Víðir


Víðir - 31.01.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 31.01.1948, Blaðsíða 1
XI\> Vestmannaeyjum, 31. jan. 1948 •3. tölublað. Bókarfregn: Hafnargerðin í Vestmannaeyjum efrir Jóhann Gunnar Ólafsson Rit þetta, sem er 150 bls., er sérprentun úr tímariti Verkfræð- ingaiélags íslands 1946 og 1947. Fyrst er rakinn aðdragandi að byggingu hafnarinnar hér. Eink- um komst skriður á þetta mál eft ir að vélbátarnir komu og 1907 fer verzlunarfyrirtæki í Skotlandi fram á einkaleyfi til þess að mega byggja höfn og bryggjur í Vestmannaeyjum. Ekki er þess getið, með hyerjum hætti Skotar hugsuðu sér hafnarframkvæmdir liér, en heyrzt hefur, að þeir hafi ætlað sér að gera garð frá Miðhúsakletti og austur í Kletts- nef og taka innsiglinguna gegn- um Klettaskörð. Svo segir í rit- inu-. „Þó að sýslunefnd væri full- komlega ljóst, hversu mikla þýð- ingu endurbætur á höfninni myndu hafa og sæi fram á, að dráttur yrði á framkvæmdum al' eigin ramleik, kostnaðarins vegna, treysti hún sér ekki til að 'niela með umsókninni. Stjórnar- 'Öið mun ekki hafa treyst sér, el-tir þessar undírtektir, til þess að !áta málið halda lengra." ¦ Seinna breytti þó nefndin Uokkuð iini afstöðu og að hún Uí'Sé meðmælt því nú, að Copland "»6g Berrie sé veitt einkaleyfi til >•i'ualnargerðar í Vestmannaeyjuni •n(-'jþeim breytingum, sem hún hafi stungið upp á, ef ekki íáist 1 fé úr landssjóði til endurbóta á uöfninni." l9iq og 1911 fer fram fyrsta 'Jaiýeiting landssjóðs kr. 4000,00 »til rannsóknar á hafnarstæði í yestrnannaeyjum", og var feng- ^ln til starfans danskur verkfræð m8ur, C. Be ch, sem má segja, að uti gen þær tillögur og upp- icetti, sem réðu að mestu gerð Uverandi hafnar í Vestmanna- Xjum, þG ag Finnbogi R. Þor- asson o. fl. kæmu þar mjög Vlð sögu síðar. C. Bech stakk jafnframt upp á, að skurður yrði grafinn gegnum Eiðið og þar jafnframt höfð inn- sigling og „til þess að skýla inn- siglingunni í skurðinn gegnum Eiðið verði byggðir tveir skjól- garðar annar að vestan út frá Skanzakfettum, en hinn út frá heimakletti að skerinu milli Eiðisdranga". Svo 1913 ,,var flutt á Alþingi frumvarp til hafnarlaga" og þar það samþykkt. ,,í 1. grein var ákveðið, að úr landsjóði skyldi gxeiða ki\ 62.500,00 til hafnargerðar í Vestmannaeyjum eða 14 kostnað ar gegn þreföldu framlagi úr hafnarsjóði Vestmannaeyja" . . . ,,2. gr. kvað svo á, að ráðherra skyldi ábyrgjast fyrir hönd lands- sjóðs 187,500,00 króna lán til hafnargerðar í Vestmannaeyj- um." ,,N. C. Monberg tók svo að sér að byggja báða garðana f'yrir 135 þús krónur . . . ." ,,Frá samningi þessum var þó ekki endanlega gengið fyrr en 8. okt. 1914 og hafði þá verið unn- ið að byggingu Hringskersgarðs l'rá því í maímárfuði um vorið" . . . „Mannvirkin áttu að vera fullgerð fyrir októberlok 1915". En nú hefst ein mesta rauna- saga í hafnargerð á ís'landi og þótt víðar sé leitað og ér hún og bygging garðanna ítarlega rakin í ritinu. Garðarnir voru of veik- byggðir, eins og þeir upphaflega voru áformaðir, og hrundu og skemmdust hvað eftir annað.og síðast 1942 fer fram stórviðgerð á Hringskersgarðinum og enn er stór hellir undir garðhausn- um, sem gerir hann ótryggan. Síðan er rakin byggingarsaga Bæjarbryggjunnar. „Var elzti hluti hennar byggður 1907,l en síðan