Víðir


Víðir - 31.01.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 31.01.1948, Blaðsíða 4
iðir Sitt af hverju Bcejarfréttir Áfmæli. Una Jónsdóttir, skáldkona, Sóibrekku er sjötíu ára í dag. Dánarfregn. Guðrún Þórðardóttir, Felli, andaðist í Sjúkrahúsinu 27. janú ar s.l. Verður hennar nánar minnst í næsta blaði. — Eggert ólafsson. V.s. Blátindur, sem verið hef- ur í förum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er nú um það bil að hætta þeim ferðum. En til þess að ferðir þessar féllu ekki niður hafa eigendur Blátinds nú tekið á leigu v.s. Egg ert Ólafsson, sem er 65 smálestir að stærð. Mun bátur þessi ann- ast þessar ferðir a. m. k. til maí loka. Skipshöfnin á Eggert Ólafs- syni verður öll úr Eyjum og Skip stjóri Emil Pálsson í Þingholti. Afgreiðsla fyrir Eggert Ólafsson verður á sama stað og afgreiðsla Blátinds var, eða í Reykjavík hjá Afgreiðslu Laxfoss, en hér hjá Gunnar Ólafsson & Co. Elías Eyvindsson læknir Elías Þ. Eyvindsson, læknir, liefur dvalið hér í bænunr að undanförnu. Elías er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur dvalið undantarin 3 ár til framhaldsnáms. LénKarður fógeti. Arndís Björnsdóttir, leikkona, er nýkomin til bæjarins. Dvelur Arndís hér a vegum Leikfélags Vestmannaeyja sem leiðbeinandi við uppsetningu „Lénharðs fó- geta“, sem Leikfélagið hefur fyr- ir nokkrú hafið æfingar á og leik ið yerður seinna í vetur. . Helgafell. B.v. Helgafell kom af veiðum s.I. þriðjudag. Var skipið með' urn 2400 kit af fiski, sem það afl- aði úti fyrir Vestfjörðum. Elfiðaey ,,F,lliðaey“ kom af veiðurn s.l. fimmtudag nteð um 4600 kit af fiski og 213 tunnur lifrar (full- fermi urn 5000 kit). Skipið fór á- leiðis til Englands samdægurs. Skipsköfn Með Elliðaey fóru til Eng- lands skipverjar af b.v. Sævar. Sigla þeir Sævari heim, en hann hefur verið í Englandi til við- gerðar um tveggja mánaða skeið. — R A Fáir kaupstaðir á landinu eru eins háðir góðum samgöngum ti! og frá Eyjum eins og þessi kaupstaður. Eftir að flugsam- göngurnar komust á hefir mikið áunnizt í rétta átt. Þó er þetta ekki nóg. Veðurfar hér í Eyjum er þannig að oft geta liðið vikur svo að ekki sé hægt að notfæra sér flugið. Er þá ekkert annað t'yrir þá, sem komast þurfa til og frá Eyjum heldur en fara sjóleið- ina. Samgöngur á sjó hafa t.d. í haust verið mjög sæmilegar hvað vöruflutninga snertir, þar sem vélbáturinn Blátindur hefur , haldið uppi ferðum hingað 2var og 3var í viku. En þar sem þessi bátur er svo að segja það eina, sem haldið hefur uppi samband- inu við meginlandið sjóleiðis, og hann langt frá því að geta tali/.t boðlegur til farþegaflutninga, er auðsætt að þeir, sem verða að ferðast sjóleiðis til eða frá Eyjum eru illa settir. Eins og nú er hög- um háttað er allt útlit fyrir a. m. k. næstu árin verðum við að sækja mest allt af okkar nauð- þurftum til Reykjavíkur. Þörfin fyrir góðan vöruflutningabát eða skip virðist því vera mjög fyrir hendi. Þó að 40—50 smálesta bát- ar geti ef til vill annað þessum flutningum, virðist vera full á- stæða til þess að reyna að fá í þessa flutninga stærra skip, sem gæti ef með þyrfti tekið nokkra farþega. Skip jsetla jryrfti að vera jtað stórt að vel gæti um farjreg- ana farið á leiðum. Ef hægt væri að koma jjessu í framkvæmd væri það sameinað að allsæmilega væri séð fyrir vöru- og mann- flutningum sjóleiðis. Af þeirri reynslu sem við höfum af við- skiptum við skipafélögin í Reykjavík, er ekki þess að vænta að þau geri neitt, sem verður til jress að mál þessi komist í það horf, sem drepið hefur verið á Róðrar Lítið hefur verið um sjóróðra þessa viku sökum ótíðar, þó drógú jressir bátar út í vikunni: Nanna, Týr, Kap. Aður vioru byrjaðir Emma og Freyja. Skeljungur Olíuskipið Skeljungur kom hingað. í vikunni. Eftir komu skipsins munu nægar birgðir vera af olíu í bænum, þar sem allir geymar eru fullir. B B — að æskilegt væri. Er þar skemmst að minnast að loks þegar ríkið er búið að