Víðir


Víðir - 15.01.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 15.01.1948, Blaðsíða 1
XIV Vestmannaeyjum, 15. jan. 1948 tölublað. LINAR SIGURÐSSON: Vestmannaeyjar 1947 Árið byrjaði með sæmilegri veðráttu, en þegar bátar voru al- mennt að verða tilbúnir til veiða og kominn var góður atii, hófst sjómannavinnudeiJa. Þegar róðr- ar Iiófust að verkfallinu loknu viku af. febrúar hélzt ágætur gæftakaíii í 9 vikur, allt til páska. Þá brá til ótíð'ar og úr því var sama ótíð til lands, og sjávar allt árið. Annáð eins óþurrkasumar og í sumar leið muna menn ekki. I bláskammdeginu var tíðar- íar ekki vont, en heldur ekki gott. Róðrar hefðu þó eitthvað verið stundaðir, ef vinnudeila í irystihúsunum hefði ekki skollið á í haustbyrjun, sém leiddi það af sér, að frystihúsin tóku engan fisk allt haustið. Svo stopular voru gæítir í sum ar, að bátur, sem stundaði lúðu- veiðar, komst ekki nema 17 vóðra frá'því um Jónsmessu og írarxj í september. SJÁVARÚTVEGURINN Róðrafjöldi hjá línu- og neta- Sbátum á vetrarvertíð var um ^9 og urðu róðrarnir þannig enn færri en árið áður, en þá voru kirnir 68 róðrar og þóttu fáir. Arið þar áður voru farnir 74 róðrar. Á venjulegum vertíðum voru farnir 80—90 róðrar, en þá var róið alla daga nema páska- tlaginn og föstudaginn langa, en þótti atltaf ósiður, og þó réri stundum einn og einn bátur þessa daga. Fyrir fjórum árum tóku sjómenn sig saman um að róa ekki á sunnudögum á línu- vertíðinni. Sjómönnum hefur Jallið þetta svo vel, að engar i'addir hai'a síðan heyrzt um að breyta þessu og meira að segja ^r siður þessi að færast yfir á "otnvörpubátana einnig, en samþykktin náði upphaliega ekki til þeirra, ef þeir voru í „túr". A vetrarvertíðinni var róðrar- fjöldi hjá línu- og netabátum í einstökum nváriuðum þessi: febrúar 18, marz 21, apríl 17, maí 3. Aflabrögð. Afli var heldur rýr á línuna og mun minni en árið áður. Hinsvegar var ágætur afli í botnvörpu og dragnót. Neta- veiði brást^að mestu sökum ó- gæfta en óvenju lítið tjón varð þó á netum að þessu sinni. Á sumarvertíðinni var afli góður, þegar á sjó gaf, en sára- fáir bátar urðu til þess að stunda veiðar hér heima yfir sumarið, þar sem fiestir sjómenn fóru á síldveiðar og voru ekki nema tveir og þrír menn á sumum bát- t unum í stað fjögurra og fimm. Sumarsíldveiðin brást að miklu leyti og var það þriðja sumarið í röð. í haust byrjaði hinsvegar að veiðast mikil síld í Faxaflóa, eins og haustið áður, og virðist ekkert, lát verða á þeim miklu aflabrögð um. I fyrra stóð þessi veiði fram í marzmánuð. Flotinn. . Vestmannaeyjum bættist á árinu tveir togarar og voru því þrír togarar gerðir út héðan síðari hluta ársins. 5 bát- ar bættust hér við skipastólinn, en þrír voru seldir úr verstöð- inni. Á vetrarvertíðinni stunduðu bátar hér veiðar með ýmsum hætti, eins og áður og skiptust bátarnir eftir veiðiaðferðum þannig: (allar tölur í svigum eru frá árinu 1946): 2(8) línu eingöngu. 22 (32) línu og net. 3 ( 5) línu og botnvörpu. 13 (12) botnvörpu eingöngu. 15 (13) draghót eingöngu. Samtals 55 bátar. 