Víðir


Víðir - 07.04.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 07.04.1948, Blaðsíða 1
XIX. Vestmannaeyjum, 7. apríl 1948. 10. tölubla'ð anmerkurbréf Framhald úr síðasta blaði. Hér eru mikil húsnæðisvand- ræði. . Nýjar húsabyggingar eru um 300% hærri en fyrir nokkr um árum. Stjórnin, en hér er Alþýðuílokksstjórn og minni- hlutastjórn, lagði fram frumvarp í þinginu til lögleiðingar á skylduleigu á herbergjum í íbú'ð um fram yfir vissa herbergjatölu, eða greiða ella 40—50 kr. mánað- arlega af 'þessum herbergjum í ríkissjóð." Frumvarpið, er þótti fela í sér skerðingu á borgara- legu l'relsi manna hefir lítinn byr fengið og er búizt við, að það ver'ði fellt. Hér er sérstakur húshæðisráðhérfia o<>- húsnæðis- nefnd, auk húsaleigunefndanna í hverjum bæ. Hér á dögunum átti að af- henda umsóknareyðublöð um húsnæði og bjuggust þeir við því sem fyrstir næðu í þau, a'ð hreppa hnossið. Höfðu safnast á skömmum tíma yfir 500 manns við húsið, sem átti að afhenda eyðublöðin. Þeir biðu afgreiðsl- unnar upp í 18 khiikustundir, úti á götu, undir berum himni í frosti og kulda og hreyfðu sig ekki úr stað. Þetta sýnir bezt hyernig ástandið í þessum mál- um er. Það er ekki hóti betra, en þegar íslenzku hreppsnefndirnar bönnuðu útmælingar lóða undir nýjar byggingar og fólkinu að giftast, svo unga fólkið mátti flýja til hinnar frjálsu Ameríku. Eg hefi talað við ung hjón hér Óg veit um fjölda dæma af Hku tagi, sem hafa verið gift í 2—3 ár og eignast börn, en liafa ekki geta'ð' tekið saman og reist bú vegna vöntunar á húsnæði. Danir þrengja nú að sér með voruskömmtunina til að auka út flutning sinn sem mest, Smjörið er aðal útflutningsvaraji, því er aðéins y2 i-g. skammtúr á mán- uði á mann og .% kg. af lélegu smjörlíki. Hert hefir og verið ný lega á kjötskömmtuninni, til að j auka útflutninginn og fæst nú 1 nautakjöt a'ðeins fyrir 67 aura á ( viku á mann það kjöt kostar frá 1 kr. og upp í kr. 3,75 pr. kg. j Gnægð er af bjúgum og býsnin ' öll af villibráð allskonar, alifugla I kjöti og skotfugla, sem allt er á frjálsum markaði. Sauðakjötið er dýrast af öllu' k]öti» hevrt kg. kr. 7—7,50. Það er talið lúxus- vara og ekki skammtað. Fiskur er hér engu ódýrari en kjöt. All- miklar verstöðvar eru hér á Sjá- landi og ví'ða á Jótlandi. Mun útgerð vera mest frá Fsbjerg. Þar hefir nýlega verið stofnað fé- lag, sem þegar hefir komið upp 50 skipum til þess að geraút við Grænland í sumar. Áhugi er mikill að. vakna hér fyrir því, að Danir notfæri sér betur en verið hefur hina miklu möguleika Grænlands. Ekki get ég að því gert að mér finnst, og svo finnst víst mörgum fleiri löndum, sem íslendingar hafi verið tómlátir og seinir síðasta aldarfjórðung, er Grænlandsmálin voru komin upp á baug í viðræðum milli ís- lenzkra og danskra stjórnmála- manna. Fræðimenn okkar við háskólann hefðu þurft að vera betur vakandi á verðinum fyrir réttindum þjóðarinnar í þessum málum. Nú er vorið að nálgast hér í Danmörku. Vetur hefur verið góður. Sveitamenn byrja vorsán- ingar, og menn vænta góðs sum- ars, en í fyrra sumar skemmdu of miklir þurrkar mjög jarðar- gróður, svo uppskera varð af þeirra völdum um 25% undir meðallagi. Var það miki'ð áfall fyr.ir þjóðina á þessum erfiðu tímum. Nú stendur vertíðin hæst heima. Við hana eru bundn ar vonir okkar. Ég slæ þá