Víðir


Víðir - 15.01.1948, Page 5

Víðir - 15.01.1948, Page 5
VÍÐIH iiMiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuMii AUGLÝSING Nr. 3.1. 1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt. h'eimild í gr. reglugerðar Irá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, Itefir viðskiptanefndin ákveðið, að frá og með 1. janúar 1948 skuli gera eftirfarandi breytingú á listanum yfir liinar skömmtuðu vörur: Tekin skal upp skömmtun á: Erlendu prjón- og vefjargarni úr geriisilki og öðruin gerfiþráð- utn (tollskr.nr. 46 B/5). Erlendu prjóna- og vefjargarni úr ull eða öðru dýrahári (toll- skr. nr. 47/5). Erlendu prjóna- og vefjargarni úr baðmull (tollskr. nr. 48/7). Skömmtun falli niður á: Lífstykkjum, korselett og brjóstahöldurum (tollskr. nr. 52/26). Beltum, axlaböndum, axlabandasprotum, sokkaböndum, erma- böndum (tollskr. nr. 52/27). Teygjuböndum (tollskr.nr. 50/39 og 40). Hitaflöskum (tollskr. nr. 60/20). Kjötkvörnum (tollskr.nr. 76/6). Kaffikvörnum (tollskr.nr. 72/7). Hitunar- og suðutækjum (tollskr.nr. 73/38). Straujárnum (tollskr.nr. 73/39). Vatnsfötum (tollskr.nr. 63/84). Vegna birgðakönnunar þeirrar, sem fyrirskipuð hefir verið í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 30/1947, er jafnframt lagt svo fyr- ir þá, er ber að skila birgðaskýrslum, að tilfæra sérstaklega á skýrsl- unni, hve miklu birgðirnar af þessum vörum nema, aðgreint sér- staklega hið skammtaða garn í einu lagi, en hinar vörurnar í tvennu lagi aðgreint í vefnaðarvörur og búsáhöld. Vörurnar, sem sköfnmtun er nú felld niður á, ber að sjálfsögðu auk þess að telja með á sínum stað í lnrgðaskýrslunni, því skömmtunarskrifstofan gerir sjálf frádráttinn, vegna niðurfellingarinnar, og aukningu 'egna hinnar nýju skömmtunarvöru (garnsins). Reykjavík 31. des. 1947. SKÖMMTU N ARSTJÓRIN N AUGLÝSING Nr. 32. 1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, lrefir viðskiptanefndin ákveðið, að skömmtunarreiti'rnir í skönnnt- unarbók nr. 1 skuli vera logleg innkaupaheimild fyrir skömmtunar- vörum á tímabilinu frá 1. janúar til 1. apríl 1948, sem hér segir: Reitirnir Kornvörur 16—25 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 g af kornvörum, hver reitur. Reitirnir Kornvörur 36—45 íbáðir meðtaldir) gildi fyrir 250 g af kornvörum hver reitur. Reitirnir Kornvörur 56—65 (báðir meðtaldir) ásamt fimm þar með fylgjandi ótölusettum reitum gildi fyrir 200 g af kornvöru, hver reitur. Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveitibrauðum frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 g vegna rúgbrauðsins, sem veg- ur 1500 g, en 200 g vegna hveitibrauðsins, sem vegur 250 g. . Reitirnir Sykur 10—18 (báðir meðtaldir) gildi fyriiy 500 g al: sykri, hver reitur. Reitirnir M 5—8 (báðir meðtaldir) gildi fyrir þessum breinlætis- vörum: i/> kg. blautsápa eða 2 pk. þvottaefni eða 1 stk. handsápa eða 1 stk. stangasápa, hver reitur. Reitirnir Kaffi 9—11 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 250 g af brenndu kaffi eða 300 g af óbrenndu kaffi, hver reitur. Reitirnir Vefnaðarv. 51 — 100 (báðir meðtaldir gildi til kaupa á vefnaðarvörum, öðrum en ytri fatnaði, sem seldur er gegn stofnauka nr. 13, svo og búsáhöldum, eftir ósk kaupanda, og skal gildi hvers þessa reits (einingar), vera tvær krónur, miðað við smásöluverð var- anna. Næstu daga verða gefnar út sérstakar reglur um notkun þess- ara reita til kaupa á tilbúnum fatnaði, öðrum en þeim, sem seldur er gegn stofnuka nr. 13, í þeim tilgangi, aðallega, að auðvelda fólki kaup á slíkum vörum, sérstaklega með tilliti til innlendrar fram- leiðslu, og skal fólki bent á að nota ekki reiti sína til kaupa á vefn- aðarvöru, fyrr en þær reglur verða auglýstar. Reykjavík, 31. desember 1947. SKÖMMTU NARSTJÓRINN TILKYNNING í ra unnt Atvinnurekendur, fyrirtæki og allir einstaklingar sem laun hafa greitt árið 1947 skulu sbr. 33. gr. sbr. 51. gr. laga um tekju- og eignarskatt, láta skattstofunni í té skýrslur um starfslaun útborgaðan arð, stjórnarlaun og allar launagreiðslur, liverju nafni sem nefnast að meðtöldu orlofsfé fyrir 15. þ.m. Hlutafélög sendi skrá yfir hluthafa og önnur félög skrá yfir stofnfé félagsmanna fyrir sama tíma. Skattstofan veitir aðstoð við framtöl og gefur allar upplýsingar. SKATTSTJÓRI TILKYNNING til verzlana Viðskiptanefndin vill ítreka tilkynningu verðlagsstjóra m. 5/ 1943, þar sem smásöluverzlunum er gert að skyldu að verðmerkja hjá sér allar vörur, þannig að viðskiptamenn þeirra geti sjálfir geng- ið úr skugga um, hvert sé verðið á þeim. í smásöluverzlunum öll- um skal hanga skrá um þær vörur, sem hámarksverð er á og gild- andi hámarksverðs og raunverulegs söluverðs getið. Skal skráin vera á stað, þar sem viðskiptamenn eiga greiðan aðgang að henni. jafnan skal og getið verðs vöru, sem höfð er til sýnis í sýniijgar- glugga. Þeir, sem eigi hlýta fyrirmælum auglýsingar þessarar verða taf- arlaust látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Reykjavík, 7. janúar 1948. VERÐLAGSSTJÓRINN iiiiiiiiiimiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiuiii

x

Víðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.