Víðir


Víðir - 20.03.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 20.03.1948, Blaðsíða 1
XIX. Vestmannaeyjum, 20. marz 1948 8. tölublað. Minnisvardi Dalabússtjórans Guðjón Jónsson, bústjóri að Dölum ritar alllanga grein í Eyja blaðið þann 4. þ. m. um Dalabú- ið. Kennir þar margra grasa og er greinin í heild ágætt sýnishorn af dáðleysi hans sem bústjóra samhliða því, sem hún er greini- leg staðíesting á því framkvæmda og úrræðaleysi, sem'um öll þessi mál ríkir hjá núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar. Er því ástæða til að ræða þetta nokkru nánar. En áður en lengra er farið tel ég rétt að gera nokkra grein fyr- ir aðdragandanum að stofnun Dalabúsins og tilgangi Sjálfstæð- isflokksins með að beita sér fyrir stofnun þess. Verður þá ekki komist hjá því að ræða nokkuð viðhorfið í mjólkurmálum eins og það var þá. Á þeim árum, sem hér voru á fjórða hundrað kýr í einstaklings eigu og nægilegt mjólkurmagn, var það standandi tillaga komún ista og krata við afgreiðslu hverr ar ijárhagsáætlunar að bærinn stofnsetti kúabú. Ekki vegna þess að nauðsyn væri á að au'ka mjólk urframleiðsluna heldur töldu' þeir þetta tekjuöflunarleið fyrir bæinn. Sjálfstæðismenn felldu þessar tillögur ávallt á þeim for- sendum að slíkur rekstur myndi ekki skila bænum tekjum heldur tapi. Á árinu 1943 er kúm hér farið að fækka svo mjög að sýnt er að mjólkurskortur mun yfirvofandi ef ekki verði úr bætt. Hinrik Jónsson var þá bæjar- stjóri hér og gerði hann ítrek- aðar tilraunir bæði gegnum Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkur samlag Borgfirðinga og Samsöl- Una til þess að fá flutta hingað tnjólk annaðhvort með bátum frá Stokkseyri eða skipum frá Reykjavík. Viðkomandi aðilar töldu sig enga mjólk hafa aflög- um, enda vitanlegt að all veru- Jegur hluti mjólkurframleiðsl- unnar gekk á þeim árum til setu- liðsins. Var þá fyrir forgöngu bæjar- stjóra flutt inn hingað nokkurt magn af þurrmjólk frá Dan- mörku til reynslu. Sýndi það sig fljótlega að hún myndi ekki bæta nægjanlega úr yfirvofandi skorti á nýmjólk. Þegar hér var komið voru hafn ar viðræður við stjórn Búnaðar- félags Vestmannaeyja um lausn þessa máls. Upplýstu stjórnend- ur B. V. að kúm hefði fækkað hér um nálega 100 frá því sem mest var og að fyrirsjáanleg fækk un væri framundan vegna vax- andi örðugleika einstaklinga með að fá fól'k til hirðingar á skepnunum. Voru allir sammála um að eitt- hvað yrði að gera til úrbóta þar sem útilokað var þá að fá hingað mjólk aðflutta. Komu á fundum þessum fram tvö sjónarmið. Ann arsvegar að bærinn setti á stofn kúabú með aðfluttum stofni til þess að auka hér framleiðsluna og hinsvegar að bærinn gengist fyrir stofnun samvinnbús, þar sem þeir kúaeigendur, sem þess óskuðu gætu látið kýr sínar og hey og síðan fengið mjólk í á- kveðnu hlutfalli við eign sína í búinu. Var hin fyrri leið talin heppi- legri þar sem óttast var að kúm myndi ekkert fjölga hér þótt stofnað yrði til samvinnubús. Sjálfstæðismenn lýstu því yfir í bæjarstjórn þegar er farið var að ræða málið þar, að þeim væri það ljóst að búið myndi skapa bænum allveruleg útgjöld. Hins- vegar, þar sem það væri einróma álit lækna og heilsufræðinga að mjólkurskortur væri æskulýð bæjarins stórhættulegur frá heilsusamlegu sjónarmiði og auk þess mun meiri liætta á út- breiðslu berklaveiki þar sem svo væri ástatt, þýddi ekkert annað en að horfast í augu við stað- reyndirnar. Á þeim forsendum var lagt út 1 HORMOLEGT slys Það hörmulega slys vildi til næst síðastliðinn sunnudag, að flugvél, sem var að fara frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur, fórst með 4 mönnum. Meðal þeirra sem fórust voru tveir merkisborgarar þessa bæjar, Árni Sigfússon, kaupmaður, fæddur 31.7. 1887, lætur eftir sig konu og 5 uppkomiu börn og Jóhannes H. Jóhanns- son, verkstjóri, fæddur 18. 8. 1894, lætur eftir sig konu og 5 börn. Ennfremur fórust í flugvélinni-Þorvaldur Hlfðdal, verk- fræðingur, lætur eftir sig konu og 1 barn og Gústaf A. Jóns- son, flugmaður, ókvæntur. Víðir vottar aðstandendum hinna látnu innilega samúð vegna hins sviplega fráfalls ástvina þeirra. II' í byggingu Dalabúsins. Það skal játað að afkoma bús- ins fyrsta árið (1945) varð enn verri en við höfðum gert okkur í hugarlund, enda við ýmsa byrj- unarörðugleika að stríða, sem sköpuðu aukin útgjöld. En af þeim ástæðum, sem að framan greinir verður aldrei um það sagt hvort mjólkin úr Dala- búinu sé of dýru verði keypt eða ekki. Hinsvegar má að sjálfsögðu, enda virðast kommúnistar á góð- um vegi með það, stjórna búinu svo illa að bærinn hafi alls ekki efni á að reka það þrátt fyrir að- kallandi nauðsyn. BYGGINGIN. G. J. ásakar í grein sinni Sjálf- stæðismenn fyrir að hafa ekki leitað til kunnáttumanna við byggingu búsins. Mér er ekki ljóst hvað bústjór inn kallar kunnáttumenn á þessu svlði. Bæjarstjórnin fór þá leið að leita til þeirrar stofnunar sem lengst á að vera komin í þess um efnum og mesta sérþekkingu að hafa, en það er Teiknistofa Landbúnaðarins í Reykjavík. Um þetta voru allir bæjarfull- trúarnir sem málinu greiddu at- kvæði sammála. Jafnt flokksbræð ur bústjórans sem aðrir. Frá þess ari stofnun komu allar teikning- ar bæði af byggingunni sjálfri svo og öllu fyrirkomulagi. Sú staðhæfing bústjórans að nauðsynlegt hefði verið að stað- setja búið upp í snarbrattri brekku fyrir ofan Dalatúnið til þess að fá bætt úr sumum þeim ágöllum sem hann telur vera á búinu, sýnir greinilega að hann hefur mjög mikið minna vit á * þessum hlutum, en hann vill vera láta. Það er enginn vafi á að tæknilega séð er hægt að leysa t. d. frárennslisspursmálið þó að búið standi á jafnsléttu, Enda væru Danir og Hollendingar, sem ekkert hafa nema flatneskju að byggja á, illa komnir með sín bú ef svo væri ekki. REKSTURINN Það hefur ekki verið hægt að komast hjá því að heyra ýmsar staðhæfingar um slóðaskap og ó- stjórn á rekstri búsins frá hendi bústjórans síðan að hann tók við. Að sjálfsögðu eru slíkar sögur Framhald a 2. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.