Víðir


Víðir - 20.03.1948, Blaðsíða 2

Víðir - 20.03.1948, Blaðsíða 2
V í Ð I R Minnisvarði Dalabússtjórans k.cmur út vikulega. Riutjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 190 Auglýsingastjóri: ÁGÚST MATTnÍASSON Sfmi 103 Prenumiðjan Eyrún h.f. „Bjarnarey” Síðastliðinn sunnudag kom seinni togari bæjarins hingað. Kaup hinna tveggja nýju, full komnu botnvörpunga marka tímamót í útgerðarsögu Eyjanna. Svo stórvirk eru skip þessi, að þegar Bjarnarey siglir inn á höfn ina, svarar það til, hvað aflaverð- mæti snertir, að tíu vélbátar sem stunda eingöngu veiðar á vetrar- vertíð, eða fimm vélbátar, sem stunda veiðar vetur og sumar, hefðu bætzt við í flotann. Báðir bæjartogararnir jafn- gilda því æði stórum bátaflota. Tveir að'rir togarar eru auk jress byrjaðir að stunda veiðar hðéan. Bætir þessi togaraútgerð nokkuð upp þann samdrátt, senr átt hef- ur sér stað í útgerð hér undanfar ið. — o — Það er ánægjulegt, að ungir menn sækja mjög eftir að fá skij) rúm á togurum hér og fá miklu færri en vilja. Fyrir skömmu var auglýst eftir nokkrum hásetum á togara og gáfu sig 70 fram. Hin nýju skip eru því mikill fengur fyrir Jretta byggðarlag og munu færa mikla atvinnu í bæ- inn. — o — A hinu 'glæsilega skipi tekur nú við skipstjórn sá maður, er var 1. stýrimaður hjá hinum afla sæla skipstjóra á Elliðaey. Með honum á Bjarnarey er hið bezta drengjaval og er það ósk og von allra bæjarbúa, að þeim farnist nú eins vel og systurskijrinu Ell- iðaey. Cfuð blessi skip og skipshöfn. Framhald af 1. sfðu ekki alltaf á rökunr byggðar. En að dáðleysið og ræfildómurinn hafi verið á jafnháu stigi og bú- stjórinn skýrir sjálfur frá í Eyja- blaðinu þann 4. þ. m. er ég alveg sannfærður urn að almenningur liefur hingað til ekki áttað sig á. Mun það einsdæmi að nokkur maður hafi rassskellt sjálfan sig jafn -eftirminnilega í opinberu blaði og G. J. gerir í þessari Eyja blaðsgrein sinni. Eftir að bústjór inn er búinn að telja upp ýmsa ágalla, sem hann telur vera á bú- inu og sem hann telur að geri reksturinn örðugri og nyt kúnna mun lægri en vera þyrfti, svo sern að loftræstingin sé ekki eins og Iiann telur heppilegast, að ekki sé hægt að láta kálfana lifa vegna plássleysis, að súrheysgryfjurnar séu of litlar, beitiland vanti og ýmislegt fleira, þá lýsir hann því yfir að hann sé búinn að starfa við búið í nær tvö ár, og hlýtur honum mestan þennan tíma að hafa verið kunnugt um þessa á- galla. IJr öllurn þessum ágöllum er hægt að bæta. Það er því ekki nema um tvennt að ræða. Annað hvort hefur bústjórinn sýnt af sér þann frámunalega trassaskap að skýra Dalabúsnefndinni ekki frá þessu og krefjast úrbóta eða þá að flokksbræður hans í bæjar- stjórninni hafa luindsað kröfur hans og látið allt drasla á þessu sviði eins og svo mörgu öðru. Og er hvorugt gott. f sambandi við vöntun á beiti landi vil ég benda bústjóranum á, að fyrverandi bæjarstjórn var búin að eyða talsverðu fé í að láta brjóta land það, sem Dölum tilheyrir og mun það hafa verið tilbúið undir sáningu þegar htmn tók við. Fin hvorki hann né hinir ráðandi flokksbræður hans hafa haft manndóm í sér til þess að útvega grasfræ eða áburð í landið og er það því þegar orð- ið stórskemmt. Blygðunarleysi bústjórans með að skýra frá því án þess sjáanlega að skammast sín nokkuð, að hann hafi á s.l. sumri látið keyra svo og svo miklu af heyi í sjóinn af jreim túnum, sem bærinn hafði á leigu á meðan að það er vitað að bæði Lyngfellsbúið og Þorbjörn Guðjónsson, sem þó höfðu mun minni mannafla á að skijra hirtu allt sitt, þó að nokk- uð af því hafi að sjálfsögðu verið hrakið vegna óþurrkanna, lýsir kæruleysi hans og slóðaskap á- kaflega vel. Ég læt alveg liggja á milli hluta grobb bústjórans um á- haldakaup búinu til handa. Mjaltavélarnar, sem eru lang þýð ingarmestu tækin, sem búið á, eru útvegaðar af fyrrverandi bæj- arstjóra en ekki honum. Það eina sem hann í þessu sambandi virðist geta státað af eftir tveggja ára setu þarna er ein rakstrarvél og einn áburðardreifari og eitt- hvað í. ,,jröntun“. Þá