3 bátar voru leigðir burt úr verstöðinni og 14 bátar stóðu. í júní stunduðu 21 (28) bátur veiðar, í júlí 23 (20), í ágúst 18 (13), í september 12 (16). Aflinn. Alls öfluðust hér í Vestmannaeyjum á vélbátaflot- ann árið 1947 14400 (18118) smálestir af fiski. Togarar veiddu 3000 smálestir af fiski, hvorttveggja miðað við slægðan fisk með haus. Samtals 17400 smálestir. Á síldveiðunum veiddu 21 (19) vélbátur héðan 82500 (83625) mál og tunnur af síkl. Á haustsíldveiðunum haía Eyjaskipin veitt um 43500 mál af síid. Samtals 126000 tunnur og mál. Heildaraíii Fyjaskipa 1947 er því um 35 þús. smálestir af fiski og síid. Afurðasalan: Með ábyrgðarlög unum um áramótin var framleið endum tryggt kr. 2,25 fr. kg. af saltfiski og kr. 1,33 fyrir enskt pund af frosnum fiskflökum og var þetta hvorttveggja miðað við að hægt væri að greiða 65 aura fyrir kg. af fiskinum upp úr sjó, slægðum með haus, og var það 30% hækkun frá árinu áður. Síidarafurðirnar luekkuðu jafn- mikið og var síldarmálið kr. 40,30 og saltsíldartunnan kr. 60,00. Framleiðslan skiptist þannig eftir verkunaraðfei'ðum: 1900 (9246) smálestir ísfiskur .......... fob ca. millj. kr. 0,7 3000 — ísfiskur, togararnir...... cif. — — t — 2 2775 (3500) — I'rosin fiskflök .......... fob — — — 8,2 2945 ( 930) — saltfiskur .............. — — — — 6,6 208 — þurrfiskur.............. — — — — 0,8 510 ( 702) — lýsi.................... — r» — — 2,4 1090 (1400) — fiskimjöl .............. — — — — 1 17010 — síld, ný................ — *- — — 4,7 HeildarverðmaU framleiðslu Eyjabúa 1947 nemur því samt. kr. 26,4 milljónum. Á árinu 1946 er talið, að hún hafi verið 30 millj. króna. Flutningsgjöld Eyjaskipa til útlanda eru m]ög lítil og eru ekki talin hér að þessu sinni. Nær allar fiskafurðir Eyja- manna eru nú seldar og mest af þeim útflutt. Slysfarir urðu engar á árinu og er þetta fjórða árið í röð, sem engin sjóslys verða í Vestmanna- eyjum. Björgunarstar) og veiðarfæra- gæzla var með svipuðum hætti og undanfarið og annaðist varð- skipið „Ægir" það. Samgöngur. , V.s. „Laxfoss" hafði haldið uppi regiulegum vikuferðum hingað, en nú hætti skipið að ganga hingað um vor- ið, enda hafði dregið mjög úr fólksfiutningum vegna loftsam- gangnanna. V.b. „Már" tók við að annast vöruflutningana og gekk hingað reglulega í sumar. Þegar síldveiðunum lauk, tók v.b. „Blátindur" að annast þessa flutninga og hefur verið í stöð'ug um ferðum síðan. Stokkseyrarferðir voru með sama hætti og undanfarið, en' ferðir þessar voru nú aðeins not- 1 t aðar, þegar ekki gaf loftleiðis. Loftleiðir h.f. héldu uppi fiug- ferðum hingað allt árið, þegar veður leyfði og Flugfélag íslands hóf einnig flugferðir hingað 8. júlí. Flugferðir voru alls farnar hingað á árinu 750 (144) til og frá Eyjum og fluttir 8152 (639) farþegar, 168.685 (43^8) kg. af flutningi og 12.167 (1027) kg. af pósti. Landbúnaður. Heyskapur var með afbrigðum eriiður í sumar Jeið vegna sífeJlds rosa hér í Eyj- um sem annarsstaðar á suður- landi. Svo mikiJ voru brögðin að ótiðinni, að hey var ekki hirt af öllum túnum og er þar enn, en aðrir brenndu lirakninginn, þeg- ar í óel'ni var komið. Seinni slátt- ur var sára lítill. Það er mesta furða, hvað kýr éta þetta lélega Framhald á 2. síðu ANDi ¦ . ^ ___1

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.