var hún stækkuð 1911. Var hún byggð á Stokkhellu og því kölluð í fyrstu Stokkhellu- bryggja eða Steinbryggja, sökum þess að hún var í upphafi gerð úr höggnum steini". Lokastækkun bryggjunnar var gerð 1925. Þá er skráð saga byggingar stærstu bryggju hér, Básaskers- bryggju. „Árið 1929 voru gerðir 70 m af bryggjunni . . ." Var síðan unnið að bryggjugerðinni smátt og smátt og hún stækkuð nokkrum sinnum. í ritinu segir: „Var ennþá unnið við hana árið 1937. Var þá fyllingu lokið, en eftir að ganga frá brún bryggjunnar". „Básaskersbryggja er eitt hvert mesta mannvirki sinnar tegundar og hefur orðið til hins rnesta gagns og bætt mjög úr þörfum útvegsins og gert mögu- legt að ferma- og afferma við bryggju flest öll flutningaskip, sem koma með og taka til 'brott- flutnings þungavöru alla." Dýpkunarskipið Vestmannaey sem hafnarsjóður keypti í Dan- mörku, kom hingað 1935 og kostaði rúmar 162 þús. króna. Segir svo um Vestmannaey: „Er óhætt að fullyrða, að kaupin á dýpkunarskipinu hafa markað Framhald á 2. síðu idarverksmiðja í Vestmannaeyjum Það mun vera áhyggjuefni margra, hin minnkandi útgerð hér á línuvertíð og yfirleitt hvað útgerð hefur dregist saman nú hin síðustu ár. Qrsakir eru eflaust ýmsar og skal ekki farið frekar út í það hér, en heldur hitt, hvað er hægt að gera til að bæta það atvinnu- tap sem hlýtur að skapast af minnkandi útgerð. Síldveiðarnar í Hvalfirði hafa gefið ný viðfangsefni til að glíma við fyrir þá sem fást við útgerð og enda þá, sem stjórna þessum bæ. Allir stærstu og beztu bátarnir hafa að undanförnu farið norður fyrir land og stundað þar síld- veiðar yfir sumartímann og með heldur fækkandi fólki hér, hef- ur ekki verið meir en svo, að hægt hafi verið að fullskrá á alla bátana tif síldveiðanna. Nú vitum við að mun færri menn þarf á þorskveiðar en við síldveiðar. Hefur því undanfarið yerið sú venja yfir vetrarvertíðina að sjómenn hafa dreifst á um það bil helmingi fleiri báta yfir vetr- arvertíðina en sumarið. Eins er það vitað að þorskveið -arnar taka tii sín mjög mikið verkafólk hvernig svo sem fisk- urinn er verkaður. Það'hefur verið svo undanfar- ið að frekar hefur skort á verka- menn heldur en hitt, nú er hins- vegar allt útJit fyrir að verka- menn vanti atvinnu éf ekki kem- ur eitthvað nýtt til sögunnar. Er þá að athuga hvernig helzt er hægt að gera sér sem mesta atvinnu úr því sem aflast, er hin nýja gjörvinnslustöð útvegs- bænda því mjög þörf franv- kvæmd og þar stefnt í rétta átt með því að gjöra sér eins mikið úr þeim afla, sem á land kemur og unnt er og eiga þeir menn þakkir skyldar sem unnið hafa að framgangi þess máls.' En því aðeins kémur hún að fullum not um að útgerð dragist ekki sam- an til stórra muna frá því sem verið he'fur. ( Þá kem ég að því, sem kom mér til að skrifa þessar línur og eru það síldveiðarnar í Hvalfh'ði. Nú er eins og við vitum stór hluti af sjómönnum okkar við síldveiðar í Hvalfirði með flesta þá báta, sem til þess eru hæfir en allur sá mikli afli kemur ekki hér á land í Eyjum. Síldin er ilutt norður fyrir land og er al- menningi það kunnara en frá þurf'i að segja Jivað það hlýtur að vera óhentugt að þeir flutningar skuli þurfa að eiga sér stað. Framliald á 2. síðu -*vn

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.