er mér kunnugt um eitt dæmi, sem greinilega sýnir það ábyrgðarleysi sem ríkjandi er hjá bústjóranum og meirihluta bæj- arstjórnar um meðferð á fé Dala- búsins. Á meðan Ársæll Grímsson var bústjóri lét hann mjólka kýrnar i áKvæðisvinnu. Var greitt fyrir þetta venjulegt gjald, eða kr. 50,00 á mánuði fyrir hverja mjólkandi kú. Þá 20 daga sem liðu frá því að núverandi bú- stjóri tók við og þar til mjalta- vélarnar komu voru hinsvegar greiddar fyrir þessa vinnu rúm- lega þrisvar sinnum meira en ein staklingar greiddu fyrir mjöltun á sínum kúm. Sé ráðleysið svona á mörgum sviðum er ekki að undra jró að reksturshallinn hafi hækkað síðan að kommúnistar og kratar tóku við. Annars inunu rógskrif bústjór ans um Dalabúið vera honum til lítils sóma, framsett i allt öðrum tilgangi en að fá bætt úr þeim ágöllum, sem hann telur á búinu vera. Að því mun vikið síðar. TILGANGUR BÚST JÓRANS. Bústjórinn slær því föstu í grein sinni að tilgangur Sjálf- stæðismanna með byggingu Dala búsins hafi verið sá að sanna að ojrinber rekstur fái ekki' staðist samkepjmi við einstaklingsrekst- urog hafi búið af þeim ástæðum verið eins illa úr garði gert og frekast var unnt. Auk jiess sem þetta er frámunalega heimskuleg og illgirnisleg staðhæfing er hann með Jressum fullyrðingum jafn- framt að rógbera sína eigin flokksmenn í fyrverandi bæjar- stjórn, Jrar sem Jteir gátu alveg ráðið því hvort búið yrði byggt eða ekki, með Jiví að einn af full trúum Sjálfstæðismanna greiddi atkvæði gegn málinu í bæjar- stjórn. Honum mun óhætt að fletta öllum fundargerðarbókum bæjarstjórnar. Hann mun- ekki finan þar einn staf um að flokks bræður hans hafi komið með nokkra sértillögu um byggingu búsins eða fyrirkomulag þess. Þeir töldu Jretta eitt af sínum hjartans málum og um leið tekju öflunarleið fyrir bæinn. Allar hinar illkvittnislegu aðdróttanir bústjórans hitta því þá jafnt og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Að vera með getgátur um af- stöðu Sjálfstæðismanna til togara útgerðar bæjarins í þessu sam- bandi er ekkert annað en móður- sýki á hæsta stigi, sem svo mjög virðist vera farin að gera vart við sig í herbúðum jreim, sem -bú- stjórinn tilheyrir. Því miður er ástæða til að ætla að tilgangur hans með rógskrif- unum um Dalabúið sé allt annar en venjulegt frumhlaup. Þannig vill til, að fulltrúi Sjálfstæðismanna í Dalabús- nefnd, Magnús Bergsson, bakara meistari, hafði nokkru áður en grein G. J. birtist í Eyjablaðinu, tilkynnt bæjarstjóra að hugsan- legt væri að hann hefði mann, sem vildi taka að sér rekstur Dalabúsins fyrir eigin reikning. Bæjarstjóri brá skjótt við og kall aði saman nefndina samdægurs. M. B. óskaði eftir að nefndin gæfi ákveðið tilboð með hvaða kjörum húli vildi afhenda búið. Á þetta vildi nefndin ekki fall- ast. Oskaði hinsvegar eftir til- boði frá viðkomandi aðila. M. B. gat að sjálfsögðu ekki svarað sam stundis Jrar sem viðkomandi mað ur er ekki búsettur hér. En mál- inu mun verða haldið vakandi. Alit þetta var bústjóranum kunn ugt, þar sem hann mun kallaður á alla fundi nefndarinnar þó að hann eigi þar ekki sæti. Það er því full ástæða til að ætla að tilgangur lians með því að rakka búið niður eins ræki- lega og hann gerir í Eyjablaðs- grein sinni, hafi verið sá einn að reyna að koma í veg fyrir að nokkur einstaklingur vildi taka að sér rekstur þess fyrir eigin reikning. Hvort Jretta stafar af hræðslu við atvinnumissi við búið eða af hinni bjargföstu trú kommún- ista á opinberunt rekstri skiptir engu máli. Verði rógskrif hans til þess að koma í veg fyrir að nokkur ein- staklingur vilji við búinu líta fyrir eigin reikning, hefur hon- um tekizt að skaða almenning' um stórfé árlega me ðþví að eng- in von er til að taprekstur á bú- inu fari minnkandi meðan kom- múnistar ráða. BÆJARREKSTUR - EINSTAKLINGSRÉKSTUR BM'" Margt er skrítið í kýrhausnuin segir máltækið. Guðjón Jónsson, sem svo mjög virðist vegsama all* an ojiiinberan rekstur hefur með Framhald á 4. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.