Víðir


Víðir - 06.03.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 06.03.1948, Blaðsíða 1
XIX Vestmannaeyjum 6. marz 1948 7. tölublað. Síldveiðarnar í Hvalfirði ViStal við Óskar Gíslason, skipstjóra. Öll Vestmannaeyjaskipin, sem síldveiðar stunduðu í Hvalfirði á þessu hausti munu nú hætt veiðum. Blaðið snéri sér til Ósk- ars Gíslasonar,' skipstjóra, og leitaði frétjta og álits hjá honum um þennan svo til nýja þátt í at- vinnulífi Vestmannaeyja. Sagð- ist Óskari svo frá: Eins og kunnugt er tóku 13 skip héðan þátt í þessum veiðum að meira eða minna leyti. Afli þeirra var yfirleitt góður, tak- andi tillit til þess, að veiðárfær'- in voru yfirleitt óhentug og margir ekki undir veiðarnar búnir sem skyldi. Skipin voru ýniist með of stórriðnar nætur eða þá að þau skip, sem voru það heppin að verða sér út um srnáriðnar nætur, en'það eru næt urnar, sem „passa" fyrir þessa veiði, lentu á lélegum nótuni. Nú um síldina sjálfa, er það að segja, að hún var misjöfn að stftuð, en feit eftir því sem ger- ist um vetrarsíld og sýndist vera ágætis vara. Síldin hélt sig til að byrja með nokkuð innarlega í firðinum, en kraftveiðin var þó síðar rétt utan við miðjan fjörð, og þar voru þau ósköp af henni, að óþrjótandi sýndist. 'Veiði- svæðið var tiltölulega mjög tak- markað, enda þröngt til allra at- halna og töluverð brögð voru að ,,ástímum" og að skip keyrðu hin í næturnar og orsökuðu á þann hátt meðal annars tjón á Veiðarfærum. Engin slys urðu á mormum, en það lá þó oft nærri. Hvað segir þú um löndunar- skilyrðin? Það er nú saga út af fyrir sig, °8 ef til yill ekki rétt að hafa um það mörg orð á þessu stigi máls- ms. þ0 get ^g ekki stillt mig um að segja> ag hun var i talsverðum ólestri a. m. k. til að byrja með. Náttúrle^a er þess að gæ'ta, að miklir örðugleikar voru á að taka á móti öllu þessu síldar- -J""'^T*rT " "5,* ÓSKAR GISLASON skipstjóri magni við þær aðstæður, sem við var að búa í Reykjavík, en von- andi verða þeir vankantar, sem nú voru á lönduninni af sniðnir fyrir næstu vertíð, þegar lærdóm 'ur af þeirri reynslu, sem í haust fekkst verður notfærður. Hvernig líst þér á þessa svo- kölluðu fljótandi verksmiðju? Um það er í sjálfu sér allt gott að segja. Hinsvegar líst mér ekki á, ef það verður úr í sambandi yið þessa verksmiðju, að viss skip eiga að hafa þar forgang um löndun. Á ég þar við, að þeir útgerðarmenn, sem nógu fljótir \'oru að leggja hlutafé í verk- smiðjuna, gangi þar fyrir öðrum með löndun fyrir skip sín. Eins og kunnugt er lögðu Síldarverk- smiðjur ríkisins 1 milljón í fyrir- tækið, en þær eru eins og kunn- ugt er byggðar upp af og í raun- inni í eigu allra, sem við síld- veiðar fást. Þarafleiðandi finnst mér allir síldarútgerðarmenn vera orðnir hluthafar í þessari væntanlegu verksmiðju og eiga að hafa sama rétt til löndunar þar óg þeir sem lögðu fram hlutafé sem einstaklingar. En hvað er um síldarverk- smiðju þá, sem Ástþór Matthías- son hefur í hyggju að koma hér upp? Það eru mikil tíðindi og góð. Og vonandi kemst það í fram- kvæmd, því að uppkoma slíkrar verksmiðju mundi hafa ómetan- lega þýðingu fyrir atvinnulífið í bænum. Er það fyrst, að land- vinna myndi aukast að mun, t. d. hjá þeim, er við bifreiðaakst- ur fást, og svo ekki síður það, að Eyjaskipin myndu aðallega landa í þessa væntanlegu verk- smiðju, svo sem skip frá Akra- nesi og Keflavík landa einkum í þær verksmiðjur, sem þar eru. — Hvað verksmiðjubygging hér myndi hafa mikla þýðingu fyr- ir afla Eyjaskipanna get ég ekki stillt mig um að minnast á smá- atvik þessu til sönnunar. í haust yar ég samferða skipi frá Akra- nesi ofan úr Hvalfirði, bæði voru með fullfermi, ég fór með skip mitt til Reykjavíkur, en hitt skipið fór á Akranes. í Reykjavík beið ég nokkra daga eftir löndun og þegar ég komst út þaðan vildi svo til, að ég varð samferða inn fjörðinn sama skip inu, en sá var munurinn á, að Akraness skipið var að fara fjórða „túrinn", hafði sem sé landað þrem förmum, meðan ég landaði aðeins einum. Það verður því að vinna að því með oddi og egg, að verk- smiðja komist héi næsta haust og legði é samtök útgerðarrmr uðu Ástþór eftir m ~ ef svo ólíklega vildi ti! að %'¦¦ eyrisyfirvöldin revndnst —'' ljár í þúfu. Og hvað svo yfirleitt? Fyrir b:'v þær hvalrek staklingar, er við þ bættu hag sinn verulega o" áfram björguðu mörgum o^ þar við þá, sem voru m"ð svokölluðu nýsköpunir«1':" Hinsvegar er rétt að gef1 h arður af þessum veiðuni 1 eins mikill og aflam'i9,";v gefið til kynna, því áð 1 varð alveg óskaplegur hjá sum um og á ég þar aðallega við hinn mikla nótakostnað. Nýja símstöðin Stutt samtal vi'ð Þórhall Gunnlaugsson, símstjóra Víðir sneri sér til Þórhalls Gunnlaugssonar símstjóra með tilmælum um, að hann segði les- endum blaðsins eitthvað frá framkvæmdum og fyrirætlun- um í síma- og póstmálum hér. — Þórhallur brást vel við og fara upplýsingar hans hér á eftir: Fyrst af öllu, segir Þórhallur, vil ég taka fram, að símstöðvar- byggingin hefur gengið mjög vel og verður ódýr, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að mjög erfitt hefur verið með alla efnisútvegun. Eiga þeir, sem við þessa byggingu hafa unnið á einn eða annan hátt þakkir skyldar, því að síma- og pósthús var orðin Iiér mikil nauðsyn. Við flytjum væntanlega inn í apríl og er allt efni til að svo megi verða komið, að undan- teknum útidyrum, sem ekki hef- ur ennþá fengizt gi^M-?-T;s!evfj f>TÍr. En þær liggja fulbm v *-¦ og tilbúnar í DanmÖV Um símann sjálfan - segja, að nú eru ¦' númer með hin, 1 tvöföldu númer"" að sjálfsögðu þe<r? in tekur ti1 liggja fyrir um " : bótar þessu. r->'- felldu ættu <ám verða um 420. En ekki orðið fyrst um sinn, því að- eins er hægt að bæta við um ion númerum vegna skorts á sírmá höldum, svo notendurnir v~<-?5 1 um 350. Skiptiborðin verð^ u Framhald ' 2

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.