koma sér upp skipi (nýja Esja) sem hæft er til mannflutn- inga er það ráð tekið að láta það ganga til Skotlands í stað þess að láta ])að ganga á ströndina, sem allir vonuðu að gert yrði. Virðist J)ví sem fyrr að ef vel á að vera verðum við að gera eitt- hvað sjálfir. Væri því ekki athug- andi fyrir Vestmannaeyinga að reyna að verða sér úti um 300— 400 smálesta skip, sem þannig væri úr garði gert að nokkuð rúm væri ætlað fyrir farþega jafn framt því, sem það annaðist alla vöruflutninga. Ef þetta, sem hér hefur verið stungið upp á yrði raunveruleiki og samgöngur loft leiðis yrðu sem að undanförnu mætti segja að samgöngumálun- uin væri allvel borgið. — — o — Á öðrum stað í blaðinu er grein um nauðsyn á að koma hér upp síldarverksmiðju. Öllum sem láta sig nokkuð varða heill og hamingju byggðarlagsins er ljóst að þetta er hið rnesta nauð- synjamál. Síldveiðarnar í Faxa- flóa eru stnndaðar af mörgum Eyjabátum og ntargir sjómenn hafa af jrví góða atvinnu, og út- gerðarmenn vonandi sem beztan hag. En jretta er ekki nóg. Við þurfum að húa svo í haginn, að hægt sé að flytja atvinnuna sem af síldveiðunum hlýzt í landi, hingað heim til Eyja. Ef úr Jressu yrði, myndi það liafa ómetanlega jrýðingu fyrir atvinnulíf bæjarins, sem alltaf er nú Iieldur dofið um hausttím- ann, fyrir utan nú að sjómenn og útgerðarmenn myndu hafa af Jressu stórhag, þar sem gera má ráð fyrir að hið eftir löndun fyr- ir Eyjabáta myndi minnka að mun við að fyrirtæki þetta kom- ist upp. Tillaga greinárhöfund- ar um að bæjarstjórn ætti að hafa nokkra forgöngu um |retta mál er ])ví orð í tíma talað og í fyllsta máta athyglisverð. Lifur og Hjörtu Svið Saltkjöt Nýr fiskur Bjúgu Pylsur Mör Verzlunin Þingvellir Þjóðviljinn hefur að undan- förnu verið að hnýta í þingmann kjördæmisins, Jóhann Þ. Jósefs- son, fyrir þær ráðstafanir, sem hann hefur gert í fisksölumálun- um. Eyjablaðið í eymdarskap sín um hefur svo verið að prenta þetta upp. Þessum ásökunum hefur nú verið svarað rækilega hér í blaðinu, svo að öllum hér er nú ljóst hið sanna í Jressum málum. Annars er það dálítið at- hyglisvert og er gott dæmi um ó- fyrirleitni Eyj'ablaðsins, að það skuli hafa sig til jjess að vera að hnýta í Jóhann Þ. Jósefsson, þar sem Eyjablaðið studdi til jring- mennsku Brynjólf Bjarnason, uppbótarþingmann, sem ekki hefur,, svo vitað sé, komið á framfæri á Aljringi einni einustu tillögu þessu byggðarlagi til framdráttar utan tillögunnar um lokun áfengisverzlunarinnar hér yfir vertíðina, sem hann flutti jrá með þingmanni kjördæmis- ins. Brynjólfur er nefnilega eitt stórt núll’fyrir Vestmannaeyinga því að ef bæjarfélagið eða bæjar- búar þurfa á einhverri aðstoð að halda við málelni sín í höfuðstað landsins, kemur Brynjólfur þar aldrei nálægt. Jóhann Þ. Jósels- son mun sem fyrr hafa einn með málefni Eyjabúa að gera syðra, án þess að njóta í nokkru aðstoð- ar Bryn jólfs. Fiyjablaðið ætti því sjálls síns vegna að geyma allar ásakanir í garð Jóhanns, jrar til það hefur niannað Brynjólf það upp, að hann er annað og meira í augum Eyjabúa en maður, sem mætti á einum þingmálafundi og fór síðan. — o — Cfott dæmi um, hvernig meiri- hlutinn í bæjarstjórn býr að bæj- arbúum er ástandið í vegamál- um bæjarins. Vegirnir eru núna í því ófremdarástandi, að vart er hugsanlegt, að þeir geti verið verri. Gangandi fólk verður að jrræða milli ]3ollanna og hverri bifreið, sem hraðar fer en gang' andi maður, er házki búinn. Þarf ekki getum að jrví að leiða, hvc bifreiðaeigendur verða fyrh' miklu tjóni al' þessu sleilarlagi> því að slit og brot á bifreiðum er óskaplegt, jregar vegirnir eru eins og ílú er raun á. Bæjar- stjórn, sem árlega leggur á bæjar-j búa í útsvörum stórfúlgur til við halds vega, ber skylda til að sja um, að vegirnir séu í sæmileg11 ástandi og þannig sjá um, aðj bæjarbúar fái eitthvað fyrir Pcn' inga þá, sem þeir láta af hendi 1 bæjarsjóð.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.