonurn sínum hjá sér, og dvaldi í hús- inu sínu um nokkurra ára skeið. En 1924 flutti hún með 2 sonu sína til Vestmannaeyja og átti þar lieima æ síðan, og hafði elzti sonurinn þá fyrir nokkru fengið atvinnu hjá firmanu Gunnar Ólafsson & Co. Hér mun þá komin æfisaga hinnar látnu konu, vitanlega í fáum dráttum, og eftir því ein- fjöld, 'en þó svipuð því, sem sagt er og( segja má um svo margar aðrar konur, sem vinna heimil- isstörfin í kyrrþey, hugsa mest um heimilið sitt og vilja fórna öllu fyrir eiginmanninn og börn- in. Frá þeim konum, sem þannig Fýrir nálægt ári síðan, var flugeldum skotið og bumbur barðar í tilefni af valdatöku rauðliða í þessum bæ. Kjósendur þeirra hugðu gott til allra þeirra gæða, sem í vændum voru, því miklu hafði verið lofað og ekki að efa efnd- irnar. Fyrstu sex mánuði ársins eyddu þessir frelsarar bæjarbúa kröftum sínum nær eingöngu í þá karlmannlegu iðju, að berja það inn í höfuð á háttvirtum kjósendum, að svo illa ltefðu fyrirrennarar þeirra skilið við fjárhaginn, að ekkert væti hægt að gera. Sannleikurinn var hins- vegar sá, að rauðliðar litðu allt þetta tímabil á óevddum tekj- um fyrrverandi bæjartsjórnar! Rauðliðar hófu bæjarútgerð, sæilar minningar, er reyndist eru gerðar og sem þannig vinna, andar jafnan hlýjum blæ á heim- ilið og sanjferðafólkið yfirleitt. Þær vinna oftast meira-og þjóð- nýtara starf, í því að ala upp góða og nýta þjóðfélagsmeðlimi, en margar þeirra, er hærra hafa, og meira láta til sín heyra utan heimilisins kallandi út í geym- inn, ef svo mætti segja. Að sjálf- sögðu heppnast þeim ekki öll- um jafn vel æfistarfið, það er gamla sagan. En viðleitnin til þess að rækja köllun sína vel, er altaf jafn viðurkenning- arverð, engu að síður. Þetta vita allir og það með, að það er lang oftast móðirin og húsfreyjan, sem á mestan og drýgstan þátt í að móta hugi barnanna, er hún elur upp á heimili sínu, og sér maður oft, að mestu og beztu menn, þakka móður sinni eða fóstru fyrir þær ógleyman- legu endurminningar, er þeir geyma alla æfi, og áhrif, sem á margan hátt urðu grundvöllur undir gæfu þeirra og athöfnum f ullorðinsáranna. Ég átti enn óverið í nokkur ár j Vík þegar þau Loftur og Framhald á 4. síðu. hið aumasta fyrirtæki, og tlosn- aði upp að öðru leyti en því að eftir sat framkvæmdastjóri á háurn launum, en alþýðan borg- ar. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hömruðu mjög ú því hye_ útsvörin væru hér há og víttu það harðlega að svo djúpt væri farið niður í vasa bor > r anna, einkum verkamanna. Ei viti menn, strax og rauð iðai komast að, stórhækka þeir út- svörin og hlutfa’lslega langm á öllu launafólki! Og ritstjórnar postuli Eyja- blaðsins skrifar í málgagnið ,,að engar líkur séu til þess, að á lagningin valdi deilum“. Það er eðlilegt að þeim, sem vel eru æfðir í línudansi verði ekki mik- ið fyrir að fara smávegis í gegn- Framhald á 4. síðu. Bcejarfréttir Bridgekeppnin. Lokið er þrem umferðum í bridgekeppninni og standa leikar nú þannig: Sv- Sigurj. Högnas. 3 vinningar Sv. Sigurðar Óias. 3 vinningar Sv. Þórhallar Gunnlaugss. 2 vinn. Sv. Vigfúsar Ólafssonar 2 vinn. Sv. Halldórs Guðjónss. 1 vinn- Sv. Helga Benónýss. I vinningur Sv. Péturs Guðjónssonar 0 vinn- Sv. Ólafs Þórðarsonar 0 vinn- Næst verður keppt ó morgun (sunnudag) kl. 1 e. h. í Sam- komuhúsinu. Samningum sagt upp. Þann 29- okt. sagði Sjómanna- félagið Jötunn og Vélstjórafé- lag Vestmannaeyja upp samn- ingum við Útvegsbændafélag .Vestmannaeyja. í samninganefnd af hólfu út- vegsmanna voru þess,ir menn kosnir: Guðni Grímsson, Sighvat- ur Bjarnason, Jóhann Sigfússon og Jónas Jónsson. Alþjóðabænavika K. F. U. M. hefst 10. November í húsi fé- lagsins hér kl. 8,30 og ó hverju kvöldi vikunnar ó sama tíma. Eldsvoði. Lausteftir hódegi þann 7. nóv. kom upp eldur í húseigninni Héðinshöfði. Eldurinn byrjaði ó efri hæð hússins, vestanmegin. Þar bjó Gísli Gíslason bótasmið- ur með konu sinni og 9 börnum- Mest allt innbú hans eyðilagð- ist af vatni og eldi. Er þetta til- finnanlegt tjón fyrir hann, þar sem allir húsmunir hans voru ó- vótryggðir. Eldurinn nóði ekki niður ó neðri hæð hússins, þar sem Póll Guðm indsson verkamaður bjó með konu og 9 bö num sínum. En töluve.f af innbúi hans eyði- lagðist af vatni og reyk. Hús- munir hans voru einnig óvó- tryggðir. Eldsupptök eru ókunn. Áttræð varð sómakonan Sigur- laug Guðmundsdóttir í Miðga ði þan 7. r.óv. s.l. Á fimmtudag og föstudag lestaði mótorskipið Gertrud um 30 þúsund kassa af hraðf ystum fislci. Karlmannleg átök

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.