botn- inn í þetta rabb, sem helzt er orð ið of langt. Hér í Danmörku höfum við hjónin mætt rríjög mikilli gestrisni og verið víða Framhald á 2. síðu. Melri og betri höfn í síðasta tbl. Víðis ritaði Jóh. Gunnar Olafsson, bæjarfógeti, grein um innsiglinguna gegnum Eiðið. Hann varpar þar fram þeirri spurningu, hvort mögu- leiki, sem C. Bech, verkfræðing- ur, kom m. a. fram með í sam- bandi við upphaflegar tillögur hans um hafnargerð hér, að gera úr frá Miðhúsakletti 700 m. lang ski(')lgarð, séu ekki einmitt þær heppilegustu um lausn á vanda- máli Vestmannaeyjahafnar. J. G. Ó. dregur jafnframt í efa, að ráð legt sé að stefna að því að loka höfninni að austan og taka inn- siglinguna í gegnum Eiðið, eins og nokkuð hefur veri'ð rætt upp á síðkastið. Garður úr Miðhúsakletti, eins og um er rætt, myndi áreiðanlega stórbæta liöfnina í Vestmannaeyj um og gera hana að f'ullkominni höfn. Þessi garður var þó fyrst og frevnst hugsaður sem skjólgarður „til að mynda legu fyrir skip, sem ekki flytu inn á innri höfn- ina". Nú er þörfin fyrir slíka légu fallin nið'ur. Krafan er nú, að öll skip, sem ætla að athafna sig liér, komi upp að hafnai-- bakka, og þekkist nú orðið vart annað. Vegna þess hversu geysi- stór höfn yrði hér með slíkum garði, fengist þarna mjög mikið rúm fyrir þann fjölda fiskiskipa sem leita í ofvi'ðfum skjóls í af- drepi af Eyjunum. J. G. O. telur að gera mætti uppfyllingar frá eystri hafnar- garðinum og að þessum hugsaða garði. Mikið dýpi yr'ði þá við hafnarbakka, svo að stærstu haf- skip gætu athafnað sig þar, en hætt er vi'ð, að vegna víðáttu svæðisins myndi gæta þar kviku, þó að ekki væri nema af vind- • báru, nema gerðar yrðu skipa- kvíar. Um kostnaðarhlið þessa mann virkis segir J. G. Ó. að Bech, verkfræðingur, hafi áætlað, að gar'ður þessi myndi kosta 3,7 millj. króna og segir, að ,,ein- hverju mætti líklega bæta við þessa upphæð nú". Ekki er hér fast að orði kveðið hjá greinar- höfundi. Það yrði áreiðanlega ekki nein smáræðisviðbót. Verð- lag hefur breytzt mikið síðan 1912 og mætti víst tífalda þessa upphreð, ekki sízt þegar J. G. Ó. gerði ráð fyrir, að garður þessi yrði mikiu rammbyggilegri en C. Bech stakk upp á. ^'iðbúið er, á me'ðan þingið lellir a'ð hækka framlag til Vest- mannaeyjahafnar úr kr. 250 þús. kr. í 300 þús. kr., eins og átti sér stað á þinginu í vetur, að þungt • verði fyrir fótinn um framlag til slíks mannvirkis. En ef ekki þyrfti annað en að óska sér þess bezta í hafnarmálum Eyjanna, stæði ekki á Vestmannaeyingum að bera fram óskir um fjárfram- lög sem nægðu til þess að gera hér fullkomna höfn, hvort sem það væri nú með skjólgarði fyrir Víkina eða skipaskurði gegnum Eiðið og lokun hafnarihnar að austan. J. G. Ó. segir þó í lok greinar sinnar, að „þessi leið mundi vafa laust vefða miklum mun ódýrari heldur en hugmyndin um skipa- skurð gegnum Eiðið, og miklum mun öruggari til vænlegs árang- urs." Það er gagnlegt, að umræður verði sem mestar um höfnina hér. Það er þó ekki rúm í blað- inu að þessu sinni til þess að ræða um innsiglinguna gegnum Eiðið og lokun hafnarinnar að austan, en það verður gert, þegar rúm leyfir og þá birt umsögn Far manna og Fiskimannasambands íslands til Alþingis um að lands- höfn verði byggð í Vestmanna- eyjum.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.